Skessuhorn


Skessuhorn - 15.02.2006, Síða 9

Skessuhorn - 15.02.2006, Síða 9
iiiitssÍJHöEH MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 2006 9 Bæjarstjóri segir ekkert óeðlilegt við útgáfii fréttabréfs GuSmundur Páll Júnsson, bœjarstjóri. Guðmundur Páll Jónsson, bæjar- stjóri á Akranesi segir ekkert óeðli- legt við útgáfu Akraneskaupstaðar á fréttabréfi því, Tíðindi úr kaupstað, sem út kom fyrir nokkru. Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður gagnrýndi útgáfuna harðlega í síð- asta Skessuhomi og sakaði meiri- hlutaflokkana í bæjarstjóm um að misnota aðstöðu sína til þess að gefa úr pólitískan áróður nú þegar stytt- ast fer í bæjarstjómarkosningar. Guðmundur Páll segir bæjarfé- lagið hafa í gegnum tíðina gefið út ýmislegt kynningarefni enda til staðar þekking meðal starfefólks tdl þeirra hluta. Utgáfa fréttabréfsins nú sé því ekkert nýnæmi. Hann seg- ir það oít koma upp í umræðu að bæjarfélagið kynni ekki nægilega vel verk sín og með útgáfúnni sé verið að reyna að bregðast við þeim rödd- um. Aðspurður hvort tímasetningin nú skömmu fyrir kosningar sé ekki óheppileg segir hann svo ekki vera. Útgáfan komi kosningum ekkert við. Hann hafi í upphafi starfs síns sem bæjarstjóri tahð þörf á að bæta upplýsingastreyini og fljótlega hafi vinna hafist við útgáfu fréttabréfeins. Aðspurður um kostnað við útgáfúna segir Guðmundur Páll hann ekki liggja endanlega fyrir en það liggi að mestu í prentun og dreifingu. Lítill annar beinn kosmaður sé af útgáf- unni enda mesta vinnan unnin af starfemönnum bæjarins. Aðspurður um þau orð Magnúsar Þórs að með útgáfunni séu meiri- hlutaflokkamir að misnota aðstöðu sína vill Guðmundur Páll ekkert segja. „Ég sé enga ástæðu til þess að elta ólar við orð þingmannsins," segir hann að lokum. HJ Borgarbyggð: Miklar fjárveitingar til skóla og fþróttamarmvirlqa í þriggja ára framkvæmdaáætlim Borgarbyggðar sem samþykkt var á dögunum er gert ráð fyrir miklum fjárveitingum til byggingar nýrra mannvirkja í skóla- og íþróttamál- um. Framkvæmdaáætlunin gildir fyrir árin 2007 - 2009. Er því ljóst að bæjarstjóm Borgarbyggðar gerir ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa í sveit- arfélaginu á næstu áram. Að sögn Páls Brynjarssonar bæj- arstjóra er gert ráð fyrir 300 millj- óna króna fjárveitingu til byggingar grunnskóla á Varmalandi og einnig 220 milljónum króna til viðbygg- ingar grunnskólans í Borgarnesi. Þá er einnig gert ráð fyrir stækkun Iþróttamiðstöðvarinnar í Borgar- nesi. Gert er ráð fyrir 300 milljóna króna fjárveitingu til þeirrar fram- kvæmdar. Páll segir að nú sé unnið að hugmyndavinnu við þessar ffamkvæmdir og niðurstaða þeirrar vinnu liggi fyrir síðar. HJ Frá framkvœmdunum vió Grundargötuna sl. baust. U U. t l'L.