Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2005, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 04.05.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2005 Um stofnun Háskólaseturs á Akranesi Efling menntastofnana og rann- sóknasetra sem víðast um landið er eitt brýnasta mál landsbyggðarinn- ar. Reynslan hefur sýnt fram á kosti þess að heimamenn stjórni slíkri starfsemi að sem mestu leyti sjálfir og byggi þá á tækniþekkingu, menningu, atvinnuh'fi og auðlind- um hvers héraðs um sig. Nægir í því sambandi að horfa til háskól- anna á Hvanneyri, á Bifföst og að Hólum sem hafa með sjálfstæði sínu, frumkvæði og sveigjanleika fyllilega staðist þær kröfur sem gerðar eru til háskólanáms. Fáir ef- ast heldur um það núorðið að sjálf- stæði Háskólans á Akureyri var ein meginforsenda þess að hann náði að vaxa og dafna. Hins vegar er samstarf sjálfstæðra menntastofn- ana ávallt af hinu góða, hvort held- ur er samstarf við skóla í öðrum landshlutum eða erlendis. Ibúum Akraness fjölgaði um 500 á árunum 1997 til 2004 og voru þá um 5650. Ef með eru taldir íbúar nærsveitanna, þ.e. Skilmanna- hrepps, Innri-Akraneshrepps, Hvalfjarðarstrandarhrepps og Leir- ár- og Melahrepps, er heildarfólks- fjöldinn á svæðinu rúmlega 6200 manns. Uppbygging atvinnulífs á svæðinu hefur að mestu hvílt á auk- inni stóriðju. Því er afar mikilvægt að auka fjölbreytni í atvinnulífi á svæðinu, efla menntunarmöguleika og almenna þjónustu við íbúana. Eg hef því lagt fram tillögu á Al- þingi um að fela menntamálaráð- herra að hefja undirbúning að stofnun háskólaseturs á Akranesi með áherslu á iðn- og tæknigreinar auk almennra grunngreina háskóla- náms. Menntun og fjölbreytni Blómlegt mannlíf byggist á menntun, fjölbreyttri atvinnu og góðri almannaþjónustu. Enginn einn þessara þátta nægir þar tál. Samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðum könnunar sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi létu gera á viðhorfum fólks til búsetuskilyrða á Vesturlandi, er ljóst að mennta- málin eru mörgum þar ofarlega í huga. Á svæðinu sunnan Skarðs- heiðar lentu möguleikar á að afla sér háskólamenntunar í 2. sæti yfir þá þætti sem íbúarnir töldu helst á- bótavant á sínu svæði. Sama könn- un leiddi í ljós brýna þörf fyrir iðn- aðarmenn með framhaldsmenntun og ákveðnar vísbendingar um að skortur á iðn- og tæknimenntuðu fólki hamlaði vexti almenns iðnaðar á Akranesi. Þótt ekki sé orðið ýkja langt að fara milli Akraness og Reykjavíkur, þar sem þegar eru starfræktar deildir sem bjóða upp á háskólanám í iðn- og tæknigreinum, má ætla að aðstæður fólks til að sækja slíkt nám þangað séu alls ekki alltaf nógu góðar. Það á einkum við fólk sem þegar er starfandi í iðnaðinum, hef- ur verið á vinnumarkaði um all- nokkurt skeið og komið sér þar fyr- ir til frambúðar. Það gefur auga leið að háskólasetur, sem myndi færa námið til fólksins í stað hefðbtmd- innar skólasóknar sem hugsanlega hefði atvinnumissi og daglegan akstur frá heimili til skóla, ef ekki búferlaflutninga í för með sér, myndi gerbreyta aðstæðum fólks til að sækja sér slíka menntun. Miðstöð iðn- og tæknimenntuna Ekki er vafi á því að stofnun há- skólaseturs á Akranesi yrði kær- komin viðbót við Fjölbrautaskóla Vesturlands sem þar er fyrir. Slíkar menntastofhanir myndu styðja vel hvor við aðra, og ekki bara á sviði menntunar þótt sú samvinna yrði hvað dýrmætust. Eins og fram kemur í ársskýrslu Fjölbrautaskól- ans fyrir árið 2004 fer ásókn fólks, sem komið er af framhaldsskóla- aldri, í nám við skólann, stöðugt vaxandi. Þar hófust framkvæmdir við byggingu nýs kennsluhúsnæðis á síðasta ári og talið er brýnt að reisa að auki nýtt verknámshús fyr- ir kennslu í bygginga- og mann- virkjagreinum. Vel má hugsa sér að háskólasetur á Akranesi gæti samnýtt ýmiss konar húsnæði með Fjölbrautaskólanum og þannig mætti dreifa stofh- og rekstrar- kostnaðinum á fleiri hendur. Ára- tuga hefð er fyrir öflugri og fjöl- breyttri iðnmenntun á Akranesi. Iðnnámið hefur þó átt