Skessuhorn - 08.02.2006, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 2006
§KESSIÍIi©gM
„Meirihlutaílokkamir á Akranesi misnota bæjarsjóoa
segir Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður og íbúi á Akranesi
Magnús Þór Hafsteimson
Magnús Þór Hafsteinsson, íbúi á
Akranesi og alþingismaður Frjáls-
lynda flokksins, segir fréttabréf
Akraneskaupstaðar pólistískan áróð-
ur sem meirihlutaflokkarnir eigi
sjálfir að greiða en ekki bæjarbúar.
Með útgáfunni sé verið að misnota
bæjarsjóð og í fréttabréfinu komi
fátt nýtt fram sem ekki hafi áður
komið fram í fjölmiðlum. Hann
óskar upplýsinga um hvað útgáfan
kostaði.
I síðustu viku kom út á Akranesi
„Tíðindi úr kaupstað.“ I blaðhaus
segir að þar sé um að ræða fyrsta
tölublað fyrsta árgangs. Utgefandi er
Akraneskaupstaður og umsjón með
útgáfu hafði Markaðs- og atvinnu-
skrifstofa og ritstjóri og ábyrgðar-
maðtn er Jón Pálmi Pálsson, bæjar-
ritari. I blaðhaus segir að því sé
dreift á öll heimili og fýrirtæki á
Akranesi. Blaðið er prentað í Prent-
verki Akraness hf.
Guðmundur Páll Jónsson bæjar-
stjóri segir meðal annars svo tun til-
gang blaðsins á síðu 2: „Tilgangur
þessa fréttabréfs er að kynna betur
fyrir bæjarbúum og öðrum áhuga-
sömum ýmis verkefni, stór og smá,
sem eru í vinnslu á vegum stofnana
og deilda bæjarins og einnig margt
Jón Pámi Pálsson, ritstjóri og
ábyrgíarmaóur.
af því sem framundan er í starfsemi
bæjarins."
Magnús Þór gerir alvarlegar at-
hugasemdir við útgáfu fféttbréfsins.
„Eg varð vægast sagt mjög hissa
þegar ég fletti þessu svokallaða
fféttabréfi Akraneskaupstaðar sem
datt inn um bréfalúguna nú um
helgina. Undarleg má hún heita, sú
tilviljum að fjórum mánuðum fyrir
sveitarstjómarkosningar, detti bæj-
arstjórnarmeirihlutanum í hug með
bæjarstjóra Framsóknarflokksins í
fararbroddi að gefa út fyrsta tölublað
fyrsta árgangs af þessu fféttabréfi.
Þarna er bæjarritarinn, sem er einn
af æðstu og væntanlega hæst laun-
uðu yfirmönnum bæjarins, settur í
hlutverk blaðamanns til að skrifa
montsögur af völdum verkum nú-
verandi bæjarstjórnarmeirihluta.
Þetta hlýtur að vera best launaði
blaðamaður landsins.“
Aðspurður hvort ekki sé eðlilegt
að fluttar séu fréttir af starfsemi bæj-
arfélagsins segir Magnús: „Þegar
„fréttirnar“ em lesnar þá kemur fátt
nýtt fram sem maður hefur ekki
þegar lesið eða heyrt um í fjölmiðl-
um eins og Skessuhomi. í raun era
þetta ekki fréttir, heldur grímulaus,
en jafiiffamt lymskufulltn pólitískur
áróður, settur ffam á kosningaári,
útbúinn af starfsmanni bæjarins,
prentaður og dreift á kosmað bæjar-
búa. Eg geri þá kröfu sem íbúi og út-
svarsgreiðandi á Akranesi að bæjar-
stjórinn svari því hver heildarkostn-
aðurinn hefur verið við gerð og
dreifingu þessa auglýsingabæklings.
Síðan er sjálfsagt að gjaldkeri bæjar-
ins útbúi reikning fyrir auglýsinga-
gerðinni og sendi hann á Framsókn-
arflokkinn og Samfylkinguna á
Akranesi. Ibúar Akraness eiga ekki
að borga fyrir kosningaáróður þess-
ara flokka og ég ffábið mér að þurfa
að horfa upp á að þessir flokkar mis-
notd bæjarsjóð til að koma árum sín-
um fyrir borð í þeirri kosningabar-
áttu sem framundan er,“ sagði
Magnús að lokum.
