Skessuhorn - 21.06.2006, Page 23
öSESSUHOBI s
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2006
23
Leikir þriðju
deildar Hðanna
Miðvikudaginn 14. júní tók lið
Kára á móti Skallagrímsmönnum á
Skaganum. Lið Kára hefur aldeilis
verið í gírnum og skorað mikið í
síðustu leikjum og ekki breyttu þeir
út af vananum á móti Skallagrími
því Kári sigraði leikinn með sjö
mörkum gegn tveimur á Akranes-
velli.
Sunnudaginn 18. júní léku Vest-
urlandsliðin þrjú í c riðli 3. deildar,
Kári á útivelli en Snæfell og Skalla-
grímur á heimavelli.
Kári hélt á Hofsós þar sem þeir
léku á móti heimamönnum í liði
Neista. Kári var sterkara liðið í
leiknum og sigraði með fjórum
mörkum gegn engu marki heima-
manna.
Skallagrímur tók á móti Tinda-
stóli á Skallagrímsvelli í Borgarnesi
á sunnudag. Höfðu heimamenn
betur í þeim leik, sem þeir unnu
með tveimur mörkum gegn einu
marki Tindastóls.
Þá tók lið Snæfells á móti liði
Hvatar ffá Blönduósi á Stykkis-
hólmsvelli, einnig á sunnudag.
Ekki gekk leikurinn nógu vel hjá
heimamönnum en úrslitin urður
þau að Hvöt sigraði leikinn með
sex mörkum gegn tveimur mörkum
heimamanna.
Staðan í deildinni er sú eftir
þessa fjóra leiki í síðustu viku að
Kári heldur sínu striki og er í 1.
sæti c riðils með 15 stig og hefur
liðið nú skorað 32 mörk en fengið á
sig 9. Skallagrímur er kominn í 3.
sætd með 9 stig og hafa þeir skorað
12 mörk en fengið á sig 13. Snæfell
er í 6. og neðsta sæti riðilsins með
1 stig og hafa þeir skorað 7 mörk
en fengið á sig 33 mörk. SO
Stuðningsmannafélag
Skagamörldn best
Stuðningsmannafélagið Skaga-
mörkin hefur verið valið stuðnings-
mannafélag 1.-6. umferðar Lands-
bankadeildarinnar af nefnd sem
skipuð er fulltrúum fjölmiðla og
Landsbankans. „Stuðningsmenn
IA, sem stofnuðu nýjan stuðnings-
mannaklúbb í vor, stóðu þétt við
bakið á sínu liði í fyrstu umferðun-
um, þrátt fyrir mikið mótlæti, og
eru vel að stuðningsmannaverð-
laununum komnir. Skagamenn
hafa sýnt stuðning sinn í verki,
komið prúðmannlega og drengi-
lega fram og verið félagi sínu til
mikils sóma“, segir á ksi.is um mat
nefhdarinnar.
Stuðningsmannafélagið fékk að
launum peninga að upphæð
100.000 krónur og mun sú fjárhæð
renna óskipt til unglingaknatt-
spyrnunnar á Akranesi.
SO
Urtaka SnæfeHings
og Glaðs
Nú liggja úrslit fyrir á móti
hestamannafélaganna Snæfellings
og Glaðs fyrir Landsmót hesta-
manna, en úrtakan fór fram á Kald-
ármelum fyrir skömmu.