undir högg að sækja síðustu misseri vegna þess að það nám krefst almennt meiri kostnaðar á hvern nemanda en hefðbundið bóknám. Hefur einmitt Fjölbrautaskólinn þurft að heyja stöðuga baráttu fyrir iðnnámi sínu og þeirri sérstöðu sem hann hefur haff á því sviði. Sókn er besta vömin Sókn er besta vörnin og áður- nefnd könnun sýnir mjög sterka þrá íbúanna eftir auknu ffamboði á há- skólamenntun í heimabyggð. Há- skólarnir á Bifföst og Hvanneyri hafa náð sterkri stöðu á sínum svið- um. Háskólasetur með kennslu og rannsóknir á þeim sviðum sem hér er lagt til mun auka enn á fjöl- breytni í tækni- og háskólanámi á Akraness- Borgarfjarðarsvæðinu. Háskólasetur á Akranesi mun styrkja þessa heildarmynd mennt- unar og bæta enn ffekar búsetuskil- yrðin á svæðinu og koma þar með til móts við eindregnar óskir íbú- anna í þessu ört vaxandi byggðar- lagi. Því er lagt til að menntamála- ráðherra skipi nú þegar nefhd með heimamönnum sem vinni tillögur að stofhun Háskólaseturs á Akra- nesi og skili hún álitd 1. nóvember í haust svo hægt sé að taka tillögur hennar inn í gerð fjárlaga fyrir árið 2006. Jón Bjamason, alþingismaður Hvanneyri: Kertaljósið færir út kvíamar I lok apríl var gengið frá sam- komulagi forsvarsmanna Landbún- aðarháskólans á Hvanneyri og Kertaljóssins ehf. um leigu á tæp- lega 300 fermetra húsnæði á Hvanneyri þar sem til stendur að opna sveitakrá. Húsnæðið, sem margir þekkja undir nafhinu Hesta- réttin, hefur verið notað sem véla- geymsla Landbúnaðarháskólans undanfarin ár en fær nú örhtla and- litslyftingu fyrir hið nýja hlutskiptd. Að sögn Kolbrúnar Onnu Orlygs- dóttur, ffamkvæmdastjóra Kerta- ljóssins ehf., verður unnið við breytingar á húsnæðinu í sumar og stendur til að opna sveitakrána í lok ágúst nk. „Við verðum þarna með hefðbtmdna sveitakrá þar sem jafh- ffamt verður hægt að fylgjast með íþróttaleikjum og öðrum viðburð- um á stórskjá, grípa í míkrófón og syngja karókí og skemmta sér við knattborðsleik svo eitthvað sé nefnt. Þá munum við hafa á kránni nokkuð óhefðbundna landbúnaðar- tengda sýningu sem á vonandi eftir að koma gestum okkar skemmti- lega á óvart og vekja verðskuldaða athygli. Þetta verður rúmgóður sal- ur sem auðvelt er að breyta fyrir fundi og aðra mannfagnaði svo að við munum jafhframt leigja þessa aðstöðu út í slíkum tilfellum“, sagði Kolbrún. Kolbrún verslunar- og mndlaugarsjóri og verð- andi kráarsjóri. Þráðlaust net Á næstu mánuðum verður auglýst eftir starfsfólki en þegar vantar fólk í vinnu í sumar við Hreppslaug í Skorradal sem Kertaljósið ehf. relcur einnig. „Eg stofh- aði Kertaljósið ehf. árið 1999 þegar mér sjálfri stóð lítdð annað til boða við vinnu en að ræsta skrifstofur hér á staðn- um. Þá einsetti ég mér að stofha mitt eigið fyrirtæki og hefur það jafnt og þétt fest sig í sessi. Það var lengi vel vandamál hér á staðnum hve atvinnulífið var einsleitt og þá störfuðu lang flestir hjá Bændaskólanum sem þá hét. Nú er þetta sem betur fer orðið breytt og mun fjölbreyttari valkost- ir fyrir fólk í atvinnuleit. Nú bætist enn einn valkosturinn við og ég býst við því að þurfa að ráða 7-8 starfsmenn í ár, reyndar að mestu í hlutastörf." Eins og áður hefur komið ffarn rekur Kertaljósið ehf. Hreppslaug í Skorradal auk Kollubúðar á Hvanneyri, sem er dagvöruverslun m.m. ásamt ferðaþjónustu í tengsl- um við kertagerð. Kollubúð er í austari enda Hestaréttarinnar og stendur til að hafa innangengt úr versluninni inn í krána. „Það verð- ur opið á milli yfir daginn, þannig að þeir sem kaupa sér í gogginn hér í búðinni geti farið inn og tyllt sér í ró og næði á kránni. Þá er nú þegar komið þráðlaust net í húsið, þannig að nemendur og aðrir geta unnið þarna á sínar tölvur“. Aðspurð sagði Kolbrún að í fyrsm verði ekki hægt að kaupa áfengi um miðjan dag en lofaði hinsvegar mjög góðu kaffi og nýbökuðu með því.