Skessuhorn - 04.05.2005, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 4. MAI 2005
15
Köflótt gengi
Víkings
Víkingur frá Ólafsvík, sem tek-
ur þátt í 1. deildinni í knattspyrnu
í sumar hefur gengið nokkuð
misjafnlega í vorleikjunum. Liðið
tók þátt í Deildarbikarkeppni KSÍ
og unnust þrír fyrstu leikirnir
nokkuð örugglega en liðið mátti
bíta í það súra epli að tapa
tveimur síðustu leikjunum og
endaði liðið í þriðja sæti sins rið-
ils. En nú styttist í að alvaran
hefjist og það er Ijóst að Víking-
ur á við ramman reip að draga
við að halda sæti sínu í 1. deild-
inni. Nú er Ijóst að nokkrir lykil-
leikmenn síðustu ára, þeir Vil-
berg Kristjánsson markvörður,
Jón Pétur Pétursson, Kjartan
Einarsson og Hallur Ásgeirsson,
munu ekki spila með í sumar.
Unnu
Keflvíkinga
Skaga-
menn úr
leik
ÍA er úr leik í deildarbikarkeppni
karla í knattspyrnu eftir tap gegn
Þrótti í undanúrslitum í Egilshöllinni
á mánudag. Þróttarar komust yfir á
14. mínútu en eftir það gerðu
Skagamenn harða hríð að marki
þeirra röndóttu. Það skilaði árangri
korteri síðarþegar fyrirliðinn Gunn-
laugur Jónsson jafnaði leikinn.
Skömmu síðar var Andra Júlíus-
syni hinsvegar visað af leikvelli fyr-
ir að slá til eins leikmanna Þróttar
og téku Skagamenn því manni
færri allan seinni hálfleikinn.
Þrátt fyrir mannfæðina voru Akur-
nesingar sterkari aðilinn í seinni
hálfleik og héldu jöfnu út venjuleg-
an leiktíma. Það var ekki fyrr en í
seinni hálfleik framlengingarinnar
sem Þróttarar náðu að gera út um
leikinn og tryggja sér sæti í úrslita-
leiknum. GE
Sparkvöllur
við Grunda-
skóla
Akraneskaupstaður hefur gert
samning við Knattspyrnusamband
íslands um byggingu sparkvallar
við Grundaskóla en sambærilegur
völlur var byggður við Brekkubæj-
arskóla á siðasta ári og vígður þar
sl. haust. Nýi völlurinn verður stað-
settur á horni Víkurbrautar og Inn-
nesvegur, inni á lóð Grundaskóla.
Verðurhann því ínæsta nágrenni /'-
þróttamannvirkjanna á Jaðarsbökk-
um. Stefnt er að því að fram-
kvæmdir fari fljótlega af stað, verk-
ið gangi hratt og lokið verði við völl-
inn fyrir 1. júlí. Reynsla Akurnes-
inga af vellinum við Brekkubæjar-
skóla hefur verið afar jákvæð en
völlurinn hefur verið í stöðugru
notkun frá fyrsta degi. MM
Skagamenn unnu góðan sigur
á Keflvíkingum á fimmtudags-
kvöld, 2 -1, í deildarbikarkeppn-
inni í knattspyrnu og tryggðu sér
þar með sæti í undanúrslitum
keppninnar. Ellert Jón Björnsson
skoraði fyrsta mark leiksins strax
[ upphafi fyrri hálfleiks eftir slæm
mistök hjá markmanni Keflvík-
inga.
Suðurnesjamenn jöfnuðu leik-
inn þegar stundarfjórðungur var
liðinn af seinni hálfleik en undir
Eins er búist við því að Elínberg-
ur Sveinsson fyrirliði og máttar-
stólpi varnarinnar muni ekki spila
með í fyrstu leikjum sumarsins
vegna meiðsla. Leikmannamark-
aðurinn virðist vera erfiður en þó
hafa tveir liðsmenn bæst í hóp-
inn, þeir Slavisa Mitic og Eyþór
Páll Ásgeirsson sem koma frá
Breiðabliki. Ekki er þó loku fyrir
það skotið að úr gæti ræst áður
en flautað verður til fyrsta leiks
þann 16. maí nk. þegar Kópa-
vogsbúarnir í HK koma í heim-
sókn.