HJ
Veðurathugunarstöð
sett upp við Fíflholt
Nýr umferðarvefur opnaður
í Grundaskóla
Sturla Böóvarsson, samgönguráðherra vígði vefinn.
Sorpurðun Vesmrlands hf. og
Veðurstofa Islands hafa gert með
sér samning um uppsemingu og
reksmr veðurathugunarstöðvar í
Fíflholtum á Mýram. Veðurstofan
sér um rekstur, eftirlit og viðhald
sjálfvirkrar athugunarstöðvar við
sorpurðunarstöðina í landi Fífl-
holta og er stefnt að því að hún
verði komin í gagnið eigi síðar en
1. mars á þessu ári. Stöðin mun
mæla lofthita, rakastig, vindátt, tíu
mínúma meðalvindhraða, þriggja
sekúndna vindhviðu og úrkomu.
Mælingar verða skráðar á tíu mín-
úma ffesti. Samningurinn gildir í
fimm ár eða til ársloka 2010.
Engin veðurstöð hefur verið á
staðnum en nú verða skráningar
stöðvarinnar opnar almenningi á
vefsíðu Veðurstofunnar. Sorpurð-
un Vesturlands hf. er í eigu sveitar-
félaganna á Vesmrlandi og á félag-
ið jörðina. Þar er rekinn urðunar-
staður þar sem sveitarfélögin koma
með allt sorp sem heimilt er að
urða. I tilkynningu ffá SSV segir
að þeir verktakar sem losa sorp í
Fíflholmm geta nú sannreynt á
heimasíðu Veðurstofunnar veðr-
átmna í Fíflholmm en þar er oft
hvasst og þarf því stundum að loka
fýrir móttöku sorps vegna hvass-
viðris. Einnig bamar þjónustan
við vegfarendur verulega þar sem
engin veðurathugunarstöð hefur
verið staðsett svo nálægt Snæfells-
nesþjóðveginum sem nú verður
raunin.
HJ
Smrla Böðvarsson, samgöngu-
ráðherra, opnaði með formlegum
hætti nýjan vef til umferðarfræðslu
í Grundaskóla á Akranesi sl.
fimmmdag. Eins og fram hefur
komið í ffétmm Skessuhorns var á
liðnu hausti gerður samningur við
Grundaskóla á Akranesi um að
skólinn verði móðurskóli umferð-
arfræðslu hér á landi og hefur
starfsfólk skólans unnið að gerð
vefjarins.
Vefurinn er hluti áætltmar um
umferðaröryggi, sem er hluti gild-
andi samgönguáætlunar. Vefurinn
er þrískipmr. Einn hluti, sem kall-
aður er krakkavefur, er ætlaður
yngstu nemendum grunnskóla,
annar er ætlaður eldri börnum og
síðan er vefur fýrir kennara og for-
eldra. Auk starfsfólks Grundaskóla
hefur starfsfólk Umferðarstofu og
Námsgagnastofnunar komið að
samantekt fræðsluefhis á vefmun.
Gert er ráð fýrir að á vefnum verði
í framtíðinni íjölbreytt ffæðsluefni
við hæfi allra grunnskólabarna þar á
meðal vefleiðangrar, vefrallý og
leikir og þrautir af ýmsu tagi. Hon-
um er ætlað að vera í sífelldri þróun
og verður bætt við námsefiii effir
því sem þörf krefur hverju sinni.
í fréttatilkynningu ffá Umferðar-
stofu segir að opnun vefjarins
marki tímamót í umferðarffæðslu í
grunnskólum hér á landi því hún
hafi því miður ekki verið nægilega
markviss. I könnunum sem gerðar
hafi verið kom í ljós að í mörgum
grunnskólum er nánast engin um-
ferðarffæðsla og í allmörgum er
einhver fræðsla. Nokkrir skólar
skera sig þó úr í þessum efnum.
