Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2006, Page 24

Skessuhorn - 21.06.2006, Page 24
Láttu ekki vandræðin verða til vandræða íbúðaiánasjóður www.ils.is ■■■■■■HHBKWHnHHHHHRHBBnMnnHnSBni FJÁRHAGSLEG GLITNIR VELGENGNI ÞÍN — ER 0KKAR VERKEFNI Daglegar ferðir Opnunartímarvirka daga 8-12 og 13-17. Engjaás 2 • 310 Borgarnes • Sími: 458 8880 landflutningar@landflutningar.is • www.landflutningar.is Landflutningar 'SAMSKIP Bæjarráð harmar gerð viljayfirlýsingar við hestamenn Bæjarráð Akraness harmar gerð viljayfirlýsingar sem fyrrverandi bæjarstjóri Akraness gerði við Hestamannafélagið Dreyra. Ráðið segir viljayfirlýsinguna gerða án samráðs við ráðið en vill engu að síður taka upp viðræður við félagið um samstarfssamning. Eins og fram hefur komið í frétt- um Skessuhorns hafa hestamanna- félög víðs vegar um landið hugað að byggingu reiðskemma eða reið- halla í kjölfar ákvörðunar ríkis- stjórnarinnar um stuðning við byggingu slíkra húsa í hverjum landshluta. Hefúr í kjölfarið hafist mikið kapphlaup milli hestamanna- félaga um slíkar byggingar. Þann 2. júní sendi Hestamanna- félagið Dreyri umsókn til landbún- aðarráðherra um styrk til bygging- ar reiðskemmu á svæði félagsins við Æðarodda við Akranes. Félagið starfar á Akranesi og í Hvalfjarðar- sveit og eru félagsmenn um 170. Kemur ffam í umsókninni að félag- ið hyggist reisa 1.500 m2 skemmu og í tengslum við þær ffamkvæmd- ir bæta aðra aðstöðu eins og skeið- velli, reiðgerði og tamningagerði. Þá segir í umsókninni: „Bæjaryfir- völd á Akranesi lýsa yfir vilja sínum til að gera ff amkvæmdasamning við félagið, þar sem kveðið verður á um framlög Akraneskaupstaðar vegna þessarar nýju aðstöðu". Undir þessa umsókn rita nöfn sín Dóra Líndal Hjartardóttir formað- ur Dreyra og fyrir hönd Akranes- kaupstaðar ritar Guðmvmdur Páll Jónsson þáverandi bæjarstjóri und- ir umsóknina. Sama dag rita sömu aðilar undir viljayfirlýsingu þar sem segir að Akraneskaupstaður og Dreyri lýsi yfir vilja sínum til að gera með sér samning um ffamkvæmdir á svæði félagsins. Þar segir að í samningn- um skuli kveðið á um áætlaðar ffamkvæmdir svo sem byggingu reiðskemmu, gerð nýrrar skeið- brautar, lagfæringu við æfinga- og keppnisaðstöðu og frágang gama og almenna snyrtingu svæðisins. Þá skuli einnig kveðið á um verkþætti og tímasetningu þeirra, áfanga- skiptingu og fjárframlög og stefnt skuli að því að framkvæmdir geti hafist árið 2007. Einnig segir að Akraneskaupstaður lýsi jafnframt vilja sínum til að leita eftir samn- ingum við Hvalfjarðarsveit um beitarland fýrir hesta félagsmanna. Viljayfirlýsingin var lögð fýrir fýrsta fúnd nýkjörins bæjarráðs í síðustu viku. Eins og áður sagði harmaði ráðið gerð viljayfirlýsing- arinnar án samráðs við ráðið en bókar jafnframt að það muni taka upp viðræður við Dreyra um gerð samstarfssamnings. HJ Guðmundur Páll Jóns- son aðstoðarmaður félagsmálaráðherra ^eyskír 30. júní - 2. júlí 2006 í Ólafsvík Gylfi Jónasson framkvœmdasljóri Festu lífeyrissjóðs er til hœgri