Skessuhorn


Skessuhorn - 25.01.2006, Side 18

Skessuhorn - 25.01.2006, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 2006 Heilsutengd þjónusta í boði á Fosshótel Reykholti Fosshótel í Reyk- holti er um þessar mundir að fara af stað með nýjung sem byggir á öflugri heilsutengdri þjón- ustu á hótelinu. Að sögn Sigrúnar Hjartardóttur, hót- elstjóra er hér um að ræða heilsu- tengda þjónustu þar sem lögð verður áhersla á streitulos- un með t.d. aroma therapiu, sem á ís- lensku útleggst sem ilmmeðferð. Þá x t x x . nýju aðstöðunni. verður boðið upp a slökunarnudd og birtumeðferð sem virkar t.d. vel gegn skamm- degisþunglyndi og öðrum kvillum. Hluti af meðferðinni fer síðan fram í heitum pottum, sem nefhd- ir eru heilsubrunnar með nuddi eða ilmi en sá þriðji er félagslegur. „Með þessu ætlum við að höfða til fólks sem er fast í viðjum dag- legrar streitu og vill aðstoð við að vinna á henni, komast í rólegt um- hverfi og endurnærast á líkama og sál. Við ætlum að byrja með svo- kallaða afeitrunarhelgi, dagana 3. til 5. febrúar nk. en það verður námskeið sem Birna Asbjörnsdótt- ir, næringarráðgjafi og homopati mun leiða. Þá erum við í samstarfi við nuddara hér á svæðinu sem munu bjóða upp á nudd og aðrar heilsumeðferðir. Fyrstu helgina í febrúar verður einnig hægt að panta sjúkranudd og höfuðbeina- og spjaldhryggajöfnun. I framtíð- inni munum við bjóða dagskort á heilsuganginn hjá okkur en dekur- helgar fyrir þá sem kjósa að dvelja Sigrún Hjartardóttir, hótelstjóri í einum af nuddstólunum í Ljósm: BHS hjá okkur í meira en dagsstund," segir Sigrún. Heilsutengda þjón- ustan á Fosshótel Reykholti fer fram á einum gangi húsnæðisins, Asgörðum, sem áður þjónaði sem heimavistargangur við héraðsskól- ann, en hefur nú verið breytt með nýja notkun í huga. MM Lista- og memiingarsjóður Stykkishólms veitir styrld Stjóm lista- og menningarsjóðs Stykkishólms hefur samþykkt að veita tíu styrki til einstaklinga og félagasamtaka í Sykkishólmi. Til ráðstöfunar vom tæpar 1.500 þús- und krónur og var að þessu sinni úthlutað 1.300 þúsund krónum. Eftirtaldir hlutu styrki að þessu Leikfélagið Grímnir kr 150.000 Félagið Emhla v.Voruökukr 100.000 Kór Stykkishólmskirkju kr. 150.000 Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju kr. 100.000 Minningartónleikar um Sigrúnu Jónsdóttur kr. 150.000 Safna- og menningarmálanefnd vegna sýningar um starf St.Franciskussystra kr. 100.000 Ægir Jóhannsson vegna skjalaafrit- unar um þróun byggðar kr. 100.000 Ljósmyndasafn Stykkishólms kr. 100.000 Til starfsemi Norska hússins kr. 150.000 Lúðrasveit Stykkishólms kr. 200.000 HJ Halli fertugur Haraldur Benediktsson, bóndi á Vestri Reynir og for- maður Bændasamtakanna fýllti fjóra tugi sl. mánudag. Af því tilefni bauð hann og eiginkona hans Lilja Guðrún Eyþórsdóttir vinum þeirra og samstarfsmönnum til kaffi- samsætis í Súlnasal Hótels Sögu. Meðfýlgjandi myndir tók Askell Þórisson, ritstjóri Bændablaðsins við