Skessuhorn - 21.06.2006, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2006
^sunuibj
Kirkjukórinn
með ljáinn
ÓLAFSVÍK: Hugmynda-
auðgi frjálsra félagasamtaka í
fjáröflun til starfsemi sinnar er
litlum takmörkunum háð. Fé-
lagar í kirkjukór Olafsvíkur fóru
ekki langt í fjáröflun sinni en
tóku þó að sér óvenjulegt verk.
Þeir ætla að slá kirkjugarðana í
Ólafsvík og á Brimilsvöllum í
sumar. Söngvararnir munu slá
garðana efrir þörfum en búast
má við að það verði þrisvar til
fjórum sinnum í sumar. Það
veltur þó á á sprettunni. I kór-
unum eru um 25 manns. -hj
Waters fékk
tvo laxa
NORÐURÁ: Eftir miklar
rigningar síðustu daga í Borgar-
firði hefur nú heldur dregið úr
úrkomu og vatnavextir hafa rén-
að í veiðiánum eins og í Norð-
urá. Smálaxinn er mættur þar og
veiðin hefur tekið kipp síðustu
daga. I Norðurá var einmitt
Roger Waters poppari við veið-
ar um miðja síðustu viku og var
popparinn heppinn með að-
stæður við ána. Roger veiddi tvo
laxa og var stærri fiskurinn 10
pund. -gb
Búrhvalir og há-
hymingar á ferð
BREIÐAFJ ÖRÐUR: Þrír
búrhvalir sáust í hvalaskoðunar-
ferð Sæferða frá Ólafsvík á
þriðjudagsmorgun. Mjög sjald-
gæft er að búrhvalir sjáist svo
nærri landi. I sömu ferð sást
einnig stór hópur af háhyrning-
um en þeir eru einnig sjaldgæf
sjón inni á Breiðafirðinum. Að
sögn aðstandenda Sæferða hefur
hvalalífið á firðinum verið með
fjörugasta móti í sumar. Há-
hyrningar hafa sést þrisvar sinn-
um það sem af er sumri en þeir
sjást yfirleitt afar sjaldan eða
ekki yfir höfuð heilu sumrin.
-mm
Dæmdur fyrir
brot á dýra-
vemdunarlögum
HVANNEYRI: Héraðsdóm-
ur Vesturlands hefur dæmt
mann til greiðslu 40 þúsund
króna sektar fyrir brot á lögum
um dýravernd. Standi hann ekki
skil á sektinni þarf hann að sæta
fjögurra daga fangelsi. Mála-
vextir eru þeir að þann 16. mars
2005 fann lögregla kött í íbúð á
Hvanneyri og var hann þá bein-
horaður og í slæmu ástandi. Var
talið sannað að maðurinn hafi
skilið köttinn eftir í íbúðinni um
miðjan febrúar án nokkurs efrir-
lits eða umönnunar og ekki
tryggt honum „viðunandi vistar-
verur, fullnægjandi fóður, drykk
og umhirðu,“ eins og segir orð-
rétt í dómnum. Hinn dæmdi á
nokkurn sakaferil að baki og var
til þess tekið í dómnum. Dóm-
inn kvað upp Kristinn Halldórs-
son settur héraðsdómari. -hj
Telja bæjarstjóra ekld
hæfan tíl starfsins
Minnihluti bæjarstjórnar Snæ-
fellsbæjar mótmælti á fundi bæjar-
stjórnar í síðustu viku endurráðn-
ingu Kristins Jónassonar í starf bæj-
arstjóra. Kristinn hefur verið bæjar-
stjóri í Snæfellsbæ síðan um mitt ár
1998 og var við kosningarnar á
dögunum bæjarstjóraefhi lista Sjálf-
stæðisflokksins sem hélt hreinum
meirihluta í sveitarfélaginu. Á
fundinum í liðinni viku var lagður
fram ráðningarsamningur við
Kristinn í stöðtma til næstu fjög-
urra ára. Báru fulltrúar J-lista, sem
sitja í minnihluta, fram svohljóð-
andi tillögu: „Bæjarfulltrúar J list-
ans leggja til varðandi ráðningu
bæjarstjóra að auglýst verði effir
faglegum og hæfum bæjarstjóra.
