Skessuhorn - 08.02.2006, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006
gSa’KSSMlMÍÍBW
Bygginganefiid
beitir
dagssektum
AKRANES: Byggingarnefnd
Akraness hefur samþykkt tillögu
byggingarfulltrúa bæjarins að
beitt verði dagsektum til að knýja
fram úrbætur á tveimur bygg-
ingasvæðum í bænum. Um er að
ræða lóðirnar Hagaflöt 7 og
Holtsflöt 9. Akurhús ehf. í
Reykjavík eiga byggingarétt á
þessum lóðum og hafa þær nokk-
uð verið í fréttum að undanfömu
vegna slakra öryggismála. Meðal
annars hafa miklar tjarnir mynd-
ast í grunnunum og valdið slysa-
hættu. Byggingafúlltrúinn hefur
ítrekað reynt að knýja fram úr-
bætur en án árangurs. Því telur
nefiidin ekki fært að bíða lengur
eftir úrbótum og hafa því verið
lagðar á 3.600 króna dagssektir á
hvora lóð um sig. Einnig fól
nefndin byggingafulltrúa að hlut-
ast til um að byggingarsvæðin
verði girt af nú þegar á kostnað
lóðarhafa.
Rétt er að ítreka að fyrirtækið Ak-
urhús ehf. er alls óskilt fyrirtæk-
inu Akri á Akranesi sem stendur
að húsbyggingum á Akranesi og
víðar. -hj
Gunnar gefur
kost á sér
AKRANES: Gunnar Sigurðsson
bæjarfúlltrúi Sjálfstæðisflokksins í
bæjarstjórn Akraness hefur
ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta
sæti á hsta flokksins við bæjar-
stjómarkosningamar í vor. Fram-
bjóðendur verða valdir í prófkjöri
síðar í vetur en framboðsffestur
rennur út á sunnudaginn kl. 16.
Gunnar er nú að ljúka sínu þriðja
kjörtímabili í bæjarstjóm Akra-
ness. Hann sagðist með framboði
sínu vilja leggja sitt lóð áffarn á
lóð betra bæjarfélags. „Þrátt fyrir
að margt gott hafi áunnist á und-
anfömum árum má margt betur
fara og það verður spennandi
verkefúi að takast á við. Það verð-
ur gaman að fá tækifæri til þess að
taka þátt í mótun sigursæls liðs
sjálfstæðismanna í kosningunum í
vor,“ sagði Gunnar í samtali við
Skessuhom. Ekki hafa fleiri fram-
bjóðendur tilkynnt opinberlega
um framboð sitt í prófkjörinu.
Benedikt Jónmundsson formaður
kjörnefndar segir töluverðar fyr-
irspurnir hafa borist nefndinni
undanfama daga og því sé líklegt
að nokkur ffamboð berist fyrir
lok ffamboðsfrestsins. -hj
Olíkt fylgi flokkanna í NV kjördænii
miðað \ið á landsvísu
í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup tun
fylgi stjórnmálaflokkanna á lands-
vísu era að auki birtar upplýsingar
um fylgi flokkanna í einstökum kjör-
dæmum. Könnunin var unnin ffá
28. desember 2005 til 30. janúar
2006 og var úrtaksstærð um 6000
manns. Svarhlutfall var 62% með
vikmörkum 1-3%, svo ætla má að
könnunin sé nokkuð marktæk.
Rúmlega 20% tóku ekki afstöðu eða
neituðu að svara og tæplega 6%
sögðust myndu skila auðu ef kosið
yrði í dag.
Meðal niðurstaðna í könnuninni
er að fylgi stjórnmálaflokkanna er
nokkuð ólíkt í NV kjördæmi ef mið-
að er við fylgi þeirra yfir landið allt.