“ GE Vegur verður göngustígur A Görðum á Akranesi eruýmsar endurbætur t gangi þessa daganna. Verið er aðjafna út túnflötina neðan við hið sögufrtega Garðahús og verið er að fjarlœgja veginn semflram undirþetta hefur verið eina akstursleiðin að Garðalundi oggolfvelli Skagamanna. Þar mun íframtíðinni verða göngustígur. Afþessum sökum þurfa þeir sem erindi eiga í kirkjugarðinn að aka nýja götu sem liggur um Flatahverfi og í Garðalund. Samtök fullorðins- fræðsluaðila stofnuð Leikn, samtök fullorðinsfræðslu- aðila á Islandi voru stofhuð þann 25. apríl síðastliðinn. Stofhfundur- inn var haldinn í húsakynnum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins í Reykjavík og var fjölsóttur. Á fund- inum samþykktu 15 stofnaðilar samþykktir hins nýja félags, en opið er fyrir stofnaðild út árið 2005. Inga Sigurðardóttir er forstöðu- maður Símenntunarmiðstöðvar- innar á Vesturlandi. Hún segir markmið samtakanna að vera í for- ystu fyrir þróun fullorðinsfræðsl- tmnar á Islandi og vera sameigin- legur vettvangur aðila í fullorðins- fræðslu og málsvari þeirra. ,Jafh- framt munu samtökin verða tengiliður vegna erlendra sam- skipta.J—sviði fullorðinsfræðslu. Byggður verður upp vettvangur fyrir skoðanaskipti um fullorðins- fræðslu og kraftar fullorðins- fræðsluaðila á Islandi sameinaðir og markvisst samstarf þeirra styrkt," segir Inga. Rétt til aðildar að samtökunum eiga fræðsluaðilar eða frjáls félaga- samtök sem hafa það að meginhlut- verki að bjóða fræðslu fyrir full- orðna, starfa til almannaheilla á samfélagslegum gruimi, eru sjálf- stæðir rekstraraðilar og starfa utan hins formlega skólakerfis. MM Vinnslumet í Guðmundi Runólfssyni í apríl: Aldrei upplifað annað eins ævintýri Tæp nýju hundruð tonn af fiski voru unnin í fiskverkun Guðmund- ar Runólfssonar í Grundarfirði í apríl síðastliðnum en aldrei hefur eins mikið af hráefhi farið í gegnum húsið frá upphafi, að sögn Guð- mundar Smára Guðmundssonar framkvæmdastjóra. Guðmundur Runólfsson hf. fagnaði 30 ára af- mæh í síðasta mánuði og segir Guð- mundur að á þessum þrjátíu árum hafi hann aldrei kynnst öðru eins fiskeríi. „Eghef starfað við fyrirtæk- ið ffá upphafi og ég hef aldrei upp- lifað annað eins ævintýri í veiðum almennt. Það er sama hvort það er þorskur, ýsa, steinbítur eða karfi, þetta er bara sótt.“ Meira líf í firðimim Allur afli sem unninn var í Guð- mundi Runólfssyni í apríl var karfi og segir Guðmundur Smári það kom vel út að geta sérhæft sig í einni tegund en það sé ekki oft sem það sé hægt. Fyrirtækið gerir út tvö skip, Helgu sem að undanfömu hefur verið á karfa og Hring sem hefur að- eins verið á ýsuveiðum. Guðmund- ur segir veiðamar hafa gengið mjög vel eins og hjá öðrum skipum í Grundarfirði. „Við áttum okkur illa á fféttum fiskiffæðinga um að allt sé að drepast hér í Breiðafirðinum. Á- standið er betra og meira líf í firðin- um en oft áður. Loðnan komst inn á fjörðinn og mikið af síld er í firðin- um. Viðkoman er þessvegna meiri og fiskurinn betur á sig kominn en undanfarin ár. Ástandið virðist því vera gott og og við kvíðum ekki framtíðinni." Um hundrað manns starfa hjá Guðmundi Runólfssyni í dag til sjós og lands og segir Guðmundur að eins og er sé það helst skortur á vinnuafli sem hægt sé að kvarta yfir. „Við tökum við öllu því fólki sem til er en staðan er þannig að það vant- ar bæði fólk og húsnæði fyrir fólkið. Það er kannski kominn tími til að fólk í öllum djöflaganginum fyrir sunnan fari að hugsa sér tdl hreyfing út á land þar sem eru ódýrari lóðir og næg atvinna,“ segir Guðmundur Smári. Verður líka að vera hagkvæmt Guðmundur Rtmólfsson hefur síðustu þrjú ár verið í tilraunaeldi á þorski og hefur það gengið vel að sögn Guðmundar Smára. „Við erum langt komnir með að fylla kvótann fyrir þetta árið en við feng- um úthlutað 70 tonnum sem við veiðum í gildrur og ölurn síðan í sjó- kvíum í eitt og hálft ár. Við slátrum í haust því sem við veiddum fyrir ári og af því ræðst hvert ffamhaldið verður. Vandamáhð er hinsvegar að það er svo gaman að þessu að menn verða að gæta sín því þetta verður víst hka að vera hagkvæmt,“ segir Guðmundur Smári. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.