Skessuhorn - 08.02.2006, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006
Stærri draumar - stærri sigrar
Rætt við Andrés Olafsson sem hryggbrotnaði í bílveltu síðastliðið sumar
Líður best heima ífabmi fjölskyldunnar. Anna Gulla, móðir Andrésar segir breytinguna
ekki mikla. „Hann er ennþá sami þrjóski stríðnispúkinn, eini munurinn er að hann get-
ur ekki labbað. “
Mikil breyting átti sér stað í lífi
Andrésar Olafssonar firá Gils-
bakka II í Borgarfirði eftir að
hann hryggbrotnaði í bílveltu
síðastliðið sumar. Andrés lamað-
ist firá mitti og hefur eftir slysið
unnið hörðum höndum að því að
aðlagast þeim breytingum sem
áttu sér stað í lífi hans. Hann er
hinsvegar staðfastur í því að Iáta
þetta slys og afleiðingar þess ekki
skerða drauma sína og markmið.
En það er hugurinn sem ber
Andrés meira en hálfa leið, á-
kveðinn og í senn þrjóskur, eins
og hann lýsir sér sjálfur, lætur
hann ekkert stöðva sig.
Sem drengur í sveit hafði hann
alist upp við að geta hlaupið um
holt og móa ffjáls sem fuglinn og
tekið þátt í öllum daglegum athöfn-
um sem því fylgir að hafa óskerta
hreyfigetu. A einni svipan að kvöldi
þjóðhátíðardagsins á liðnu ári
breyttist þetta og þarf Andrés nú að
læra að tileinka sér nýjar aðstæður
lamaður frá mitd.
„Eg vil hvergi vera nema hér
heima á Gilsbakka," segir Andrés
og horfir út um eldhúsgluggann
sem býður uppá stórkostlegt útsýni
niður sveitina, enda er Gilsbakki í
Hvítársíðu almennt tahð vera með
fegurri bæjarstæðum á landinu.
Andrés er fæddur árið 1985,
næstelstur sjö barna þeirra Ólafs
Magnússonar og Önnu Guðlaugar
Jónsdóttur á Gilsbakka. Andrés tek-
ur kámr og brosandi á móti gestin-
um og er svo sannarlega til í að
spjalla um reynslu sína, lífið og til-
veruna. Það er sest yfir kaffibolla og
gætt sér á volgri ljúffengri jólaköku
sem Jóhannes bróðir Andrésar
hafði skellt í ofninn fyrr um morg-
uninn.
Lán í óláni
Fyrrihluta sumars 2005 var
Andrés að vinna hjá verktakafyrir-
tækinu Snóki við vörubílaakstur.
Hann segir það ætíð hafa verið
draumastarf sitt að vinna á vörubíl
og gröfum enda mikill bíladellukall.
Eins og margt ungt fólk hefur
Andrés verið mikið á ferðinni.
„Maður var nú ekki alltaf rólegur
þegar maður var að ferðast á milli
staða en ótrúlegt en satt þá var ég
nú ekki á mikilli ferð í þetta skipt-
ið,“ segir Andrés um aðdraganda
slyssins. Hann var á leið heim á
stuttum tveggja dyra pallbíl og var
að koma í aflíðandi beygju við af-
leggjarann að Bæ í Bæjarsveit.
„Þetta gerist á miðnætti að kvöldi
17. júní. Eg horfi á klukkuna slá
tólf. Það eru deildar skoðanir um
hvað gerðist námkæmlega, en það
skiptir engum togum að bíllinn fer
útaf og veltur, með þessum afleið-
ingum.“ Andrés kastast út úr bíln-
um og þegar hann rankar við sér
stendur bíllinn, sem endaði aftur á
hjólunum, alveg uppvið líkama
hans. Aðspurður hvort að hann hafi
verið spennmr í öryggisbelti segir
Andrés svo ekki hafa verið og út-
skýrir: „Sem betur fer var ég ekki í
belti, en var þó vanur að nota þau,
því ég tel mjög sterkar líkur á því að
ég væri mun verr farinn ef ekki dá-
inn ef ég hefði verið í belti. Þakið
lagðist hressilega niður bílstjóra-
megin og hefði því hreinlega geng-
ið inní hausinn á mér eða kramið
mig niður ef ég hefði verið spennt-
ur fastur. Þetta var lán í óláni að
mínu mati,“ segir Andrés.
Lappimar virkuðu ekki
Andrés segist ekki hafa misst
meðvitund við veltuna en útskýrir
að þegar svona atburð beri að þá
gerist hlutirnir svo hratt að hugur-
inn nái ekki að meðtaka allt sem
gerist og því í rami hægt að segja að
hann hafi dottið út í smá tíma þar
sem hann man ekki hluta af atburð-
arrásinni. „Það næsta sem ég man
efdr, ffá því að bíllinn veltur, er
þegar ég ranka við mér og allt var
orðið kjurrt," segir Andrés. „Sá
fyrsti sem kemur til mín út í móann
var Gunnar Gauti dýralæknir og er
ég honum afar þakklátur fyrir þá
hjálp sem hann veitti mér sem og
því fólki sem á eftir honum kom og
var hjá mér þar til sjúkrabíllinn
kom. Fyrsti bíllinn sem kom að
slysinu hélt reyndar áfram en við-
komandi ökumaður hrindi í neyð-
arlínuna. Eg man ekki hvort að ég
var mikið kvalinn en það sem ég
kvartaði helst um var að lappirnar á
mér virkuðu ekki,“ segir Andrés og
brosir út í annað og bætir við að
hann hafi strax gert sér fulla grein
fyrir hvað gerst hafði. „Eg var bú-
inn að greina mig löngu á undan
lækninum, það þurfti ekki að segja
mér hvað hafði komið fyrir."