á myndinni. Guðmundur Páll Jónsson, bæjarfulltrúi og fýrrverandi bæjarstjóri á Akranesi hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Magnúsar Stefánssonar fé- lagsmálaráðherra og mun hefja störf strax. Guðmund- ur Páll er Akurnesingur og lauk námi árið 1978 frá Samvinnuskólanum á Bif- röst. Hann starfaði hjá Har- aldi Böðvarssyni hf. og HB Granda hf. frá árinu 1986 og lengst af sem starfsmanna- stjóri. Hann var ráðinn bæj- arstjóri á Akranesi 1. nóvem- ber 2005 og gegndi því starfi þar til í síðustu viku. Hann var kjörinn í bæjarstjórn Akraness árið 1994 sem odd- viti Framsóknarflokksins og hefur sem bæjarfulltrúi setið í fjölmörgum nefiidum og ráðum. Guðmundur Páll segir hið nýja starf spennandi kost og þar gefist tækifæri til þess að vinna að málum sem hann hafi lengi unnið að í störfum sínum til þessa. Guðmtuidur segir hið nýja starf ekki hafa áhrif á setu sína í bæjarstjórn Akraness enda fjölmörg for- dæmi fýrir því að aðstoðar- menn ráðherra sitji í sveitar- stjómum. HJ Festa lífeyrissjóður stofnaður á Akranesi \ fré Hopp 09 skopp . ^ ^"*aður - Dorgkepp„i. Söngva'^1 og margt margt fleira.... Fjölmenni var á stofhfundi hins nýja lífeyrissjóís. Síðastliðinn mánudag var haldinn á Akranesi stofnfundur Festu lífeyris- sjóðs. Sjóðurinn varð til við sameiningu Lífeyrissjóðs Vesturlands og Lífeyris- sjóðs Suðurlands. Lífeyrissjóður Suður- lands var sameinaður úr Lífeyrissjóði Suðurnesja og Lífeyrissjóði Suðurlands um mitt síðasta ár. Stjórnir sjóðanna hófu viðræður í apríl á síðasta ári og á vormánuðum síðasta árs var skipuð sér- stök viðræðunefnd sem í sátu stjórnar- formenn og framkvæmdastjórar sjóð- anna auk eins stjómarmanns frá hvor- um sjóði. Einnig komu tryggingafræð- ingar sjóðanna að málinu. A stofnfundinum kom fram að mark- mið með sameiningu sjóðanna sé að auka hagkvæmni í rekstri, bæta áhættu- dreifingu og ávöxtun eigna og hámarka með þeim hætti þau lífeyrisréttindi sem sjóðirnir geta veitt sjóðsfélögum sínum. Einnig að stærri sjóður sé betur í stakk búinn til þess að veita þá þjónustu sem nú er krafist. I stofnefnahagsreikningi hins nýja sjóðs þann 1. janúar 2006 var hrein eign til greiðslu lífeyris rúmlega 39,4 milljarðar króna og verður sjóður- inn því í hópi stærstu lífeyrissjóða landsins. Heimili og varnarþing hins nýja sjóðs verður í Reykjanesbæ en skrifstofa sú sem Lífeyrissjóður Vesturlands rak á Akranesi verður rekin þar áfram. Fram- kvæmdastjóri sjóðsins er Gylfi Jónasson sem áður var framkvæmdastjóri Lífeyr- issjóðs Vesturlands. Kristján Gunnars- son er formaður stjórnar sjóðsins og Bergþór Guðmundsson varaformaður. Aðrir stjómarmenn era Ragna Larsen, Þórarinn Helgason, Bergþór Baldvins- son og Sigrún Helga Einarsdóttir. HJ s' ^apP^/aupid mikla - Kij, n V- * *ýning ‘ Héðinsmótið í bekkpressu . Blúsbanw;. Tóti tannálfur og Sölvar súri r SöCuskáíi (yK.ÓCafsvík v/ Ólafsbraut • Ólafsvík Sími: 4361012 fax: 436 1660 rs FESTh LÍFEYRISSJÓÐUR

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.