Skessuhorn - 25.01.2006, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 2006
ggBSSiiHQBKI
Vangaveltur um samanburð
Undanfarin misseri hefur sú um-
ræða skotið upp kollinum af og til að
skólahald hér í sveitunum sunnan
Skarðsheiðar sé með dýrara móti,
jafnvel hátt í helmingi dýrari en hjá
nágrönnum okkar á Akranesi. Um-
ræðan hefur meðal annars farið fram
hér í Skessuhominu en einnig meðal
almennings. Eitthvað var ýjað að
þessum óhagstæða samanburði á
íbúaþinginu okkar hér á dögunum og
í skýrslu sem gerð var fyrir nokkrum
árum var samanburður gerður milh
Heiðarskóla og Kleppjárnsreykja-
skóla og kom sá fyrrnefndi ekki vel út
úr þeim samanburði.
Einn er þó vandinn við þennan
samanburð og hann er sá að tölur sem
birtar eru um kostnað við hvern skóla
eru ekki vel samanburðarhæfar. Eitt
augljóst dæmi er að í Heiðarskóla er
kostnaður vegna íþróttamannvirkja
sveitarfélaganna að öllu reiknaður
sem hluti af skólarekstrinum en svo er
væntanlega ekki alls staðar, til dæmis á
Akranesi.
Málaflokkar bama
Undirritaður hefur óheilbrigðan
áhuga á tölum og lagðist því í grúsk
yfir Arbók sveitarfélaga 2005 sem hef-
ur að geyma tölur yfir rekstur sveitar-
félaga á landinu árið 2004. Þar er að
finna hversu mikið sveitarfélögin á
landinu leggja í ýmsa málaflokka.
Tveir þessara málaflokka eru fræðslu-
og uppeldismál annars vegar og æsku-
lýðs- og íþróttamál hins vegar. Þarna
þóttist ég sjá að með því að leggja
kostnað vegna þessara málaflokka
saman væri nokkurn veginn kominn
kostnaður vegna bama í hverju sveit-
arfélagi, einkum gmnnskólinn en
einnig leikskóh og félagsstarf unglinga
og sjálfsagt er fleira undir þessum
hatti.
Samtala þessara málaflokka deilt á
fjölda grunnskólanemenda í hverju
sveitarfélagi gefur þá nokkuð góða
hugmynd um kostnað vegna þjónustu
við bömin í sveitarfélaginu. Auðvitað
má ekki gleyma að Jöfhunarsjóður
sveitarfélaga greiðir hluta af þessum
kostnaði og mjög mismikið eftir stærð
sveitarfélaga og búsetuformi. Þannig
er ffamlag Jöfnunarsjóðs 24% af
heildartekjum hérna í sveitunum
sunnan Skarðsheiðar en 8% á Akra-
Niðurstöður
koma á óvart
Að öllu þessu gefnu, þ.e. samtala
ofannefndra málaflokka deilt á fjölda
nemenda í grunnskóla og lækkað um
hlutfall Jöfriunarsjóðsframlaga í tekj-
um fæst sú niðurstaða að sveitarfélög-
in sxmnan Skarðsheiðar kosta til þess-
ara málaflokka krónum 924.000 á
nemanda á grunnskólaaldri árið 2004.
Akraneskaupstaður kostar hins vegar
til krónum 1.034.000 á nemanda.
Þetta kemur vissulega á óvart.
Samanburður í norðurátt er ekki
eins augljós þar sem skólar í Borgar-
firði eru oftar en ekki reknir í sam-
vinnu sveitarfélaga. En með því að
leggja saman fjögur sveitarfélög sem
eitt, þ.e. Borgarbyggð, Borgaríjarðar-
sveit, Hvítársíðuhrepp og Skorradal,
fæst að hrepparnir norðan Skarðs-
heiðar leggja til krónur 960.000 á
hvern nemanda. Enn kemur saman-
burðurinn á óvart, sérstaklega í ljósi
fyrri samanburðar við skólann á
Kleppsjámsreykjum.
Sömu tölur fyrir um 60 sveitarfélög
á landinu eftir stærð ff á Akraneskaup-
stað (5662 íbúar) og niður í Súðavík-
urhrepp (235 íbúar) gefur meðaltalið
1.109.000 krónur á hvem nemanda.