Mænan illa skemmd
Andrés var fluttur beina leið til
Reykjavíkur þar sem rannsóknir
tóku við. Sýndu þær að mænan var
illa skemmd á því svæði sem hrygg-
urinn hafði brotnað. Strax eftir að
Andrés hafði jafnað sig á mesta
áfallinu eftir slysið hófst endurhæf-
ing. „Eg var fimm og hálfan mánuð
á endurhæfingardeild Grensás. Þá
helgi í september sem réttað var í
Fljótstungu var spurning hvort ég
fengi fyrsta helgarleyfið, en fyrir
mér var það engin spuming, ég ætl-
aði að fara, það kom ekki til greina
að missa af réttunum," segir Andrés
brosandi. Þangað fór hann og var
vel fagnað af nágrönnum sínum og
vinum í sveitinni.
Líður best heima
Andrés segir allt hafa orðið mikið
betra eftir að hann komst heim og
segist ekki vera neitt sérstaklega
hrifinn af læknunum og því sem
þeir gera fyrir hann. „Síðustu tveir
mánuðirnir á sjúkrahúsinu voru
þónokkuð erfiðir, maður var orðinn
ansi pirraður á þessari vist. Mig
langaði mest til þess að komast
heim,“ segir hann. Þegar Andrés er
spurður að því hvernig honum liði
og hvernig honum hafi gengið að
átta sig á þessari stóru breytingu á
lífi hans svarar hann: „Ætli ég sé
nokkuð búinn að átta mig á þessu
ennþá, er enn svo „ligeglad“.“
Lætur ekkert stöðva sig
Andrés segir frá því að með að-
stoð náinna ættingja, sem hann er
afar þakklátur, og styrk Trygginga-
stofhunar, hafi honum tekist að
koma sér upp bíl sem er útbúinn
þannig að bremsu og bensíngjöf er
handstýrt og þannig getur hann nú
ekið hvert sem hann vill. Enn þarf
hann að mæta reglulega til Reykja-
víkur í eftirlit og meðferðir auk þess
sem hann mætir til sjúkraþjálfa og
styrktarþjálfa í Borgarnesi tvisvar til
þrisvar sinnum í viku. Því er það
honum mjög mikilvægt að hafa bíl
til að komast hjálparlaust á milli
staða. En Andrés valdi sér ekki
lægsta bílinn og segir hann það allt
með ráðum gert. „Draumurinn er
að komast aftur upp í vörubíl og
geta ekið slíku tæki á ný. Það er smá
æfing að komast upp í þá, komst
samt upp í 44 tommu hækkaðan
jeppa um daginn, þannig að þetta er
allt að hafast. Eg veit að handstýrð-
ir vörubílar eins og ég þarf eru til í
öðrum löndum svo ég veit að þetta
er hægt. Ef einhver myndi bjóða
mér slíkan bíl til aksturs í dag, tæki
ég því boði á stundinni.“
Það er nokkuð ljóst að Andrés á
Gilsbakka er staðráðinn í því að láta
ekkert stöðva sig þó svo að margir
telji drauma hans nokkuð háfleyga.
„Það er um að gera að hafa eins stór
markmið og hægt er, þá er alltaf
eitthvað að stefna að. Hvað gerir
maður ef markmiðin eru of auðveld
og þegar manni hefur tekist það
sem maður stefndi að, hvað tekur
þá við? Stærri draumar - stærri sigr-
ar, ekki satt?“
Hvað framtíðina varðar er Andr-
és enn að átta sig á hlutunum. „Það
kemur allt í ljós, hef jafnvel hug á að
fara í nám í haust. Veit ekki hvort
að ég geti nokkurntíman yfirgefið
Borgarfjörðinn alveg, fer allavega
ekki langt,“ sagði þessi ungi og
glaðlegi Borgfirðingur að lokum.
BG
Endurmenntun um endurlífgun
og bráðaþjónustu
Átak hefur verið gert á undan-
förnu misseri í fræðslu meðal
starfsmanna SHA í bráðahjálp,
endurh'fgun og skyndihjálp. í vik-
unni lauk námskeiðaröð fyrir al-
menna stafsmenn á SHA í skyndi-
hjálp, eldvörnum og neyðarvið-
brögðum. Ríflega 100 þátttak-
endur luku námskeiðinu sem tók
hvert um sig 7 klst. Þá luku 3
sjúkraflutningsmenn mánaðar
neyðarflutningsnámskeiði og
þjálfun í Reykjavík fyrir nokkrum
vikum og gert er ráð fyrir að aðr-
ir 3 fari á sama námskeið síðar á
þessu ári. Þá lauk tæplega 20
manna hópur lækna og hjúkrun-
arfræðinga 16 stunda námskeiði í
sérhæfðri endurlífgun í lok síðasta
árs og um næstu helgi lýkur annar
hópur samskonar námskeiði sem
haldið verður í húsakynnum
SHA. MM
Andrés í bilnum sem honum tókst með aðstoð góðra cettingja aðfesta kaup á. Sérstók
stöng sem liggurfrá bremsu og bensíng/öf upp að hœgri hendi gerir honum þannig kleift
að aka bílnum alfarið með höndunum.