þetta tæki- færi. Ungir veislugestir. F.v. Gilmar Þór, Einar, Eyþór, Agústa, Elísa Eir og Ema Lea. Grundfirskir krakkar á skíðum Undanfarið hefúrfærið gefið til skíðaiðkunar og hafa tbúar í Grundarfirði nýtt sér það óspart. Nú hefur hinsvegar hlánað og þá er hara að bíða eftir nœsta snjó, hann kemur. Ljósm: Sverrir Karlsson F.v. Lilja Guðrún Eyþórsdóttir og Haraldur taka hér á móti þeim Brynhildi Stefánsdótt- ur og Daníel Ottesen á Ytra-Hólmi. Gamli kemiarinn hans Haraldar, Asdís Einarsdóttir frá Læk í Leirársveit, kom t veisluna ogfierði afmælisbaminu gjöfi Kennt á land- upplýsingakerfi í LBHÍ Mozart minnst með tónleikum í Borgamesi Tónlistarskóli Borgarfjarðar að Borgarbraut 23 í Borgarnesi, Mozart. Aðgangur er ókeypis á fagnar 250 ára afmæli Wolfgang föstudaginn27.janúaroghefjastkl. tónleikana en gestir geta keypt sér Amadeus Mozarts með tónleikum í 20:30. kaffi/djús og Mozartkúlur meðan skólanum á afmælisdegi tónskálds- Fram koma nemendur og kenn- þeir hlusta á ljúfa tóna. ins. Tónleikarnirverðaísalskólans arar skólans og flytja tónlist efrir MM Bændur í utanferð Um sextíu bændur víða af land- inu og bændaefni frá Landbúnaðar- háskóla Islands, fóru á vegum Landssambands kúabænda á Agromek landbúnaðarsýninguna í Herning í Danmörku í síðustu viku. Þar var margt sem gladdi augu bænda og búaliðs, öll hugsan- leg tækni til að létta störf bænda og skrautlegar skepnur. Ljósmyndari Skessuhoms var með í för. GE Hópurinn skoðaði fjós skammtfrá Heming þar sem meðalnyt kúnna er 12.000 lítrar sem þykir ekki slæmt. Þau voru ekki árennileg sum nautin sem voru til sýnis á Agromek. Þau stærstu vógu allt að tveimur tonnum. Reynir Gunnarsson og Edda Björk Hauksdóttir á Leirulækjarseli II á Mýrumfundu meðal annars fullvaxna rakstrarvél. sta kennslutíma í GIS s.l. mánudag. Bernd Möller lengst til hægri. Ljósm: Guðrún Jónsdóttir. Meðal þess sem nemendur Landbúnaðarháskóla Islands í nátt- úruvísindum og umhverfisskipulagi þurfa að kunna er að notfæra sér tölvur í námi og starfi. I vikunni hófst á Hvanneyri kennsla í áfanga þar sem kennt er á GIS (landupp- lýsingakerfi/ Geographic In- formation Systems), sem er sérstök tölvutækni sem notuð er til að skoða, greina og tengja saman upp- lýsingar út frá landffæðilegu sjón- arhorni. Það er Bernd Möller sem sér um kennsluna, en hér er um framhaldsáfanga í forritinu GIS að ræða. Auk lektorsstöðu við LBHI gegnir Bernd starfi kennara við Alaborgarháskóla í Danmörku. Dansað í Tjarnarlundi Vikuna 10.-14. janúar fór fram árleg danskennsla í Grunnskólanum Tjamarlundi í Saurbœ. Jón Péturfrá Dansskóla Jóns Péturs og Köru kom í skólann og kenndi bómun- um fjólbreytta dansa og lauk námskeiöinu svo með danssýningu bamanna þar semfor- eldrar og aðrir áhugasamir komu ogfylgdust með. Eins og alltafvar mikiðfjör og gleði í kfingum Jón Pétur og öruggt að allir skemmtu sér konunglega á námskeiðinu. GTS

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.