Skessuhorn - 21.06.2006, Page 16
16
MIÐVIKUDAGUR 21. JUNI 2006
§BESSUH©BKI
Bráðaframkvæmdir í
umhverfismálum ákveðnar
Nýkjörið bæjarráð Akraness
ákvað á fyrsta fundi sínum sem
haldinn var í síðustu viku að fela
sviðsstjóra tækni- og umhverfis-
sviðs að ráðast sem fyrst í fram-
kvæmdir við slitlagsútlögn á að-
keyrslu safhasvæðisins að Görðum,
Lambhúsastíg, Ægisbrautarenda
vestri og aðkeyrslu að Grundaskóla
við Víkurbraut. Ennfremur á
göngustíga samkvæmt nánara sam-
ráði við bæjarstjóra svo og undir-
búning að lagningu nýs slitlags á
Grenigrund.
Þá ákvað ráðið einnig að keyptir
verði 10 bekkir sem komið verði
fýrir í bænum og einnig verði bætt
við 10 ruslafötum á almannafæri í
bænum. Kostnaði sem hlýst af
þessum framkvæmdum var vísað til
endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
I bréfi sem sviðsstjórinn lagði
fýrir bæjarráð kom fram að hann
hafi rætt við fyrirtækið Malbik og
völtun hf. um að taka að sér lagn-
ingu slitlagsins og það hafi hlotið
jákvæðar undirtektir og geri for-
ráðamenn fyrirtækisins ráð fýrir að
hægt verði að hefjast handa öðru
hvoru megin við næstu mánaða-
mót. HJ
Óska eftir áheymarfull-
trúa í stjóm OR
Sveitarstjórn nýrrar Borgar-
byggðar samþykkti samhljóða á
fýrsta fúndi sínum að óska eftír
heimild til þess að skipa áheyrnar-
fulltrúa í stjórn Orkuveitu Reykja-
víkur. Orkuveitan var í eigu fjög-
urra sveitarfélaga, Reykjavíkur-
borgar sem fer með 93,54% hlut,
Akraneskaupstaður fer með 5,53%
hlut, fýrrum Borgarbyggð fór með
0,75% hlut og Borgarfjarðarsveit
fór með 0,17% hlut. Stjórn fýrir-
tækisins skipa sex fulltrúar og hefúr
Reykjavíkurborg skipað fimm
þeirra og Akraneskaupstaður skipar
einn.
Nýtt sveitarfélag norðan Skarðs-
heiðar, sem nú hefur fengið nafúið
Borgarbyggð, fer því nú með sam-
tals 0,93% hlut. Páll Brynjarsson
sveitarstjóri Borgarbyggðar segir
að nýja sveitarfélagið sé nú eina
sveitarfélagið sem ekki á aðkomu
að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og
því þyki sveitarstjórnarmönnum
Borgarbyggðar ekki óeðlilegt að
þeir fái heimild til þess að tilnefúa
áheyrnarfulltrúa.
Aðalfundur Orkuveitu Reykja-
víkur verður haldinn á miðvikudag-
inn. Þess má til gamans geta að
næsti formaður stjórnar fýrirtækis-
ins verður Borgnesingurinn Guð-
laugur Þór Þórðarson alþingismað-
ur.
HJ
Sautján lögðu inn tillögur um
hönnun Þjóðgarðsmiðstöðvar
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og
Snæfellsbær efndu á dögunum til
samkeppni um hönnun þjóð-
garðsmiðstöðvar á Hellissandi í
samvinnu við Arkitektafélag Is-
lands. Skilafrestur var 6. júní og
bárust dómnefúdinni 17 tillögur.
Verðlaunaafhending verður á 5 ára
afmæli þjóðgarðsins þann 28. júní
nk. í Grunnskólanum á Hellissandi
klukkan 14. Aðgangur er öllum op-
inn og verða tillögurnar til sýnis í
Grunnskólanum á Hellissandi til 1.
júlí. Tillögurnar verða einnig til
sýnis í Armúla la vikuna 3.-7. júlí.
Dómnefiid samkeppninnar skipa
Stefán Benediktsson arkitekt sem
er formaður nefndarinnar, Guð-
björg Gunnarsdóttir þjóðgarðs-
vörður, Kristínn Jónasson bæjar-
stjóri Snæfellsbæjar og Elín G.