Fulltrúar Hestamannafélags-
ins Snæfellings á LM eru:
A flokkur;
Kjarni ffá Lækjarmóti og Isólfur
Líndal Þórisson
Gola ffá Brimilsvöllum og Isólfur
Líndal Þórisson
Til vara: Glóð ffá Brimilsvöllum og
Alexander Hrafnkelsson
B flokkur:
Skáti frá Skáney og Isólfur Líndal
Þórisson
Hrafn ffá Berustöðum og Alexand-
er Hrafnkelsson
Til vara: Örlámr frá Hallkelsstaða-
hlíð og Guðmundtir M. Skúlason
Ungmennaflokkur:
Guðmundur M. Skúlason og Skúta
frá Hallkelsstaðahlíð
Sigríður Guðbjartsdóttir og Venus
frá Hofi
Unglingaflokkur:
Astrós Eiðsdóttir og Kristall frá
Naustum
Dagfríður Ósk Gunnarsdóttir og
Einir frá Lækjarmóti
Bamaflokkur:
Rúnar Þór Ragnarsson og Dögg frá
Kverná
FuIItrúar Hestamannafélagsins
Glaðs á LM eru:
A flokkur:
Deilir frá Hrappsstöðum og
Eyjólfur Þorsteinsson
Ylur ffá Blönduhlíð og Guðmund-
ur Baldvinsson
Til vara: Mosi frá Lundum og
Skjöldur Orri Skjaldarson
B flokkur:
Snerrir ffá Bæ og Reynir Jónsson
Litbrá frá Ármóti og Inga Dröfh
Sváfnisdóttir
Til vara: Bylgja ffá Armóti og Inga
Dröfh Sváfhisdóttir
SO
Kærar þakkir!
Borgfirðingahátíð var nú hald-
in í sjöunda skipti dagana 9. - 11.
júní sl. og tókst með ágætum.
Fjölmargir lögðu hönd á plóg til
að gera hátíðina sem fjöl-
breyttasta og mikil aðsókn var að
flestum uppákomum sem sýnir
að flestir hafa fundið eitthvað við
sitt hæfi.
Fyrir hönd UMSB langar mig
að koma á framfæri þakklæti til
allra þeirra sem smddu við fram-
kvæmd Borgfirðingahátíðar ým-
ist með vinnuframlagi, beinu
fjárframlagi, lögðu til skemmtiat-
riði eða sköffuðu húsnæði og
aðra aðstöðu til hátíðarhalda.
Síðast en ekki síst viljum við
þakka öllum þeim sem tóku þátt í
hátíðarhöldunum fyrir að gera
Borgfirðingahátíð að sannkall-
aðri héraðshátíð okkar allra.
Margrét Friðjónsdóttir,
ji'amkvæmdastjóri
Borgfirðingahdtíðar
Komnir á beinu brautina
Skagaliðið vann baráttusigur
gegn Breiðabliki á Akranesi sl.
fimmmdag. Liðið vann þar með
sinn annan sigur í röð og ljóst að
þtmgi fargi er létt af mönnum. Ef
liðið sýnir áfram sömu barátmna og
það gerði í leiknum er ljóst að
úkagamenn eru komnir á beinu
brautina. Bjami Guðjónsson skor-
aði stórglæsilegt mark sem kemur
klárlega til greina sem mark sum-
arsins.
Leikurinn byrjaði nokkuð rólega
þó bæði lið sköpuðu sér færi.
Nokkuð jafnræði var með liðtmum
en hvomgu liðinu tókst að skora í
fyrri hálfleik. Undir lok hálfleiksins
setti IA mikla pressu á Breiðablik
og ljóst var að Skagamenn ætluðu
sér að komast yfir fyrir leikhlé. Það
tókst hins vegar ekki og því var
markalaust í hálfleik.
Bæði liðin komu dýrvitlaus út í
seinni hálfleik og strax var ljóst að
ekkert yrði gefið efdr. Breiðablik
komst yfir á 65. mínúm og ljóst var
að heimamenn þyrftu að bíta í
skjaldarrendurnar. Það gerðu þeir
líka svo um mimaði því tveimur
mínúrnm síðar skoraði Bjami gull
af marki. Eftir nokkurn barning í
teignum barst boltinn út til hans og
hann hamraði hann í netaði án þess
að markvörður Blika kæmi
nokkrum vörnum við.
Skagamenn vom hvergi nærri
hættir og héldu áfram að sækja.
