Skessuhorn - 21.06.2006, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 21. JUNI2006
9
aiisSuIiöEK]
íslenskir þjóðbúningar, handverk og kaffiboð í Norska húsinu
lilISl
Norska húsið í Stykkishólmi
AVS rannsóknasjóðurinn
veitir styrld í sjávarútvegi
Stjórn AVS rannsóknasjóðsins
hefur úthlutað styrkjum til 51 verk-
eíhis að fjárhæð rúmlega 218 millj-
ónir króna. Alls bárust stjórninni
103 umsóknir og var því 52 þeirra
hafnað að þessu sinni. Meðal þeirra
verkefha sem nú hlutu styrki má
nefha að Reykofhinn-Grundarfirði
ehf. hlaut 6 milljónir króna í verk-
efnið nýting sæbjúgna sem felst í
fjölgun veiðisvæða og áffamhald-
andi markaðssókn og þróun ís-
lenskra sæbjúgnaafurða. Verkefhis-
stjóri er Kári P. Olafsson.
Guðmundur Runólfsson hf. er
aðili að verkefai um gerð spálíkans
fyrir þorskvinnslu og hlaut það
styrk að fjárhæð 3,8 milljónir
króna. Sigurjón Arason er þar verk-
efnisstjóri.
HB Grandi hf. er aðili að verk-
efhi þar sem kannaður er möguleiki
á neðansjávar fiskvali fyrir troll
með notkun tölvusjónar og hlaut
það styrk að upphæð 5 milljónir
króna. Verkefnisstjóri er Sigmar
Guðbjörnsson.
Laugafiskur hf. tekur þátt í verk-
efhi um ferlastýringu á hausaþurrk-
un og hlaut verkefhið 6 milljóna
króna styrk og verkefnisstjóri er
Inga J. Friðgeirsdóttir.
Ingólfur Arnason er verkefnis-
stjóri í verkefni um beinagarðs- og
flakaskurð með háþrýstivatnsskurði
og hlaut verkefnið 9,8 milljóna
króna styrk. Skaginn hf. og HB
Grandi hf. eru samstarfsaðilar í því
verkefni. Skaginn hf. er einnig aðili
að verkefni um samþættingu kæli-
rannsókna sem hlaut styrk að fjár-
hæð 5 milljónir króna. Sigurður
Bogason stýrir starfinu.
Þá kemur Reykofninn-Grundar-
firði ehf. að verkefhi sem Kristján
F. Olgeirsson stýrir um eftirfylgni
markaðssetningar sæbjúgna í Kína.
Verkefnið hlaut styrk að fjárhæð 1
milljón króna.
HJ
Bjami Þór sýnir í
Skessubrunni
Laugardaginn 17. júní opnaði
Bjami Þór Bjarnason myndlistar-
sýningu á veitingastaðnum Skessu-
brunni í Svínadal. Sýningin er til-
einkuð íslenska hestinum og ber
heitið „Hestar í íslensku landslagi."
Þetta era 14 olíuverk máluð á striga
sérstaklega fyrir þennan glæsilega
veitingastað. I
myndunum er
mikill kraftur og
fjör, sem endur-
speglar áhuga
listamannsins á
hestum.
Fjölmenni var á
opnunardaginn
þar sem Gísli S
Einarsson, nýkrýndur bæjarstjóri
Akurnesinga fór á kostum með
nikkuna. Einnig sungu þeir Karl
Orn Karlsson og Þorleifur Orn-
ólfsson dúett og einsöng við undir-
leik Sveins Arnars Sæmundssonar.
Sýningin verður opin til 16. júlí á
opnunartíma Skessubrunns. MM
Sviptur ökuleyfi í þrjú ár
Héraðsdómur Vesturlands hefur
dæmt karlmann í 30 daga skilorðs-
bundið fangelsi og þriggja ára öku-
leyfissviptingu auk 270 þúsund
króna sektar fyrir ölvunarakstur og
eignaspjöll. Greiði haxm ekki sekt-
ina innan fjögurra vikna kemur 20
daga fangelsi í stað hennar. Mað-
urinn var ákærður fyrir að hafa að
morgni sunnudagsins 11. septem-
ber 2005 ekið bifreið sinni í Borg-
amesi undir áhrifum og hafnaði
bifreiðin að lokum á umferðarskilti
á gatnamótum Brúartorgs og Borg-
arbrautar. Vínandamagn í blóði
mannsins mældist 2,25%o sem er
margfalt það sem magn sem lög
leyfa en það er 0,5%o.