* Skoðanaskipti í Grundarfirði um framkvæmdir við Grundargötu Nokkur umræða fór fram á síð- asta fundi bæjarstjórnar í Grand- arfirði um framkvæmdir Vega- gerðarinnar við Grandargötu, sem liggur í gegnum bæinn. Ekki eru menn á eitt sáttir með fram- kvæmdirnar en bæjarstjóri segir mikilvægast að framkvæmdin hafi lækkað umferðarhraða og van- kantar verði sniðnir af fram- kvæmdinni í vor. Þeir sem leið eiga um Grandar- fjörð aka allir Grandargötu, sem liggur í gegnum bæinn. Vegna legu götunnar er hún skilgreind sem þjóðvegur í þéttbýli og fram- kvæmdir því á ábyrgð Vegagerðar- innar. Gatan er breið og því hefur umferðarhraði um hana verið nokkur í gegnum árin og meiri en flestir hafa viljað. Á síðasta ári hófust framkvæmd- ir á vegum Vegagerðarinnar með það að leiðarljósi að umferðar- hraði um göttma lækkaði. Hófust framkvæmdir síðla sumars og meðal annars var akstursleiðin um götuna þrengd með lagningu nýs kantsteins. Um leið þrengdist að- gengi að húsum við götuna og bílastæðum fækkaði. Það hefur skapað nokkra óánægju og á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku vakti Guðni E. Hallgrímsson máls á ástandinu með bókun. Af henni má ráða að hann er langt í frá á- nægður með framkvæmdina. Segir meðal annars að engin framkvæmd hafi gert bæinn eins sóðalegan og engin framkvæmd hafi valdið eins mikilli óánægju. Garðar Svansson bæjarfulltrúi tók undir með Garð- ari svo og Emil Sigurðsson. Töldu þeir ýmsu ólokið við verkið sem ræða þyrfti við Vegagerðina. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að með framkvæmdinni hafi verið þrengt að umferð við götuna og einnig aðgengi að húsum við hana. Það hafi valdið óánægju íbúa. Hún segir engan ágreining hafa verið í upphafi um nauðsyn þess að bregðast við miklum umferðar- hraða um götuna. Það sé heldur enginn vafi í sínum huga að fram- kvæmdirnar hafi skilað árangri að því leyti. Þær hafi hins vegar farið mjög seint af stað og því sé fram- kvæmdum ekki lokið. Á næstunni verði farið yfir athugasemdir við framkvæmdirnar með það að markmiði að þeim verði lokið á þann veg að sem flestir verði sátt- ir. Höfuðmálið sé að bragðist hafi verið við þeim hættum sem mikill umferðarhraði hafi skapað. HJ Narfeyrarstofa í Stykkishólmi Café, Restaurant Konudagshelgi íhólminum Bjóddu elskunni þinni út að borða á sjávarloftið á Narfeyrarstofu Matseðill Heitreykt grágœsarbringa með portvíns og kirsuerjasósu Léttsteiktar dádýralundir með pipar og kantarellusveppum Tertusneið að hœtti hússins. Kaffi. Athugið að nauðsynlegt er að panta fyrirfram Borðapantanir í símum 438-1119 og 895-7937 ATVINNA Penninn á Akranesi auglýsir eftir starfsmanni í verslun sína að Kirkjubraut 54 Sölumaður Samviskusemi, jákvæðni og stundvísi ásamt áhugi á tölvum og tölvubúnaði eru skilyrði. Starfið felst i að þjónusta viðskiptavini verslunarinnar, sjá um sölu og pantanir á töívum og öðrum tölvurekstrarvörum. Um framtíðartstarf er að ræða Penninn er verslunarfyrirtæki sem þjónar bæði fyrirtækjum og einstaklingum með þao að leiðarljosi að viðskiptavinir geti ætið gengið að pægilegri og fjölbreyttri þjónustu í samræmi við þarfir nvers og eins. Vöruframboð Pennans er á sviði skrifstofuvara og afþreyingar s.s. bóka, tímarita, DVD og geisladiska Umsóknir sendast á: borgar@penninn.is - Borgar Jónsteinsson PMiim í Kirkjubraut 54 - Akranesi - sími 431 1855 Sunnudagskvöldið 19. febrúar er tilvalið að bjóða elskunni sinni út að borða á Hótel Hamri. 'Mat&eðill: 'tfumaráúpa QriUaðar smnahmdir með daðlwn og. mllimeppan&otto Súkbdaðipíramíti 'Verð 4.400 kr p.&. imukam v kaupkætt IH ICELANDAIRHOTELS H A M A R Simi 433 6600 - hamar@icehot«ls.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.