Skessuhorn


Skessuhorn - 08.02.2006, Page 9

Skessuhorn - 08.02.2006, Page 9
„k£3stMQ>lSKÍ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 2006 9 Ný könnim gerð á launamun kynjanna í Borgarbyggð Félagsmálanefnd Borgarbyggð- ar, sem jafnréttismál heyra undir, hefur falið félagsmálstjóra sveitar- félagsins að endurtaka launakönn- un til samanburðar á launum kynj- anna. Hjördís Hjartardóttir félags- málastjóri Borgarbyggðar segir að könnun hafi verið gerð á sínum tíma á launamun kynjanna. Var hún miðuð við greidd laun í des- ember 2003. I niðurstöðum henn- ar hafi meðal annars komið í ljós að meðaldagvinnulaun kvenna voru 81% af meðaldagvinnulaun- um karla. Hjördís segir að með því að end- urtaka könnunina nú vilji neíhdin komast að því hvort eitthvað hafi áunnist á þeim tveimur árum sem liðin eru frá síðustu könnun. I Borgarbyggð er í gildi jafnréttisá- ætlun en að öðru leyti segist Hjör- dís ekki hafa vita til þess að mark- visst hafi verið unnið að minnkun á launamtm þeim er staðfestur var á sínum tíma. Hún segir ekki ljóst hvenær könnunin verði fram- kvæmd því fyrir nokkrum dögum hafi verið teknar ákvarðanir til hækkunar launa ákveðinna stétta eins og fram kemur í frétt á forsíðu Skessuhorns í dag. Því sé rétt að hinkra með könnunina þar til þær launabreytingar hafa náð fram að ganga. HJ Reynt að samræma sumarleyfi leikskóla og háskóla Bæjarráð Borgarbyggðar hefur hafnað ósk Viðskiptaháskólans á Bifföst um að endurskoða sumar- lokun leikskólans Hraunborgar á Bifröst þannig að hann loki á sama tíma og sumarleyfi eru í háskólan- um. Sviðsstjóri fræðslusviðs vinnur þó að lausn málsins. Forsaga málsins er sú að á fundi fræðslunefhdar þann 5. desember síðastliðinn var tekin sú ákvörðun að loka leikskólum í Borgarnesi og leikskólanum Hraunborg á Bifröst í fjórar vikur fyrir verslunarmanna- helgi. A undanförnum árum hefur starfsemi Viðskiptaháskólans á Bif- röst breyst og er nú kennt allt árið að undanskyldu sumarleyfi ffá 24. júlí til 25. ágúst. Sumarlokun leik- skólans fellur því ekki að sumarleyfi starfsmanna og nema á Bifföst. Af því tilefni sendi Runólfur Agústs- son rektor bréf til Borgarbyggðar þar sem segir meðal annars: „Fyrir- huguð sumarlokun leikskólans Hamraborgar tveimur vikum fyrir þennan tíma myndi raska skipu- laginu verulega og valda miklum vandræðum. Svo virðist sem að skortur á upplýs- ingastreymi milli háskólans og bæj- aryfirvalda sé um stöðu þessa máls að kenna. Skrifast slíkt á undirritað- ann. Það er ein- dregin ósk mín að sumarlokun leik- skólans verði breytt til samræmis við fyrirhugað sumarleyfi háskólans.“ Bæjarráð ræddi á fundi þær at- hugasemdir sem komið hafa ffam um sumarlokunina en tók þá ákvörðun að ekki verði gerð breyt- ing ffá því sem áður hafði verið ákveðið fyrir sumarið í ár en tíma- setning næsta árs verði endurskoð- uð. Eftir afgreiðslu bæjarráðs var málið rætt í ffæðslunefhd og var Asthildi Magnúsdóttur forstöðu- manni ffæðslu- og menningarsviðs falið að ræða við leikskólastjóra Hraunborgar. Asthildur segir í samtali við Skessuhorn að leitað verði leiða til þess að leysa málið. HJ Samstarf um bókhalds- og' skrifstofiiþj ón ustu Um síðustu áramót gerðu Við- skiptaþjónusta Akraness ehf. og Skrifstofuþjónusta Vesturlands ehf. með sér samstarfssamning með það að markmiði að bæta og auka þá þjónustu sem fyrirtækin veita. Við- skiptaþjónustan hefur starfsemi sína á Akranesi en heimili