Þeir uppskára laun erfiðis síns á 75.
mínúm þegar Ellert Jón Bjömsson
skoraði effir ffábæran tmdirbúning
Amars Más Guðjónssonar. IA átti
fylfilega skilið að komast yfir og
það sem eftir lifði leiks sótti liðið
ákaft og var oft nálægt því að bæta
við mörkum. Blikar missm móðinn
við seinna markið og vora smá-
stund að koma sér aftur í gang, en
lok leiksins einkenndust af sókntmi
á báða bóga.
Það er ekki að ósekju að Bjami
Guðjónsson var valinn maður 7.
umferðar hjá fótbolti.net. Hann átti
frábæran leik og setti inn stórkost-
legt mark. Skagaliðið virðist loksins
hafa fengið trú á því sem það er að
gera, nokkuð sem hefur stundum
skort í sumar.
Það er því vonandi að liðið haldi
áfram á sömu braut, en næsti leikur
verður nk. fimmmdag í Vest-
mannaeyjum. Skagamörkin, smðn-
ingsmannahópur IA, verður með
hópferð á leikinn og víst er að ekki
veitir af að sýna liðinu stuðning á
jafiierfiðum útivelli og Hásteins-
völlur er. I það minnsta er ljóst að
Hðið þarf að sýna sömu baráttu og
það gerði uppi á Skaga sl. fimmtu-
dag. KÓP
ÍA piltar marsera á mótssetningunni sl. sumar.
Skagamót Coke og KB banka um
helgina á Akranesi
Hið árlega Skagamót Coke og
KB banka verður haldið á Akranesi
um næsm helgi, dagana 23.-25.
júní. 22 félög eru skráð til leiks og
munu þau koma með samtals 87 lið
í 7. flokki, þar sem leika tmgir og
efnilegir knattspyrnumenn- og
konur. Mótsseming verður á aðal-
vellinum klukkan 12:00 á föstudag
að lokinni skrúðgöngu til vallarins
frá Grandaskóla og hefst keppnin
svo klukkan 13:00. Leikið verður á
12 völlum á æfingasvæði IA.
Fjórar af fimm umferðum deild-
anna verða leiknar á laugardag og
sú síðasta fyrir hádegi á sunnudag.
Ekki verður um neina úrslitaleiki
um sæti að ræða. I stað þeirra verð-
ur sprell á aðalvellinum klukkan
13:00 á sunnudag og verðlaunaaf-
hending í beinu framhaldi. Allir
þátttakendur fá verðlaunapening
og fótbolta. Efsta liðið í hverri
deild í hverjum flokki fær eignar-
bikar. Prúðasta félag mótsins fær
stærsm verðlaunin sem er veglegur
eignarbikar, þá verða einnig veitt
Háttvísisverðlaun KSI.
Undanfarin ár hafa um 1000
manns sótt Akranes heim af þessu
tilefhi og má búast við svipuðum
fjölda í ár. Sá munur er hinsvegar
nú að Skagamótið er ekki sömu
helgi og Irskir dagar, sem verða nú
þegar vika er liðin af júlí.
SO/ Ijósm. HS
Jónsmessuganga 2006
Föstudaginn 23. júní verður farin hin árlega
Jónsmessuganga á Háahnjúk.
Safnast verður saman við litlu réttina við rætur Akrafjalls
kl: 22:00, gengið sem leið liggur á Háahnjúk undir
öruggri leiðsögn Björgunarfélags Akraness. Þátttakendur
fá frímiða í sund og á toppnum verða léttar veitingar.
Grill og gaman í Jaðarsbakkalaug
Sundlaugin verður opin frá miðnætti, boðið verður upp á
grillaðar pylsur og létta stemningu á laugarbakkanum.
Tilvalið að skella sér í laugina og láta þreytuna líða úr sér
að lokinni göngu.
Dagskrá þessi er sett fram með fyrirvara um gott
ferðaveður og mikilvægt er að þátttakendur séu vel
útbúnir varðandi göngufatnað og skóútbúnað.
www.ia.is
Akraneskaupstaður
www.visitakranes.is