Skessuhorn - 27.04.2005, Blaðsíða 11
■ .»..L
MIÐVIKUDAGUR 27. APRIL 2005
11
T^e/uutot^i Gleðjmnstyfir góðum árangri
Hagur Akraneskaupstaðar stendur
með miklum blóma. Bærinn stækkar
ört, menn byggja hús í óða önn og íbú-
um fjölgar. Afkoma bæjarsjóðs er með
því besta sem þekkist í landinu. Eignir
bæjarsjóðs er miklar. Bæjaiyfirvöld
hafa á prjónunum tímamótaáform um
framkvæmdir og endurbætur. Akur-
nesingar taka þátt í stórum sameigin-
legum verkefhum á sviði orkumála og
hafnarmála, verkefntun sem hafa og
eiga eftir að skipta sköpum í búsetu-
og atvinnuþrórm. Stjómendur bæjar-
ins leggja sig frarn um að bæta góða
þjónustu og bjóða hana á verði sem er
með því lægsta sem þekkist í landinu.
Það em því ærin tilefni til að fagna
nýju sumri.
Eitt í dag
- annað á morgun
Einmitt í þennan mund skrifar
Gurrnar Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðismanna á Akranesi vandlætingar-
grein í Skessuhom um bæjarmálin og
birtir saman mynd af fallegum böm-
um, moldarhaug og jámadrash til að
minna á bæinn sinn. í leiðinni lætur
hann fukyrði dynja á meirihlutanum.
Þar kvartar hann yfir því að meiri-
hlutinn skyldi ekki samþykkja að til-
laga um húsnæðismál eldri borgara
yrði send í bæjarráð, heldur samþykkti
hana í bæjarstjóm!
Þetta gefur auðvftað tilefhi til að
rifja upp dæmigert brot af hrakfalla-
sögu þeirra Sjálfstæðismanna varðandi
mglingslega afstöðu í málum.
Á síðasta bæjarstjómarfundi lögðu
sjálfstæðismenn nefiúlega fram tillögu
um 15% flata lækkun á leikskólagjöld-
um. Þessari tillögu var vísað til bæjar-
ráðs. Þegar hún kom svo til umræðu
þar gerði bæjarráðsmaður Sjálfstæðis-
flokksins, Gunnar Sigurðsson tillögu
um 10% lækkun leikskólagjaldanna.
Verðfelldi sem sagt sína eigin tillögu
um einn þriðja í sömu vikunni! Þessi
tillaga var auðvitað ekki hugsuð til
enda en hún var vissulega skoðunar-
verð og í anda stefnu meirihlutans um
aukna og bætta þjónusm. Nú er hins
vegar unnið að þölskyldustefnu á veg-
um bæjarins og nefnd er í vinnu um
gjaldskrármálin. Meirihlutinn telur að
bíða eigi eftir niðurstöðum þessarar
vinnu, enda ekki einsýnt að flöt lækk-
un sé það sem hentar foreldrum best,
heldur þarf að skoða aðra möguleika.
Þar er m.a. um að ræða gjald fyrir 5 ára
böm, vistun eftir hádegi og stuðning
vegna yngstu bamanna sem era hjá
dagmæðrum. Barnafjölskyldur á Akra-
nesi geta því átt von á verulegum
breytingum í þessum málum á næst-
unni.
Fleiri dæmi mætti nefha um það
hvernig Sjálfstæðismenn standa ekki
með sjálfum sér þegar á reynir, en rétt
er að hlífa þeim og öðrum lesendum
við því.
Stórar ákvarðanir á
styrkum grunni
Nú hefur verið tekin ákvörðun um
byggingu fjölnota íþróttahúss á Jaðars-
bökkum og stefnt að allsherjar upp-
byggingu þar, m.a. nýrri sundlaug.
Þessar ffamkvæmdir verða allar til-
teknar í nýjum framkvæmdasamningi
við IA Akvörðunin er einhver sú mik-
ilvægasta sem tekin hefur verið hin
síðari ár og er stórt spor í ffamfara-
sókn bæjarins. Um þetta mál er sam-
staða í bæjarstjóminni þrátt fyrir að
sjálfstæðismenn sætu hjá er stefnu-
mörkun í uppbyggingu Jaðarsbakka-
svæðisins var tekin í tengslum við fjár-
hagsáæthm fyrir árið 2004. Þetta verk-
efiti byggist á afar sterkri stöðu bæjar-
sjóðs og mun ekki draga úr þjónustu
hans á öðrum sviðum.
