Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2006, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 15.03.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 Frá gatnaframkviemdum við Grundargötu sl. baust. S Arangur við Grundar- götu verði metinn Bæjarstjóm Grundarfjarðar hef- ur samþykkt samhljóða að leita eft- ir því við Vegagerðina að metinn verði árangur af framkvæmdum við svokallaða hverfisvæna leið við Grundargötu en þær hafa staðið yfir í vetur og er ekki lokið. Nokkr- ar umræður hafa verið um ffam- kvæmdina eins og ffam hefur kom- ið í Skessuhomi. Jafnframt hefur bæjarstjórnin óskað eftir því að hugað verði að nauðsynlegum úrbótum og lagfær- ingum áður en fullnaðarffágangur á götunni fer ffam. I því sambandi bendir bæjarstjórn sérstaklega á hvernig hægt verði að fjölga bfla- stæðum, sérstaklega við austan- verða götuna. Einnig hvort gatna- mót við Borgarbraut séu óþarflega þröng fyrir stóra bfla og hvort hægt sé að bæta gatnamótin að öðra leyti. Þá vill bæjarstjórn að bætt verði við tveimur hraðahindrunum við jaðra bæjarins og að ffágangur verksins verði til fyrirmyndar. Bæjarstjórnin tilneffiir skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt for- manni umhverfisnefndar sem sína tengiliði við Vegagerðina. Þá er einnig lögð afar mikil áhersla á að Grundargata verði malbikuð í sum- ar „í samræmi við fyrri áætlun“ eins og segir í tillögunni. Guðni E. Hallgrímsson bæjar- fulltrúi lét einnig bóka að „að bæj- arstjórn hugsi jafnvel um alla íbúa sem búa við Grundargötu hvað varðar bflastæði og aðgengi og við gerðum við Grandargötu 18, 20 og 24. Það er eðlileg og sanngjörn krafa sem allir eiga að vera sam- mála um.“ HJ Minnkandi Borgarfjörður og Borgames. Betri afkoma og bættur fjárhagur Borgarbyggðar Rekstur Borgarbyggðar og stofn- ana hennar var jákvæður um rúmar 4,8 milljónir króna á síðasta ári að því er ffam kemur í ársreikningi sem lagður var ffam til fyrri um- ræðu í bæjarstjóm í síðustu viku. Er það nokkra betri niðurstaða en fjár- hagsáætlun gerði ráð fyrir en sam- kvæmt henni var gert ráð fyrir að niðurstaðan yrði neikvæð um rúm- ar 10,6 milljónir króna. Utsvar og fasteignaskattar voru tæpar 645 milljónir króna en voru í áætlun 624 milljónir króna. Fram- lög jöfnunarsjóðs voru tæpar 243 milljónir króna sem er mun hærra framlag en reiknað var með í áætl- un en þar var reiknað með 204 milljónum króna. Loks voru aðrar tekjur sveitarfélagsins mun hærri en reiknað var með eða rúmar 302 milljónir króna í stað tæpra 279 milljóna króna í áætlun. Tekjur í heild vora því ríflega 1.190 milljón- ir króna í stað tæpra 1.107 milljóna króna. Helstu gjaldaliðir urðu einnig nokkru hærri en reiknað var með. Laun og launatengd gjöld voru rúmar 634 milljónir króna í stað tæpra 595 milljóna, hfeyrisskuld- binding sveitarfélagsins hækkaði um tæpar 42 milljónir króna en áætlað var að hún myndi hækka um rúmar 18 milljónir króna. Þá var annar rekstrarkostnaður tæpar 417 milljónir króna en var í fjárhagsá- ætlun tæpar 381 milljón króna. Af- skriffir voru heldur minni en áætlað var eða rúmar 55 milljónir króna. Fjármagnsgjöld reyndust mun lægri en áætlað var eða rúmar 37 milljónir króna í stað tæpra 67 milljóna króna. I árslok 2005 vora hreinar skuld- ir Borgarbyggðar rúmar 843 millj- ónir króna og höfðu lækkað úr tæp- um 1.003 milljónum króna árið á undan. HJ hagnaður HB Granda Hagnaður af rekstri HB Granda hf. á síðasta ári nam rúmum 547 milljónum króna en var árið áður tæpar 994 milljónir króna en fyrir- tækið birti afkomutölur sínar í Kauphöll Islands sl. fimmtudag. Rekstrartekjur félagsins á árinu 2005 voru 10.823 milljónir króna og höfðu vaxið um 16,5% á milli ára. Sá vöxtur skýrist einkum af tril- komu Engeyjar RE-1 og þeirra skipa sem bættust í flota fyrirtækis- ins við