Skessuhorn - 25.01.2006, Qupperneq 6
6
SKKSSglHfMBH
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 2006
Fjölnota skólahús á
Hvanneyri á teikniborðinu
i
Andakílsskóli næst á myndinni og til hœgri leikskólinn Andabær. Nú verður byggt við grunnskólann
og starfsemi beggja skólastiganna fierð undir sama þak þannig að ýmis aðstaða nýtist sem best.
í fjárhagsáætlun Borgar-
fjarðarsveitar fyrir yfir-
standandi ár er gert ráð
fyrir 100 milljóna króna
framlagi til að hefja bygg-
ingu nýs leik- og grunn-
skólahúss á Hvanneyri. Þar
er hugmyndin sú að í sömu
byggingu verði bæði skóla-
stigin til húsa og samnýtt
verði aðstaða svo sem
mötuneyti, inngangur og
fjölnota salur. I áætluninni
er gert ráð fyrir að núver-
andi húsnæði leikskólans
Andabæjar verði selt. Ný-
byggingin fyrir leikskólann
verður við grunnskóla-
deildina (Andakílsskóla)
sem rekin er á staðnum og
er deild úr Grunnskóla
Borgarfjarðarsveitar en þar eru nú
5 yngstu árgangar grunnskólanem-
enda. Eldri nemendur sækja hins-
vegar nám við skólann á Klepp-
jámsreykjum.
Gert er ráð fyrir byggingu
þriggja deilda leikskóla nú með
möguleika á byggingu fjórðu deild-
arinnar síðar. I byggingaráformum
á Hvanneyri er jafnframt gert ráð
fyrir að bætt verði við húsnæði
grunnskólans til að skólinn geti
tekið við fleiri nemendum enda er
íbúafjölgun á Hvanneyri mikil um
þessar mundir. „Við emm vön því
að aðstæður og þörf fyrir leik- og
grunnskóla breytist hratt með hlið-
sjón af því að stöðugt koma inn nýir
nemendur við Landbúnaðarháskól-
ann sem margir hverjir em barna-
fólk. Okkur finnst það mjög gleði-
legt að þurfa að bregðast við slíkum
aðstæðum þar sem íbúum fjölgar
hratt. Við gemm ráð fyrir að fram-
kvæmdir við skólabygginguna fari
af stað á þessu ári, hönnun ljúki fyr-
ir vorið og hugsanlega í sumar
verði hægt að hefja byggingarfram-
kvæmdir,“ segir Linda Björk Páls-
dóttir, sveitarstjóri í samtali við
Skessuhorn.
MM
Háskólasetur verði
stofiiað á Akranesi
Þingmenn Vinstri hreyfingarinn-
ar græns framboðs, þau Jón Bjama-
son og Kolbrún Halldórsdóttir, hafa
lagt fram á Alþingi tillög til þingsá-
lyktunar um stofhun háskólaseturs á
Akranesi. I tillögurmi segir að Al-
þingi ályktd að fela mermtamálaráð-
herra að hefja undirbúning að stofn-
un háskólasemrs á Akranesi með
áherslu á iðn- og tæknigreinar auk
almennra grunngreina háskólanáms.
Ráðherra geri Alþingi grein fyrir
undirbúningsstarfinu og tillögum
sínum um uppbyggingu háskóla-
náms á Akranesi fyrir 1. nóvember
2006.
Þetta er í annað sinn sem tillaga
þessa efhis er lögð ffam á Alþingi en
í fyrra skiptið kom hún ekki til af-
greiðslu. í greinargerð með tillög-
unni segir meðal annars: „Sam-
kvæmt bráðabirgðaniðurstöðum
könnunar sem Samtök sveitarfélaga
á Vesturlandi létu gera á viðhorfum
fólks til búsetuskilyrða á Vesturlandi
er ljóst að menntamáHn eru mörg-
um þar ofarlega í huga. A svæðinu
sunnan Skarðsheiðar lentu mögu-
leikar á að afla sér háskólamenntun-
ar í öðru sæti yfir þá þætti sem íbú-
amir töldu helst ábótavant á svæð-
inu. Sama könntm leiddi í ljós brýna
þörf fyrir iðnaðarmenn með ffarn-
haldsmenntun og ákveðnar vísbend-
ingar um að skortur á iðn- og tækni-
menntuðu fólki hamlaði vexti al-
menns iðnaðar á Akranesi. Þótt ekki
sé orðið ýkja langt að fara milli
Akraness og Reykjavíkur, þar sem
þegar eru starfræktar deildir sem
bjóða upp á háskólanám í iðn- og
tæknigreinum, má ætla að aðstæður
fólks til að sækja slíkt nám þangað
séu alls ekki alltaf nógu góðar. Það á
einkum við um fólk sem þegar er
starfandi í iðnaðinum, hefur verið á
vinnumarkaði um allnokkurt skeið
og komið sér þar fyrir til ffambúðar.