Þannig mælist t.d. fylgi Framsókn-
arflokks mest í Norðvesturkjör-
dæmi, eða 19% en á landsvísu
mælist flokkurinn nú einungis með
um 10,5% fylgi. Fylgi Samfylkingar
er minnst í Norðvesturkjördæmi af
öllum kjördæmum, eða 22% (27% á
landsvísu) og næstminnst fylgi Sjálf-
stæðisflokksins mælist í kjördæminu,
eða 34% samanborið við 42,6%
fylgi flokksins á landsvísu. Frjáls-
lyndi flokkurinn er með 5% fylgi
(2,1% á landsvísu) og Vinstri grænir
hafa 20% fylgi í NV kjördæmi sam-
anborið við 17,6% á landsvísu. MM
Skólabúningar í Grunnskóla Borgamess
Jóhann Erla Jónsdótti?-, formaður foreldrafélagsins tekur hér við
styrk til kaupanna úr hendi Steinunnar Astu Guðmundsdóttur,
skrifstofusjóra SPM. A hakvið má sjá krakka í nýju peysunum
og aðra stjórnarmenn ífin-eldrafélaginu.
Einelti í skólum hefúr verið mikið
í umræðunni í þjóðfélaginu og er
það eitt af mörgu sem kemur upp á
borðið hjá foreldrafélögum víðsveg-
ar um landið. Foreldrafélag Gmnn-
skólans í Borgamesi hefur verið að
takast á við eineltismál og hefúr nú
beitt sér fyrir því að keyptar hafa
verið flíspeysur fyrir alla nemendur
skólans. Með því vonar stjóm félags-
ins eftir að hægt verði að koma í veg
fyrir það að einhver böm verði fyrir
aðkasti vegna þess að þau era ekki í
„réttu fötunum.“
„Þegar því verður við komið
verða keyptir skólabúningur sem al-
klæðnaður," segir í tilkynningu frá
félaginu en það telur alklæðnað allra
af sömu gerð vera ótvírætt til þæg-
inda fyrir fjölskyldur grunnskóla-
bama m.a. vegna kosmaðar við fata-
kaup.
Peysurnar sem nú hafa verið
keyptar em merktar skólanum og
nafú bamsins er
einnig saumað í
þær með sama lit
og peysan sjálf er.
Það er að hluta
til gert af ásettu
ráði að nöfnin
sjáist sem
minnst, en skóla-
merkið er haft
áberandi. Einnig
er merki Spari-
sjóðs Mýrasýslu á
peysunum, en
sjóðurinn styrkti
verkefúið. „Það
var mjög góð
þátttaka í þessu verkefúi og era nú
um 87% nemenda sem eiga sína
peysur. Það er einnig gaman að segja
ffá því að hinn græni litur skóla-
peysanna smellpassar við félagshtina
hjá Skallagrími og em þær því eink-
ar hentugar þegar mætt er á leiki
Skallagríms í körfunni,“ segir í til-
kynningu frá foreldrafélaginu.
Stjórnin vill koma á framfæri þakk-
læti til Sparisjóðs Mýrasýslu sem
gerði félaginu það kleift að ráðast í
kaupin og einnig til foreldra og
barna fyrir góðar viðtökur. MM
Hagnaður SPM þrefaldaðist
Hagnaður Sparisjóðs Mýrasýslu
varð 615,6 milljónir króna eftir
skatta árið 2005, samanborið við
192,2 millj. króna árið 2004. Aukn-
ingin milli ára er 220%.
Sparisjóður Mýrasýslu eignaðist
allt stofiifé í Sparisjóði Olafsfjarðar
í byrjun apríl 2005.1 samanburðar-
tölum samstæðunnar fyrir árið
2005 kemur efúahagur Sparisjóðs
Olafsfjarðar að fullu inn, en rekstur
hans frá 1. apríl 2005.
Helstu fykiltölur og aðrar upp-
lýsingar um rekstur Sparisjóðs
Mýrasýslu árið 2005 sýna m.a. að
vaxtatekjur námu 1.833,5 millj. kr.
árið 2005 en það er 51,3% hækkun
frá árinu 2004. Vaxtagjöld hækkuðu
um 63,5% milli ára og námu
1.233,9 millj. kr. árið 2005. Hrein-
ar vaxtatekjur námu 649,7 millj. kr.
