Skessuhorn


Skessuhorn - 08.02.2006, Page 5

Skessuhorn - 08.02.2006, Page 5
SlKSSUHiÖBN MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 2006 5 Alver góðir vinnustaðir að mati ASI Fyrirtæki í áliðnaði á Islandi bjóða góð og vel launuð störf og það end- urspeglast í miklum stöðugleika í starfsmannahaldi. Þetta kom fram í erindi Gylfa Arnbjömssonar fram- kvæmdastjóra Alþýðusambands Is- lands sem hann flutti á ráðstefnu sem Samtök atvinnulífsins efndu til og bar heitið Orkulindin Island. I máli Gylfa kom fram að meðal- starfsaldur hjá Alcan í Hafnarfirði sé með því lengsta sem gerist á vinnu- markaði og hafi verið yfir 15 ár í árs- lok 2005. Þessi langi starfsaldur sýndi að mati Gylfa að starfsmenn væm þokkalega sáttir við vinnuveit- andann. Fyrir vikið er veltuhraði starfsmanna mjög lítill eða um 3,5- 4% á ári til samanburðar við 30% hjá félagsmönnum ASI almennt. Þá kom ffam að samskipti milli stéttar- félaga og fyrirtækja í greininni væm víðtæk og almennt jákvæð. Þá kom ffam hjá Gylfa að reglu- leg mánaðarlaun verkafólks og iðn- aðarmanna í álverum em mun hærri en meðaltal þessara hópa á landinu. Meðallaun allra starfa í álveram hefðu verið 320 þúsund á sama tíma og meðallaun iðnaðarmanna á land- inu öllu hefðu verið 240 þúsund krónur og verkafólks aðeins 160 þúsund krónur. Slysatíðni í ál- og járnblendiiðn- aði hefur farið hratt minnkandi á undanfömum árum. A árinu 2000 var slysatíðnin um fimmfalt hærri en í öðram atvinnugreinum en á síð- asta ári var slysatíðnin orðin heldur lægri en í öðmm atvinnugreinum og er nú svo komið að lítið er um alvar- leg slys í þessum iðnaði. Þessi ár- angur hafi náðst með miklum skiln- ingi og öryggisvitund starfsmanna og stjórnenda auk þess sem þessi fýrirtæki væm í dag frumkvöðlar í öryggis- og aðbúnaðarmálum og off á rnidan löggjöf í þessum mála- flokki. HJ Leikskólakennarar vilja gjaldfi'jálsan leikskóla Tólf leikskólakennarar í Borgar- byggð hafa sent ffæðslunefhd bæjar- ins bréf þar sem þeir óska effir því að gjaldskrá fyrir leikskólana verði endurskoðuð þannig að leikskóla- nám verði gjaldffjálst, að hluta í það minnsta. I bréfinu kemur ffam að í leikskólastefnu Félags leikskóla- kennara segi að leikskólinn eigi að vera hluti af menntakerfinu og því skuh sveitarfélög markvisst vinna að því að börnum gefist kostur á 6 tíma leikskólagöngu á dag án endur- gjalds. Segja leikskólakennararnir að þar sem leikskólinn sé skilgreindur lögum samkvæmt sem fyrsta skóla- stigið telji þeir að öll börn eigi að njóta leikskólavistar endurgjalds- laust áháð efnahag foreldra. „Það ætti því að vera metnaður sérhvers sveitarfélags að bjóða upp á gjald- ffjálst leikskólanám og viljum við því hvetja Borgarbyggð til að fara að dæmi annarra sveitarfélaga,“ segir orðrétt í bréfinu. Bréfið var lagt ffam á fundi ffæðslunefndar og vís- að þar til bæjarráðs. HJ Mótmæla ákvörðun dómsmálaráðherra í síðustu viku vora bæjarstjóra Borgarbyggðar afhentar undir- skriftir 330 íbúa sveitarfélagsins þar sem þeir mótmæla harðlega þeirri ákvörðun dómsmálaráð- herra að stofria lykilembætti lög- reglu á Akranesi í stað Borgarness. I bréfinu segir ennffemur að þeir sem undir það rita sjái glöggt að sýslumannsembættið og Héraðs- dómaraembættið fari sömu leið. GE Hrafnkell Daníelsson afhendir Páli Brynjarssyni bœjarstjóra Borgarbyggðar undirskrift- arlistann. Ljósm. GE Fortuna stækkar við sig Formna - Matstofa á Akranesi hefur nýlega opnað matsal í hús- næði Sementsverksmiðjunnar og fer nú öll starfsemi fyrirtækisins þar ffam. Matsalurinn og eldhúsað- staðan hefur verið leigð af Sem- entsverksmiðjunni sem fram til þessa hefur rekið þar mötuneyti