Maður verður sífellt meira hissa!
Skýringar
Lítil sem engin fylgni er í þessum
tölum milli stærðar sveitarfélags og
kostnaðar á hvem nemanda sem kem-
ur einxúg á óvart en má eflaust meðal
annars skýra með því að þó einingar
verði hagkvæmari í stærri sveitarfé-
lögum þá eykst þjónustustigið einnig
að einhverju leyti, til dæmis með
rekstri félagsmiðstöðva.
Sterk fylgni er hins vegar milh áð-
umefndra niðurstaðna og hlutfalls
nemenda á grunnskólaaldri í hverju
sveitarfélagi. Þannig er 21% íbúa
sunnan Skarðsheiðar á grunnskóla-
aldri en aðeins 16% á Akranesi og
18% norðan Skarðsheiðar. Meðal-
talið í sveitarfélögunum 60 er 17%.
Allt miðast þetta við árið 2004.
Annar samanburður
Ef deilt er með fjölda íbúa í hverju
sveitarfélagi en ekki fjölda nemanda,
breytast niðurstöðurnar nokkuð.
Kosmaður á hvern íbúa að teknu til-
liti til Jöfnunarsjóðsframlags er
187.000 vegna þessara málaflokka
sunnan Skarðsheiðar, 171.000 norðan
Skarðsheiðar og 166.000 á Akranesi.
Meðaltal sveitarfélaganna 60 er
174.000 á íbúa. Hér em sveitarfélög-
in sunnan Skarðsheiðar yfir meðaltah
og yfir nágrönnum sínum.
Breytilegur fjöldi nemenda á
grunnskólaaldri hefur áhrif til hækk-
unar kosmaðar þegar hann er reikn-
aður á íbúa en lækkunar ef hann er
reiknaður á nemanda. Það má því
gagnrýna báðar aðferðirnar að þær
gefi ekki alveg réttan samanburð.
Ein leið sem hægt er að fara er að
taka tillit til mismunandi nemenda-
fjölda. Hér sunnan Skarðsheiðar
þyrfti ekki að fækka mikið í gmnn-
skólanum eða fjölga í sveitarfélögun-
um til að lækka hlutfall gmnnskóla-
nemenda frá því sem var árið 2004
þegar hlutfalhð var 21%. Miðað við
síðustu tölur frá 1. des 2005 em íbúar
héma núna 606 en nemendur í Heið-
arskóla em 108 frá áramótum. Þá er
hlutfallið komið niður í 18% eða
sama og var norðan Skarðsheiðar árið
2004 og lítið hærra en meðaltal á
landsbyggðinni og á Akranesi sama ár.
Leiðréttir nemendur
Ef hlutfalli grunnskólanemenda
sunnan Skarðsheiðar árið 2004 er
breytt í útreikningum, úr 21 % eins og
það var 2004 í 18% eins og það er
núna, þá hækkar ffamlag á nemenda í
þessum útreikningu eins og við er að
búast, úr 924.000 í 983.000. Enn er
þessi tala vel undir meðaltah annarra
sveitarfélaga og einnig vel undir
Akraneskaupstað en ívið hærri en
norðan Skarðsheiðar.
Væri hlutfallið lækkað niður í með-
altal hreppanna 60, eða 17%, em töl-
urnar 1.095.000 hér sem er enn und-
ir meðaltalinu en komið yfir Akranes-
kaupstað.
Enn er hægt að grúska í tölumar.
Kostnaður vegna skólaaksturs er hér
sunnan Skarðsheiðar 12% af ffamlagi
sveitarfélaganna til skólahalds. Skóla-
akstur er auðvitað enginn á Akranesi
og hlutfallslega mun færri nemendur
njóta þeirrar þjónustu norðan Skarðs-
heiðar. Kosmaður vegna skólaaksturs
sunnan Skarðsheiðar er mjög hár
vegna mikils skólaaksturs en einnig
vegna óhagsstæðra samninga. Með
því einu að ná hagstæðari samningum
um skólaakstur má lækka kosmað á
nemanda héma sunnan Skarðsheiðar
um tugi þúsunda á ári.