árið 2005 og hækkuðu því um
32,6% á milli ára. Hreinar rekstrar-
tekjur vom 1.701,8 millj. kr. á árinu
á móti 917,3 millj. kr. árið 2004 og
hafa hækkað um 85,5% á árinu
2005. Framlag í afskriftarreikning
útlána nam 284 millj. kr. á árinu
sem er hækkun um 29,5% frá árinu
2004. í árslok 2005 em 524,9 millj.
kr. í afskriftareikningi útlána sem er
2,3% af útlánum og veittum
ábyrgðum sparisjóðsins. Rekstrar-
gjöld sparisjóðsins vora 667,2 millj.
kr. árið 2005 en vora 473,9 millj.
kr. árið 2004, hækkunin er 41,1%.
Rekstrarkostnaður sem hlutfall af
hreinum rekstrartekjum er 39,2%
miðað við 51,6% fyrir árið 2004.
Rekstrarkosmaður sem hlutfall af
eignum ernú 2,6% miðað við 3,0%
árið 2004.
Efhahagur og eigið fé
Heildareignir samstæðunnar era
25.698,2 millj. kr. miðað við
15.870,3 millj. kr. í lok árs 2004,
hafa þær vaxið um 61,9% milli ára.
Útlán samstæðunnar hafa aukist
um 57,7% á árinu og nema þau
20.766,2 millj. kr. í árslok 2005.
Innlán samstæðunnar hafa aukist
um 63,7% á árinu og nema
11.329,5 millj. kr. í árslok 2005.
Eigið fé Sparisjóðs Mýrasýslu var
2.094,7 millj. kr. 31. desember
2005 en var 1.413,2 milljónir króna
í árslok 2004, aukningin er
48,2%.Eiginfjárhlutfall samstæð-
unnar samkvæmt CAD-reglum er
11% 31. desember 2005 sem er
sama hlutfall og það var 31. desem-
ber 2004.
Aðalfundur Sparisjóðs Mýrasýslu
verður haldinn föstudaginn 24.
febrúar. Stjórn sparisjóðsins leggur
til að greiddur verði 15% arður á
árinu 2006 vegna ársins 2005.
MM
Ungirí
innbrotum
AKRANES: Fyrir rúmri viku var
brotist inn í íbúðarhús á Akranesi
á meðan íbúamir vora fjarver-
andi. Stolið var áfengi, peningum
og úri. Fjórir piltar 15 og 16 ára
vora færðir til yfirheyrslu hjá lög-
reglu vegna málsins og hafa tveir
þeirra viðurkennt að hafa brotist
inn í þetta hús í tvígang. Mestur
hluti þýfisins í innbrotunum skil-
aði sér. Þó piltamir séu ungir að
árum teljast þeir sakhæfir en sak-
hæfisaldur er 15 ár. -mm
Félag stofiiað um byggingu
fiystihótels í Grundarfirði
Þann 18. febrúar verður í starfsemi í Grundarfirði og má þar var auglýst útboð á fyrirstöðugarði
Grundarfirði stofnað hlutafélag um
byggingu og reksturs frystiklefa í
Grandarfirði. Málið hefúr verið í
tmdirbúningi um nokkurt skeið að
sögn Þórðar Magnússonar ffarn-
kvæmdastjóra Djúpakletts ehf. í
Grandarfirði.
Þórður segir að á undanförnum
árum hafi staðið yfir mikil upp-
bygging á ýmissri hafnsækinni
nefna ísverksmiðjuna Snæís, en
rekstur hennar hefur gengið vonum
framar. Að þessari uppbyggingu
hafa komið fjölmörg fyrirtæki, ein-
staklingar og stofnanir. Frystiklef-
inn eða ffystihótelið eins og bygg-
ingin er kölluð manna á meðal
verður um 6.000 rúmmetrar að
stærð í fyrsta áfanga og mun rísa á
landfyllingu við höfnina. Nýverið
vegna landfyllingarinnar og því
ekki ljóst hvenær bygging ffysti-
klefans hefst en Þórður segist von-
ast til þess að það geti orðið fyrir
áramót. Hann segir að heildar-
kostnaður sé áætlaður milli 120 og
130 milljónir króna og fjármögnun
sé þegar tryggð bæði með hlutafjár-
loforðum og lánsfé.