Við vígslu vefjarins kom ffam að
Rannsóknarráð umferðaröryggis-
mála (RANNUM) hafi á undan-
förnum áram veitt nokkra styrki til
kannana á stöðu umferðarfræðslu í
skólum og einnig til gerðar náms-
efnis og má hluta þess eftiis sem er
á hinum nýja vef rekja til þeirra
styrkja.
Kennarar í Grandaskóla munu
annast erindrekstur og kynningu á
umferðarfræðslu og halda nám-
skeið fýrir kennara og skýra mögu-
leika vefsins í umferðarfræðslu.
Hinn nýja umferðarvef er að finna
á www.umferd.is
HJ
PISTILL GISLA
Lagaleki
Það vill víst svo óheppilega til
að ég er ekld lögfræðingur og af
þeim sökum á ég bágt með að
skilja hinar ýmsustu deilur af
lögfræðilegum toga sem upp
blossa í þessu annars ágæta
þjóðfélgi. Kannski þyrfti maður
reyndar ffekar að vera lagaffæð-
ingur til að skilja lagaflækjuna í
kringum stóra Silvíu Næturmál-
ið sem nú er efst á baugi. Sem
kunnugt er hefur títt nefnd
Silvía Nótt eða aðstandendur
hennar öllu heldur, verið kærðir
á grundvelli Evróvision laga fyr-
ir svokallaðan lagaleka. Með
öðrum orðum þá mun lag sem
Silvía sönglar hafa lekið inn á
Intemetið sem ekki virðist vera
laghelt og heldur hvorki lagi né
vindi svo því sé nú haldið til
haga.
Þótt ég sé sem fyrr segir ekki
lögfræðingur og því síður laga-
fræðingur þá geri ég mér samt
grein fyrir því að þetta mál er
afar athyglisvert í eðli sínu þar
sem aðalpersónan í þessu stór-
kostlega sakamáli er ekki til.
Þótt annað megi skilja af um-
fjöllun fjölmiðla þá er Silvía
Nótt ekld manneskja af holdi og
blóði heldur uppdikmð persóna
sem leikin er af ágætri leikkonu
sem heitir Agústa Eva ef mér
skjöplast ekki. Ef hún verður
dregin fyrir dóm þá er spurning
hvort ekki er rétt að draga séra
Sigvalda úr Manni og konu fyr-
ir dóm fyrir innherjaviðskipti og
fjársvik og fá Erlend lögreglu-
þjón úr bókum Arnaldar Ind-
riðasonar til að rannsaka málið.
Einnig finnst mér koma til
greina að fá Garðar Hólm stór-
söngvara úr Brekkukotsannáli til
að sjá um framlag Islendinga til
Evróvision að þessu sinni.
Ekld ætla ég að halda uppi
vömum fyrir manneskju sem
ekki er til en þó má ég til með að
nefha að það sem Silvía hefur
kannski ff am yfir marga þá lista-
menn sem era sannarlega til í
raunveruleikanum er að hún
tekur sig ekki of hátíðlega. Eng-
inn skildi vanmeta fíflagang
þegar kemur að listsköpun þótt
margir sjálfskipaðir menningar-
vitar reyxú ítrekað að ganga af
listinni dauðri með því að krefj-
ast þess að hún sé sem leiðinleg-
ust. Helst drepleiðinleg. Eg er
heldur ekki búinn að gleyma því
þegar Sverrir Stormsker sigraði
í söngvakeppni sjónvarpsins en
þá gengu nafhtogaðir listamenn
af göflunum í beinni útsendingu
og urðu sér til skammar. Þó er
Sverrir ekki leikin persóna eftir
því sem ég best veit.
Hvað ffamlag Silvíu Nætur
varðar þá er mér slétt sama
hvort hún verður fulltrú íslands
í Evróvision eður ei. Lagið er
vel brúklegt og túlkun leikkon-
unnar með ágætum. Textinn er
hinsvegar afleitur en það væri
stílbrot af okkar hálfu að senda
til keppni lag með sómasamleg-
um söngtexta.
Gísli Einarsson,
sem er raunverulega til hvort
sem menn trúa því eða ekki.