Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2007, Qupperneq 4

Skessuhorn - 27.03.2007, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2007 g2ESSUH©BKl Aflatölur á netið GRUNDARFJ ÖRÐUR: Á heimasíðu Gmndaríjarðarbæjar er nú hægt að nálgast tölur yfir land- aðan afla í Grundarfjarðarhöfri í hverri viku. Beint aðgengi er yfir á vefevæði Grundarfjarðarhafnar og þar er hægt að velja hðinn „aflatöl- ur“ en þá birtast upplýsingar með sundurliðun á lönduðtun afla eftir skipum. Upplýsingum saínar að venju Hafeteinn Garðarsson, hafh- arvörður. -bt Matarlækkun BORGARBYGGÐ: Byggðaráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að lækka gjaldskrá í leik- og grunn- skólum sveitarfélagsins um 5%. Kemur þessi lækkun að sögn Páls S. Brynjarssonar sveitarstjóra í kjölfar lækkunar virðisaukaskatts á matvæh og tók hún gildi 1. mars. bgk Vaxandi atvinnuleysi VESTURLAND: Um síðasdiðna helgi voru 102 skráðir án atvinnu á Vesturlandi, skv. upplýsingum á heimasíðu Svæðisvinnumiðlunar Vesturlands. Þar af voru 66 konur og 36 karlar. Samkvæmt þessu er atvinnuleysi að aukast nokkuð því um mánaðamótin febrúar/mars voru 20 færri án atvinnu, eða 26 karlar og 56 konur. Einungis eru 9 störf auglýst laus til umsóknar á heimasíðu stofnunarinnar. -mm Fjöldi óhappa HOLTAVÖRÐUHEIÐI: Björg- unarsveitir úr Húnavamssýslum, Borgarfirði og Borgamesi tmnu sl. föstudagskvöld við að aðstoða öku- menn sem lent höfðu í hremming- tun í slæmri færð og óveðri á Holtavörðuheiði. Þar lentu a.m.k. þrír bílar í árekstrum og fjöldi lenti utan vegar. Enginn slasaðist í þess- um óhöppum, en nokkrir bílanna sem lenm í árekstrinum og utan vega vom óökuhæfir á efdr. Heið- inni var lokað fyrir umferð um kvöldið, en þar var bálhvasst, mikil hálka og skyggni lítið ffarn yfir miðnætti. -mm Útboð á smíði flotbryggja SNÆFELLSNES: Siglingastofn- un bauð nýlega út smíði á nokkrum flotbryggjum og hafnar- mannvirkjum fyrir viðkomandi hafnaryfirvöld. Meðal þess er boð- in út smíði flotbryggju í Rifshöfh og öldubrjóts í höfrúnni í Stykkis- hólmi. Flotbryggjan í Rifehöfii skal vera 15 sinnum 3 metrar að stærð, en öldubrjóturinn sem gera á í Stykkishólmi skal vera 40 metra langur. Samkvæmt útboðsgögnum skal lokið við smíði þessara mann- virkja fyrir 30. september nk. Þá hefur Siglingastofhun boðið út fyr- ir Ólafevíkurhöfn og Rifehöfh kaup á alls 210 tonnum af stálþiljum og 70 tonn af stagfestingum fyrir hafhimar. -mm Framtiðar skiðasvæði a Oki vekur áhuga Fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa sýnt því áhuga að koma og skoða hugmyndir Borgarbyggðar um framtíðar skíðasvæði á Okjökli. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns fóru tveir vaskir Borgfirðingar og reifuðu hugmynd sína fyrir byggðaráði Borgar- byggðar um uppbyggingu framtíðar skíðasvæðis á Oki. Æskulýðsfulltrúa sveitarfélagins var falið að kynna málið fýrir þeim sem um málefni skíðasvæða hafa að gera á höfuðborgarsvæðinu. Ut úr þeim viðræðum kom sem sagt að nú í aprílmánuði koma fulltrúar frá Reykjavíkurborg til að skoða hvað stendur til boða í Borgarbyggð í uppbyggingingu framtíðarskíða- svæðis þar sem nægur snjór er á boðstólum allan veturinn. BGK Vinstri grænir og Sj álfstæðisflokkur með svipað fylgi í nýrri könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kemur fram að í Norðvesturkjördæmi er fylgi Vinstrihreyfingarinnar græns fram- boðs álíka stórt og Sjálfstæðis- flokksins. Sjónarmun á imdan í fylgi er þó Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist stærstur í kjördæminu, með 29,9% en VG mælist með 29,3%. Samfylldngin mæhst nú með 20% fylgi og bætir við sig 5 prósentustigum firá síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn mælist með 12% fylgi og tapar fylgi miðað við síðustu könnun. Frjálslyndi flokkurinn mælist nú með 7,3%. Könnunin var gerð dagana 14. - 20. mars og því ekki búið að tilkynna um ffamboð Islandshreyfingarinnar sem kom fram á sjónarsviðið sl. fimmmdag. 1,5% aðspurðra nefndu að þeir myndu kjósa eitthvað annað en flokkana fimm sem þegar hafa kynnt fista sína. kóp Ríkisvaldið sakað um lögbrot Minnihluti bæjarstjórnar Stykkis- hólms lagði ffarn harðorða bókun á fundi bæjarstjómar þann 22. mars sl. um málefni Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Bæjarstjóm samþykkti samhljóða að auka hlutafé f Jeratúni, eignar- haldsfélagi um húsnæðis skólans, um 8.640.000 kr. og lagði áherslu á að leitað verði allra ráða til að ná ffam endurskoðun á leigusamningi við ríkið. Fulltrúar minnihlutans lögðu ffam bókun þar sem aðkoma ríkisins að rekstrinum er gagnrýnd og ríkisvaldið sakað um að standa ekki við lög sem kveða á um að rekstur ffamhaldsskóla sé í höndum ríkisins. Þá telur minnihlutinn ljóst að ef leigusamningurinn verði ekki leiðréttur muni sveitarfélögin sem að Jeratúni standa þurfa að auka hlutafé félagsins árlega næstu árin. Skessuhorn ræddi í síðasta tölublaði við Kristinn Jónasson, bæjarstjóra Snæfellsbæjar, og sagði hann að ríkið væri að borga lægri húsaleigu ffamhaldsskóla á hvem fermetra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Taldi hann brýnt að fundað yrði sem fyrst með ráðherra um málefni skólans. Skesstihorn hefur reynt að ná tali af ráðherra vegna málsins, en ekki tekist. Blaðið mun hins vegar fylgja málinu eftír, efrir því sem því vindur ffam. KÓP Snæfellsbær dæmdur bótaskyldur vegna uppsagnar Héraðsdómur Vesturlands felldi sl. miðvikudag dóm um að uppsögn trúnaðarmanns hjá Snæfellsbæ í maí í fyrra hafi verið ólögmæt. Héraðsdómur skar úr um að bærinn beri skaðabótaábyrgð gagnvart starfemanninum vegna fjártjóns og miska. Sú ákvörðun bæjaryfirvalda að endurráða starfsmanninn ekki var líka ólögmæt. Bærinn vó með ákvörðunum sínum jafnframt að æru starfsmannsins og persónu. Eins og Skessuhom hefur greint ffá var starfemaðtninn ráðinn til starfa sem baðvörður í íþróttahúsinu í Olafsvík árið 2001. Haustíð 2005 fóru stjómendur Snæfellsbæjar þess á leit að gerðar yrðu breytingar á vinnutílhögun bæjarstarfsmanna sem störfuðu við íþróttamannvirkin í Olafevík. Starfemönnunum var sagt upp störfum með bréfi 31. maí 2006 með þriggja mánaða uppsagnarffesti. Þær uppsagnir vom dregnar til baka vegna formgalla. Aftur var þeim svo sagt upp störfum 28. júní 2006. I uppsagnarbréfi var teldð ffam að bæjarráð hafi ákveðið að breyta vinnufýrirkomulagi og að ráðið yrði aftur í störf að endurskipulagningu lokinni og að undangenginni auglýsingu. Lögmaður starfsmannsins og annarra þeirra starfsmanna sem sagt var upp óskaði effir því við bæjarfélagið að uppsagnimar yrðu dregnar til baka en að öðrum kostí yrðu dómsmál höfðuð til ógildingar uppsagnanna og skaðabóta krafist vegna þess tjóns sem af þeim leiddi. Héraðsdómur vísaði málinu ffá í desember síðastliðnum, en hefur nú dæmt Snæfellsbæ til að greiða honum skaðabætur. KÓP Dalabyggð vill að Nýsir standi við gerða samninga Sveitastjóm Dalabyggðar hefur falið sveitarstjóra að senda bréf til ffamkvæmdastjóra Nýsis um að fyrirtækið fari af stað með ffamkvæmdir í Sælingdalstungu og standi við þann samning sem gerður var milli þessara aðila um uppbyggingu frístundabyggðar á jörðinni. „Samningur um ffamkvæmdirnar var undirritaður mifli Dalabyggðar og Nýsis á sínum tíma en lítið hefur borið á framkvæmdum. Nýlega lagði Nýsir fram nýja kostaðaráætlun vegna lagningar á köldu vatni frá aðalvatnslögn og einnig gögn varðandi kostnað við byggingu bústaða á svæðinu og markaðsvirði þeirra og felur sú kostnaðaráætlun í sér hækkun frá upphaflegum samningum um verkið. Við viljum bara að fýrirtækið uppfylli samninginn, sem gerður var á sínum tíma. Við ætlum ekki að segja honum upp, heldur láta reyna á upprunaleg ákvæði hans og förum lengra með málið ef þarf,“ sagði Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri. BGK VRlækkar félagsgjöld AKRANES: Aðalfundur VR 2007, sem haldinn var mánu- dagskvöldið 26. mars, sam- þykkti lækkun félagsgjalds um 30%, 412 milljóna króna ffamlag í VR varasjóð félags- manna og breytingu á því hvemig staðið er að vali á for- ystu félagsins. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir þessar tillögur miða að því að auka lýðræði í félaginu og færa félagsmönnum ávinninginn af sterkri stöðu VR undanfarin ár. IVR em nú 26 þúsund fé- lagsmenn, þar á meðal fjöldi félagsmanna á Akranesi. -mm SG byggir nýjan leikskóla DALIR: Byggðaráð Dala- byggðar hefur ákveðið að ganga til samninga við SG húseiningar á Selfossi um byggingu á nýjum leikskóla. Fyrsta skóflustungan verður tekin í þessum mánuði. Eins og ffam hefur komið í fféttum Skessuhoms var fýrir nokkm ákveðið að byggja nýjan leik- skóla. Leitað hefur verið ttil- boða og ákveðið að ganga að því sem barst ffá SG húsein- ingum, eins og áður sagði. Gunnólfur Lárusson, sveitar- stjóri Dalabyggðar sagði að- spurður að nýi leikskólinn verði opnaður ekki síðar en fyrsta september. -bgk Styrkja viðgerð tumsins AKRANES: Bæjarráð Akra- ness hefur samþykkt að styrkja endurbætur á klukkutuminum í Görðum sem Sóknarnefnd Akraneskirkju hefur hug á að gera á þessu ári. Styrkurinn nemur 2,5 milljónum króna og fýlgja þau orð að um sé að ræða viðurkenningu á menn- ingarsögulegu verðmæti klukkutumsins fyrir samfélag- ið á Akranesi. Turninn var reistur á áranum 1955-1956 en hugmyndina að gerð hans átti séra Jón M. Guðjónsson, sóknarprestur og síðar pró- fastur. Sr. Jón gerði sjálfur frumdrög að turninum, en verkteikningar gerði Jóhann B. Guðnason, fyrrverandi byggingarfulltrúi á Akranesi og sóknarnefndarmaður. Sóknarnefnd Akraneskirkju hefur ákveðið að fram fari endurbætur á tuminum í sam- ræmi við úttekt Þorsteins Gunnarssonar, arkitekts, Rík- harðs Kristjánssonar, verk- fræðings og Guðna Arnars Jónssonar, byggingartækni- ffæðings ffá janúar 2007. -mm Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1400 krónur með vsk á mánuði en krónur 1300 sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 1050. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Birna G Konráðsdóttir 864-5404 birna@skessuhorn.is Kolbeinn Ó. Proppé 659-0860kolbeinn@skessuhorn.is Augl. og dreifing:Hekla Gunnarsd. 821 5669 hekla@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson 437 1677 augl@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.