UJ
Bygging
fyrirstöðugarðs
boðin út
GRUNDARFJÖRÐUR: Hafii-
arstjórn Grandarfjarðar hefúr
óskað eftir tilboðum í byggingu
fyrirstöðugarðs og grjótvarnar
framan við Stórabryggju í
Grundarfirði. Um er að ræða
flutning og hleðslu á um 16 þús-
tmd rúmmetram af grjóti. Verk-
inu skal lokið eigi síðar en 1. maí
í vor. Að sögn Bjargar Agústs-
dóttur bæjarstjóra í Grundarfirði
er ætluiún að færa út núverandi
fyrirstöðugarð við bryggjuna og
við það verða til um 7.500 fer-
metrar af nýju landi sem ætlað
verður til uppbyggingar á hafú-
sækinni starfsemi. Síðar verður
dælt upp efúi í fyllinguna. Verkið
er unnið samkvæmt nýju
deiliskipulagi hafnarinnar og
einxúg samkvæmt stefnumótun í
málefúum hafnarinnar. -hj
Misjafht hlutfall
erlendra
ríkisborgara
VESTURLAND: Tæp 8% íbúa
Eyja- og Miklaholtshrepps voru
erlendir ríkisborgarar þann 1.
desember 2004. Þetta kemur
ffam í svari félagsmálaráðherra á
Alþingi við fyrirspum Kristjáns
L. Möller. Oskað Kristján effir
upplýsingum um hlutfall er-
lendra ríkisborgarar í öllum
sveitarfélögum landsins. A Vest-
urlandi er hlutfall erlendra ríkis-
borgara hæst í Eyja- og Mikla-
holtshreppi eins og áður segir. I
Snæfellsbæ er hlutfallið 7,7% og
í Grundarfirði er hlutfallið 7%.
Skera þessi sveitarfélög sig að
nokkra leyti úr öðrum sveitafé-
lögum á Vesturlandi. I tveimur
sveitarfélögum voru engir er-
lendir ríkisborgarar á skrá. Það er
í Skorradalshreppi og Kolbeins-
staðarhreppi. -hj
Foreldrar færa
leikskólanum
gj°f
STYKKISHOLMUR: For-
eldrafélag Leikskólans í Stykkis-
hólmi færði skólanum nýverið
staffæna myndavél að gjöf. Er
það þriðja myndavélin í eigu
skólans og verður ein vél stað-
settt á hverri deild skólans. Vél-
amar hafa allar verið gefúar af
foreldrafélaginu. Það vora Eva
Guðbrandsdóttir og Nadine
Walter sem afhentu gjöfina fyrir
hönd félagsins. -hj
Sólveig
segir upp
AKRANES: Sviðsstjóri fjöl-
skyldusviðs Akraneskaupstaðar,
Sólveig Reynisdóttir, hefúr sagt
starfi sínu laus effir um tuttugu
ára starf hjá bæjarfélaginu. Sól-
veig heldur til starfa hjá Reykja-
víkurborg. A fundi bæjarráðs
Akraness á fimmtudag vora
henni þökkuð farsæl og góð störf
og óskað velfamaðar. -hj
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borqamesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla mibvikudaga. Skílafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þribjudögum. Auglýsendum er bent á ab panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þribjudögum.
Blabib er gefib út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverb er 1000 krónur meb vsk. á mánubi en krónur 900
sé greitt meb greibslukorti. Verb í iausasölu er 300 kr.
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DACA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhom.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaöamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Fréttaritari: Bryndís Cylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: fris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is
Umbrot: Cubrún Björk Fribriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is