Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2006, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 21.06.2006, Blaðsíða 15
^ausvnuii MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2006 15 Skelfiskur úr Hvammsvík og Stykk- ishólmi ekki æskilegur til neyslu Hafrannsóknastofnun ráðleggur fólki ffá því að tína kræklinga og annan skelfisk í Hvammsvík í Hval- firði. Mælingar á vegum stofimnar- innar hafa leitt í ljós að óvenju mik- ið er um eitraða þörunga í sjónum þar. Um er að ræða svifþörunga af ættkvíslinni dynophysis spp sem geta valdið svokallaðri DSP eitrun í skelfiski. Smitist menn af slíku lýsir það sér meðal annars í miklum kviðarverkjum og meltingartrufl- unum. Athuganir Hafrannsókna- stofrumar í Hvalfirði hafa leitt í ljós að óvenju mikið af dyophysis-þör- ungum eru þar. Til marks um hversu háar tölurnar eru, má geta þess að viðmiðunarmörk í lítra af sjó eru 500 frumur á lítra en í mæl- ingum undanfarið hafa mælst 5.000 - 23.000 frumur á lítra, sem er með því hæsta sem mælst hefur. Það skal tekið fram að þó að svo mikið af þessum þörungum sé í sjónum, þýðir það ekki endilega að eitrið berist í kræklinginn, þó að hætta sé á því. Ekki er hægt að skera endan- lega úr um það nema með sýnatöku úr kræklingnum. A vefsíðu Haf- rannsóknarstofhunar er einnig var- að við skelfiski sem fenginn er í ná- grenni Stykkishólms, þar sem þessa eitruðu þörunga er einnig að finna þar yfir viðmiðunarmörkum, 1.560 ffurnur á lítra, en þó í miklu minna mæli en greinst hefur í Hvalfirði. Hafrannsóknarstofnun, Um- hverfisstofnun, Fiskistofa og fleiri standa í sameiningu að effirliti með eitruðum svifþörungum í sjó á þremur stöðum á þessu ári. Þessir staðir eru Hvalfjörður, Breiðafjörð- ur og Eyjafjörður. Sýni til rann- sókna á svifþörungum eru tekin einu sinni í viku, ffá vori til hausts þ.e. á aðalvaxtartíma svifþöiunga í sjó. SO Verkefnalisti meirihluta bæjarstjómar Akraness ákveðinn Eins og fram hefur komið í ffétt- um Skessuhorns tók nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra og óháðra við völdum í bæjarstjórn Akraness á fundi í fyrradag. A fund- inum kynnti Sæmtmdur Víglunds- son varaforseti bæjarstjórnar sam- komulag flokkanna um meirihluta- samstarf. Auk samkomulags um ráðningu bæjarstjóra er samkomu- lag um nokkur verk sem ráðast á í strax í sumar. Þar segir að strax eigi að undir- búa malbikun Grenigrundar og gangstéttar milli Garðabrautar og Höfðabrautar. Lagt verði slitlag á veginn að Safnasvæðinu, Lamb- húsastíg, aðkeyrslu að Grundar- skóla Víkurbrautarmegin, auk nokkurra göngustíga. Bætt verði hreinlætis og baðaðstaða við Langasand. Sama aðstaða verði bætt við tjaldstæðið. Þá segir að skipulag bókasafhsreits hafi verið blásið af. Skipaður verði þriggja manna vinnuhópur til að fara yfir möguleika á að Tónlistarskólinn verði fluttur í nýtt húsnæði. Skoðaðir verða vel samningar milli STAK og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Aðilar eru sam- mála um að eingöngu sé vilji til að hækka laun þeirra sem eru lægst séu launaðir. Farið verði strax í að skoða heild- arskipulag frá Stillholti að Báru- götu. Unnin verði ffamkvæmdará- ætlun að endurnýjun og lagfæring- um á götum og gangstéttum. Farið verður strax í að breyta deiliskipu- lagi á Höfða til að hækka „nýju blokkma" um tvær hæðir. Kannaðir verði möguleikar á að hafa frítt í strætó fyrir börn, eldri borgara og öryrkja. Endurskoðaðar verði fram- kvæmdir á lóð