Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2006, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 21.06.2006, Blaðsíða 19
iösssuriöBKI MIÐVIKUDAGUR 21 .JÚNÍ2006 19 Helgigöngur undir Jökli á Jónsmessu Á vegum Þjóðgarðsins Snæfells- jökuls og sóknarprestsins í Ingjalds- hólsprestakalli mun um næstu helgi verða gengnar helgigöngur á Snfæfellsnesi. Umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz verður heiðurs- göngustjóri. Saxhóll - Ingjaldshóll: Föstudaginn 23. júní kl. 19:00 fer rúta ffá Ingjaldshóli að Saxhóli. Þar hefst gangan kl. 19:30 eftir helgi- stund og fararblessun við nýjan kross þar sem kirkjan stóð áður. Gengin verður gamla þjóðleiðin um Prestahraun. Göngunni lýkur um kl. 2:30 á Jónsmessunótt með klukknahringingu og stuttri helgi- stund við sólarupprás við Ingjalds- hólskirkju. Effir að gangan hefst verður hægt að koma í hana eða taka sér hvíld frá henni t.d.við Móðulæk á móts við Rauðhól. Um- hverfisráðherra Jónína Bjartmarz verður heiðursgöngustjóri í ferð- inni. Einarslón - Hellnar: Laugardaginn 24. júní kl. 15:30 fer rúta frá Hellnakirkju og að Djúpalónssandi. Þaðan er stuttur gangur að E i n - arslóni. Lagt verð- ur af stað í gönguna kl. 16:00 frá nýjum krossi í Einarslóni eftir helgi- stund og fararbless- un. Geng- in verður g a m 1 a þjóðleiðin upp til Purkhóla, með Háahrauni, að forna kirkjustaðnum á Laugarbrekku og að Hellnakirkju. Þar lýkur göng- unni með næsturmessu um kl. 22:30. Göngustjórar verða dr. Pétur Pétursson prófessor og Sæmundur Kristjánsson sagnamaður í Rifi, leiðsögumaður og landvörður auk Jónínu Bjartmarz umhverfisráð- herra. A leiðinni sjá göngustjórarn- ir um sögu- og helgistundir. Sagt verður frá merkum sögulegum at- burðum, minnistæðu fólki, helgi- sögum og þjóðlegum fróðleik sem tengjast leiðinni og lífi fólks að fornu og nýju. Minnst verður fornra og nýrra helgistaða, merkra sagna og atburða í sögu kristnihalds undir Jökli. Gengið verður í áföng- um, ýmist í þögn eða samræðum. Allir eru velkomnir hvort sem þeir ganga langt eða skammt. Nauðsynlegt er að hafa drykkjar- vam með sér sem og annað nesti, segir í tilkynningu frá þjóðgarðin- um Snæfellsjökli. MM Ferðahandbók fjölskyldunnar Hjá Máli og menningu er komin út Ferðahandbók fjölskyldunnar eftir Bjarnheiði Hallsdóttur og Tómas Guðmundsson. Tómas hef- ur undanfarin ár starfað sem mark- aðs- og kynningarfúlltrúi Akranes- kaupstaðar. Höfúndar Ferðahand- bókar fjölskyldunnar hafa saman- lagt unnið áratugi við ferðaþjón- ustu á Islandi, meðal annars við að skipuleggja ferðir um landið fýrir údendinga. Sú reynsla nýttist þeim vel við vinnslu bókarinnar, ekki síð- ur en að ferðast með fjölskyldu sína. Þau lögðu land undir fót með það í huga að velja áhugaverða og fjölskylduvæna staði þar sem börn gætu unað sér í guðsgrænni náttúr- unni og ákváðu jafnframt að það mætti ekki kosta neitt að upplifa þessa staði. Markmið þeirra er að fá fólk til að skoða, upplifa og njóta - Frá Bjössaróló í Borgamesi sem m.a. er sagtjrá í hinni nýju bók. og slaka á. Staðirnir sem urðu fyrir valinu eru flokkaðir eftir landshlut- um og farið réttsælis í kringum landið, byrjað á Akranesi og endað á suðvesturhorninu. „Það er gaman að fara í ferðalög og þau styrkja fjölskylduböndin. Þau eru líka ffæðandi og efla virð- ingu, vitund og tilfinningu fólks fyrir landinu, umhverfinu og mannlífinu. Allir sem hafa ferðast með börn og unglinga vita að það gilda önnur lögmál um ferðalög með ungmennum en fullorðnum. Það þarf að skipuleggja nokkuð vel ferðalagið sjálft, áfangastaði og nestisstopp og nauðsynlegt er að gera ráð fyrir alls kyns óvæntum uppákomum. Ferðahandbók fjöl- skyldunnar er samin með þetta í huga,“ segir m.a. í tilkynningu frá útgefendum. MM ÍSTAK er leiðandi fyrirtæki á íslenskum verktakamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa um 650 manns, víðsvegar um landið sem og erlendis. ÍSTAK er alhliða verktakafyrirtæki sem var stofnað árið 1970 og hefur annast ýmis verkefni, svo sem virkjanir, stóriðjuver, hafnar- gerð, vega- og brúagerð auk flug- valla. Ennfremur húsbyggingar fyrir opinberar stofnanir, sveitar- félög, fyrirtæki og eínstaklínga. / N VÉLAMENN ÓSKAST Vélamenn Vegna aukinna verkefna óskar ÍSTAK eftir að ráða vélamenn til starfa.Um er að ræða stjórnun á jarðýtum og gröfum. Möguleiki er á húsnæði fyrir utanbæjarfólk. Upplýsingar um störfin og umsóknareyðublöð eru á skrifstofu ÍSTAKS, Engjateigi 7,105 Reykjavík og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00. Einnig er hægt er að senda inn umsókn á heimasíðu okkar www.istak.is. ÍSIAK Fróðleíkur og skemmtun, í góðum hópí, í frábæru umhverfl. Helgína 7.-9 júlí 2006. WWWoll INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali FASTEIGNIR í B0RGARNESI BÖÐVARSGATA 4 Ibúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi, 113,2 ferm. Forstofa dúklögð. Stofa teppalögð. Borðstofa og gangur dúldagt. Þijú herbergi, tvö dúklögð og eitt parketlagt. Eldhús dúklagt, eldri viðarinnrétting. Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að hluta. Þvottahús og búr. Geymsla undir útitröppum. Góður garður. Til afhendingar með skömmum jyrirvara. Verð: 17.500.000 KVELDÚLFSGATA12 Ibúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi, íbúð 128,7 ferm. og bílskúr 39,9 ferm. Forstofa flísalögð. Hol, stofa og gangur parketlagt. Fjögur herbergi öll parketlögð. Eldhús parketlagt, nýleg viðarinnrétting. Baðherbergi allt dúklagt, - viðarinnr. Gestasnyrting dúklögð. Búr og þvottahús. Hús ný málað að utan. Til afhendingar með skömmum jyrirvara. Verð: 29.000.000 Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61, 310 Borgarnes, s. 4371700, 860 2181, fax 4371017, J © Bæ'ndur Vesturlandi! Vantar nautgripi og hross til slátrunar. Pantanir og upplýsingar í síma 480 4100. Sláturfélag Suðurlands Selfossi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.