Skessuhorn - 25.01.2006, Page 8
8
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 2006
■.rLviliH...
• • •
Spuming
vikunnar
Hvaða
þorramatur
finnst þér
bestur?
Spurt í Logalandi í
upphafi
Borgfirðingablóts
Jón Eyjólfsson:
Súrir pungar, ekki spuming.
Inger Helgadóttir:
Súr sviðasulta.
Guðrún Ólafsdóttir:
Hertur steinbítur.
Sigríður Harðardóttir:
Súr sviðasulta.
Haraldur Helgason:
Siír svínasulta.
Formaður Bændasamtakanna vill
rýmka heimildir til tvöfaldrar búsetu
Haraldur Benediktsson, formað-
ur Bændasamtaka Islands og bóndi
á Vestra Reyni vill að heimildir til
tvöfaldrar búsetu verði rýmkaðar
og komið verði upp skilvirku kerfi
á milli sveitarfélaga í skiptingu
réttinda og skatttekna annarra en
fasteignaskatta. Þetta kom fram í
erindi sem hann flutti á íbúaþingi
nýs sveitarfélags sunnan Skarðs-
heiðar, sem fram fór á Hlöðum á
dögunum.
Haraldur ræddi um þá spreng-
ingu sem orðið hefur í byggingu
sumarbústaða sem í raun eru orðn-
ir heilsárshús. Einnig ræddi hann
um þá breytingu sem orðið hefur í
sveitahreppum við fjölgun íbúa
sem ekki stunda landbúnað heldur
sækja vinnu annað. Haraldur sagði
meðal annars í erindi sínu: „Margs
konar árekstrar vegna athafna
bænda verða við íbúa sem ekki
skilja allan þennan áhuga á að
dreifa illa lyktandi mykju á tún.
Oll þessi vélaumferð hægfara
dráttarvéla sem stöðugt eru fyrir á
vegum, að ekki sé talað um véla-
hljóð alla helgidaga langt fram eft-
ir nóttu og snemma á morgnum
frídaga. Þessar skepnur koma í
garðana og borða sumarblómin.
Að ekki sé vel séð að börn komi
heim í fjós og fjárhús til að leika
sér og skoða dýrin eða vélarnar.
Þessi stanslausa afskiptasemi
bænda af heilsubætandi göngutúr-
um á fallegum ræktarlöndum og að
lokum ótrúleg afskiptasemi af því
þegar hundar eru viðraðir og leyft
að hlaupa innan um fé. Eins og að
lömbin verði ekki bara vöðvameiri
fyrir vikið,“ sagði Haraldur í létt-
um dúr í erindi sínu.
Síðar sagði hann: „Hagsmunir
sveitarfélaga, eða öllu heldur land-
eigenda, af byggð frístundahúsa
eru hér miklir. Svokölluð tvöföld
búseta, þar sem fólk velur að eiga
bæði íbúð í þéttbýli og hús í sveit,
og í þessari fjarlægð við höfuð-
borgarsvæðið er slíkt sannarlega
valkostur. Gagnvart slíku stendur
sveitarfélag berskjaldað. Víst má
segja að í landinu gilda lög um bú-
setu og lögheimili. Réttur eigenda
frístundahúsa á sveitarfélög á þjón-
ustu er síðan klipptur og skorinn.
En þungi á réttindi gegn greiðslu
fasteignaskatta mun aukast. Að
ekki sé talað um ef ekki halda til
Haraldur Benediktsson.
lengdar þau lög um lögheimili
þannig að fólk snúi búseturéttind-
um sínum við. Notið íbúðina í
þéttbýli sem aukaíbúð. Sveitarfé-
lög bregðast við slíku með því að
vísa í skipulag. En hugmynd mín
er á þann veg að það eru hagsmun-
ir landsbyggðar og sveitarfélaga að
heimildir til tvöfaldrar búsetu
Fálka undan Enni komið í aðhlynningu
Þessi myndarlegi fálki fannst í
grjótgarðinum undir Ólafsvík-
urenni á miðvikudag í liðinni viku.
Það var Jóhann Pétursson sem tók
eftir fuglinum og ákváð að skoða
hann betur. Fálkinn var ekki á því
að láta handsama sig en þó var af
honum dregið og var hann mjög
skítugur. Gylfi Asbjörnsson kom
Jóhanni til hjálpar og gátu þeir í
sameiningu handsamað fuglinn.
Fálkinn er ungur fugl sem líklega
hefur ætlað að gæða sér á múkka
sem mikið er af á þessum stað.
Fálkinn hefur líklega orðið fyrir
því að múkkinn ældi lýsi yfir hann.
Fálkinn verður fluttur á Náttúru-
fræðistofnun til frekari aðhlynn-
ingar.
MM
A þessari mynd sem Alfons Finnsson í Ólafsvík tók eru þeirjóhann og Gylfi meSftlk-
ann. A niyndinni er einnig Pétur Steinar Jóhannsson. A heimasíðu Alfons Finnssonar á
vefslóSinni Tvww.12S.is/alfons erufleiri myndir affálkanum auk margra skemmtilegra
mynda Alfons, en hann er ötull áhugaljósmyndari í Snafellsbee.