Skrif- stofuþjónustunnar er í Borgarnesi. Hjá fyrirtækjunum vinna nú alls 10 starfsmenn. ,Með samningnum og því starfsfólki og öðrum sambönd- um sem fyrirtækin hafa, getum við í samstarfi veitt viðskiptavinum okk- ar alla þá þjónustu sem einstakling- ar og fyrirtæki þurfa á sviði bók- halds, reikningsskila og skatta- mála,“ sagði Konráð Konráðsson, endurskoðandi hjá Skrifstofuþjón- ustu Vesturlands í samtali við Skessuhom. MM | Sparisjóðurinn Akranesi TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN Sparisjóðurinn Akranesi ogTM á Akranesi óska eftir að ráða starfsmann í fullt starf Um er að ræða spennandi starf á nýjum vettvangi sem býður upp á mikla möguleika til vaxtar í framtíðinni enda er starfseining þessi ný af nálinni og talsverð þróun framundan. Háskólamenntun er kostur en ekki skilyrði. Reynsla af bankastörfum og/eða tryggingamálum er mikill kostur. Leitað er eftir ábyrgðafullum og jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund sem getur sýnt frumkvæði og er lipur í samstarfi. Umsóknir ásamt starfsferilslýsingum sendist á thorkell@spm.is fyrir 19. febrúar en nánari upplýsingar veitir Þorkell Logi Steinsson útibússtjóri í síma 861 4636 Mikill hagnaður hajá Sorpurðun Vesturlands A síðasta ári varð rúmlega 16,3 milljóna króna hagnaður af rekstri Sorpurðun Vesturlands hf. eftir skatta eða tæp 34% af tekjum. Þetta kom fram á stjórnarfundi fyr- írtækisins sem haldinn var 30. janú- ar. Stjórnin leggur til að greiddur verið 25% arður til hluthafa af nafhverði hlutafjár. Jafhffamt var framkvæmdastjóra falið að leita ávöxtunarleiða fyrir lausafjármagn. Tekjur félagsins námu rúmum 48,2 milljónum króna og rekstrar- gjöld voru rúmar 18.5 milljónir króna. Fjármunatekjur voru 784 þúsund krónur og hagnaður fyrir tekjuskatt var rúmar 19,3 milljónir króna. Samtals voru urðuð 11.016 tonn af úrgangi í Fíflholtum á árinu á vegum fyrirtækisins en það er nokkur aukning ffá árinu á undan þegar 9.754 tonn voru urðuð. Þá voru flutt til Fíflholta 2.941 tonn af timburkurli sem er notað sem yfir- lag við urðun og sparar þar með jarðveg. HJ V UVG UNC» V(NS»TRI CjRÆN Stofnfundur Ungra vinstri grænna á Vesturlandi Verður haldinn á Mótel Venus miðvikudaginn 15. febrúar og hefst kl. 20:00 Dagskrá: 1. Avarp formanns UVG 2. Kynning á UVG 3. Stofnun félags UVG áVesturlandi 4. Kosning stjórnar 5. Ályktanir 6. Önnur mál Hvetjum sem flesta til að mæta. Ung vinstri græn - www.vinstri.is Efþú hefur ekki möguleika á því að mæta en vilt taka þátt f starfl UVG hafðu samband i síma 896-1231 FORTUNA V EI SLUÞJÓNUSTA ATVINNA Vegna aukinna umsvifa óskar Fortuna Veisluþjónusta eftir reyndum matreiðslumanni meðgóða þjónustulund í fullt starf sem fyrst. Áhugasamir hafi samband í síma 868 3332 (Magnús Freyr). Utboð LANDFYLLING VIÐ STÓRUBRY GG JU, GRJÓTVÖRN Hafnarstjórn Grundarfjarðarbæjar óskar eftir tilboðum í byggingu fyrirstöðugarðs og grjótvarnar framan við Stórubryggju í Grundarfirði. Helstu magntölur eru: Grjót 0,1 til 4 tonn um 16.000 m3 Sprengdur kjami um 8.500 m3 Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. maí 2006. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar og skrifstofu Siglingastofnunar, Vesturvör 2, Kópavogi frá þriðjudeginum 7. febrúar gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum miðvikudaginn 22. febrúar 2006 kl. 11:00. Hafnarstjórn Grundarfjarðarbæjar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.