Gunnlaugsdóttir og Baldur O.
Svavarsson arkitektar.
MM
Verðlaun fyrir góðan námsárangur
Við útskrift 10. bekkjar Grunn-
skólans í Borgarnesi þann 8. júní sl.
var Þorgerði Erlu Bjarnadóttur
veitt verðlaun fýrir bestan árangur í
samræmdum prófum í stærðfræði,
íslensku, náttúrufræði og samfé-
lagsffæði. Verðlaun fengu einnig
Guðmundur Þorvalds Einarsson
fýrir bestan árangur í ensku á sam-
ræmdu prófi og Linda Björk Ing-
ólfsdóttir fýrir bestan árangur í
samræmdu prófi í dönsku.
Þá veitti Rótarýklúbbur Borgar-
ness verðlaun fýrir kynningu á
starfskynningu sem 10. bekkingar
halda á hverju ári og voru það þær
Elín Gunnarsdóttir, Kristjana Erla
Björnsdóttir og Þorgerður Erla
Bjarnadóttir sem fengu þau verð-
Þorgerður Erla Bjamadóttir með verðlaunin sem hún fe'kk fyrir góðan námsáranguj-
laun fýrir kynningu á starfskynn- um á Hvanneyri.
ingu sinni í Landbúnaðarháskólan- SO/ Ljósm. Aslaug Þorvaldsdóttir
Viiinu við deilislápulag
Bókasafnsreit frestað
Umhverfisvakning
Skessuhoms
heldur áfram
í síðasta tölublaði Skessuhorns
var umfjöllun sem sneri að um-
gengni almennings og verndun
náttúru okkar. Hér heldur sú um-
fjöllun áffam í myndformi, en þess-
ar myndir voru teknar í Borgarfirði
í liðinni viku.
SO
Skipulags- og byggingarnefnd
Akraness hefúr samþykkt að fresta
ffekari vinnu við deiliskipulag svo-
nefnds Bókasafnsreits. Þetta var
ákveðið á fundi nefndarinnar sl.
mánudagskvöld. Sem kunnugt er
hefur undanfarna mánuði verið
unnað að skipulagi reitsins og hefur
þegar verið fest kaup á nýju hús-
næði undir bókasafúið. I deiliskipu-
lagsvinnunni var reiknað með upp-
byggingu á íbúðum fýrir aldraða á
reitnum. Nýr meirihluti bæjar-
stjórnar tilkynnti þegar hann tók
við völdum að hætt yrði við flutn-
ing bókasafúsins.
Deiliskipulagið hafði verið aug-
lýst og óskað eftír athugasemdum.
Athugasemdaffestur rann út þann
5. júní og bárust engar athuga-
semdir. Meirihluti nefndarinnar
samþykkti að deiliskipulagsvinnu
yrði ffestað og skipulagið ekki sent
til auglýsingar í Stjórnartíðindum
til endanlegrar staðfestingar.
Mirmihluti nefúdarinnar lagði fram
bókun þar sem sagði að harmaður
sé hringlandaháttur nýs meirihluta
bæjarstjórnar. „Deiliskipulagstil-
lagan var samþykkt einróma af fýrri
skipulags- og umhverfisnefúd og
engar athugasemdir bárust frá íbú-
um þegar tíllagan var auglýst. Með
þessari ákvörðun er tafið verulega
að byggðar verði 20-30 sérhannað-
ar íbúðir fýrir eldri borgara á Akra-
nesi,“ segir orðrétt í bókun minni-
hluta nefúdarinnar.
HJ
Girðingardrasl. Bóndinn á nú samt hól skilið jyrir það að taka gömlu ónýtu girðinguna niður, nú á hara eftir
að koma henni í gám.
Eru þetta allt þarfahlutir sem eiga eftir að koma að góðum notum einhvem daginn ?
Þessi dæmigerðu drykkjarílát sem svo mörgum finnst svo ósköp erfitt að koma í
ruslið.
Rúlluplast á griðingum er afar mikil sjónmengun.
Dekk hvort sem þau eru ónýt eða ný œtti ekki að geyma svona úti á víðavangi, þar
eiga þau einfaldlega ekki heitna.