Bítlalag frá Akranesi í
undankeppni Eurovision
A laugardaginn kemur verður
annar þátturinn í undanúrslita-
keppni söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva í sjónvarpinu. Sem
kurmugt er voru 24 lög valin úr
hópi hundruða laga sem send voru
til þátttöku. I þættinum á laugar-
daginn verða flutt 8 lög og munu
sjónvarpsáhorfendur velja fjögur
þeirra til áframhaldandi þátttöku í
keppninni. Svo skemmtilega vill til
að meðal laganna átta á laugardag-
inn verður eitt lag frá Akranesi. Það
er lagið „Flottur karl, Sæmi rokk,“
sem Sævar Benediktsson samdi.
Sævar er betur þekktur á Akranesi
sem sjóntækjafræðingur og rekur
hann gleraugnaverslunina Sjón-
glerið.
Sævar er þó ekki ókunnur tón-
listarmaður. Hann lék á sjöunda
áratug síðustu aldar í hljómsveit-
inni Bravó sem naut mikilla vin-
sælda unga fólksins. Sú hljómsveit
vann sér meðal armars til frægðar
að hita upp fyrir hina heimsþekktu
hljómsveit Kinks. Síðar lék hann
um tíma í hinni vinsælu hljómsveit
Ingimars Eydal.
I samtali við Skessuhorn segist
Sævar nokkuð hafa fengist við laga-
smíðar en ekki tekið
þátt í slíkri keppni fyrr.
Aðspurður um hið
óvenjulega nafn segir
hann að þegar lagið var
í smíðum hafi orðið til
textabrot um Sæma
rokk. Með tímanum
hafi hins vegar orðið
niðurstaðan að halda
þessari hugmynd að
texta og því komi Sæmi
þarna við sögu.
Þeir lagahöfundar
sem valdir voru í und-
anúrslitakeppnina
fengu úthlutað 20 tím-
um í hljóðveri þar sem
undirleikur var tekinn Sœvar Benediktsson.
upp. Sá undirleikur
verður leikinn við útsendinguna á
laugardaginn. Sævar segist hafa
leitað til nokkurra valinkunnra
manna í undirleikinn. Söngvarinn
er heldur ekki af verra taginu en
það er Magni Asgeirsson söngvari
hljómsveitarinnar A móti sól.
Aðspurður segir Sævar lagið vera
bítlalegt enda hafi hann ungur hrif-
ist mjög að þeirri tónlist. Hann seg-
ist auðvitað vonast til þess að lagið
komist áffam í keppninni en það sé
undir áhorfendum komið.
Þegar lögin átta hafa verið flutt
geta áhorfendur greitt atkvæði með
því að hringja inn númer síns lags
eða senda SMS. Með því ræður
þjóðin í raun hvert verður hennar
ffamlag í söngvakeppni sjónvarps-
stöðva í Evrópu í vor. Ekki er að efa
að íbúar Vesturlands munu láta til
sín taka í því vali. HJ
verði rýmkaðar. Það er raunveru-
legur valkostur að vilja slíkt. Að
geta skráð búsetu sína og valið á
hvorn staðinn það vill þiggja þjón-
ustu og/eða komið verði upp skil-
virku kerfi sveitarfélaga í milli á
skiptingu réttinda og skatttekna
annarra en fasteignaskatta. I öllu
falli á nýtt sveitafélag hér að leita
leiða til að koma til móts við þessi
sjónarmið. I þessu sambandi mætti
slá ffam hugmyndinni að búsetu-
formi sem kallast sveitabýli eða
sveitasetur, er væri blanda af fastri
búsetu og frístundabyggð. Slík
skilgreining gæti nýst á öðrum
sviðurn," sagði Haraldur Bene-
diktsson í erindi sínu.
HJ
Fasteigna-
gjöld
óbreytt
Bæjarráð Grundarfjarðar hef-
ur samþykkt að ekki sé ástæða til
þess að breyta álagningarstofni
fasteignagjalda sveitarfélagsins.
Eins og fram kom í ffétt Skessu-
horns fyrir skömmu urðu deilur
um málið á bæjarstjórnarfundi.
Vildu bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins lækka álagningarstofn í
kjölfar þess að fasteignamat
íbúðarhúsnæðis hækkaði um
áramótin um 15% og atvinnu-
húsnæðis um 10%. Að lokum
samþykkti bæjarstjórn að gerður
yrði samanburður á tekjustofn-
um Grundarfjarðar og annarra
sambærilegra sveitarfélaga. Yrði
sá samanburður óhagstæður
yrði leitað leiða til þess að leið-
rétta þann mun.
Þegar bæjarráð hafði fengið
samanburðarlistann í hendur
taldi ráðið ekki ástæðu til breyt-
inga. HJ
Forseti
Islands í
Grunda-
skóla
Forseti Islands, herra Olafur
Ragnar Grímsson, kemur í op-
inbera heimsókn í Grundaskóla
á Akranesi þriðjudagsmorgun-
inn 31. janúar. Með heimsókn
forsetans vill hann kynna sér
starfsemi skólans, sem hlaut Is-
lensku menntaverðlaunin á síð-
asta ári í flokki skóla sem sinnt
hafa vel nýsköpun eða farsælu
samhengi í fræðslustarfi.
I fylgdarliði forsetans verður
úthlutunarnefnd Islensku
menntaverðlaunanna auk full-
trúa ffá Sparisjóðunum sem eru
helsti bakhjarl verðlaunanna. I
heimsókn sinni mun forsetinn
skoða skólann auk þess sem dag-
skrá verður á sal. Þar mtrnu
nemendur sýna brot úr leiksýn-
ingum og skemmtunum skólans
að undanförnu. I lok heimsókn-
arinnar mun Forseti Islands sitja
hádegisverð í boði Akranes-
kaupstaðar. HJ