Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2006, Qupperneq 8

Skessuhorn - 21.06.2006, Qupperneq 8
8 ..r-VMIHi.L 11 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2006 ✓ Mildl aðsókn að námi við Lbhl Hluti náms viS Landbúnaöarháskálann felst í námskeiium sem tekin em ai sumrinu. Þessi mynd var tekin afnokkrum nemendum í vettvangsferð í plöntugreiningamám- skeiii hjá dr. Bimi Þorsteinssyni í vikunni. Ljósm. GJ Mjög góð aðsókn er að námi við Landbúnaðarháskóla Islands í ár og eru umsóknir hátt á annað hundrað talsins. Nemendur skólans á næsta skólaári verða um þrjú hundruð. Þessa dagana er verið að meta hæfi umsækjenda, en talsverð aukn- ing er á umsóknafjölda á milli ára og þarf að vísa frá á einstaka braut- um. Flestar umsóknanna bárust í nám á umhverfisskipulagsbraut sem er fyrri hluti náms í landslagsar- kítektúr og/eða skipulagsfræðum. Sú námsbraut er ein nýrra náms- brauta við skólann, en einnig má nefna náttúru- og umhverfisffæði og skógfræði og landgræðslu auk búvísinda sem kennd hafa verið á Hvanneyri allar götur síðan 1947. Kennsla á háskólastigi og í búffæði fer frarn á Hvanneyri en garðyrkja er kennd á Reykjum í Ölfusi. Nokkuð af þessari auknu aðsókn eru nemendur sem stunda vilja fjar- nám við skólann og fer hlutfall þeirra hækkandi. Engu að síður má reikna með auknum íbúafjölda á Hvanneyri þegar kennsla við skól- ann hefst í haust. Alls er nú boðið upp á nám á fjórum háskólanáms- brautum við Landbúnaðarháskól- ann, en einnig er kennt á fimm starfsmenntabrautum í búffæði og garðyrkju á framhaldsskólastigi. Þeim sem stunda meistaranám við skólann fer nú einnig fjölgandi og skólinn er annar tveggja háskóla á landinu þar sem boðið er upp á doktorsnám. GJ Bömin öruggust á HeUissandi Börn á Hellissandi búa við mest öryggi í bílum á Vesmrlandi að því er kemur ffam í árlegri könnun sem Umferðarstofa og Slysavarn- arfélagið Landsbjörg gerðu í apríl. Gerð var könnun á öryggisbúnaði barna og notkxm hans í biffeiðum foreldra og forráðamanna barna við leikskóla víða um land. Er þetta ellefta árið sem þessi könnun fer ffam. Könnunin fór fram í þremur byggðarlögum á Vesmr- landi; Akranesi, Borgarnesi og Hellissandi. Best er ástandið á Hellissandi. Þar voru 91% barnanna með full- nægjandi búnað en þar vom 5% barnanna með engan búnað. Er Hellissandur í átmnda sæti yfir þau byggðarlög þar sem ástandið er best. I Borgarnesi vora 90,3% barna með fullnægjandi búnað en 3,2% með engan búnað. Síst er ástandið á Akranesi þar sem 86% barna var með fullnægjandi búnað en þar vora einungis 2% barna með engan búnað. Öll era þessi byggðarlög yfir meðaltali á land- inu öllu en 85,1% barna vora með fullnægjandi búnað og 3,2% barna voru án búnaðar. Þrátt fyrir að ástandið verði ekki viðunandi fyrr en öll börn verða með fullnægjandi búnað hefur á- standið bamað mjög ffá því að könnun sem þessi var gerð í fyrsta skipti. Þá vöru 32% barna án nokkurs öryggisbúnaðar í bílum. Þess má geta að ökumaður sem ekki sinnir þeim skyldum sem kveðið er á um í lögum varðandi notkun öryggisbúnaðar barna má búast við að verða sektaður af lög- reglu og að brot hans verði affnáð í ökuferilsskrá. Sektin er 10 þús- tmd krónur á hvert barn sem er laust í bílnum. HJ Vesturgata 119 breytist brátt í leikhús. S kagaleikflokkurimi í nýtt húsnæði Skagaleikflokkurinn fljUur innan tíðar í annað húsnæði eftir að samningar tókust milli flokksins, Akraneskaupstaðar og Húsvals ehf. um breytingu á leigusamningi þess efnis að skipt verði á núverandi húsnæði Suðurgöm 126 fyrir sam- bærilegt húsnæði að Vesmrgöm 119. Greiðsla fyrir húsnæðið verð- ur það sama. Um er að ræða efri hæð Vesturgötu 119 samtals um 259 fermetrar að stærð auk inn- gangs á neðri hæð. Húsnæðið mun