Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2005, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 27.04.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 2005 Fjölmenni á Jörvagleði Anna Bima sýslumaiur Dalamanna og Sigurður „Eiríksstaðavikingur“ íplankaglímu aö fomum sið. Hátíðleg stund var sl. föstudag í Dalabúð þegar Þrúður Kristjáns- dóttir setti Jörvagleði og bauð gesti velkomna. Fjöldi gesta var mættur til að hb'ða á samsöng og var áber- andi hve fólk var vel búið, margar konur í upphlutum og karlar í hátíð- arbúningum. Eldri félagar í Karla- kór Reykjavíkur sungu ásamt ein- söngvurunum Gunnari Þ Guð- bjömssyni og Hönnu Dóm Sturlu- dóttur. Bjami Þór Jónatansson sá um undirleik og Kjartan Sigurjóns- son stjómaði kómum. Dagskráin var tileinkuð Leik- bræðrum og höfðu þeir í tilefni af því sett saman syrpu af lögum þeirra. 60 ár era síðan Leikbræður komu fyrst saman en tveir þeirra „bræðra" em einmitt í eldri félögum Karlakórs Reykjavíkur, þeir Friðjón Þórðarson og Astvaldur Magnús- son. Vom þeir félagar heiðraðir af Jörvagleðinefnd ásamt Halldóri Þórðarsyni skólastjóra Tónlistar- skólans og íirú Olafíu B. Olafsdóttur. Einnig vom séra Ingiberg Hannes- son og frú Helga Steinarsdóttir heiðmð á hátíðinni. Til gamans má geta þess að Hanna Dóra Sturludóttir er fædd og uppalin í Búðardal og á laugardags- kvöldið var bróðir hennar Friðrik Smrluson á sviðinu í Dalabúð með hljómsveit sinni Sálinni hans Jóns míns, sem lék nú í fyrsta skipti í Dalabúð og að sjálfsögðu fyrir fullu húsi. Gestir komu víðsvegar að og hefur tjaldstæðið í Búðardal aldrei áður verið notað svo snemma sum- ars. Ami Bjömsson þjóðháttaffæðing- ur mætti í sögustund á Eiríksstöðum þar sem hann sagði ffá skrímsli í Haukadalsvatni. Ungur Borgfirð- ingur, Hjörleifur H Stefánsson hef- ur getið sér gott orð fyrir ffásagna- hæfileika og meðal annars komið ffam á stórri sagnahátíð í Edinborg. Hjörleifur sagði nokkrar sögur á sögustund. Sjök Hefð erfyrir því aí konur búist sínu besta skarti á Jörvagleíi. He'r em þœr Bergþóra og Elínfrá Hnítsstöðum og Gyða og Halldórafrá Brautarholti. r Akraneskaupstaður UTBOÐ ! Akraneskaupstaður í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur og Landssíma íslands óskar eftir ; tilboðum í verkið "Deildartún - endurnýjun slitlags og fleira." | Verkið felst í endurnýjun vatns-, rafmagns- og símalagna og endurnýjun malbiksslitlags. Helstu magntölur eru: Malbik.................................870 m2 Kantsteinn..............................lOOm Vatnslagnir 0 110.......................130m Vatnslagnir 0 180............................15 m Idráttarrör.................................570 m Strengir...................................1480 m Útboðsgögn verða til sölu frá og með 2. maí n.k. á skrifstofu tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8 á Akranesi. Verð kr. 5.000,- . Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 13. maí n.k. kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. & Sviðsstjóri tcekni- og umhverfissviðs A masl Sunnudaginn 1. maí kl. 20:00 Mánudaginn 2. mat kl. 20:00 Fimmtudaginn 28. apríl ki. 20:00 Jói mjólkurfrœðingur, Siggi sýsl og Stefán sfóri voru að þessu sinni dómarar. Firmakeppni Glaðs á nýja vellinum Hesteigendafélagið í Búðardal hélt sína árlegu firmakeppni á sumardaginn fyrsta, í fyrsta sinn á nýjum velli Hestamannafélagsins Glaðs. Dómarar að þessu sinni vom úr stjórn Lionsklúbbsins í Búðardal þeir Sigurður Jakob Jónsson, Stefán Jónsson og Jó- hannes Haukur Hauksson. Veður var mjög gott og var haldin grill- veisla á eftir. Leikar fóra þannig að pollaflokk vann Björgvin Oskar Asgeirsson og keppti hann fyrir Hófatún 1B. Barnaflokk vann Ida María og keppti hún fyrir Hárhús Hönnu. Kvennaflokk sigraði Fríða Mjöll Finnsdóttir og keppti hún fyrir Mjólkursamlagið og karlaflokkinn sigraði Sigurður Jökulsson og keppti hann fyrir Blikkás. MM/ Ljósm.: Helga Veisluborðið hjá Liljuktmum hreinlega svignaði undan krásunum. Lilja bauð til vorfagnaðar Síðastliðinn laugardag bauð Kvenfélagið Lilja fyrrverandi og nú- verandi íbúum í hreppimum sunnan Skarðsheiðar, 67 ára og eldri, til vorfagnaðar. Samkoman hófst í Hallgríms- ldrkju í Saurbæ þar sem sóknar- presturinn sr. Kristinn Jens Sigur- þórsson, bauð fólkið velkomið. Þá sungu félagar úr kirkjukór Saurbæj- arprestakalls nokkur gospellög við undirleik Zsuzsannu Budai. Heiður Hallfreðsdóttir, nemandi við Versl- unarskóla Islands og nýkjörin feg- urðardrottning Vestulands las úr rit- gerð er hún hafði nýlega skrifað um Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur. Úr kirkjunni var síðan haldið að Félagsheimilinu Hlöðum þar sem boðið var upp á kaffihlaðborð að hætti kvenfélagskvenna. Dansflokk- urinn Sporið sýndi þar þjóðdansa og Asdís Björg Björgvinsdóttir, nem- andi í Heiðarskóla flutti ljóðið Hvalfiörður eftir Sigríði Beinteins- dóttur fyrir gesti, en Sigríður sem er tæplega 93 ára lét sig ekki vanta á samkomuna sem var vel sótt og þóttist takast með eindæmum vel. Stefht er að því að endurtaka heim- boðið að ári. MM INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali FASTEIGN í BORGARNESI BERUGATA 5 Efri hæð 128 ferm. í tvíbýlishúsi ásamt 41 ferm. bílskúr. Forstofa dúklögð. Gangur teppa-/dúklagður. Stofa teppalögð. Þrjú herbergi, tvö dúklögð en eitt parketlagt. Eldhús dúklagt, eldri innrétting. Baðherbergi dúklagt. Þvottahús og búr. Til afhendingar strax. Verð: 13.500.000 Allar nánari upplýsingar á skrifstofu | Ingi Tryggvason hdl. I löggiltur fasteigna- og skipasali 1 Borgarbraut 61, 310 Borgarnes, I s. 437 1 700, 860 2181, fax 4371017, netfang: lit@simnet.is - veffang: www.lit.is V___________________________________________________J

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.