Skessuhorn - 25.01.2006, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 2006
SHSSUH©BK
Athyglisbrestur og ofvirkni
Fjölskyldan, skólinn og samfélagið
A þessari mynd e?~u um 120 grunnskólaböm. Miðað viðfölda greindra ADHD tilfella bér á landi má gera ráðfyrir að meðal þessara
bama gætu verið 3-6 einstaklingar sem glíma við athyglisbrest og ofvirkni. Það skal tekiðfi'am að myndin befur engin tengsl við um-
fjöllunarefnið.
Eins og fram kom í Skessuhorni
í síðustu viku var haldinn fræðslu-
og kynningarfundur um ADHD í
Grundarfirði þann 11. janúar síð-
astliðinn. ADHD er alþjóðleg
skammstöfun sem stendur fyrir
Attention Deficit Hyperactivity
Disorder eða athyglisbrestur og
ofvirkni. Það voru þær Vigdís
Gunnarsdóttir félagsráðgjari Fé-
lags- og skólaþjónustu Snæfellinga
og Hildur Sæmundsdóttir hjúkr-
unarfræðingur hjá Heilsugæslu
Grundarfjarðar sem stóðu fyrir
fundinum. Fundurinn var vel sótt-
ur og svo virðist sem áhugi og þörf
á kynningar- og fræðslufundum
sem þessum sé virkilega þörf á
Vesturlandi.
Tilfellum fer fjölgandi
Undanfarið hefur þeim börnum
og unglinum farið fjölgandi sem
greind hafa verið með athyglis-
brest og ofvirkni hérlendis. Sam-
kvæmt niðurstöðum rannsókna
sem ADHD samtökin setja fram er
talið að 3-5% einstaklinga í hverj-
um árgangi uppfylli þessi grein-
ingarviðmið. Ut frá því er hægt að
áætla að um sé að ræða 2000 börn
og unglinga á grunnskólaaldri, eða
1-2 í hverjum bekk að jafnaði. Þær
u.þ.b. 2000 fjölskyldur sem málið
snertir standa oft ráðþrota og
hjálparlausar þegar þær takast á við
þá erfiðleika sem fylgja því stóra
verkefni að ala upp barn með at-
hyglisbrest og ofvirkni því venju-
legar uppeldisaðferðir duga
skammt.
Enn fordómar
Þó svo að meðvitund samfélags-
ins um ADHD hafi aukist sam-
hliða aukningu í fjölda greininga
og þekking foreldra og þeirra sem
að kennslu þessara barna koma
(kennarar og annað starfsfólk
skóla) hefur aukist til muna, þá
gætir enn skilningsleysis meðal al-
mennings, fagstétta og jafnvel sér-
fræðinga. ADHD samtökin greina
frá því að enn leynast fordómar
meðal almennings í garð einstak-
linga með þessa röskun. I flestum
tilfellum er um hreint og klárt
þekkingarleysi að ræða.
Orsök athyglisbrests
eru líffræðileg
Samkvæmt upplýsingum frá
ADHD samtökunum þá hafa rann-
sóknir bent til þess að orsakir of-
virkni sé truflun í boðefnakerfi
heila á stöðum sem gegna mikil-
vægu hlutverki í stjórn hegðunar.
Þessi taugaröskun er sögð algjör-
lega líffræðileg og því ekki hægt að
kenna umhverfisþáttum, slöku
uppeldi eða óheppilegum kennslu-
aðferðum um. Talið er að erfðir
gegni mikilvægu hlutverki því í
fjölskyldum og ættum þeirra sem
greinst hafa með athyglisbrest og
ofvirkni eru fleiri með þessi ein-
kenni en almennt gerist. ADHD
getur einnig komið fram í tengsl-
um við sjúkdóma eða slys, t.d. höf-
uðáverka eða áföll á meðgöngu og
oft fylgja aðrar þroskatruflanir.
Einkenni athyglisbrests
ADHD samtökin lýsa einstak-
lingi með athyglisbrest á þann veg
að hann eigi erfitt með að einbeita
sér að viðfangsefnum og því er
heimanám t.d. oft mjög erfitt.
Hann á erfitt með að koma sér að
verki, er auðtruflaður og oft
hvarflar athyglin í miðju kafi að
einhverju öðru og verkefnið
gleymist. Yfirleitt fylgir gleymska
röskuninni og hlustun er ekki góð.
