Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2006, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 15.03.2006, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 g£!SSUli@&æ! .» Sítt hár ogstrípur Svava Hrund GuSjónsdóttir og Elva Björk Ævarsdóttir á hárgreiðslustofunni Hárstíl. Það er hluti af undirbúningi margra fermingarbarna að fara í hárgreiðslu á fermingardaginn. Þær Svava Hrund Guðjónsdóttir og Elva Björk Ævarsdóttir á hár- greiðslustofunni Hárstíl á Akranesi hafa góða reynslu í að taka á móti fermingarbörnunum og gera þau fín fyrir stóru stundina. Fíngert skraut Þær stöllur segja einfaldleikann vera í tísku í fermingargreiðslunum í ár. „Þetta er ládaust í dag. Hárið er kannski liðað gróflega með krullujámi og tekið upp til hliðar. Skrautið er fíngert, til dæmis era alls konar perlur vinsælar, en ekki er mikið um blómin sem einu sinni voru algeng." Það er líka mikið um náttúrulegar skreytingar eins og fléttur í hárið. „Það má eiginlega segja að þetta sé bara eins og hár- tískan er í dag. Það er greinilega vinsælla að vera með sítt hár núna og þá helst nokkuð liðað og þetta sést líka á fermingargreiðslunum.“ Þær Elva og Svava segja að yfírleitt komi svipað margar stúlkur til þeirra í greiðslu frá ári til árs, en aftur á móti sé munur milli ára á því hvað mikið er lagt í greiðslurnar. Fermingarstúlkur hafa líka mis- munandi skoðanir á sínum greiðsl- um. „Sumar stelpurnar eru harðá- kveðnar áður en þær koma til okkar og eru alveg búnar að mynda sér skoðun á því hvernig þær vilja hafa hárið, en svo eru þær sem leyfa okk- ur að ráðleggja þeim og svolítið að ráða.“ Þær stöllur á Hárstíl segjast alltaf gera prufugreiðslur. „Eg hef alla vega aldrei greitt fermingar- greiðslur öðruvísi en að hafa prufu fyrst. Eg held að það sé venjan, þó að það sé sennilega allur gangur á því,“ segir Svava. Strákar og strípur Það eru í miklum meirihluta stúlkur sem koma á hárgreiðslustof- urnar á fermingardaginn en strák- arnir eru þó líka að hressa upp á út- litið fyrir viðburðinn. „Strákamir eru að koma svona viku fyrir ferm- ingu í klippingu eða smá snyrtingu. Það er líka svolítið um það að þeir láti setja í sig ljósar strípur. Svo sjá þeir að mestu um hárið sjálfir á fermingardaginn, en það kemur þó fyrir að við fáum þá hingað og setj- um þá einhver mótunarefni í hárið.“ Það er minna um litanir hjá stúlkunum. „Það er yfirleitt falleg- ast að hafa hárið bara náttúrulegt og á það við um heildarútlit stelpn- anna líka. Hafa þær sem eðlilegast- ar og ekki fara út í neinar öfgar.“ Fermingardagurinn er gleðistund og því ávallt skemmtilegt að fá að fylgjast með. „Það er mjög gaman að greiða fermingarbörnunum. Það er oftast svolítið stress í þeim og þau eru auðvitað misjafnlega spennt. Það er þó alltaf mikil ánægja að fá að vera með þeim á þessum dögum,“ segja þær Svava og Elva að lokiim. GG K 1 M i ' r r, , $. ...í P' " >v ; - l'ði 1 ■ \ fl 1 Dœmi um fermingargreiöslumar í ár. Þau lásu til úrslita sl. miövikudagskvöld. Verðlaunahafamir eru sitjandi jýrir miðju. Urslit í Stóru upplestrar- keppniuni á Akranesi Lokahátíð Stóru upplestrar- keppninnar var haldin í Vinaminni á Akranesi sl. miðvikudag. Þetta er í áttunda skipti sem keppnin er haldin á Akranesi. 