Meirihluti bæjarstjórnar mun áffam
vinna markvisst að því að verja og bæta
hag Akumesinga. Þessi vinna hefur
þegar skilað því að hagur bæjarsjóðs er
sterkur og eignir Akumesinga miklar.
Það gefur mörg tækifæri til umbóta og
bættrar þjónustu. Þó verkefnin séu
mörg era þau áskorun til að gera bet-
ur og þá gildir samstaða og einbeittur
vilji.
Sveinn Kristinsson,
FonnaSur bœjarráðs
Akraneskaupstaðar.
Umhverfi og útivist - 4. grein
Sorp og sorphirða
Urgangur og meðhöndlun hans er
mikið vandamál í þróuðum iðnríkjum
heims. Island verður víst að teljast í
flokki þeirra, hvort sem okkur líkar vel
eða illa. Magn úrgangs á mann hvern
er margfalt meira í iðnríkjum en í þró-
unarlöndum. Samkvæmt upplýsingum
sem ég tel áreiðanlegar var heimilisúr-
gangur í Kína 107 kg á mann á ári
2000-2002, en árið 2002 var hann 730
kg í Bandaríkjum Norður-Ameríku og
sama tala á við um Island. Munurinn
er sjöfaldur. Það er í rauninni ekki ýkja
langt síðan sorphirðan varð okkur Is-
lendingum að vandamáli. Hún var það
t.a.m. mjög óvíða þegar ég man fýrst
til sem bam á 5. áratug 20. aldar. Þá
fékk fólk ekki margt það í hendur sem
það gat ekki nýtt með einhverju móti,
en henti ekki á haug. Og úrgangur ffá
mönnum var víða látinn ganga beint
inn í hringrás náttúrunnar; úr
kamarfötum var hvolft á tún. Síðan
gengum við inn í neyslusamfélagið,
sem Hörður Bergmann kallar því við-
eigandi nafni umbúðaþjóðfélagið. A
hverju heimih hrannast upp margvís-
leg efni, bréf, plast, pappi, rnatarleifar,
sem menn ýmist geta ekki notað eða
nenna ekki að taka sér tíma til að nýta.
Að ég ekki tah um þann úrgang sem til
fellur hjá fyrirtækjum af ýmsum toga.
Fyrirtækin em mörg og heimihn
miklu fleiri. Vandamálið er því stórt og
sveitarfélög hafa neyðst til að bregðast
við með skipulegum hætti. Áfangi að
lausn vandans er flokkun úrgangs, eins
og við íbúar Borgarbyggðar höfum
hér í sérstakri gámastöð. Þar er tekinn
ffá allur sá úrgangur sem unnt er að
endurvinna eða nýta til jarðvegsgerð-
ar. Það minnkar veralega umfang
sorpeyðingar, sem í raun er ekki eyð-
ing, heldur er sorpið urðað úti í Fífl-
holtum.
Þessi athafnasemi kostar sveitarfé-
lagið stórfé. Bæjarstjóri segir mér að
árið 2003 hafi kostnaður Borgar-
byggðar vegna sorphirðu, sorpeyðing-
ar og reksturs gámastöðvar numið
tæpum 30 milljónum króna (tölur fyr-
ir 2004 lágu ekki fyrir), þar af kostaði
sorphirðan á fimmtándu milljón.
Sveitarfélagið hafði á árinu 2003 rúm-
ar 15 miljónir króna í tekjur af sorp-
hirðugjöldum. Tekjur af gámastöð
vora tæpar 6 milljónir. Hér er ekki um
smáaura að ræða, og kostnaðurinn
hvflir að vemlegu leyti á fólkinu
og fyrirtækjunum. Og þá er að
finna leiðir til að draga úr
kostnaðinum. Eða skyldi það
ekki vera æskilegt?
