Skessuhorn - 08.02.2006, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 2006
Bærinn selur
fjölbýlishús
GRUNDARFJÖRÐUR: Bæj-
arráð Grundarfjarðar hefur
ákveðið að auglýsa til sölu fjöl-
býlishúsið að Sæbóli 33-35 í
Grundarfirði og að húsið verði
selt sem ein heild. I húsinu, sem
byggt var árið 1978, eru fjórar
tæplega 115 fermetra íbúðir og
fjórar rúmlega 57 fermetrar að
stærð. Fasteignamat hússins í
heild er rúmar 46 milljónir
króna og brunabótamat er tæp-
ar 104 milljónir króna.
~h3
Jón og Jakob
áfram í stióm
KSÍ
BOLTINN: Jón Gunnlaugs-
son á Akranesi og Jakob Skúla-
son í Borgarnesi voru meðal
þeirra sem voru sjálfkjörnir til
setu í stjórn Knattspyrnusam-
bands Islands, en þing sam-
bandsins verður haldið um
næstu helgi. Jón hefur gegnt
starfi ritara í stjórninni á und-
anförnum árum og Jakob hefur
verið fulltrúi Vesturlands í
stjórninni.
-hj
Enn biðlisti
hjá Tónlistar-
skólanum
STYKKISHÓLMUR: Um
tuttugu manns eru nú á biðlista
til náms í Tónlistarskólanum í
Stykkishólmi. Þetta kom fram á
fundi skólanefhdar skólans fyrir
nokkru. Biðlistinn er þó styttri
en hann var fyrir áramót því um
áramót komust 15 nýir nemar
að hjá skólanum.
-hj
Borgarverk
fær tvö verk
BORGARNES: Síðastliðinn
fimmtudag voru opnuð tilboð í
gatnagerð og lagnir í gamla
miðbænum í Borgarnesi. Þrjú
tilboð bárust og voru þau öll
yfir kostnaðaráætlun um verkið
sem hljóðaði upp á 42,1 milljón
króna. Lægsta tilboðið var frá
Borgarverki ehf. kr. 54,4 millj-
ónir, eða tæplega 30% yfir
kostnaðaráætlun. Einnig bárust
tilboð frá Jörva hf. á Hvanneyri
kr. 60,9 m. og frá Vélaleigu
Sigurðar Arelíussonar kr. 64,5
m. Þá hafa einnig verið opnuð
tilboð í veitulagnir við Stöðuls-
holt. Borgarverk ehf. átti þar
einnig lægsta boð, eða krónur
5,4 milljónir sem var 89% af
kostnaðaráætlun Orkuveitunn-
ar, sem hljóðaðið upp á um 6
milljónir kr. Fjögur önnur til-
boð bárust og var það hæsta
198% yfir kostnaðaráætlun.
-mm
Bílvelta við Dýrastaði
BORGARFJÖRÐUR: Bíll
valt við Dýrastaði í Norðurár-
dal um kl. 10 sl. laugardag. Að
sögn lögreglunnar í Borgarnesi
voru fjórir í bifreiðinni og
sluppu allir án teljandi meiðsla.
Orsök slyssins er óljós en færð
var góð og ekki leikur grunur á
að um of hraðan akstur né ölv-
unarakstur hafi verið að ræða.
-mm
Fjórir úr ÍA
á úrtaks-
æfingum U-21
Lúkas Kostic landsliðsþjálfari hefur
boðað fjóra leikmenn ÍA á úr-
taksæfingar hjá landsliði leik-
manna 21 árs og yngri í knatt-
spyrnu. Andri Júlíusson, Hafþór
Ægir Vilhjálmsson, Helgi Pétur
Magnússon og Arnar Már Guð-
jónsson munu mæta á æfingar
sem verða 11. og 12. febrúar.
Andri og Helgi voru í síðasta úr-
takshópi, Helgi Pétur hefur einnig
verið áður kallaður til æfinga en
Arnar Már er nýliði í hópnum.