Niðurstaða
Af öllu ffamansögðu má sjá að
kostnaður samfélagsins héma sunnan
Skarðsheiðar vegna þeirra málaflokka
sem börn samfélagsins njóta er á eng-
an hátt óeðlilegur. Þrátt fyrir tal um
annað þá em ff amlög hér síst hærri en
í nágrannasveitarfélögum eða að jafn-
aði meðal sveitarfélaga á landsbyggð-
inni. Þau virðast þvert á móti vera
lægri, en aht effir því hvernig er
reiknað.
Stofiikosmaður vegna skóla er auð-
vitað ekki inni í þessum útreikningum
og samfélagið hér sunnan Skarðs-
heiðar stendur frammi fyrir því að
þurfa að reisa nýjan skóla, hvar sem
hann svo verður staðsettur. Það er
engu að síður villandi að halda því
fram að með því að semja við Akra-
neskaupstað um skólahald muni sam-
félagið hérna spara sér þau útgjöld.
Akraneskaupstaður þarf bráðum að
reisa nýjan skóla yfir sína nemendur
eins og sjá má á skipulagsáætlunum
og ef okkar 110 og bráðum mun fleiri
nemendur þurfa einnig að fá þar
húsaskjól þá er augljóst að við þurfum
að borga fyrir skólabyggingu yfir þau.
Væri þá ekki nær að reisa skóla í okk-
ar eigin sveitarfélagi?
Brynjólfur Þorvarðarson.
Fyrir lífiðfengum vérfeigð í veganesti
lÁuiAhó’tflié
Það er göfug hugsjón að vilja bæta heiminn
en einhvernvegin
er það nú svo að þó
marga langi til að
heimurinn batni
og vilja leggja sitt
af mörkum til þess,
þá dettur fæstum í
hug að byrja á sjálf-
um sér sem er þó
kannski nærtækast.
Einhverra hluta
vegna rifjaðist eftirfarandi vísa upp fyrir mér á
dögunum en um höfundinn man ég ekki með
þeirri vissu að ég þori að setja neitt á blað.
Hitt tel ég þó víst að margir mættu hafa þessa
vísu í huga oftar en raun ber vitni:
Orð af vörum óvart skreið,
einhvern til ab saka.
Nú er ekki nokkur leib
ab ná því inn til baka.
Nú eru þorrablótin í algleymingi en ekki
gengur það þó vandræðalaust fyrir sig því
talsverður hluti þeirrar fæðu sem nefnd er
þorramatur, kemur af dýrum sem dýravemd-
unarsinnar vilja alfriða og annað af búpeningi
sem er háður framleiðslutakmörkunum á ein-
hvem hátt. Auk þess sem mikið af þessari
fæðu er af læknum og manneldisffæðingum
álitið stórhættuleg fæða. Sýnir það best
hreysti íslensku þjóðarinnar að hafa lifað á
þessu mataræði í rúm þúsund ár og er ekki út-
dauð enn. Af því tilefni er ekki úr vegi að rifja
upp eftirfarandi limrur dr. Sturlu Friðriksson-
ar sem munu ortar fyrir rúmum áratug þegar
framleiðslutakmarkanir þrengdu þó heldur
meira að mönmnn en nú:
Nú Þorra má brátt ekki blóta,
því bannab er hvali ab skjóta
og alls engan sel
má víst svæfa íhel
og svib eru komin meb kvóta
Svo veitir ei prinsinn af Wales leyfi,
til veiba á dýrum meb pelsreyfi.
Og Birgitte Bardot
hefur bannab þab nóg,
ab sé bannabur súrsabur selshreyfi.
í eybi og deyfb er hver dalskiki,
svo dragnast nú þjóbin ab malbiki.
Og finnst varla sá,
sem fitar sig á
sel eba súrsubu hvalspiki.
Og loks allan fiskinn vib fribum,
sem fór burt af íslenskum mibum.
Og fæst ekki stertur
af fiskinum hertur
á fatib meb súrsubum svibum.
Menn fúlsa vib floti úr bollunum,
og fordæma blóbib úr rollunum.
En menn fá ekkert slátur
meb fáeinar skjátur
og búmark á bringukollunum.
Svo heyrist frá heilbrigbisköppunum,
ab menn hámi meb súrsvibalöppunum,
í sig ósköp afsóti
í sérhverju blóti,
og rotvörn meb rófustöppunum.
En lifrarpylsan var landsfœba
sem lœknar nú álíta mannskæba
er full sé af mör
sem menn færi íkör
og festist í vegg okkar kransæba.
