Skessuhorn - 21.06.2006, Qupperneq 11
S21SSUHOBKI
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2006
11
Kríuvarp hefur misfarist eða
er seint á ferðinni
Krían er ekki farin að verpa á
landinu enn sem komið er og hvað
orsakar það er ekki vitað en flestir
telja þó að fæðuskortur sé ástæðan.
Kríuvarp hefur verið mikið við
bæinn Kirkjuból í Innri Akranes-
hreppi undanfarin ár, nánar tiltekið
í holtinu sem er við Hvalfjarðar-
gangamunnann norðanmegin.
Kristín Marísdóttir húsffeyja og
bóndi á Kirkjubóli segist ekki vita
hvað sé í gangi hjá kríunni, hópur
kría hafi komið í vor en nú séu
svotil allir fuglarnir farnir aftur, að-
eins örfáar kríur eftir. „Fyrir tveim-
ur árum voru yfir þúsund kríupör
hér í holtinu hjá mér, svo mikið af
henni og mikið varp að ef ég ætlaði
að gróðursetja í skógræktinni hjá
mér varð ég að gera það áður en
krían kom á vorin eða þegar hún
var farin á haustin, svo mikið var af
henni og hún aðgangshörð í varpi
sínu. I fyrrasumar gerðist eitthvað
því þá sá ég aðeins einn fleygan
kríuunga og pörunum hafði fækkað
verulega", sagði Kristín í samtali
við Skessuhom.
Telur Kristín varpið alls ekki
ónýtt af mannavöldum, eggjataka
hafi ekki verið stunduð í varpinu og
ekki sé það ónýtt af ágangi annarra
dýra eins og katta, ætið sé bara ekk-
ert. Hún segist sakna kríunnar
mjög, sér hafi fundist svo gaman að
fylgjast með henni við pörun t.d.
þegar hún flaug með síli og annað
æti og tældi að sér maka með þeim
hætti og eins þegar unga „greyin“
voru að rembast við að skríða úr
hreiðrunum og taka sín fyrstu fhig-
tök. Kristín segir að yfirleitt hafi
verið komnir ungar úr eggjum í
kringum 17. júní. Nú sé þar ekkert
af kríu miðað við það sem var fyrir
tveimur ámm og enginn fugl farinn
að verpa. Segist hún sjá aðeins
meira af hettumávi nú en venjulega
og er mikill slagur milli hans og
sílamávs um æti og tilurð í holtinu
á Kirkjubóli og séu fuglarnir hrein-
lega að éta hver undan öðmm.
Kristín gat þess að lokum að ungar
væm komnir hjá veiðibjöllunni og
sennilega væri hún hörðust af sér
við aðstæður sem þessar.
Enn í ástarleikjum
Eitt mesta kríuvarp í Evrópu er
við Rif á Snæfellsnesi. Skúli Alex-
andersson á Hellissandi sagði í
samtali við Skessuhorn að enn væri
krían ekki farin að verpa þar um
slóðir ermþá og væri það óvenju
seint. „Krían er ennþá í ástarleikj-
um og varpið þar af leiðandi ekki
hafið ennþá og er því mun seinna á
ferðinni en í venjulegu ári,“ sagði
Skúli.
Hvað veldur því að krían er mun
seinni að verpa en venjulega; ætis-
leysi, veðurfar eða aðrar orsakir
skal ósagt látið, en fróðlegt verður
að fylgjast með fuglinum á næstu
vikum.
SO
Gott fordæmi X-D?
Ágæti les-
andi!
Mig langar
til að benda á
eitt mikilvægt
mál sem lítur
að skipulags-
og umhverfis-
málum hér í bænum og verður mik-
ið klúður ef ekki er tekið á málun-
um strax. Þetta er úthlutun bæjar-
ins á tveimur lóðum til ÞÞÞ við
Smiðjuvelli. Ætla bæjaryfirvöld
virkilega að standa fyrir því að færa
allt „draslið" sem er á núverandi
lóð fyrirtækisins inn í nýtt hverfi
við hlið nýrrar matvöruverslunar?
Þetta er algjör skammsýni að ætla
sér að setja þetta fyrirtæki niður á
þessum stað og er í raun bara verið
að flytja umhverfisvandamálin 1 km
ofar í bæinn.
Af hverju reyna bæjaryfirvöld
ekki að stýra því hvernig verslunar-
og iðnaðarhverfi byggjast upp alveg
eins og þau stýra því hvernig íbúða-
hverfi byggjast upp? Að mínu mati
á svona starfsemi að vera í iðnaðar-
hverfinu í Höfðaseli.
Látum ekki mistökin endurtaka
sig eins og þau að leyfa lifrar-
bræðslu á Kalmansvöllum nánast
ofaní matvöruverslun og öðrum
verslunum með tilheyrandi
fuglageri, drasli og sóðaskap.
Eg skora á nýja bæjarstjóm að
sýna gott fordæmi og afstýra þessu
verðandi skipulags- og umhverfis-
klúðri, sérstaklega þar sem einn af
fulltrútmum er aðaleigandi ÞÞÞ.
Og einnig kalla ég eftir reglugerð
um ffágang lóða fyrir fyrirtæki í
iðnaðarhverfum bæjarins.
Með kveðju,
Ketill Mdr Bjömsson.
ÍSTAK er leiðandi fyrirtæki á
íslenskum verktakamarkaói. Hjá
fyrirtækinu starfa um 650 manns,
viðsvegar um landið sem og
erlendis.
ÍSTAK er alhliða verktakafyrirtæki
sem var stofnað árið 1970 og
hefur annast ýmis verkefni, svo
sem virkjanir, stóriðjuver, hafnar-
gerð, vega- og brúagerð auk flug-
valla. Ennfremur húsbyggingar
fyrir opinberar stofnanir, sveitar-
félög, fyrirtæki og einstaklinga.
Trésmiðir
Vegna aukinna verkefna óskar ÍSTAK eftir að ráða trésmiði til starfa.
Um er að ræða framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu.
Æskilegt er að umsækjendur hafi einhverja starfsreynslu.
Möguleiki er á húsnæði fyrir utanbæjarfólk.
Næg vinna í boði.
Upplýsingar um störfin og umsóknareyðublöð eru á skrifstofu ÍSTAKS,
Engjateigi 7,105 Reykjavík og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00.
Einnig er hægt er að senda inn umsókn á heimasíðu okkar www.istak.is.
ISTAK
TRÉSMIÐIR ÓSKAST
w«
rS'/:/€ef//S/i(j(r/*
STILLHOLT116-18 • AKRANESI
SÍMI 431 3333 • model.ak@simnet.is
REYKHÓLAHREPPUR
Reykhóladagurinn
Laugardaginn 24. júní
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá
fyrir unga sem aldna.
• Skipulögð gönguferð undir leiðsögn.
• Fombátasýning, gamlir bátar víða að.
• Kristján Amarsson frá Stórholti leikur tónlist.
• Selkjötssmakk að hætti Freyju Ólafsdóttur.
• Sölubás frá Kvenfélaginu Kötlu.
• Opið í Grettislaug og frítt inn á hlunnindasýninguna.
Að lokinni dagskrá geta gestir grillað í
H vanngarðabrekku.
Hladbord, Jónsmessubrenna og ball
íBjarkalundi (sœtaferðir í boði)
Takið daginn frá og mætið með góða skapið!