samruna þess við Tanga og Svan RE-45. Helstu kostnaðarliðir hækka á milli ára og einnig hefur þróun fjáreignatekna og fjármagnsgjalda á milh ára. A síðasta ári voru þau já- kvæð um 234 milljónir króna en 913 milljónir króna árið áður. I fréttatilkynningu félagsins segir að árangur af loðnuvertíð hafi verið betri en árið áður og auknar tekjur hafi fengist við vinnslu uppsjávar- fisks til manneldis og einnig hafi af- urðaverð í erlendri mynt hækkað. Þessir jákvæðu þættdr hafi gert bet- ur en að vega upp neikvæð áhrif af slæmri úthafskarfavertíð, lélegri grálúðuveiði og síðast en ekki síst háu gengi íslensku krónunnar. Um leið og fyrirtækið birti upp- gjör síðasta árs var greint ffá af- komu síðasta ársfjórðungs 2005. Tap þess tímabils nam 387 milljón- um króna í stað hagnaðar á sama tíma árið á undan um 746 milljónir króna. Viðsnúningurinn er því ríf- legur milljarður króna. Er skýringa á þeirri breytdngu að leita í afla- bresti í kolmunna og minni bolfisk- veiði. I árslok 2005 voru heildareignir HB Granda 29.293 milljónir króna og var eigið fé 10.322 milljónir og eiginfjárhlutfall því 35,2% eða sama hlutfall og í árslok 2004. Heildarskuldir í árslok voru 18.971 milljón króna. Stærstu hluthafar fyrirtækisins í árslok 2005 voru Vogun hf. sem átti 31,7% hlutafjár og Kaupþing banki hf. sem átti 21,7% hlutafjár. Stöðu- gildi hjá félaginu voru á sama tíma 688 talsins. I ársreikningi félagsins kemur fram að auk launagreiðslna tdl núverandi forstjóra hafi félagið greitt tveimur fyrrverandi forstjór- um félagins latrn á síðasta ári. HJ Dýpkunarskipið Perlan vinnur þessa dagana við að dæla efni undir væntanlega landfyllingu norður af Stóru bryggju. Frystihótelið komið á koppinn Eins og fram hefur komið í Skessuhorni áður hyggst fyrirtækið Snæff ost hf. í Grundarfirði reisa og reka 6000 rúmmetra ffystigeymslu á landsvæði sem verið er að fylla upp norðan við Stóru bryggju í Grundarfirði. Frystigeymslan verð- ur 750 fermetrar og á að geta geymt um 2500 tonn af ffosnum fisld. A stofrifundi Snæffosts þann 4. mars sl. skráðu 20 fyrirtæki og einstaklingar sig fyrir hlutafé í fyr- irtækinu og eru hlutir ffá 100 þús kr. til nokkura milljóna. Heildar- hlutafé á stofnfundinum var á bil- inu 35 -40 milljónir. Stjóm félags- ins skipa Kristján Guðmimdsson, Þórður Magnússon og Hafsteinn Asgeirsson. Að sögn Kristjáns Guðmunds- sonar er áformað að hefjast handa við ffamkvæmdir um leið og land- rými leyfir en sú landfylling sem verið er að vinna að um þessar mundir þarf að standa eitthvað áður en byggingarframkvæmdir mega hefjast. Hugsanlegt er að það verði strax næsta haust. Kristján sagði þörf fyrir slíka ffystigeymslu tdlfinnanlega á Vesturlandi og að lega Grandarfjarðar og hafnarað- staða gerði Grundarfjörð að mjög fýsilegum kosti. Þá væri nú í gangi könnunarviðræður um að gera Grundarfjarðarhöfh að tollhöfn og jafiiffamt um afgreiðslu hafharinn- ar samkvæmt Schengensamkomu- laginu. „Það eru spennandi tímar framundan," sagði Kristján að lok- tun. Kristján er sonur Guðmvmdar Runólfssonar fymun skipstjóra og útgerðarmanns í Grundarfirði og einn af eigendum Guðmundar Rtmólfssonar hf. GK Fjölmenni á kynningarfundi um Skógarhverfi Akraneskaupstaður stóð í liðinni viku fyrir kynningarfundi þar sem nýtt hverfi, Skógahverfi, var kynnt væntanlegum lóðaumsækjendum. Magnús Guðmundsson, formaður skipulags- og umhverfisnefhdar og Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs kynntu hverfið fyrir á fjórða tug áhuga- samra fundarmanna. I máli Þor- valdar kom ffam að nú þegar hafa um 25 umsóknir borist um þær 61 einbýlishúsalóð sem í boði eru að þessu sinni. Að auki stendur lögað- ilum til boða 5 parhúsalóðir og 6 raðhúsalóðir. Umsóknarfrestur rennur út þann 15. mars. HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.