Að morgni laugardagsins 11.
mars 2006 var hann aftur á ferðinni
ölvaður á biffeið sinni og ók þá á
ljósastaur á gatnamótum Þorsteins-
götu og Borgarbrautar. Þá mældist
áfengismagn í blóði mannsins
2,74%o.
Þann 11. september 2005 hélt
maðurinn að Grunnskóla Borgar-
ness vopnaður felgulykli hvar hann
braut 21 rúðu. Maðurinn játaði
brot sín án undandráttar fyrir
dómi. Honum var virt það til máls-
bóta að honum hafði ekki áður ver-
ið gerð refsing.
HJ
Næstkomandi laugardag, þann
24. júní, verður Þjóðbúningadagur í
Norska húsinu í Stykkishólmi og
geta gestir kynnt sér íslenska þjóð-
búninga og handverk þeim tengt, á
milli klukkan 14 og 16. A jarðhæð
Norska hússins er uppsettur vefstóll
og geta gestir spreytt sig við vefhað
og á efri hæðinni verður sýnt
knippl og baldýring. Byggðasafni
Snæfellinga var færður íslenskur
skautbúningur að gjöf fyrir
skemmstu og verður hann sýndur
sem og faldbúningur Ingibjargar
Agústsdóttur.
Faldbúningurinn dregur nafn
sitt af höfuðbúnaðinum, svonefnd-
um faldi sem gerður var úr saman-
brotnum klútum sem vafðir vora
um höfuðið. Búningurinn mótaðist
í tímans rás og 19. öld var hann
einkum notaður sem sparibúningur
og á seinasta fjórðungi 19. aldar
lagðist notkun hans af. Skautbún-
ingurinn var hinsvegar hannaður
sem íslenskur hátíðarbúningur af
Sigurði Guðmundssyni málara,
með hliðsjón af gamla faldbún-
ingnum. Báðar tegundir af þessum
íslensku btiningum era mjög glæsi-
legar og er mikils um vert að kon-
ur fari að gefa þeim aukinn gaum. í
samfélagi samtímans er mikilvægt
að gamalli verkþekkingu og hand-
verki búningsins sé haldið við og
það gleymist ekki og er markmiðið
með búningadeginum að auka
skilning og þekkingu almennings á
því handverki sem felst í íslenska
þjóðbúningnum.
I tilefhi dagsins er ókeypis inn á
safhið og einnig er öllum konum
sem klæðast íslenskum þjóðbúningi
þennan dag, boðið í kaffiboð í stáss-
stofunni hjá frú Onnu Magdalenu í
Norska húsinu á milli kl. 14 og 16.
Konur sem eiga eða hafa afnot af ís-
lenskum búningi eru hvattar til að
bera hann þennan dag og mæta í
Norska húsið en aðrir eru hvattir til
að koma og kynna sér íslenskt
handverk.
(fréttatilkynning)
L#FT
BORGARNESI EHF
Vélamenn
Vegna aukinna verkefna framundan óskum við eftir að
ráða vélamenn til starfa.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Meirapróf
• Vinnuvélaréttindi
• Starfsreynsla er kostur
Einstaklingar þurfa að vera skipulagðir og geta unnið
sjálfstætt. Bæði er leitað að mönnum í framtíðarstörf og
í sumarafleysingar.
Loftorka Borgarnesi ehf. er alhliða verktakafyrirtæki á sviði byggingamannvirkja og
sérhæfir sig í framleiðslu á forsteyptum einingum fyrir húsbyggingar, umferðarmannvirki,
tanka, holræsi svo fátt eitt sé nefnt. Hjá fyrirtækinu starra i dag rúmlega 200 manns.
Umsóknir óskast sendar fyrir 4. júlí 2006 á skrifstofu
fyrirtækisins að Engjaási 1, Borgarnesi eða í tölvupósti
a netfangið ioftorka@toftorka.is
Allar nánari upplýsingar veita Vaidimar Guðmundsson í
síma 860-9012, Reynir Magnússon í síma 860-9045 og
Andrés Konráðsson í síma 860-9002.
Loftorka Borgarnesi ehf.
Engjaás 1, 310 Borgarnes
Sími 433-9000 fax 433-9013
www.loftorka.is
A lltafbetn kaup...
Frekari upplýsingar
veitir Unnsteinn Snorri í síma
430-5505 / GSM 864-4093
V
BUREKSTRARDEILD
Egnshdtl-aiOBorgarnesiliaaaigía
Áfgreiðsla sími 430 5505 - Fax 430 5501
Opið frá kl. 08 - 18 alla virka daga
kl. 10 - 16 laugardaga