11 keppendur frá grunnskólum bæjarins mættu til leiks en áður hafði farið fram und- ankeppni meðal nemenda 7. bekkja Grundaskóla og Brekkubæjarskóla. Séra Eðvarð Ingólfsson hóf sam- komtma með ávarpi þar sem hann fjallaði um íslenskuna bæði út ffá vönduðum upplestri og rituðu máli. Keppendur lásu síðan kafla úr bók Kristínar Steinsdóttur „Út í bláinn," lásu ljóð eftir Birgi Svan Símonarson og að lokum ljóð að eigin vali. Nokkrir nemendur sem stunda nám við Tónlistarskólann fluttu tónlistaratriði. Kynnir á há- tíðinni var Guðbjörg Arnadóttir, fulltrúi Samtaka móðurmálskenn- ara. Dómnefnd beið síðan það erfiða hlutverk að velja þrjá bestu lesarana en allir þeir sem í úrslit komust lásu sérlega vel bæði ritað og bundið mál. I fyrsta sæti varð Hafdís Ingi- marsdóttir 7. GB í Grundaskóla, Hugrún Eva Haraldsdóttir 7. HE í Brekkubæjarskóla varð í öðru sæti og Katla Rún Baldursdóttir 7. GB í Grundaskóla varð í þriðja sæti. Þorkell Logi Steinsson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Akraness afhenti verðlaunahöfunum peningaverð- laun. Allir keppendur fengu auk þess bók í viðurkenningaskyni frá Eddu. Einnig fengu Elvar Jónsson og Sigrún Eva Asmundsdóttir verð- laun fyrir myndskreytingu boðskorts. MM Að undimtun lokinnifu. Kristín Björg Arnadóttir frá SSV, Halldóra Hreggviásdóttir framkvœmdastjóri Alta, Runólfur Guðmundsson form. hafnarstjómar, Guómundur Smári Guðundsson frá Guðm. Runólfssyni hf, Jóhann Ragnarsson Fisk - Seafood, Þórð- ur Magnússon Djúpakletti, Jökull Helgason byggingafulltrúi, Björg Agústsdóttir bæjar- stjóri og Sigurborg Kr Hannesdóttir starfsmaður Alta í Grundarfirði. Vistvænn sjávar- útvegur í samvinnu við háskólann í Lundi Nokkur helstu sjávarútvegsfyrir- tækin í Grundarfirði, Grundar- fjarðarbær og Grundarfjarðarhöfn, hafa tekið höndum saman um verk- efni þar sem ætlunin er að meta stöðu og mögulegar lausnir varð- andi umhverfismál fyrirtækjanna. Meistaranemendur ffá Alþjóðlegu umhverfisstofnuninni við Lundar- háskóla eru nú á vorönninni að vinna verkefni með fyrirtækjunum og munu fjórir nemendur ásamt kennara vera í Grundarfirði í lok mars. Sérstaklega er horft á frá- veitumál og líffænan úrgang frá sjávarútvegsfyrirtækjunum. Þau fyrirtæki sem aðild eiga að verkefninu eru Djúpiklettur ehf., Fisk - Seafood hf., Guðmundur Runólfsson hf., Soffanías Cecilsson hf. og Sægarpur ehf. Ráðgjafarfyr- irtækið Alta tekur þátt í mótun verkefnisins og átti að því ffum- kvæði. SSV þróun og ráðgjöf leggja einnig til aðstoð starfsmanns við verkefnið. Að sögn Sigurborgar Kr. Hann- esdóttur starfsmanns Alta í Grund- arfirði byggir verkefnið á þeim skilningi að umhverfismálin séu sameiginlegt verkefni. Grundar- fjörður sé leiðandi byggðarlag á Vesturlandi á sviði sjávarútvegs og hafnaraðstöðu og því eigi heima- menn þá metnaðarfullu sýn að hér verði öll umgengni um auðlindir sjávar til fyrirmyndar. GK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.