Tímaskyni er oft áfátt og skipu-
lagserfiðleikar eru nær alltaf fylgi-
fiskar athyglisbrests. Hreyfióró-
leiki lýsir sér þannig að einstak-
lingurinn á erfitt með að sitja kyrr,
er stöðugt á ferð og flugi og er
frekar fiktinn.
Afleiðingar
Einstaklingur með ADHD á oft
erfitt uppdráttar þar sem hann
kann síður að lesa í félagslegar að-
stæður. Töluvert er því um félags-
lega einangrun meðal þessara ein-
staklinga. Ymsir fylgikvillar fylgja
röskuninni líkt og svefntruflun,
kvíði og þunglyndi, mótþrói,
námserfiðleikar, hegðunarerfið-
leikar og hætta er á að sjálfsmynd
einstaklingsins beri skaða af þeim
stöðugu ósigrum í lífsbaráttunni
sem hann tekst á við. Ef ekki tekst
að finna skóla eða vinnu við hæfi
fyrir þessa einstaklinga þegar líður
á unglingsárin er aukin hætta á að-
gerðarleysi, tölvufíkn, þunglyndi
og vímefnavanda.
Samtökin
ADHD samtökin hafa í gegnum
árin veitt einstaklingum og sveitar-
félögum aðstoð og ráðgjöf um allt
sem viðkemur lífi fjölskyldna ein-
staklinga með athyglisbrest.
ADHD samtökin hétu áður For-
eldrafélag misþroska barna. I dag
starfar félagið jafnframt að málefn-
um fullorðinna með athyglisbrest
og ofvirkni. Hægt er að nálgast
þjónustu samtakanna í gegnum
heimasíðu þeirra; www.adhd.is og í
gegnum síma. Starf samtakanna
felst meðal annars í því að veita
fullorðnum og börnum með at-
hyglisbrest og ofvirkni, sem og
fjölskyldum þeirra, stuðning. Veita
þeim upplýsingar, halda fræðslu-
fundi, gefa út fréttabréf, standa að
Ráðgjafarmiðstöðinni Sjónarhóli,
halda námskeið og aðstoða við
stuðningshópa / sjálfshjálparhópa
og halda úti vefsíðu.
Vesturland
Fyrr í vetur var haldinn fundur í
Borgarnesi fýrir foreldra barna
með ADHD fyrir tilstillan Hjör-
dísar Hjartardóttur félagsmála-
stjóra í Borgarbyggð. Tilgangur
þess fundar var m.a. að styðja for-
eldra í því að koma á sjálfshjálpar-
fundum. Ingibjörg Karlsdóttir,
formaður ADHD samtakanna,
segir í viðtali við Skessuhorn að
stefnt er að því að auka enn tengsl
ADHD samtakanna við lands-
byggðina og finna leiðir t.d. í
gegnum fjarkennslubúnað við að
koma á fræðslu og námskeiðum án
þess að kostnaðurinn verði of mik-
ill. „Eg hef fundið að sveitarfélög-
in standa misvel fjárhagslega og
því er tilvalið fyrir hópa á lands-
byggðinni að taka þátt í gegnum
fjarfundabúnað t.d. þegar staðið er
fyrir námskeiði um kennslu barna
með ADHD í Reykjvík," segir
Ingibjörg og bætir við að sveitarfé-
lög hafa sótt eftir samstarfi við
ADHD samtökin um fræðslu og
ýmsa aðstoð en þörfin er mikil og
mikið verk sé fyrir höndum.
BG
Reglur, agi og umhyggja
Viðtal við foreldra 10 ára drengs sem greinst hefar með ADHD
Að ala upp barn með athyglis-
brest með ofvirkni er mikill vandi
og krefst mikils aga, þolinmæði og
nákvæmni. Samvinna foreldra,
skóla, kennara og annarra sem með
barninu vinna yfir daginn skiptir
höfðumáli svo að allir aðilar vinni í
takt og að sama markmiði. Blaða-
maður Skessuhorns ræddi við for-
eldra 10 ára drengs sem greindur
var með athyglisbrest með ofvirkni
þegar hann var á leikskóla. Að ósk
viðmælenda eru engin nöfn nefnd.
Verður að taka strax á
hlutunum
„Það var leikskófinn sem benti
okkur á að fara með drenginn í
greiningu. Sú greining sem hann
fékk var í raun bara staðfesting á
því sem að við vissum í raun fyrir.