Árið 2000 (ef rétt er munað)
hófst hér í Borgarnesi merkileg
tilraun til að minnka heimilisúr-
gang. Þá áttu íbúar í Borgar-
byggð kost á því að kaupa hjá
bæjarfélaginu safhkassa (moltu-
kassa) til að setja í h'ffænan úr-
gang og mynda þannig mold
eða jarðvegsbætandi efni. Vem-
legur hluti af þeim úrgangi sem
til fellur á heimih er matarleifar
eða önnur líffæn efhi. I moltu-
kassanum rotna þessi efiú og
broma niður og verða síðast að
ágætri gróðurmold. Eg hef ekki
tiltækar nákvæmar tölur um hve
mikið má minnka heimihsúrganginn
með þessu móti, en sérffóðir menn
segja mér að það sé um það bil helm-
ingur.
Og hvemig gekk svo þessi tilraun til
að virkja almenning í sveitafélaginu til
að draga úr sorphirðuvandanum? I
smtrn máh sagt: Alveg hörmulega illa.
Almenningur var aldrei virkjaður til
eins né neins. Upphaflega fóm slfldr
moltukassar út til 24ra einstakhnga í
Borgarbyggð og að auki til nokkurra
fýrirtækja. En fljótt mtm hafa dregið
úr notkun þeirra. Árið effir að þeir
fóm út vom aðeins 14 í notkun (skv.
upplýsingum bæjarstjóra). Enginn veit
hve margir þeir em nú. Tilrauninni
var ekki fýlgt eftir með upplýsingum
til notenda kassanna og annarra bæjar-
búa. Ef til vill var gerð kassanna ekki
hentug. Það er t.d. ekki mjög þægilegt
að losa úr þeim moltuna. Heyrt hef ég
menn kvarta undan því að moltunni
fylgdi mikill arfi í garði, vandamál sem
að mínu viti er auðvelt að leysa. En er
nú ekki kominn tími til að taka þetta
mál upp að nýju? Eða hvers konar
skrautblóm er þessi Staðardagskrá 21 í
hnappagötum bæjarstjómarinnar? (-
Hvaða skepna er þetta nú annars,
Staðardagskrá 21? Væri ekki ráð að
einhver upplýsingafúlltrúi bæjar-
stjómar léti annað slagið í sér heyra
um hana? Eða er þetta kannski bara
einhver hégómi)?
Aftur að sorphirðtmni. Þegar því
stigi umhverfisvemdar væri náð að al-
menningur væri farinn að taka virkan
þátt í því að minnka sorpið, þá væri ef
til vill næsta stigið þetta: Sveitarfélagið
okkar og önnur sveitarfélög í landinu
tækju sig saman um að hafa þau áhrif á
fyrirtæki í verslun og þjónustu að þau
dragi verulega úr notkun ónauðsyn-
legra umbúða utan um neysluvöm.
Hví skyldu þau ekki geta það?
Finnur Torfi Hjörleifison.
Skrifstofuhúsnæði til leigu
á besta stað í Borgarnesi!
Til leigu er 170 fm skrifstofuhúsnæði á
2. hæð í Hymutorgi,
Borgarbraut 58-60, Borgamesi.
Um er að ræða aðstöðu fyrir 6-8 starfsmenn
auk fundarstofu og geymslu.
Nánari upplýsingar gefur Guðsteinn í síma
430-5502 eða póstfang gein@kb.is
KB Borgarnesi ehf
www.skessuhorn.is
Kyttninij á hinumfrábœru
SffiRE í fördunarvörum
föstudaginn 29. april frá 14-18
fiCltlM <3Æ)MÓm
V^RGÖTOMr.AKRANESI H
SÍMI431 1753 & 861 1599
og laugardaginn 30. aprilfrá 10-16
Fyrir kaup
á vörum
yjir 3000 kr.
J'yhwmf
og j'örðun
Aðalfundur Kaupfélags
Borgfirðinga verður haldinn að
Hótel Borgarnesi fimmtudaginn
28. apríl 2005 og hefst kl. 20:30
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum félagsins.
2. Tillögur um breytingar á samþykktum
félagsins.
3. Önnur mál.
Bernhard Þór Bernhardsson lektor við
Háskólann á Bifröst kynnir
stefnumótunarvinnu félagsins.
Borgarnesi, 12. apríl 2005
Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga.