Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2007, Síða 1

Skessuhorn - 14.02.2007, Síða 1
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI Meðal efnis: • Fjölskylda borin röngum sökum........Bls. 10 • lllur aðbúnaður skipverja....Bls. 26 • Borað á Berserkseyri .. Bls. 32 • Allt um körfuna......Bls. 31 • Kveikir námsáhugann með tónlist..Bls. 12 • Peningalykt í loftið.....Bls. 2 • Veðramót á Snæfellsnesi ...Bls. 14 • Eva Margrét fer á Samfés.....Bls. 22 • Landbúnaðarsafn verður staðreynd....Bls. 8 • Safnar munn- mælasögum ....Bls. 22 • Segja stríð hafið.......Bls. 20 • Hringtorg á Hvanneyri....Bls. 10 • Hafnarmannvirkin í Rifi skoðuð..Bls. 6 • 100 ára kvenfélag....Bls. 9 • Vilja malbika vegina.......Bls. 32 • Einkenni misnotkunar kennd........Bls. 11 • Húsasmiðurinn sem varð lögga...Bls. 24 • Tímamót í mannfjölda...Bls. 22 • Pestirnar herja á landsmenn....Bls. 13 • Handverk og hönnun.......Bls. 26 • Hámarkshraði lækkaður.....Bls. 2 • 28 þúsund í göngin á haus.......Bls. 4 L J 7. tbl. 10. árg. 14. febrúar 2007 - Kr. 400 í lausasölu BæjarráS Akraness ákvað á fundi sínum í síðustu viku að fitra sex þúsundasta íbúanum gjöf að verðmœti 100 þúsund krónur. I samráði við foreldra stúlkunnar sem fieddist þann 6. febrúar, þau Evu Lind Matthíasdóttur og Gunnar Þór Gunnarsson, var uppbœðin lögð inn á bundna bók til 18 ára aldurs í Glitni. Gísli S. Einarsson, bcfiarstjóri fierði stúlkunni ogforeldrum hennar skjöl þessu til staðfestingar á heimili þeirra ígœr. Sjá nánar „Tímamót í mannfjölda áAkrar,esi‘‘ ífrétt á bls. 22. Ljósm. HJ. Miklar framkvæmdir samkvæmt nýrri áætlun Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra kynnti á mánudaginn til- lögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010 og einnig tillögu um samgönguáætlun fyrir árin 2007- 2018. Samkvæmt þessum áætlunum verða framlög til samgöngumála rúmlega 381 milljarður króna á næstu 12 árum. Af þeirri upphæð renna um 324 milljarðar króna til vegamála. Framkvæmdir sem ætlað er að fjármagna með „sérstakri fjár- öflun“ eru fyrirferðarmiklar í þingsályktunartillögunum. Af stærstu framkvæmdum á næstu fjórum árum á Vesturlandi má nefna að til framkvæmda á hringveginum frá Grafarkoti að Brekkunefi í Borgarfirði verður varið 380 milljónum króna. I Vest- fjarðaveg ffá Svínadal að Flóka- lundi verður varið 1.560 milljónum króna. Til vegar um Fróðárheiði verður varið 100 milljónum króna. I framkvæmdir við Þjóðbraut á Akranesi verður varið 100 milljón- um króna á árunum 2009 og 2010. Af söluandvirði Símans verður á næstu fjórum árum varið 8 millj- örðum króna í Sundabraut frá Sæ- braut að Geldinganesi en fram kemur að endanleg ákvörðun um legu vegarins verði tæpast gerð fyrr en í árslok 2007. Til vegarins ffá Svínadal að Flókalundi verður varið 700 milljónum króna. Til ffam- kvæmda við tengivegi í Norðvest- urkjördæmi verður á næstu fjórum árum varið 1.523 milljónum króna en skipting þess fjár fer fram við af- greiðslu áætlunarinnar á Alþingi. Þá verður á næstu fjórum árum varið 2.500 milljónum króna til framkvæmda við veginn frá Kjalar- nesi til Borgarness og verður sú framkvæmd fjármögnuð með sér- stökum hætti. Af framkvæmdum á árunum 2011-2018 má nefna að 55 millj- ónum verður varið til framkvæmda í Stafholtstungum, til framkvæmda við hringveginn í Borgarnesi, á Holtavörðuheiði verður fram- kvæmt fyrir 200 milljónir, til Fróð- árheiðar verður varið 460 milljón- um, til Þjóðbrautar við Akranes 100 milljónum og með sérstakri fjáröflun er ætlað að verja 3.500 milljónum króna til breikkunar hringvegarins frá Mosfellsbæ til Borgarness. Einnig er ætlað að verja 6.500 milljónum króna á þessum árum til breikkunar hring- vegarins frá Borgarnesi til Akur- eyrar og 12.000 milljónum til Sundabrautar. Sérstök fjáröflun getur sam- kvæmt samgönguáætluninni verið með ýmsum hætti. Sem dæmi eru nefnd einkaframkvæmd, sem byggist á fjáröflun með notenda- Mjólka villí Borgames Forráðamenn fyrirtækisins Mjólku hafa sýnt áhuga á því að flytja vinnslustarfsemi fyrirtækis- ins í Borgames. Verið er meðal annars að skoða húsnæðið sem Borgarplast var í með staðsetingu í huga. Að sögn Sigurðar Ola Olason- ar, stjómarformanns í Mjólku er vinnslan búin að sprengja utan af sér það húsnæði sem hún er núna í að Vagnhöfða í Reykjavík, svo það er farið að há ffamleiðslu- getu fyrirtækisins, enda hefur starfsemin gengið vel, að sögn Sigurðar Ola. Vilji er fyrir því innan fyrirtækisins að færa vinnsluna nær framleiðslunni, þ.e. bændum og því sé ekkert síðri kostur að flytja hana í Borg- arnes ef um semst. „Eg tel að þetta yrði stórt og gæfuríkt spor fyrir alla ef af þessu verður," heldur Sigurður Oli áffam. „10-14 störf myndu í upp- hafi fylgja með vinnslunni, þótt sala og dreifing yrði líklega í Reykjavík. Mörg fyrirtæki í Reykjavík hafa einnig sýnt áhuga á því að fara í samstarf eða sam- vinnu við Mjólku en um slíkt hefur engin ákvörðun verið tek- in. Kostnaður er gífurlegur við að flytja svona starfsemi, hvert sem hún fer. Þetta er því ekki einungis háð því hvað við viljum, velvilja Borgarbyggðar þarf einnig tdl. Engin ákvörðun hggur fyrir en ef af verður myndum við flytja á næstu mánuðum,“ sagði Sigurður Óli að lokum. BGK gjöldum eða samblandi af not- endagjöldum, ríkisframlagi og framlagi einkaaðila. „Þar getur einnig verið um að ræða hefð- bundnar framkvæmdir, sem byggðar eru á hefðbundnum út- boðum, en í þeim tilvikmn byggist sérstök fjáröflun þá alfarið á sér- stöku ríkisframlagi eða lántöku sem felur í sér að ríkið greiðir framkvæmdina á lengri tíma en nú er venjan,“ segir orðrétt í áætlun- inni. HJ •&SPM SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU - HORNSTEINN í HÉRAÐI Digranesgötu 2 • 310 Borganes • Síðumúla 27 • 108 Reykjavík • Sími 430 7500 • Fax 430 7501 • spm@spm.is • www.spm.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.