skiptast í sal með leiksviði, tvö bak- herbergi ásamt tveimur salernum. HJ Engey hefur nú verið eitt ár í rekstri Engey RE 1, skip HB Granda og stærsta veiðiskip íslenska flotans, hélt í sína fyrstu veiðiferð 10. júní í fyrra og hefur skipið því verið eitt ár í rekstri hér við land. A tímabil- inu hafa verið unnin um borð 26.000 tonn frystra afurða og 1.500 tonn af mjöli og lýsi. Heildar afla- verðmæti era rúmar 1.600 milljón- ir króna. Engey landaði í Færeyjum í síðustu viku fullfermi af kolmunnaafurðum og hefur skipið framleitt alls um 5.700 tonn af kolmunnaafurðum á innan við 40 dögum. Engey er nú á síldveiðum, úr norsk-íslenska síldarstofhinum, innan íslenskrar landhelgi. jypjyi Engey RE-1 þegar skipið kom í heimsókn til Akraness fyrir rúmu ári stSan. Fjöldi útstrikana á Akranesi ekki gefinn upp Fjöldi útstrikana í kosningunum á Akranesi hefur ekki áhrif á úrslit þeirra, að því er kemur fram í fund- argerð yfirkjörstjórnar Akranes- kaupstaðar frá 12. júní sl. Skessu- horn sem og aðrir fjölmiðlar hafa að undanförnu birt fféttir um fjölda útstrikana í sveitarfélögum lands- ins. Hvergi hafa þær haft áhrif á niðurstöður kosninganna enda era ákvæði laga á þann veg að afar ólík- legt er að útstrikanir breyti röð ffambjóðenda. Þann 1. júní óskaði blaðamaður Skesshorns með tölvupósti eftir upplýsingum frá yfirkjörstjórn Akraneskaupstaðar um útstrikanir í nýafstöðnum kosningum. Þar sem ekkert svar hafði borist um miðjan dag 16. júní var haff samband við Einar Ólafsson formann yfirkjör- stjórnar og óskað eftir upplýsingum um fjölda útstrikana. Hann vísaði til fundargerðar stjómarinnar frá 12. júní þar sem segir að yfirstrik- anir hafi ekki áhrif og þar sem yfir- kjörstjórn hefði nú lokið störfum teldi hann sig ekki hafa heimild án samþykkis nefhdarinnar til að af- henda þessar upplýsingar. HJ Ný reiðhöU rís á Miðfossum Ný 1.625 fermetra reiðhöll er nú að rísa á Miðfossum í Andakíl. Það var í síðustu viku sem hafist var handa við að reisa húsið sem er 25,8 metra breitt og 63 metra langt. Eins og sést á myndinni miðar verkinu vel en burðarvirki hússins er úr límtré ffá Límtré Vír- neti. Veggir og þak er klætt með yleiningum ffá sama fyrirtæki. MM Karlareið í Grundarfirði Árleg karlareið Hesteigendafé- lags Grundarfjarðar var haldin 9. júní sfðasliðinn í blíðskaparveðri. Alls mættu 31 karl í reiðina sem endaði svo um kvöldið með kjöt- súpu í Fákaseli. Myndin er tekin við Kirkjufellsfossin sem var einn af áningarstöðunum. Ljósm. KH Eitilharðir morgunhanar hjóluðu um Italíu Hópurinn blæs úr nös á einum af áningarstöðum ferðarinnar. Á dögunum hélt hópur Skaga- manna til Ítalíu. Ekki er það eitt og sér fréttaefhi nema að þarna átti í hlut trimmhópur sem svitnað hefur um árabil í bítið í Iþróttamiðstöð- inni á Jaðarsbökkum undir styrkri stjórn Elsu Björnsdóttur og Huga Harðarsonar. A sfðasta ári var sjálfstraust hópsins slíkt orðið að sú hugmynd kviknaði að ráðist yrði í krefjandi verkefni í lok vetrarver- tíðar. Um síðir var ákveðið að hjóla ffá Bresia á Italíu til Mílanó en það er um 280 km leið. Hópurinn taldi 29 manns með mökum. Leiðin var hjóluð á fimm dögum með við- komu í borgunum Como, Varese og Bergamo svo dæmi séu nefnd. Fararstjóri var Kristín Einarsdóttir, margreynd hjólakona auk þess sem stuðst var við leiðsögn og aðstoð innlends aðstoðarmanns ffá Tíról. I lokaundirbúningi fyrir ferðina hjólaði hópurinn fyrir Hvalfjörð um 65 km leið. Allir komu Skagamennirnir aftur ffá Ítalíu enda tókst ferðin í alla staði einstaklega vel að sögn garpanna. Engin vandræði sköpuð- ust þessa tæpu þrjú hundrað kíló- metra sem hjólaðir vora þrátt fyrir nokkrar vænar brekkur á hluta leið- arinnar. HJ

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.