Fengin verði ráðningastofa til að
ráða í stöðuna á faglegum forsend-
um en ekki pólitískum.“
I rökstuðningi með tillögunni
segir: „Við sem störfum í umboði
tæplega helmings íbúa Snæfellsbæj-
ar getum ekki sætt okkur við bæjar-
stjóra sem hefur á síðastliðnu kjör-
tímabili: Misbeitt því valdi sem
honum er falið. Hefur sýnt af sér að
vera óhæfur í mannlegum sam-
skiptum. Brotið stjórnsýslulög og
bæjarmálasamþykktir að eigin geð-
þótta.“ Tillaga J-lista var felld með
þremur atkvæðum gegn fjórum og
ráðningarsamningurinn við Krist-
inn samþykktur með fjórum sam-
hljóða atkvæðum. Þrír bæjarfulltrú-
ar sátu hjá.
Gunnar Örn Gunnarsson oddviti
minnihlutans í bæjarstjóm segir að
þarna sé um að ræða mjög alvarleg-
ar ásakanir á hendur bæjarstjóra og
því miður eigi þær við rök að styðj-
ast enda hefðu þær að öðmm kosti
ekki verið settar ffam með þessum
hætti. Aðspurður segir hann bæjar-
fulltrúa minnihlutans hafa sett sam-
an langan lista sem styðji málflutn-
ing þeirra. Sá listi verði ekki að
sinni birtur opinberlega en segir að
framganga bæjarstjóra við upp-
sagnir starfsfólks íþróttamannvirkja
á dögunum nýjasta dæmið. „Seinni
tvö ár síðasta kjörtímabils var gott
samstarf í bæjarstjórn og þannig á
að vinna. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins verða að átta sig á því að
þó þeir sitji í meirihluta þá er sveit-
arfélagið ekki einkaeign þeirra.
Bæjarstjórar em starfsmenn allra
bæjarbúa, ekki aðeins meirihlutans.
Það á einnig við um bæjarstjórann í
Snæfellsbæ,“ segir Gunnar Örn.
Aðspurður hvers vegna bæjarfull-
trúar hafi ekki leitað réttar síns lög-
um samkvæmt segist Gunnar Örn
margoft hafa rætt þessar ávirðingar
við ýmsa aðila í stjórnkerfinu en
málarekstur sé tímafrekur og í raun
neyðarúrræði.
Kristinn Jónasson bæjarstjóri
segir ásakanir minnihlutans koma
sér mjög á óvart enda séu þær mjög
alvarlegar. „Þessar ásakanir eru
mjög alvarlegar. Ekki síst fyrir þá
staðreynd að hafi ég ítrekað brotið
lög þá er mjög alvarlegt að bæjar-
fulltrúar hafi ekki bmgðist við og
leitað réttar síns lögum samkvæmt.
Hvorki bæjarstjóri né aðrir mega
ganga fram með þeim hætti sem
lýst er í bókun minnihlutans og
bæjarfulltrúum ber að gæta þess að
lög og reglur séu virt við stjórn
sveitarfélaga. Eg vísa þessum ásök-
unum á bug enda hef ég í starfi
mínu reynt að gæta hagsmuna allra
bæjarbúa,“ segir Kristinn að lokum.
HJ
Ikveikja við eldsneytísgeymslu
á Akranesi
Slökkvilið Akraness varfljótt að ráða niðurlögum eldsins en þó mátti litlu muna að eld-
urinn nœði að lœsa sig íýmis bráðeldfim efni sem þarna eru geymd.
Allt tiltækt lið Slökkvilið Akra- Þar logaði mikill eldur í olíu og
ness var kallað út á níunda tímanum ílátum undan ýmsum spilli- og ol-
á fimmtudagskvöld að eldsneytis- íuefnum. Olís er þarna með birgða-
geymslu sem stendur þétt við geymsluhús sem einungis stendur í
vinnsluhús HB Granda á Akranesi. nokkurra metra fjarlægð frá
vinnsluhúsum HB. Slökkviliði tókst
fljótt að ráða niðurlögum eldsins en
litlu mátti muna að eldurinn næði
að berast í tunnur undan hreinsi-
efnum.
A sama stað eru geymd gashylki
og ýmis bráðeldfim efni í og við
birgðageymslu Olís. Því mátti litlu
muna að stórtjón yrði. Talið er full-
víst að um íkveikju af mannavöld-
um sé að ræða því lás á hliði sem
lokar svæðinu af hafði verið brotinn
upp og sýnileg merki þess að úr-
gangsolíu hafi verið hellt yfir svæð-
ið og eldur borinn að. Lögreglan á
Akranesi rannsakar nú eldsvoðann.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
er ljóst að um íkveikju var að ræða.
Eru þeir sem mðu varir við manna-
ferðir á þessum slóðum beðnir að
hafa sambandi við lögreglu.
