Skessuhorn


Skessuhorn - 25.01.2006, Síða 13

Skessuhorn - 25.01.2006, Síða 13
 ^alðsunuw MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 2006 13 Vaxtarverkir Allt þangað til á allra síðustu árum ríkti stöðnun í uppbyggingu í Borgarnesi. Þannig var ekkert íbúðarhús byggt í bænum í mörg ár kringum 1990 og um svipað leiti var samdráttur í þjónustu við land- búnað byrjaður að gera vart við sig fyrir alvöru. Við tók tímabil þar sem atvinnuvegir gengu í endur- nýjun lífdaga og nú er sú uppbygg- ing sem enn sér ekki fyrir endann á að skila sér í því að fólk er aftur farið að byggja íbúðarhúsnæði í bænum, bæði einstaklingar og verktakar. Samhliða þessu er nokkuð orðið um það að fólk byggi upp eyðibýli en þó meira um að íbúðarhús séu byggð á bújörð- um, oft fólk sem hyggst sækja at- vinnu í þéttbýlið en búa í sveitinni. Allt er þetta gott og blessað og í samræmi við fræðin um að fólki mtmi fjölga í nágrenni höfuðborg- arinnar á næstu árum og áratugum líkt og Trausti Valsson spáði fyrir um fyrir margt löngu. Skipulag Hér er þó eins og oftast tening- ur með fleiri en eina hlið. Þegar byggt er upp þykir sumum sem gengið sé óþarflega nærri náttúr- unni, öðrum að þak hússins sem til stendur að byggja snúi á haus og stundum þykir mönnum starfsemi komið fyrir á röngum stað í vit- lausu húsi. Til þess að reyna nú að finna ólíkum sjónarmiðum stað og koma í veg fyrir augljósar reg- inskissur þegar framkvæmdir hefj- ast eru skipulagslög. Sveitar- stjórnir fara með skipulagsvald og Skipulagsstofnun er sveitarstjórn- um til ráðgjafar um skipulagsmál. Auk þess eru umsagnaraðilar í mörgum tilvikum lögaðilar eins og Umhverfisstofnun eða nágrannar þess sem hyggur á framkvæmdir. Þessu kerfi er ætlað, líkt og öllum góðum kerfum, að tryggja að skipulag svæða verði þannig að sem flestum líki og til að minnka líkur á mistökum. Sveitarstjórnum ber að gera aðalskipulag fyrir sveitarfélagið, því verki á að vera lokið fyrir allt landið eigi síðar en 2008, og minni svæði eru deiliskipulögð. Einnig er til skipu- lag sem er nokkuð óformlegra en aðalskipulagið sem kallast svæðis- skipulag og loks er rammaskipulag eins konar uppkast að deiliskipu- lagi. Við gerð skipulags gefst svo hverjum og einum hagsmunaaðila tækifæri á að koma sínum sjónar- miðum á framfæri, gera athuga- semdir eða koma með tillögur. Endanlegt skipulag er síðan aug- lýst og samþykkt. Halda mætti því að góð regla væri kominn á veröld víða! Kerfið Ekkert kerfi er hinsvegar full- komið. Þannig er heilbrigðiskerfi landsins sagt afar fullkomið (ég dreg það ekki í efa!) en engu að síður getur það lagt fullfrískan mann að velli að þurfa að glíma við það skrifræðisbákn sem mætir mönnum þegar takast þarf á við læknaritara í fullum skrúða! A sama hátt geta skipulagslög gefið færi á þeim hryllingi sem lögmenn kalla „skemmtilegt lögfræðilegt vafaatriði“ og ef menn hafa áhuga á slíku getur lítill húsgrunnur ver- ið mönnum tilefni til bréfaskrifta, málsókna og fjárútláta. Líkt og annarsstaðar í mannlegum sam- skiptum er þó farsælla að leysa málin með samtölum og mála- miðlunum en vopnaskaki enda heyrir blessunarlega til undan- tekninga að menn hljóti „skipu- lagsdóm." Leitin að bestu niðurstöðu Hitt er öllu algengara að menn haldi fram sjónarmiðum sínum og reyni þannig að hafa áhrif á skipu- lag en láti það yfir sig ganga með hundshaus ef sjónarmið þeirra verða ekki ofaná við gerð endan- legs skipulags. Þeir sem kjörnir eru til þess að fara með skipulag í sveitarfélagi verða að sætta sig við þann beiska kaleik að geta ekki gert öllum til hæfis. Þegar byggt er í þéttbýli sem risið hefur á ára- tugum, jafnvel inní í byggð sem komið er að því að endurnýja að hluta, getur verið ómögulegt að sætta öll sjónarmið. Því þarf að velja og hafna en auðvitað leitast menn við að byggja ákvörðun sína á því að meiri hagsmunir víki ekki fyrir minni. Þannig er réttur þess sem fyrir er alltaf sterkur en engu að síður takmörkunum háður. Framtíðar skipulag Nú er framundan gerð aðal- skipulags fyrir Borgarbyggð og síðar á árinu þarf að ganga frá að- alskipulagi fyrir nýtt sveitarfélag (hér rekur mig í vörðurnar með nafn á landssvæði því sem nýtt sveitarfélag nær yfir!) í kjölfar sameiningar í vor. Einnig er sí- felldlega verið að gera nýtt deiliskipulag í þéttbýlinu í Borgar- nesi, á Bifröst og á Hvanneyri. Ljóst er að áhrif vaxandi byggðar á umhverfið mun vekja upp áleitnar spurningar svosem hvernig skal haga vegtengingum við Borgarnes, hvernig tengja eigi nýja byggð vestan Borgarvogar