Næsta verkefni liðsins er æfinga-
leikur við Skota sem fram fer 28.
febrúar. HJ
Vetrarleikar Dreyra
Sigurvegarar í unglingaflokki: Valdt's Ólafsdóttir d Kolskegg,
Sigurvegarar í opnumflokki: Ingibergur Jónsson á Bónus, Ólafur Kristín Inga Karlsdóttir á Gáska ogÁsta Marý Stefánsdóttir á
Guðmundsson á Hlýra og Magnús Karl Gylfason á Galsa. Hilmi. Bamaflokk sigraíi Svandts Lilja Stefánsdóttir á Demanti.
Síðastliðinn laugardag var haldið lögð stig knapa eftir þrjár keppnir Keppt var í tölti í þremur flokkum;
fyrsta mót af þremur í vetrarleikum segir til um hver stendur uppi sem opnum flokki, unglingaflokki og
Hestamannafélagsins Dreyra. Um sigurvegari. Einnig eru veitt verð- barnaflokki.
er að ræða stigamót þar sem saman- laun eftir hverja keppni fyrir sig. BG
lii
löæs''
■ fef .áÁ
Kátt á hjalla á Jaðri
Vistfólk á dvalarheimilinu Jaðri í
Ólafsvík, starfsmenn og gestir þeirra
blótuðu Þorra sl. föstudagskvöld.
Mikið var um dýrðir í mat og
skemmtan og fylltu veislugestir
hvem krók og kima á Jaðri á nota-
legri kvöldstund. Jón Amgrímsson
flutti gamanmál og lék við hvem
sinn fingur, félagar eldri borgara
fluttu skemmtiatriði og mikið var
sungið undir vaskri stjóm Steineyjar
Kristínar Ólafsdóttur og Péturs
Steinars Jóhannssonar. Bæjarstjór-
inn Kristinn Jónasson meðal ann-
arra tók þátt í að leiða söng ásamt
því að segja gamansögur vestan af
Fjörðum. Valentina Kai og Þor-
steinn Jakopsson léku undir á harm-
onikkur af mikilli sniUd. Undir lok-
in stigu nokkrir dans við undirleik
þeirra. Mikil ánægja var með blótið
sem skipar árlegan sess á Jaðri. For-
stöðumaður, vistmenn og starfsfólk
Jaðars færa þeim fjölmörgu fyrir-
tækjum, félagasamtökum og ein-
staklingum sínar bestu þakkir fyrir
margvíslegan smðning og hlýhug til
heimilisins á liðnu ári. IJK
Fellsstrendingar blóta þorra
Þorrablót Fellsstrendinga var
haldið á Staðarfelli 4. febrúar sl.
Þar vora samankomnir íbúar sveit-
arinnar, núverandi og fyrrverandi,
og gestir víðsvegar að úr nágrenn-
inu. Mikil og góð aðsókn var að
blótinu og ekki spillti veðrið fyrir,
því eindæma veðurfar hefúr verið
síðustu vikur hér í Dölum. Eins og
venjan er á þorrablótum var gert
stólpagrín að sveitungunum og
einnig vora tveimur herramönnum
veittar viðurkenningar fyrir afrek
sín á árinu. Verður ekki farið nánar
út í þá sálma! Þorrakórinn söng
nokkur lög og bæði kvenna- og
karlakórar innan hans. A myndinni
sést þorrablótsnefndin í sínu nátt-
úrulega umhverfi.
GTS
Allt satt og ríflega það
Hæfileikinn til að segja sögur býr
í okkur öllum og má víða sjá á hin-
um ýmsu stöðum, svo sem kaffi-
stofum, bensínsjoppum og víðar
fólk á spjalli; segjandi sögur. Ef fólk
skynjar löngum til að segja sögur er
hægt að fá tilsögn við að þróa ffá-
sagnarlistina; hvað ber að varast
eða ýkja, hvað á að draga ffam og
svo ffamvegis.