MM
Stórvirkur fræsari hjá Borgarverki
Borgarverk ehf. í Borgamesi tók
í síðustu viku í notkun nýjan ffæs-
ara að gerðinni Wirtgen 2000.
Tæki þetta er búið mjög fullkomn-
um búnaði til að blanda asfalti í
burðarlag eldri vega og endurvinna
þannig. Við það stóreykst burður
veganna og eykur hæfni þeirra við
að taka á móti sívaxandi umferð
stórra flutningabíla. Tækið er búið
mjög fullkomnum vélstýringum til
að stilla magn asfalts út frá dýpt
fræsunar og hraða tækisins. Eftir að
burðarlag veganna hefur verið unn-
ið með þessu tæki er endanlegt slit-
lag síðan lagt ofan á það. Þetta nýja
tæki Borgarverks
leysir af hólmi
eldri fræsara af
Bomag gerð hjá
fyrirtækinu en sá
fræsari verður
þó notaður
áfram til að
mæta sivaxandi
þörf á styrking-
um þjóðvega
landsins, að sögn
Óskars Sigvalda-
sonar, fram-
kvæmdastjóra.
MM
Frœsarinn var stilltur ogprófaður við frasingu á þjóðveginum við
Akranes, hér skammtfrá vegamótunum aðÆðarodda.
Hvalfjarðarsveit
skal það heita
HVALFJARÐARSVEIT:
Hið nýja sameinaða sveitarfélag
sunnan Skarðsheiðar heitir
Hvalfjarðarsveit en það var end-
anlega ákveðið á fyrsta fundi ný-
kjörinnar sveitarstjórnar sem
haldinn var 15. júní sl. Nafiiið
Hvalfjarðarsveit fékk mest fylgi
kjósenda í skoðanakönnun er
haldin var samhliða kosningum
nú í vor. A fundinum komst
sveitarstjórn að þeirri niður-
stöðu að Hvalfjarðarsveit væri
rétta nafiiið og greiddu sex
sveitarstjórnarmenn Hvalfjarð-
arsveit sitt atkvæði en einn sveit-
arstjórnarmaður skilaði sínum
miða auðum í skriflegri at-
kvæðagreiðslu sveitarstjórnar.
-so
Þrjár umsóknir
um stöðu
skólastjóra
AKRANES: Þrjár umsóknir
bárust um stöðu skólastjóra
Brekkubæjarskóla á Akranesi en
umsóknarfrestur um stöðuna
rann út 12. júm' sl. Umsækjend-
ur eru Arnbjörg Stefánsdóttir
aðstoðarskólastjóri Brekkubæj-
arskóla, Róbert Örn Ferdin-
andsson ffamhaldsskólakennari
og Valgarður Líndal Jónsson
deildarstjóri í Brekkubæjarskóla.
Að sögn Helgu Gunnarsdóttur,
sviðsstjóra fræðslusviðs Akra-
neskaupstaðar ef stefht að því að
ganga frá ráðningu sem fyrst.
Nýr skólastjóri tekur því við
stjóm eins stærsta vinnustaðar
bæjarins. Nemendur era að öllu
jöfhu á milli 480-500 talsins og
starfsmenn um 75. -hj
Staða sveitar-
stjóra auglýst
HVALFJARÐARSVEIT:
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar
hefur auglýst lausa stöðu sveit-
arstjóra. Sem kunnugt er varð
sveitarfélagið til á dögunum við
sameiningu fjögurra sveitarfé-
laga sunnan Skarðsheiðar. Sveit-
arstjóri var ekki starfandi í sveit-
arfélögunum fyrir sameiningu
þeirra. Umsóknarffestur um
stöðuna rennur út 3. júlí. -hj
Útboð á
sjóvömum
AKRANES OG NÁGR:
Siglingastofiiun hefur óskað eff-
ir tilboðum í gerð sjóvarna á
Akranesi og í Hvalfjarðarsveit.
Sjóvarnirnar verða við Lamb-
húsasund, á Langasandi austan
Merkjaklappar, veggur yst á
Breið, við Þaravelli, Akrakot og
Kross. Um er að ræða um 10
þúsund rúmmetra af grjóti sem
fer í varnirnar og 1.800
rúmmetrar af unnu efni sem fer
í stígagerð. Verkinu skal lokið
eigi síðar en um næsm áramót.
-hj
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og sett til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950.
Verð í lausasölu er 400 kr.
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is
Umbrot: Olgeir Helgi Ragnarsson. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is