Sum krásin er sjaldgœf og sést ekki
og sumt er víst óhollt og ést ekki,
en ég uni þó vib
þennan íslenska sib,
þetta át og þab blót sem ég best þekki.
Það getur því farið að verða hver síðastur
að troða sig út af þorramat áður en heilbrigð-
isyfirvöldin átta sig og vissara að gera það þá
svolítið verklega fyrst verið er að því á annað
borð. Sú saga var sögð um einn orðlagðan
matmann að hann hefði komið á bæ þar sem
verið var að sjóða svið og vom soðnir sex
hausar í stórum potti. Húsfreyju datt nú í hug
að reyna karl aðeins og setti fyrir hann fat
með rjúkandi sviðum og býður honum að
gera svo vel. Karl tók hrausdega til matar síns
og sporðrennir ellefu kjömmum í rykk en þá
var sá tólfti eitthvað einmanalegur á fatinu svo
húsfreyja ýtir að honum fatinu og segir: „Viltu
ekki klára þetta?“ „Æi, ég veit það ekki, ég hef
aldrei verið mikið fyrir svið,“ sagði karl og tók
hann.
Það hefur svosem komið fyrir marga fleiri
að borða heldur fleiri hitaeiningar en brennt
er yfir stórhátíðir, já og offar, hvað sem þýðir
nú að fárast um það eftirá. Bara að fara út að
skokka. Nú að afloknum hátíðum orti Þor-
steinn Þorsteinsson:
Hörmung er ab herma þab
ab helgidagana alla,
át ég miklu meira en hvab
mátulegt skal kalla.
Bjami frá Gröf hefur greinilega haft fulla
ástæðu til að lofa gestrisni góðra kvenna þeg-
ar harm orti:
Margt ég gott hjá meyjum fæ,
mest úr potti veiga.
Þær eru flott á þessum bæ,
þab má drottin eiga.
Hvemig sem lífsgangan tekur nú á okkur
þá er þó eitt ömggt að henni líkur einhvem-
tíman, með hverjum hætti sem það gerist og
það hefur Bjama einnig verið fullljóst:
Cubi skattinn greiba ber
gæfuna þó bresti.
Fyrir lífib fengum vér
feigb í veganesti.
Fyrir stuttu ráku á fjörur mínar eftirfarandi
vísur, án höfimdar og tildraga og þætti mér
vænt um ef einhver lesenda minna gæti frætt
mig þar um:
Hryggbar hrærist strengur,
hörb er libin vaka,
ekki lifir lengur
Ijós á þínum stjaka.
Drottinn veg þér vísi,
vel þig ætíb geymi,
Ijósib bjart þér lýsi
leib ab nýjum heimi.
Sama formála mætti hafa fyrir næstu vísu,
sem virðist bera það með sér að höfundurinn
(sem ég vildi gjaman vita hver er) hafi kynnst
þó nokkrum konum um dagana:
Margt ég vildi þakka þér
og þess er gott ab minnast
ab þú ert ein af þeim sem mér
þótti gott ab kynnast.
Eg hef grun um að æði margir lesendur
blaðsins sakni íþróttafrétta Gísla Einarssona
þar sem hann fjallaði gjaman um hið sókn-
djarfa og afar geðþekka Halifax lið og baráttu
þess við ofurefli ranglátra dómara og lítt
greindra línuvarða sem greinilega áttu það
takmark æðst að ná sér niðri á hinu ofurprúð-
mannlega Halifaxliði. Nú fyrir stuttu barst
mér eftirfarandi limra þar sem lýst er þeim
meltingartruflunum sem geta herjað á sak-
lausa Islendinga sem ekkert hafa til saka unn-
ið annað en skreppa í pílagrímsferð til Halifax
og snæða þar á hinum virta Bistrobar. Með-
fylgjandi er sérstök kveðja til Gísla Einarsson-
ar, fyrirliða Halifaxklúbbsins, frá Valda Mýra-
manni. (ekki spyrja mig hver það er):
k Bistro ég borbabi lax,
fékk bölvaban niburgang strax.
Svo hvarf ég meb fullum,
helvítis bullum,
sem héldu meb Halifax.
Með þökkjýrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S 435 1361 og 849 2715
dd@hvippinn.is