Brekkubæjarskóla. Atak verði gert í fegrun bæjarins, m.a. með málningu, tyrfingu og slætti. Til að undirstrika vilja meiri- hlutans hefur hann ákveðið að setja á stofn nýja nefhd; Umhverfisnefnd Akraneskaupsstaðar, sameina skipulags- og bygginganefhd, en skipulagsnefnd hefur farið með umhverfismál á undanförnum árum. Bæjarstjóra er falið að undir- búa starfssvið nefndanna. Þá segir að bæjarstjórn Akraness samþykki að fela bæjarstjóra að hefja strax virrnu við ofantalin verk- efni í samvinnu við tækni- og um- hverfissvið. HJ www.skessuhorn.is H 8H ‘ WBSM - HtM Spennandi starf hjá Norðuráli Starfsmann vantar tímabundið tií starfa á skrifstofu vegna stækkunar Norðuráls. Ráðningartími er 12 til 14 mánuðir eða eftir nánara samkomulagi. Helstu verkefni: • Almenn skrifstofu- og ritarastörf, þ.m.t. síma- og skjalavarsla • Móttaka reikninga og undirbúningur bókunar. • Vinna við bókhald og afstemmingar. Hæfniskröfur: • Góð samskiptahæfni og enskukunnátta. • Reynsla af bókhaldsstörfum og þekking á excel er æskileg. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Sigurjónsson í síma 430 1303 og 664 8505. Þú getur sótt um á vef fyrirtækisins www.nordural.is, sent umsókn þína á netfangið umsokn@nordural.is eða póstlagt umsóknina merkta “Atvinna.” Umsóknarfrestur er til 29. júní. Áhersla er lögð á jafna möguleika karla og kvenna til að vinna hjá Norðuráli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. NORÐURÁL CentuiyAiuMiNUM Grundartanga »301 Akranesi *Sími430 1000 »Fax430 1001 •nordural@nordural.is • www.nordural.is wmw. &km&ufiarn. m PVC Gluggar • Sólhýsi Hurðir • Svalalokanir Frábær lausn í bæði gamalt og nýtt Hvitt - Gulleik Maghagony Einbýfíð, fjölbýfíð, sumarhúsið eða hvar þar sem fegurð og gæði njóta sfn. Hafðu samband og við ráðteggjum þér GLUGGA- 0G GLERHÖLLIN 300 431 2028 «Fax:431 3S2S Einangrunargler - Óryggisgler - Speglar Kennarar Grunnskólann í Búðardal vantar kennara næsta vetur. Meðal kennslugreina eru íþróttir og almenn kennsla á miðstigi. í Grunnskólanum í Búðardal eru um 90 nemendur og starfsumhverfi mjög gott. Að okkar mati eru það forréttindi að kenna í skóla af þessari stærð. Endilega prófaðu. Umsóknarfrestur er til 26. júní. Upplýsingar gefa Guðrún G. Halldórsdóttir, skólastjóri 434-1466/862-8778 ggh@ismennt. is, Þorkell Cýrusson, aðstoðarskólastjóri, 434-1133/894-3445 thorkell@ismennt.is r all senses - upplifðu alit Ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi All Senses Awoken Group er samstarfsverkefni aðila í ferðaþjónustu á Vesturlandi. Megin markmið hópsins er að kynna og markaðssetja Vesturland, innanlands og erlendis. Við vinnum saman að nokkrum kynningum yfir árið, auk þessa höldum við sameiginleg námskeið og vinnufundi. Samstarfið er opið og gefst fleiri aðilum í ferðaþjónustu á Vesturlandi tækifæri til þess að slást í hópinn og vinna með okkur að þessum markmiðum. Ef þú hefur áhuga á því að starfa með öflugum faghóp í ferðaþjónustu hafðu samband við Þórdísi G. Arthursdóttir, verkefnisstjóra í síma 895 1783 eða á tga@simnet.is fyrir 1. júlí n.k Sýslumaðurinn í Borgarnesi Uppboð Eftirtalið lausafé verður boðið upp við Lögreglustöðina í Borgamesi að Bjamarbraut 2, föstudaginn 30. júní nk. kl. 16:00, hafi beiðnimar ekki verið afturkallaðar. Mercedes Benz 0614D UB-133 Gas Gas Endoucross W-927 Mercedes Benz KU-289 Subam Legacy YB-579 Borgarnesi 19. júní 2006 Sýslumaðurinn í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.