við byggðina í Borgarnesi eða hvort byggðin í Borgarnesi eigi að vaxa til norðurs, hvar á að finna nýtt byggingarland á Bifröst þannig að ekki sé gengið á viðkvæma náttúru, hvar á að heimila byggingu frístundahúsa og svo framvegis. Vonandi tekst að samræma sem flest sjónarmið við þessa vinnu og tryggja niðurstöðu sem komandi kynslóðir munu sætta sig bærilega við. Finnbogi Rögnvaldsson formaður bcejaiTáðs Borgarbyggðar ~f*(mninn—. Með strætó til Reykjavíkur Með tilkomu áætlana Stætó bs á Akranes nú um áramótin stigum við Skagamenn enn fram til for- ystu og nú í samgöngumálum á landi. Verkefnið er samvinnuverk- efni Samgönguráðuneytis, Stætó bs og Akraneskaupstaðar. Það er gert til reynslu í tvö ár og leggur Samgönguráðuneytið því til sex milljónir króna en Akraneskaup- staður sextán milljónir á ári út reynslutímann. Víst er að þetta skref í samgöngumálum mun verða fleiri byggðakjörnum til eft- irbreytni, en eins og fram kom hjá forstjóra Strætó við undirritun samkomulagsins á dögunum, þá hafa nú þegar sett sig í samband við hann fulltrúar annarra sveitar- félaga til að kanna málið um sam- bærilega þjónustu austur og suður frá höfuðborgarsvæðinu. Þá skemmir ekki fyrir verkefn- inu að tilkomu vagnsins hefur ver- ið með eindæmum vel tekið og hafa margir talað um að vakin hafi verið upp gamla Akraborgar- stemningin sem lagðist af með komu Hvalfjarðarganganna 1998, sællar minningar. Þá má segja að með tilkomu strætó hafi Akranes í hugum margra færst enn nær höf- uðborgarsvæðinu og þeim fjöl- mörgu sóknarfærum sem það gef- ur fyrir fyrirtæki og stofnanir sem á Akranesi eru starfrækt, s.s. fyrir Sjúkrahúsið og Fjölbrautaskólann. Víst er að margt tmgt fólk búsett í Mosfellsbæ eða á Kjalarnesi sem er á leið í iðnnám mun hugsa til Akraness í ljósi þessara samgöngu- bóta því Fjölbrautaskólinn er nú nýr og spennandi valkostur fyrir þetta fólk. Sambærileg sóknarfæri á Sjúkrahúsið sem hefur á undan- förnum árum kynnt sína þjónustu sunnan fjarðar, t.d. starfsemi kvennadeildar og bæklunardeildar auk þess sem að á nýliðnu ári var undirritað samkomulag við Lands- spítala háskólasjúkrahús um frek- ari samvinnu þessara stofnana. Þá er ljóst að fyrirtæki í almennri þjónustu s.s. í verslun munu á komandi árum skilgreina sinn heimamarkað í auknum mæli alla leið á Kjalarnes. Það hefur verið á- næjulegt að fylgjast með á spjall- síðum bæjarins hversu almenn á- nægja virðist vera með þessa ný- breytni í ferðamöguleikum milli Reykjavíkur og Akraness. Þá hafa forsvarsmenn Strætó brugðist vel við ábendingum sem komið hafa fram um ferðatíðni, tímasetningar og annað er viðkemur áætlun Strætó. Þess má geta að fyrirhugað er að halda opinn kynningarfund um málið á næstunni og hvet ég núverandi og væntanlega notendur þjónustunnar til að mæta. Guðni Tryggvason, formaður atvinnumálanefndar Útsölumarkaður Andrésar verður í Safnahúsi Borgarfjarðar Borgarbraut 4-6 Borgarnesi þriðjudaginn 31. janúar kL 13:00-20:00 og miðvikudaginn l.febrúarkL 10:00-18:00 Herrafatnaður 20-50% afsláttur við kassa. Einnig nokkuðaf dömufatnaði. Andrés fataverslun Skólavörðustíg 22a Reykjavík sími: 551-8250 og 862-6439 Hef hafið störf við sjúkranudd á fimmtudögum og föstudögum í Iþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum, Akranesi. Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 866-5809. Bryndís Gylfadóttir Löggiltur sjúkranuddari^ t Þökkum innilega auðsýndan hlýhug við fráfall og útför Bjarna Þorsteinssonar Hurðarbaki Reykholtsdal Gunnar Bjarnason Ásthildur Thorsteinsson Þóra Bjarnadóttir Einar Sigurjónsson Barnabörn og barnabarnabörn. Sýslumaðurinn í Borgarnesi Skrifstofu- starf Laust er til umsóknar starf skrifstofumanns við embætti sýslumannsins í Borgamesi. Starfið Starfið felur í sér aðkomu að hinum ýmsu verkefnum, er við koma starfsemi embættisins. Starfshlutfall er 100%. Hæfísskilyrði Góð almenn menntun, ffumkvæði og sjálfstæði, góð tölvukunnátta, sveigjanleiki og jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum. Laun eru skv. kjarasamningi fjármdlaráðherra og viðkomandi ste'ttarfe'lags. Umsóknarfrestur er til 12. febrúar 2006. Umsóknum | ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila 1 til Stefáns Skarphéðinssonar sýslumanns, | Bjarnarbraut 2,310 Borgarnesi. s Athygli er vakin á því að umsóknin mun gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum nr. 464/1996, sem settar eru skv. heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Sýslumaðurinn í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.