Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2005, Qupperneq 5

Skessuhorn - 14.09.2005, Qupperneq 5
SiS£SSIM©BKi MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 5 Slátrun hefst í Búðardal á mánudag en ennþá vantar starfsfólk Slátrun í nýendurbyggðu slátur- húsi í Búðardal hefst á mánudaginn. Eins og ffam kom í Skessuhorni í síðusm viku var hús- ið tekið formlega í notkun við há- tíðlega athöfn á sunnudag í síðustu viku. Guðmundur Viðarsson í Skálakoti hefur verið ráðinn slátur- hússtjóri og hefur hann tmnið að undirbúningi slátrunar síðustu daga. I samtali við Skessuhorn seg- ir hann undirbúninginn ganga vel. Um 50 starfsmenn þarf til starfa við slátrunina en ekki hefur tekist að manna allar stöður. „Það hefur ekki verið starfsemi í húsinu síðan 2003 og því tekur það tíma að manna húsið að nýju. Það hafa orðið breytingar í okkar umhverfi á þess- um árum sem liðin eru frá því að síðast var slátrað en ég trúi því að við munum ná að manna allar stöð- ur að nýju,“ segir Guðmundur. Aðspurður um sláturloforð segist hann vera bjartsýnn. „Það er auð- vitað meira en að veifa hendi að afla húsinu þeirra sláturloforða sem það áður hafði og því mun taka tíma að vinna því þann sess sem það hafði og því ber. Byrjunin lofar hins vegar góðu í því efni,“ segir Guðmundur Viðarsson, sláturhús- stjóri í Búðardal. HJ Attugustu ogjhnmtu réttir Bjarna Brœðumir Bjami og Sveinbjöm Porsteinssynir frá Hurðarbaki í Reykholtsdal voru að venju mœttir í Fljótstungurétt þegar réttað varþar sl. laugardag. Þeir bræður eru báðir á tíræðisaldri og bera aldurinn vel. Bjami, sem alla tíð var bóndi á Hurðarbaki, hefur mætt í Fljótstungurétt á hveiju ári í 85 ár en þangaðfór hann fyrst þegar hann var á 8. ald- ursári. Fleiri myndir úr Flótstungurétt og óðrum réttum á Vesturlandi bíða birtingar. Ljósm. MM Þakkir Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á 70 ára afmœli mínu med heimsóknum, gjöfum og kveðjum. Guð og gœfanfylgi ykkur. Kata í Munaðarnesi ^ Höfðagrund Nýlegt parhús á fallegum útsýnisstað á Akranesi. Húsið er 3ja herbergja 93,2 fm að stærð og er hannað með þarfir eldri borgara í huga og er staðsett við hliðina á Höfða sem er elliheimilið á Akranesi. Húsið er tengt elliheimilinu með 4 öryggishnöppum og hafa eigendur aðgang að flestri þjónustu sem er í boði þar. Gólfefni íbúðar eru parket og flísar. Sólpallur með heitum potti. Húsið stendur alveg við sjóinn og er með fallegt útsýni yfir Faxaflóann. Verð 22,9 j S M Á R I N N FASTEIGNASALA ! - heilshugar um pinn hag - Vilhjálmur Bjarnason, löggildur fasteignasali Smáralind Kópavogi, sími 564 6655 / Þjálfaramál IA að skýrast Ólafi Þórðarsyni þjálfara meist- araflokks IA í knattspyrnu hefur verið boðin ffamlenging á samningi hans við félagið til loka keppnis- tímabilsins 2008. Núgildandi samningur Ólafs við félagið rennur út eftir eitt ár. Eiríkur Guðmunds- son formaður Rekstrarfélags meist- araflokks IA segir í samtali við Skessuhorn að hann vonist til þess að þjálfaramál félagsins skýrist í þessari viku. Að undanförnu hafa verið vangaveltur í fjölmiðlum um að Ólafur kunni að vera á förum til starfa hjá Fylki. Asgeir Asgeirsson formaður meistaraflokksráðs Fylkis segir engar viðræður hafa átt sér stað við hugsanlega þjálfara félags- ins. „Það liggur fyrir að skipt verð- ur um stjórn meistaraflokksráðs fé- lagsins á næstu dögum. Þegar því er lokið er fýrst tilefni til þess að fara að huga að ráðningu þjálfara,“ seg- ir Asgeir. HJ SÝSLUMAÐUR SNÆFELLINGA Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar Laugardaginn 8. október 2005 fer víða um land fram atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin. í umdæmi sýslumanns Snæfellinga fer hún fram á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2 í Stykkishólmi, virka daga kl. 10:00 -15:00 Skrifstofu sýslumanns, Hrannarstíg 2 í Grundarfirði, virka daga kl. 13:00 -17:00 Skrifstofu sýslumanns, Bankastræti 1A í Ólafsvík, virkadagakl. 10:00-15:00 Skrifstofu hreppsstjóra, Þverá í Eyja- og Miklaholtshreppi, virka daga kl. 12:00 -13:00 Skrifstofu hreppsstjóra, Mýrdal II í Kolbeinstaðahreppi, virka daga kl. 12:00 -13:00 Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra. Kjósendum er bent á að hafa skilríki meðferðis á kjörstað. Stykkishólmi 31. ágúst 2005 Sýslumaður Snæfellinga.. Ferðahópurinn mun standa fyrir léttum ferðum fyrir fólk sem hefur áhuga á útivist og íslenskri náttúru undir leiðsögn fólks með reynslu. Hópurinn mun hittast reglulega og gera drög að ferðum sínum í sameiningu með félögum sveitarinnar, ásamt því að fá fræðslu um almenna ferðamennsku. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi mun standa fyrir námskeiðum í Ferðamennsku og Rötun í september og október i samvinnu við Björgunarfélagið. Verður það nánar auglýst í námsvísi Símenntunarmiðstöðvarinnar, á vef hennar www.simenntun.is, og á vef Björgunarfélagsins, www.bjorgunarfelag.is. Kynningarfundur fimmtudaginn 15. sept. kl. 20:00 í húsi Björgunarfélagsins að Kalmansvöllum 2. Allireiga erindi í ferðahóp B.A. Jafnt vanir sem óvanir. Verið velkomin. 5ÍMGNNTUNARMIÐSTÖÐÍN Á VeSTURLANDI Björgunarsveit - eitthvað jyrír þig? Á hvetju hausti eru teknir nýliðar inn í starf björgunarfélagsins. ALdurslámark er 16 ára (f. 1989). Kynningarkvöld verður fimmtudagskvöldið 15. sept. kl. 20:00, í húsi félagsins Kalmannsvöllum 2 (beint ó móti Nettó). Þar býðst þér að koma og kynnast starfsemi, búnaði og tækjum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.