Hjónin Ingi Hans Jónsson og
Sigurborg Kr. Hannesdóttir í
Grundarfirði era þekkt af ffásagn-
arlist sinni og sögum sem þau eiga
auðveldara með en margir aðrir að
færa í skemmtilegt frásagnarform.
Þau hjón hafa bæði lært og síðan
miðlað öðrum af þessari þekkingu
sinni og kúnst að segja skemmti-
lega ffá. Ingi Hans segir gjarnan:
,úkllar sögurnar mínar eru sannar
og ríflega það, mestu skiptir að þær
séu ekki leiðinlegar."
Þau hjón hyggjast nú bjóða Vest-
lendingum suður upp á námskeið í
listinni að segja sögur og verður
það haldið í Bókasafninu á Akra-
nesi föstudagskvöldið 10. og laug-
ardaginn 11. febrúar. Námskeiðinu
lýkur síðan á sameiginlegri sagna-
vöku á laugardagskvöldinu. Hægt
er að skrá sig á námskeiðið hjá Sí-
menntunarmiðstöðinni á Vestur-
landi í síma 437-2390. MM
Forvam afræðsla
í leikhúsferð
Leikaramir í sýningunni „HvaS ef‘.
Þann 9. janúar síðastlið-
inn fóru 9. og 10. bekking-
ar Brekkubæjarskóla,
Grundaskóla og Heiðar-
skóla á skemmtifræðsluna
„Hvað ef,“ í Ilafnarfjarð-
arleikhúsinu. Að ferðinni
stóðu foreldrafélög grunn-
skólanna á Akranesi með
rausnarlegum stuðningi
Akraneskaupstaðar og úti-
bús Landsbankans á Akra-
nesi. Um var að ræða leiksýningu
þar sem notast var við leik, söng,
ljóð og tónlist til ffæðslu um skað-
leg áhrif af neyslu vímuefna. For-
eldrafélög Grundaskóla og Brekku-
bæjarskóla vilja koma á ffamfæri
þökkum til Akraneskaupstaðar og
Landsbankans fyrir stuðninginn.
An þeirra hefði foreldrafélögum
skólanna ekki verið mögulegt að
standa undir kostnaði við sýning-
una en ferðin var nemendum al-
gjörlega að kostnaðarlausu.
MM
Þorrablót í Tjamarlundi
Þorrablót Umf. Stjömunnar var
haldið í Tjamarlundi fyrir skömmu.
Afar góð mæting var á blótið, eða
vel yfir 160 manns enda átti máltæk-
ið vel við; Þröngt mega sáttir sitja!
Þrátt fyrir þrengslin skemmtu gestir
sér konunglega og er ekki óhklegt
að flestir þeirra mæti aftur að ári. Að
vanda var gert góðlátlegt grín að
sveitungum og nærsveinmgum enda
hefúr fjölmargt markvert átt sér stað
á liðnu ári. Meðal annars var nýr
prestur sveitarinnar tekinn fyrir,
sem og bæði nýr og ffáfarandi kaup-
félagsstjóri, sólarlandaferðir íbúa,
sameiningarmál, læknirinn, sinu-
brennsla og margt fleira. Eins og
mörg tmdanfarin ár sáu Þröstur og
Gulli um að matreiða þorramatinn
fyrir gestina eins vel og þeirra er von
og vísa og hljómsveitin Skógarpúk-
arnir sá svo um dansleik ffam eftir
nóttu af mikilli snilid. A meðfýlgj-
andi mynd er þorrablótsnefndin að
syngja nefndarbraginn.
GTS
Þorrablót í Lindartungu
Ungmennafélagið Elborg hélt
sitt árlega Þorrablót í Lindartungu
sl. föstudag. Mættu rúmlega 140
manns á blótið sem þýðir að það
var fullt hús og vel það. Var þar
mikil gleði og góður matur. Fóru
leikarar í kvikmynd kvöldsins alveg
á kostum undir öruggri stjóm Gísla
Einarssonar, fféttamanns. Hljóm-
sveitin Upplyfting lék svo fyrir
dansi ffam á nótt.
ÞSK