Hann hefur alla tíð verið mjög
virkur, jafhvel meðan á meðgöng-
unni stóð, öll hegðun hans benti til
ofvirkni og svo er saga um ofvirkni
í fjölskyldunni," segja foreldrar
þessa 10 ára drengs sem á hverjum
degi krefst mikillar umönnunar og
eftirfylgni foreldra sinna.
A Akranesi eru viðurkenndir
greiningaraðilar, en það er
barnateymi sem báðir sálfræðingar
leik- og grunnskólanna og barna-
læknir heilsugæslunnar mynda. „I
kjölfar greiningar stendur foreldr-
um til boða nokkur stuðningsvið-
töl hjá sálfræðingi. „Við fórum í
þessi viðtöl og lásum okkur einnig
til,“ segja þau og nefna einnig að
ómeðvitað hafi þau búið til rútínu
í heimilislífinu strax. Þau segja það
afar mikilvægt að ákveðnir hlutir
hafi fastar skorður, eins og að
sofna á ákveðnum tíma og borða
reglulegan og borða hollan mat,
bara til að heimilislífið gæti rúllað
eðlilega.
Lyf eða ekki lyf
„Við höfðum þarna smá um-
hugsunarfrest um hvað við ættum
að gera varðandi lyf áður en hann
fór í skóla. Loks ákváðum við að
prófa að setja hann á lyf og þvílík-
ur munur. Lyf eða ekki lyf, bæði
hefur sína kosti og galla. Við urð-
um að meta hvað skipti barnið
mestu máli, það er mat hverra for-
eldra hvað þeim finnst henta sínu
barni. Það skipti öllu máli fyrir
hann að líða vel fyrstu dagana í
skólanum og að allir sem í kring-
um hann voru væru jákvæðir,
þannig gekk allt vel. Þó svo að lyfj-
unum fylgi minni matarlist þá er
hægt að fylgjast með því með blóð-
rannsókn hvort að barnið fái ekki
alla næringu. Svo er hægt að taka
pásu með lyfin og leyfa barninu að
ná sér á strik aftur næringarlega,“
segja þau. Enn leynast fordómar
hjá almenningi gagnvart lyfjagjöf
til þessara einstaklinga og aðspurð
segjast þau persónulega ekki hafi
fúndið fyrir því meðal fagfólks en
frekar hjá almenningi sem ekki
þekkir til.
Samvinna skóla og
heimilis mikilvæg
Þau segja samstarf við skólann
hafa gengið mjög vel frá upphafi.
„Við settumst niður strax í byrjun
skólans og funduðum með skóla-
sálfræðingi og kennaranum hans.
Góð samskiptabók er notuð á milli
okkar og kennarans þar sem allt er
skráð. Drengurinn fékk myndræna
stundatöflu fyrir hvern dag og svo
fyrir vikuna sem hjálpar honum að
sjá hlutina í skýru samhengi. Hann
fær verkefiialista fyrir daginn og
þegar hverju verkefiii er lokið þá
krossar hann yfir svo hann sjái
hvernig gengur á verkefnin."
Tómstundir eru einstaklingum
með ADHD mjög mikilvægur
hluti af hinu daglega lífi. Þar æfist
hreyfing og samhæfingar líkamans,
þar fá þau félagsskap og útrás sem
skiptir miklu máli. Foreldrarnir
segja frjálsan leik líka nauðsynleg-
an en að hafa ákveðinn tíma ákveð-
ins dags frátekinn fyrir tómstundir
og íþróttir bæti við rútínuna og
gefur þannig öryggi.
Heimalærdómur krefst
mikils
„Hann lærir ekki einn,“ segja
foreldrarnir. „Annað okkar situr
hjá honum svo harm komist ekki
frá borðinu. Best er að afmarka
hvert verkefni í kennslubókinni því
þá virðist það yfirstíganlegt. Ef
verkefnin eru mörg þá þarf að gefa
honum pásur á milli verkefna."
Þau segja heimavinnuna kreljast
mikillar skipulagningar. Að hún
þurfi að fara fram fyrri hluta dags,
strax eftir skóla því þá er drengur-
inn ekki þreyttur og lyfin enn virk.
Einnig er mikilvægt að ofgera ekki
náminu og best að fmna hinn
gullna meðalveg. -frh á nœstu síðu