Það gefur augaleið að háskólasetur,
sem mundi færa námið til fólksins í
stað hefðbundinnar skólasóknar sem
hugsanlega hefði atvinnumissi og
daglegan akstur frá heimili til skóla,
ef ekki búferlaflutninga, í för með
sér, mundi gerbreyta aðstæðum
fólks til að sækja sér slíka menntun.“
HJ
Nemendur Varmalandsskóla við störf.
Stefiit að stækkun
skólahúsnæðis Vamia-
landsskóla á næsta áii
Grunnskólinn á Varmalandi er sá
skóli í dreifbýli landsins þar sem
hlutfallslega hefur hvað mest fjölg-
un nemenda átt sér stað á undan-
förnum árum. Nú eru nemendur
um 170 talsins og talið er fullvíst að
þeim fjölgi umtalsvert þegar á
næsta skólaári vegna fyrirhugaðrar
fjölgunar nemenda Viðskiptahá-
skólans á Bifföst, en töluverður
hluti þeirra eru jafnan bamafólk
sem býr á staðnum á meðan á
skólagöngu stendur.
Að sögn Páls S Brynjarssonar,
bæjarstjóra í Borgarbyggð hefur
vinnuhópur nú skilað skýrslu um
nauðsynlegar endurbætur á skóla-
húsnæði á Varmalandi og hefur
bæjarstjórn staðfest niðurstöður
hópsins. Miðast tillögurnar við að
færa skólahald undir eitt þak, þ.e.
byggja við grunnskólann og hætta
jafhframt kennslu elstu nemenda í
gamla húsmæðraskólanum á staðn-
um. „Nú verður unnið að áfram-
haldandi hönnun á stækkun skólans
næstu misserin og gertun við ráð
fyrir að ffamkvæmdir við stækkun
mtmi standa yfir á næsta ári og
ljúka 2008.“
Páll segir að gert sé ráð fyrir að
nemendum háskólans á Bifröst
fjölgi um 50 næsta haust og verður
því ekki hjá því komist að geta
mætt þeirri fjölgun gmnnskóla-
barna á Varmalandi sem af því leið-
ir. „Nú þegar koma um 100 nem-
endur Varmalandsskóla ffá Bifföst
og fyrirséð að þeim muni fjölga.
Uppbygging á Bifföst hefur verið
ævintýri lýkust undanfarin ár en af
því leiðir að grunnskólinn á Varma-
landi er einn af örfáum skólum í
dreifbýli þar sem nemendum fjölg-
ar og sennilega er fjölgunin hlut-
fallslega hvergi eins mikil og á
Varmalandi," segir Páll S Brynjars-
son. MM
VIIja færa spennistöð
í Grundarfirði
Bæjarráð Grundarfjarðar hefur
falið bæjarstjóra að óska effir við-
ræðum við forsvarsmenn Rarik um
staðsetningu spennistöðvar sem
stendur efst við Borgarbraut. Vilji
er til þess hjá bæjaryfirvöldum að
spennistöðin verði færð. Björg
Agústsdóttir bæjarstjóri segir að
það sé vegna skipulagsmála sem
þessi áhugi hafi komið upp. Hún
segir byggðina færast nær spenni-
stöðinni og fyrir dyram standi að
skipuleggja skóla- og íþróttasvæði.
Nú er einnig hafin uppbygging
hitaveitu í Gmndarfirði og um leið
minnkar rafmagnsnotkun og segir
Björg þá ekki verða þörf fyrir
spennistöð af því umfangi sem er í
dag og því megi búast við að hægt
verði að færa stöðina. HJ
PISTILL GISLA
Uthýst
Sem afkomandi Egils sáluga
Skallagrímssonar aðhyllist ég
mjög svall, sukk og svínarí hvers-
konar. Fátt veitir mér meiri gleði
en að gera mér glaðan dag og við-
hafa skrílslæti. Tel ég enda að
minningu forföður míns verði
ekki sýnd meiri virðing með öðr-
um hætti.