starfsmanna sinna. Matstofan, sem tekur um 80 til 100 manns í sæti, býður meðal annars upp á súpu og salatbar, pizzur og heitan rétt í há- deginu fyrir sanngjarnt verð og er því óhætt að segja að á boðstólnum sé eitthvað fyrir alla. „Kvenmenn sjást nú í auknum mæli með til- komu salatbarsins og er það jákvæð þróun, þótt meirihluti gesta séu karlmenn í vinnugöllum," sagði Magnús Freyr Olafsson annar eig- andi Formna í samtali við Skessu- horn. Hann sagði jafnframt að fljótlega yrði ráðinn nýr mat- reiðslumaður til að mæta aukinni effirspurn og verða þá starfsmenn fyrirtækisins fjórir. Fortuna af- greiðir nú um 150 matarskammta á dag fýrir bæði salargesti sem og til útkeyrslu í fýrirtæki og er Magnús bjartsýnn á að sú tala eigi eftir að hækka enn frekar. „Við e r u m ánægð með nýja hús- næðið sem mun einnig koma til með að gefa okkur mögu- leika á tækifærisveislum." Aðspurð- ur um veisluþjónustuna segir hann verkefni vera næg en um 50% af veltu fýrirtækisins fari í gegnum hana og ekki er óalgengt að fýrir- tæki af höfuðborgarssvæðinu kaupi af þeim þjónusm. Bróðir Magnúsar og samstarfs- aðili, Hilmar Ægir Olafsson er yfir- kokkur Fortuna en hann hefur rek- ið fýrirtækið ffá því í janúar 2003. Hilmar sagði mikilvægt að bjóða upp á fjölbreyttan mat úr fersku hráefni til að mæta kröfum fasta- gesta sem era margir, en þess má geta að starfsfólk Sementsverk- smiðjunnar, um 30 talsins nýmr veitinga þeirra á hverjum degi. Hann fullyrðir að sami rétmrinn komi ekki fýrir á matseðli nema með tveggja mánaða millibili að undanskyldu lambinu sem er að hans sögn alltaf jafn vinsælt. Þeir bræður segjast ánægðir með við- tökurnar og sjá aukningu með hverjum degi og eru fullvissir um góða vaxtarmöguleika fýrirtækisins í ffamtíðinni. KÓÓ 112 DAGURINN Á AKRANESI H2 dagurinn 2006 verður haldinn í annað sinn á landsvísu laugardaginn 11. febrúar nk. Markmiðfð með 112 deginum er að kynna neyðarnúmerið og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvenig hún nýtist almenningi. Viðbragðsaðilar á Akranesi, heilsugæsla og sjúkrahús, sjúkraflutningar, slökkvilið, lögregla og björgunarfélag hafa ákveðið að standa að sameiginlegri kynningu á starfsemi sinni og hafa opið hús á starfsmiðstöðvum sínum þennan dag. Dagskráin verður eftirfarandi: Kl. 12:00 Björgunarbifreiðar, sjúkrabifreiðar, lögreglubifreiðar og slökkvibifreiðar aka um bæinn og vekja á sér athygli Kl. 13:00 Æfing verður sett á svið á mótum Þjóðbrautar og Innesvegar. Þar verður almenningi gefinn kostur á að kynna sér hvernig staðið er að björgun á slösuðu fólki úr bifreiðum með því að nota m.a. klippur. Að æfingunni standa, lögreglan, sjúkraflutningar, greiningarsveit SHA, slökkviliðið og Björgunarfélag Akraness. Kl. 14:00 -16:00 - Opið hús RKÍ húsið: Boðið upp á kaffi og vöfflur, húsið til sýnis eftir gagngerar endurbætur. Starfsemi neyðarlínunnar kynnt og starfsmenn sjúkrahúss og heilsugæslu veita upplýsingar, kynna sjúkraflutningaþjónustu og búnað. Almenningi verður boðið uppá: • Blóðþrýstingsmælingar. • Blóðsykursmælingar. • Blóðmagnsmælingar. Björgunarfélag Akraness: Syna búnað og húsnæði, kynna starfsemi félagsins og hlutverk og bjóða upp á léttar veitingar. Slökkviliðið á Akranesi: Býður bæjarbúum að skoða ný húsakynni liðsins, kynnast bílaflota og búnaði og fræðast um hlutverk og starfsemi slökkviliðsins. Boðið upp á léttar veitingar. Lögreglan: Gestum boðið að koma í heimsókn á lögreglustöðina, skoða húsakynni, ræða við starfsmenn og kynnast skipulagi þjónustunnar og þeim verkefnum og markmiðum sem lögrgelan vinnur eftir. Gestum boðið upp á léttar veitingar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.