Um næstu helgi munu Víkingar
spila æfingaleik á grasinu á Hell-
issandi og verður það væntan-
lega síðasti leikurinn fyrir ís-
landsmót. FRF
blá lokin var brotið á Jóni Vil-
helm Ákasyni innan vítateigs
Keflvíkinga. Kári Steinn Reynis-
son tók vítaspyrnuna og tryggði
Skagamönnum sigurinn og sæti
í undanúrslitum.
Þess má geta að þetta var
fyrsti grasleikur sumarsins og
var hann á Akranesvelli sem
kemur, líkt og liðið vonandi, vel
undan vetri.
GE
Firmakeppni Dreyra
:: ■ jar 1
Frá keppni í barnaflokki.
Hin árlega firmakeppni hesta-
mannafélagsins Dreyra fór fram á
Æðarodda sl. sunnudag, en 1.
maí er afmælisdagur félagsins.
Þátttaka var góð og lék veðrið við
hesta og menn. Úrvalsgæðingar
prýddu völlinn og mikil stemning
var meðal áhorfenda. Eftir keppn-
ina safnaðist mannskapurinn
saman í félagsheimilinu og gæddi
sér á margrómuðum veitingum
Dreyramanna og kvenna og fór
verðlaunaafhending þar fram. Úr-
slit voru eftirfarandi:
Barnaflokkur
1. Daníela Hadda Hafsteinsdóttir,
Glæsir 7v. brúnskjóttur. Eystra-Mið-
fellsbúið.
2. Svandís Stefánsdóttir, Demantur
10v. jarpstjörnóttur. Ebbi útgerð ehf.
3. Logi Örn Ingvarsson, Prestur 11v.
rauðblesóttur. B.Ó.B. vinnuvélar.
Unglinga- og ungmennaflokkur
1. Guðbjartur Stefánsson, Máni 7v.
brúnn. VÍS.
2. Valdís Ýr Ólafsdóttir, Ylur 5v. brúnn.
Runólfur Hallfreðsson.
3. Elís Veigar Ingibergsson, Fjalar 10v.
brúnn. Bílver ehf.
Kvennaflokkur
1. Karen Líndal Marteinsdóttir, Vá 6v.
rauð. Harðarbakarí.
2. Belinda Ottósdóttir, Huld 12v. jörp.
Síminn.
3. Þórdís Skúladóttir, Nökkvi 12v.
brúnn. H.B. Grandi hf.
Karlaflokkur
1. Ingibergur Jónsson, Aska 7v. grá.
Olís Akranesi.
2. Marteinn Njálsson, Frár 7v. grár.
Trésmiðjan Akur.
3. Gylfi Karlsson, Galsi 7v. grár.
Brauða- og kökugerðin.
LATTU OKKUR
FÁÞAÐ
Mmo
(ffrvalftuq A
OÞVEGIÐ
Efnalaugin Múlakot ehf.
Borgarbraut 55
310 Borgarnesi
Sími 4371930
er lítið o;
hótel miðsvæðis
Tveggja m. herbergi: 6.900
Þriggja m. herbergi: 8.900
Fjögurra m. herbergi: 11.900
Stúdíóíbúðir: 8.000
Morgunverður er inntfalinn.
Flugrútafyrir hvert áætlunarflug.
Hótel Víl
Síðumúlaig
Sími: 588 5588 - Fax: 588 550Z
www.hotelvik.is - lobby@hotelvik.is
Skrifstofuhúsnæði
til leigu
Til leigu 12 fm skrifstofa að
Borgarbraut 61, Borgarnesi.
Frábœr staður með góðu útsýni.
Leigist með skrifborði ásamt aðgangi að
kaffistofu og sameign.
Upplýsingar veitir Bragi Axelsson,
framkvœmdastjóri UMSB í síma 4371411 og
861 8801 eða á bragi@umsb.is
Útboð
Sláturhúsið í Búðardal ehf. óskar eftir
tilboðum í að framkvæma ýmsar
viðgerðir utan húss, málun o.fl., á
sláturhúsinu í Búðardal.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Dalabyggðar frá og með 3. maí 2005.
I Tilboðum skal skila eigi síðar en
E fimmtudaginn 12. maí n.k. kl. 11:00 á
skrifstofu Dalabyggðar, þar sem þau
verða opnuð.
Stjórn Sláturhússins í Búðardal.
\_____________________________________J
MM