Nú bregður svo við að í heima-
bæ okkar Egils er orðið hart um
öldurhús eða annars konar hús-
næði sem hentar undir skröll eða
teiti. Hér í bæ var félagsheimili,
ágætt til síns brúks hvar margir
dmkku ffá sér vitið eða skemmtu
sér á annan hátt, kynslóð ffam af
kynslóð. Það ágæta hús hýsir nú
félagsmiðstöð tmglinga og hentar
því ekki lengur undir samkomur
fyrir fullorðna með tilheyrandi.
Er ekkert nema gott um það að
segja og eiga þeir sem að starfsemi
félagsmiðstöðvarinnar koma
reyndar heiður skifinn fyrir öflugt
unglingastarf.
Hin síðari ár hefur Hótel Borg-
arnes að hluta til gengt hlutverki
samkomuhúss Borgnesinga. Þar
hafa verið haldnir dansleikir
nokkrum sinnum yfir árið og
margir hverjir öldungis ágætir.
Nú er hinsvegar svo komið að
eigendur Hótelsins hafa ákveðið
að leggja af dansleikjahald með
öllu þar sem það samrýmist illa
öðram rekstri þar innan dyra. Er
svosem ekkert um það að segja
enda ekki á annara höndum að
ákveða hvað þarna fer ffam en
einmitt eigendanna.
Veitingahúsið Búðarklettur
hefur einnig gengt hlutverki
skrallstaðar hin síðari ár og oft
dugað bærilega þótt húsið rými
ekki fjölmenna mannfagnaði. Nú
hefur sá staður einnig lokið sínu
hlutverki sem gleðihús en það
verður í ffamtíðinni nýtt undir
starfsemi landnámssetur. Það er
heldur ekki nema gott eitt um það
að segja enda binda margir miklar
vonir við það ágæta setur.
Eftir stendur veitingastaðurinn
matstofan sem er í dag eini stað-
urinn í Borgarnesi sem gefur sig
út fyrir að taka á móti fólki í
skemmtanahugleiðingum. Stað-
urinn rúmar hinsvegar ekki mikið
meira en vísitölufjölskyldu þannig
að ef einhver hyggst halda upp á
stórafmæfi hér í sveit þá þarf það
að gerast í áföngum á nokkurra
vikna tímabili.
Þess má reyndar geta að á síð-
asta ári var opnað nýtt hótel í út-
jaðri Borgamess, hinn snotrasti
staður með veitingastað í hæsta
gæðaflokki. Þar hafa verið haldn-
ar samkomur með fáguðu sniði en
mér er til efs að sá staður henti
undir brútal böh af því tagi sem ég
hef helst í huga.
Einhversstaðar verða vondir að
vera. Sem stendur þurfa þeir að
finna sér annan samastað en
Borgarnes ef þeir hyggjast gera
sér glaðan dag.
Víða um landið mæta sveitarfé-
lög skorti á samkomuhúsum með
því að leyfa dansleikjahald í
íþróttahúsum enda yfirleitt Util
starfsemi í þeim húsum á nótt-
unni. Sjálfur hef ég tekið þátt í
skemmtunum fyrir fullorðna í
íþróttahúsum á Selfossi, Akranesi,
Akureyri og nokkram í Reykja-
víkurhreppi. I Borgarnesi er
reyndar íþróttahús, ágætt, hvar
spretta mætti úr spori við undir-
leik Geirmundar eða einhvers
álíka. Vandinn er hinsvegar sá að
það samrýmist ekki vímuvamar-
stefnu sveitarfélagsins. Eg tel það
vera kaldhæðni örlaganna að í
heimabæ Egils Skallagrímssonar
sem fann upp unglingadrykkjuna
þar skuli allt gert til að koma í veg
fyrir að menn skemmti sér nema í
mesta lagi í einrúmi.
Þurfa menn að fylgjast vel með
jarðhræringum því Egill er ör-
ugglega í þann mund að snúa sér
við í gröfinni þannig að nú er
tækifæri til að komast að því í eitt
skipti fyrir öll hvar hann var til
jarðar borinn.
Gísli Einarsson, gleðimaður