Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2007, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 27.03.2007, Blaðsíða 9
 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2007 9 / Islandshreyfingin með sinn fyrsta baráttufimd Hinn nýstofnaði stjórnmála flokkur, Islandshreyfmgin hélt á laugardag sinn íýrsta baráttufund frá stoftiun flokksins í síðustu viku. Ftuidurinn fór fram í kaffihúsinu Skrúðgarðinum á Akranesi og mætti þangað á þriðja tug manna. A síðustu dögum hefur hreyfingin færst norður um og m.a. fundað í Borgamesi og á Snæfellsnesi. „Það má segja að við höfum ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur, með því að byrja fúndaferð okkar hér á Akranesi þar sem svo stórt hlutfall íbúa hefur lífsviðurværi sitt af stóriðju," sagði Margrét Sverrisdóttir, varaformaður flokksins í ávarpi sínu og vísaði þar til einarðar andstöðu flokksins við ffamhald stóriðju og virkjana hér á landi. Omar Ragnarsson, formaður Islandshreyfingarinnar hélt í upphafi fúndarins tölu þar sem hann lýsti megintilgangi framboðsins. Sagði hann flokkinn skilgreina sig á miðju stjórnmálanna og til hægri þar ffá með grængráum áherslum. „Það er landið okkar sem við munum berjast fýrir og þessvegna emm við Forystumenn Islandshreyfingarinnar sungu Frímann, þá Omar og loks Margrét. græn í gegn. Við vinnum gegn ofuráherslu annarra flokka í virkjanamálum og endalausri uppbyggingu stóriðjuvera sem þegar upp er staðið skilar fáum störfum en mikilli eyðileggingu lands,“ sagði Omar. Það vakti nokkra athygli þeirra er sóttu fundinn á Akranesi að sjá að Karen Jónsdóttir, formaður bæjar- ráðs Akraness var þar viðstödd. Hún leiddi hsta Frjálslynda flokksins og óháðra við síðustu bæjarstjórnar- kosningar, en var þó ekki félagi í nýjan baráttusöng. Frá vinstri erjakob flokknum. Hún gekk í Frjálslynda flokkinn í janúar síðastliðnum en sagði sig svo úr honum í mars. Hún vildi ekkert gefa upp um ástæðu þess þá, en Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður og varamaður hennar í bæjarstjóm, gaf út að það væri vegna óánægju hennar með skipan Kristins H. Gunnarssonar í 2. sæti ffamboðslista til Alþingis. Margir hafa því velt pólitískri framtíð Kiirenar fýrir sér og seta hennar á fundi Íslandshreyfingarinnar vekur upp spurningar um komu hennar að því ffamboði. Karen sagði í samtali við blaðamann Skessuhorn að það væri í sjálfu sér ekkert um aðkomu hennar að fundinum að segja. Henni hefði verið boðið og hún hefði þegið það boð. Henni hefði hugnast ágætlega það sem fram fór á fundinum, en ítrekaði að hún væri óháð og utan flokka og ekkert meira væri um það að segja. MM Karen Jónsdóttir áfimdi Islandshreyfingarinnar. Hvatt til aukimia stórlaxasleppinga í íslensku laxveiðiánum Ársfundur Veiðimálastofnunar var haldinn sl. föstudag í Reykjavík. Þar fjallaði Guðni Guðbergsson fiskifræðingur um horfurnar í laxveiði næsta sumars og sagði hann m.a. að ekki væru nein merki um annað en veiði á laxi í sumar yrði yfir meðaltali rétt eins og síðustu ár. Þó gerir Guðni ráð fyrir einhverri fækkun laxa. Þá hvatti hann til þess að veiðimenn héldu áffam að sleppa stórlaxi, þ.e. þeim löxum sem gengið hafa tvisvar úr sjó, en þeir fiskar ganga öllu jafnan fýrr í árnar að vori en smálaxinn og er því veiðiálag á þá enn meira en á smálaxinn. Fiskiffæðingar hafa af því stórar áhyggjur að ofveiði á stórlaxi geti leitt til þess að hann hverfi úr vistkerfinu og hvetja til aukinnar sleppingar þeirra. I nokkrum laxveiðiám hefur það tekist, en betur má ef duga skal. I fýrrasumar veiddust rúmlega 45.100 laxar á stöng, sem var samdráttur um 18% frá árinu 2005 en það ár var metveiði á laxi eða ríflega 55 þúsund laxar. Veiðin sumarið 2006 var þó um 26% yfir meðalveiði áranna 1974 til 2006. Sagði Guðni að veiðimenn og veiðiréttareigendur gætu því vel við unað. Netaveiði á laxi fer minnkandi í kjölfar netauppkaupa á Ölfusársvæðinu. Mest veiddist í net í Þjórsá, 3.334 laxar, en um 2.300 í Ölfusá-Hvítá. MM Skipulagsauglýsing Tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Bjargslandi 2 svæði 1, Borgarnesi, Borgarbyggð. í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda deiliskipulagsbreytingu. Breyting felst í því að lóðum er fækkað, þær stækkaðar og notkun breytt. | Deiliskipulagsbreytingin verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 28.03.2007 til 25.04.2007. i Frestur til athugasemda vegna deiliskipulags rennur út 10.05.2007. i Athugasemdir við skipulagið skulu vera skriflegar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda, telst samþykkur tillögunni. Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. ‘Dýrjinmi úí)‘Fiiuiiir giilhmiðir ag skartgripcifiQiimiðir áíniar: 862 6060 - 464 3460 VerhsLæði Safnamæðið Qárðum SahiAlaáur: uev&limin jy tme&i Útboð - byggingaframkvæmdir Pósthús á Akranesi Yfirlit verksins Um er að ræða útboð á byggingu Pósthúss og frágangi lóðar á Akranesi. Verk þetta skal vinna samkvæmt verklýsingum og teikningum frá ASK Arkitektum ehf, RTS verkfræðistofu hf og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. Pósthúsið verður að Smiðjuvöllum 30, Akranesi. Húsið er staðsteypt hús á einni hæð, þak er úr einingum og ganga þarf frá bílastæðum og gangstéttum á lóð. Verkið skal unnið á tímabilinu júní 2007 til aprfl 2008. Stærð húss er um 470 m2. Stærð lóðar er 4.464 m2. f verkinu felst að byggja húsið og ganga frá þvf að öllu leyti bæði að utan og innan, með öllum lagnakerfum og öðru sem til heyrir. Einnig skal ganga frá lóð með malbiki, kantsteinum, grasi og skiltum. Útboðsgögn Útboðsgögn verða til afhendingarfrá og með 23. mars 2007 á Pósthúsinu Kirkjubraut 37, 300 Akranesi. Tilboðum skal skila til : íslandspóstur, Kirkjubraut 37, 300 Akranesi Skilafrestur á tilboðum er 26. apríl 2007 kl. 14.00

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.