Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2006, Side 1

Skessuhorn - 21.06.2006, Side 1
Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 nettö alltaf gott - alltaf ódýrt VIKUBLAÐ A VESTURLANDI 25. tbl. 9. árg. 21. júní 2006 - Kr. 400 í lausasölu Tékkar á Amarvatnsheiði Fimm er- lendir ferða- menn á einum ! jeppa óku fram hjá öll- um lokunar- merkjum á Land Rover bifreiðferSalang- . anna sem enein lokunarmerki Arnarvatns- 6 virtu ogfestu bifreið sína á Amarvatnsheiði. heiði aðfar- arnótt föstu- dagsins 16. júní og festu þar bíl sinn í aurbleytu. Þurftu ferðamennirnir að ganga allmarga kílómetra áður en þeir komust í símasamband til að kalla eftir aðstoð. Björgunarsveitin Ok fór á vett- vang ásamt lögreglunni í Borgarnesi. Voru Tékkarnir færðir á lögreglustöðina í Borgarnesi þar sem málinu var lokið með sektargerð að upphæð kr. 35.000 krónur. Auk þess þurftu þeir að greiða kostnað við að koma jeppanum til byggða. SO/ljósm. Theodór Þórðarson Utanvegaakstur í Langavatnsdal Utanvegaakstur kom í tvígang til kasta lögreglunnar í Borgarnesi og björgunar- sveitarmanna í síðustu viku. I öðru tilvik- inu var um íslenska ofurhuga að ræða sem að óku inn fyrir Langavatn, þó svo að vegurinn væri þar á kafi í vatni á köfl- um og inn í Langavatnsdalnum innan við vatnið óku þeir síðan út í mýrarfen þar sem þeir festu bílinn. Þurftu þeir síðan að ganga langar leiðir til að komast í síma- samband til að kalla eftir hjálp. Eftir miklar rigningar hafði hækkað mjög mik- ið í Langavatni en stífla er í ósnum til vatnsmiðlunar í Langá. Við hækkandi vatnsyfirborð fer vegurinn inn með vatn- inu oft á kaf á vorin. Vegna þess hversu ört hækkaði í vatninu þá gekk erfiðlega að komast að mönnunum og að endingu var brugðið á það ráð að senda bát frá björgunarsveitinn Brák eftir þeim og á honum var nánast hægt að sigla að bíln- um þar sem hann sat fastur. Var mönnun- um bjargað en bíllinn var skilinn eftir enda verður ekki hægt að komast að hon- um í bráð. SO ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9. Ibúar á Vesturlandi f ölmenntu til hátíðarhalda frjóðhátíðardagsins þó veðrið hefði getað verið betra. Víða var rigningarúSi en hægur vindur. Lögreglumönnum á Akranesi, í Borgamesi og í Stykkishólmi bar saman um að þátttaka í hátíðarhöldum hafi verið mjög góð. Um kvöldið voru víða dansleikir ogfóru þeir velfram. „Fólk var duglegt að sækjti viðburði dagsins ogprúð- mennskan var ífyrirrúmi, “ sagði einn lögreglumaðurinn og var mjög ánœgður með samborgara sína. Umferð var að vanda mikil um Vesturland um helgina og var hún slysalaus. Meðfylgjandi mynd er af skrúðgöngu í tilefiii dagsins á Akranesi, hér í. lögreglufylgd á Garðabrautinni. Ljósm. HJ Þjófurinn var í steininum þegar innbrotið upplýstist Lögreglan á Akranesi hefur upplýst innbrot á skrifstofur Sjúkrahússins og heilsugæslunn- ar á Akranesi. Innbrotsþjófurinn var í fangageymslu á Akranesi þegar grunur féll á hann og því þurfti ekki að fara yfir lækinn þegar kom að yfirheyrslum. Jafnframt upplýstist innbrot í Hafnarfirði og mikið af þýfi fannst við húsleit í Reykjavík. Eins og fram kom á fréttavef Skessuhorns sl. mánudag var brotist inn á skrifstofur SHA um síðustu helgi. Innbrotið upp- götvaðist þegar starfsfólk kom til vinnu sinnar á mánudag. Mikið var rótað á skrifstofunum en þjófurinn hafði ekki mikil verð- mæti upp úr krafsinu en lítils- háttar skemmdir urðu á innan- stokksmunum. Á sunnudagskvöldið barst lög- reglunni á Akranesi tilkynning um ökumann bifreiðar í annar- legu ástandi. Lögreglumenn á Akranesi og úr Borgarnesi svip- uðust þegar eftir bifreiðinni og fundu hana skömmu síðar á leið frá Akranesi. Eftir nokkra eftir- för á miklum hraða tókst að stöðva akstur bifreiðarinnar. I bílnum var ökumaður við þriðja mann. Okumaðurinn var að sögn lögreglu í annarlegu á- standi og var hann ásamt farþeg- um fluttur í fangageymslu á meðan akstur hans var til rann- sóknar. Skömmu eftir að inn- brotið í SHA uppgötvaðist kom í ljós við skoðun á eftirlitsmynda- vélum að innbrotsþjófurinn líkt- ist mjög ökumanninum. Var hann því tekinn til yfir- heyrslu og játaði greiðlega inn- brotið. Einnig játaði hann inn- brot í Hafnarfirði á dögunum. I kjölfarið var gerð húsleit í íbúð- arhúsi í Reykjavík þar sem tals- vert fannst af varningi sem talinn er þýfi úr innbrotum og stendur rannsókn þess máls yfir. Þjófurinn náði í innbrotinu á SHA að stela lyfseðlum og tókst honum að koma þeim í umferð og voru stúlkur handteknar í Reykjavík þar sem þær reyndu að framvísa þeim í lyfjabúð. Að sögn Jóns Sigurðar Ola- sonar yfirlögregluþjóns á Akra- nesi telst innbrotið að fullu upp- lýst en syðra er unnið að rann- sókn annarra þeirra mála er upp komu í kjölfar þess. HJ Brutu ekki jafii- réttislög Kærunefnd jafnréttismála hefur kveðið upp þann úrskurð að stjórn Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi hafi ekki brotið jafnréttislög með ráðn- ingu Guðjóns Guðmundsson- ar í starf framkvæmdastjóra heimilisins á síðasta ári. Alls sóttu sextán manns um starfið og samþykkti stjórn Höfða þann 3. maí 2005 að ráða Guðjón til starfans með þremur atkvæðum en Brynja Þorbjörnsdóttir hlaut tvö at- kvæði. I kjölfarið óskaði Brynja eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun stjórnarinnar og veitti stjórnin þann rökstuðn- ing. I framhaldi af því ákvað Brynja að vísa málinu til kæru- nefndarinnar. I úrskurði kærunefhdarinnar segir meðal annars að telja verði óumdeilt að kærandi hafi aflað sér mun meiri menntun- ar en sá sem var ráðinn og hafi öðlast umtalsverða reynslu af fjármálum og fjármálastjóm- un. Á hinn bóginn hafi sá sem ráðinn var á löngum starfsferli sínum, sem skrifstofustjóri, staðgengill framkvæmdastjóra, bæjarstjórnarmaður og þing- maður, öðlast mikla reynslu á sömu sviðum og kærandinn. Þá segir að játa verði atvinnu- rekanda nokkuð svigrúm til að meta og ákveða hvaða atriði það eru sem mestu ráða við ráðningu í tiltekið starf. Því telur nefndin að ekki verði talið að kynferði kæranda hafi ráðið því að hún var ekki ráðin til starfans. ______________________HJ_ II Ell III III

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.