Skessuhorn - 11.05.2005, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 11. MAI 2005
tálllfliftliíiiílá*
ÓSKAR
VESTURLANDSLIÐUNUM
GÓÐS GENGIS í SUMAR
hyrnutorgi - borgcirnesi s. 437 1707
AKRANESI
KIRKJUBRAUT 8
||g| Stuttur tími
en góður hópur
segja þjálfarar Skallagríms, Sigurjón og Hilmar
Nýráðnir þjálfarar Skallagríms,
Hilmar Hákonarson og Sigurjón
Jónsson, þurfa að púsla saman liði á
mettíma en ekki er nema hálfur
mánuður síðan gengið var frá ráðn-
ingu þeirra og Islandsmótið er í
þann mund að hefjast. „Undirbún-
ingstímabilið hefur vissulega verið
laust í reipunum en engu að síður
er að komast mynd á þetta hjá okk-
ur,“ segir Hilmar.
Skallagrímur sem leikur í þriðju
deild, þriðja árið í röð, tók ekki þátt
í deildarbikarkeppninni að þessu
sinni og hefur aðeins spilað tvo
leiki á undirbúningstímabilinu.
Liðið sigraði Smástund í svokölluð-
um Ingólfsbikar sem nokkur lið af
suður og Vesturlandi taka þátt í.
Lokatölur þar urðu 4 - 3. Þá léku
Skallarnir æfmgaleik um síðustu
helgi gegn Arborg og gerðu jafn-
tefli 2 -2.
Hilmar segir það vera ákveðið
vandamál að leikmannahópurinn sé
margskiptur. „Það eru fáir með
vetursetu í Borgarnesi og það eru
ekki nema 7 - 8 af hópnum sem
hafa verið hér. Þá eru annað eins á
Skagantim og nokkrir í Reykjavík,
einn erlendis og einn á Vestfjörð-
um. Þegar þetta er allt komið sam-
an þá höfum við um tuttugu manan
hóp sem á að vera vel brúklegur.
Skagamennirnir koma tvisvar í viku
í Borgarnes og Reykjavíkurstrák-
arnir einu sinni í viku en þess á milli
æfa menn einir sér eða í aðeins
stærri hópum. Núna erum við hins-
vegar að fjölga sameiginlegum æf-
ingum og tökum þetta með trukki."
Eins og leikmannahópurinn eru
þjálfararnir tveir „dreifðir", Hilmar
í Borgarnesi og Sigurjón á Akra-
nesi. Sigurjón segir að þrátt fyrir
stuttan undirbúningstíma leggist
sumarið vel í sig. „Við erum með
fínan hóp og nóg af strákum. Það er
að vísu töluvert langt í land með að
menn komist í toppform en það er
allt komið á fullt og margt jákvætt
sem við höfum séð í þessum tveim-
um æfmgaleikjum. Það skiptir líka
miklu að það er góður andi í hópn-
um og vilji fyrir því að vinna riðil-
inn og helst að komast upp í 2.
deild.“
Sigurjón segir að það eigi að vera
grundvöllur fyrir 2. deildarliði í
Borgamesi og tímabært að kveðja
þriðju deildina. „Við höfum mann-
skap til að fara upp en það sem til
þarf er að leikmennirnir sýni viljann
í verki. Það er ekkert sérlega flók-
ið.“ Hilmar bætir við að stefhan geti
allavega ekki verið nema uppávið.
Skallagrímur leikur að þessu
sinni í c riðh 3. deildar og þeir fé-
lagar segjast sáttír við það hlutskipti
en Skallagrímur leikur gegn liðum
af Suðurlandi, höfuðborgarsvæð-
inu, Húnavamssýslu og Skagafirði.
„Það er ágætt að losna við að fara
vestur á firði en það er ekki stórmál
að skreppa á Blönduós og Hofsós í
staðinn," segir Sigurjón.
Skallagrímsliðið
Lið Skallagríms hefur tekið
nokkrum breytingum frá í fyrra.
Nokkrir era hættir eða farnir ann-
að, þar á meðal Islandsmethafinn í
markaskorun, Valdimar Sigurðsson
en nýir menn hafa bæst í hópinn.
Meðal annars er Olafur Adolfsson,
sem þjálfaði Skallagrím síðustu tvö
ár búinn að dusta rykið af gömlum
töktum og ætlar að spila í vöminni
í sumar. Þá hafa nokkrir Borgnes-
ingar tekið ffam takkaskóna að nýju
og jafnvel er von á tveimur til
þremur leikmönnum til viðbótar.
Leikmannahópurinn
í dag:
Hilmar Hákonarson, Einar Eyj-
ólfson, Erlendur Breiðfjörð, Arnar
Víðir Jónsson, Guðmundur Þor-
björnss, Sölvi Gylfason, Heiðar
Ernst, Guðmundur E. Guðjóns-
son, Ingólfur Hólmar Valgeirsson,
Björn Sólmar Valgeirsson, Hafþór
Gunnarsson, Pétur Sigurðsson,
Ragnar Rúnarsson , Sigurjón Jóns-
son, Helgi Valur Kristinsson,
Almar Viðarsson, Víðir Jónasson,
Heimir Lárusson, Sveinbjörn Geir
Hlöðversson og Ólafur Adólfsson.
Leikir Skallagríms í C riðli 3. deildar 2005.
sun. 22. maí. - 14:00 Hvbt - Skallagrí?nur Blönduósvöllur
fós. 27. maí. - 20:00 Afríka - Skallagrímur Gervigrasvöllur Laugardal
mán. 06. jiín. - 20:00 Skallagrímur - Hvíti riddarinn Skallagrímsvöllur
fim. 16-jún,- 20:00 Skallagrímur - ÍH Skallagrímsvóllur
fim. 23.jún. - 20:00 Deiglan - Skallagrímur Tungubakkavóllur
fós. Ol.júl. - 20:00 Neisti H. - Skallagrímur Hofsósvöllur
fós. 08. júl. - 20:00 Skallagrímur - Hvöt Skallagrímsvöllur
fós. lS.júl. - 20:00 Skallagrímur - Afríka Skallagrímsvöllur
miö. 20. júl. - 20:00 Hvíti riddarinn - Skallagrímur Varmárvöllur
fós. 05. ágú. - 19:00 ÍH - Skallagrímur Asvellir
fim. 11. ágú. - 19:00 Skallagrímur - Deiglan Skallagrímsvöllur
lau. 20. ágá. - 14:00 Skallagrímur - Neisti H. Skallagrímsvóllur