Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2007, Qupperneq 8

Skessuhorn - 27.03.2007, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2007 Umfangsmildar snjóflóðavamir í Olafsvík Tillaga að snjóflódavamargöríum íjjallivm ofan bœjarins. .. . - < > Betri þjónusta við dráttarvélar en bíla Framkvæmdasýsla ríkisins f.h. Snæfellsbæjar hefur boðið út framkvæmdir við hönnun og smíði stoðvirkja í hlíðinni fyrir ofan heilsugæslustöðina í Olafsvík. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1 september 2007. Bæjaryfirvöld í Snæfellsbæ hafa kynnt áætlanirnar um gerð snjóflóðavarna í Olafsvík og voru kynntar á íbúafundi í Klifi þriðjudaginn 20. mars sl. Snjóflóðahætta er þekkt í Olafsvík, úr Tvísteinahlíð og Ennishlíð ofan við heilsugæsluna. Arið 2004 var staðfest hætmmat fyrir svæðið og samkvæmt því þarf að bregðast við með varnarmannvirkjum. Framkvæmdirnar eru marg- háttaðar. Upptakastoðvirki í Tvísteinahlíð verða endurnýjuð, gerður verður varnargarður vegna hættu á grjóthruni og mögulegum snjóflóðum fyrir ofan heilsu- gæsluna og Bæjarlækurinn verður breikkaður og bakkar hans uppbyggðir svo hann geti tekið við krapaflóðum. Þá verður brúin við Engihlíð endurnýjuð. Við varnarffamkvæmdirnar verða allir möguleikar notaðir til að tengja byggðina saman ffá höfin til falls með stígakerfi. Gönguleiðir verða tryggðar í fjallinu og ný reiðleið opnuð. Þá verður aðgengi fólks að Bæjarlæknum tryggt án þess að draga úr virkni flóðvamanna. Leitast verður við að forma varnargarðinn svo hann samlagist sem best nærliggjandi landslagi og dregið verður úr sjónrænum áhrifum upptakastoð- virkjanna með gróðursetningu neðan þeirra. Þá kom upp hugmynd á fundinum um að hreinsa grjót úr skíðabrekkunni og nota það í varnargarð fyrir ofan heilsugæsluna. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið sem snjóflóðavarnirnar em á og hefur því verið unnin tillaga um deiliskipulag samhliða hönnuninni. Aðalskipulag bæjarins gildir frá 1995-2015 og hefur verið unnið að breytingu á því með hliðsjón af framkvæmdunum. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er talinn vera á bilinu 150 - 200 milljónir og hlutur Snæfellsbæjar 10% af því. Smári Björnsson, bæjarverkfræðingur Snæfellsbæjar, sagði í samtali við Skessuhorn að málið væri nú hjá Skipulagsstofnun og beðið væri afgreiðslu þaðan. Búið væri að bjóða út smíði grindverksins, en uppsetningu þess, jarðvinnu og uppgræðslu effir ffamkvæmdir ætti eftir að bjóða út. Reiknað er með að ffamkvæmdir geti hafist í júní og gætu staðið allt fram í desember. Bifreiðaverkstæðum í Borgarnesi hefur fækkað ört síðastliðin ár og enn eru blikur á lofti. Síðasta bifreiðaverkstæðið, Sprautu- og biffeiðaverkstæðið við Sólbakka er komið á sölu, en síðastliðin tuttugu og þrjú ár hafa biffeiðaeigendur fengið úrlausn sinna mála hjá Birni Jóhannsyni og Pétri Jónssyni. „Fyrirtækið var stofnað árið 1984. Það var einfaldlega kominn tími á breytingar og því er húsnæðið komið á sölu,“ segir Björn Jóhannsson í samtali við Skessuhom. Bifreiðaeigendur í Borgarnesi hafa þurft að fara um langan veg til að sækja þjónustuskoðanir og stærri viðgerðir á nýlegum bifreiðum undanfarin 2 ár. Ef síðasta verkstæðið hættir þjónustu og ekki tekur annað við, er ljóst að menn verða að bregða undir sig betri bensínfætinum og koma ökufærum bifreiðum í þjónustu utan Borganess. Þar mun vera um tvennt að velja sem styðstu leið fyrir viðgerðarþurfandi. Annars vegar er það Vélabær í Bæjarsveit og hinsvegar sá kostur að fara með biffeiðina til viðgerðar á Akranes. Loks má geta þess að bifreiðaverkstæði er rekið á Vegamótum á Snæfellsnesi. Að lokum má geta þess að líklega er einna farsælast að eiga dráttarvél sem farkost í Borgarnesi. Slíkum vélum er nefhilega reglulega sinnt af þjónustufulltrúum umboðanna sem koma á staðinn til viðgerða ef eitthvað bilar í slíkum ökutækjum. BT BNT kaupir lóðir, hús og fyriitæki á Akranesi Rökstuðningur gegn veglagningu yfir Grunnafjörð Umhverfisstofiiun íslands hefur gefið það út að hún geti ekki tekið jákvætt í hugmyndir sem að hennar mati rýri náttúruverndargildi Ramsarsvæðisins í Grunnafirði. Hvalfjarðarsveit leitaði rök- stuðnings stofnunarinnar á þeim athugasemdum sem hún gerði við aðalskipulagstillögu Skilmanna- hrepps um lagningu vegar við og utan Grunnafjarðar. Umhverfis- stofnun lagðist gegn ffamkvæmd- inni og sagði Grunnafjörð eitt mikilvægasta votlendissvæði landsins. Vegamálastjóri setti ffam hugmyndir um óformlegt mat á möguleikum ffamkvæmdanna með þátttöku hagsmunaaðila og þó Umhverfisstofnun taki jákvætt í að hugmyndir um vegagerð og aðrar ffamkvæmdir séu skoðaðar áður en farið sé í formlegt ferli þeirra, ítrekar hún að hún muni aldrei samþykkja neitt sem rýri náttúruverndargildi ffiðlandsins. Bæjarráð Akraness samþykkti fyrr í mánuðintun að hvetja til formlegs umhverfismats á ffamkvæmdtmmn. Hvalfjarðarsveit óskaði eftir rökstuðningi Umhverfisstofnunar fyrir áhti sínu og óskaði svara við nokkrum spurningum. Stofnunin hefur nú sent ítarlegt svar og ítrekar þar mikilvægi svæðisins og fýlgja svör Náttúrufræðistofnunar Islands með. Er þar vísað til margra rarmsókna á fuglalífi og náttúrufari svæðisins. Umhverfisstofnun áréttar að umrætt svæði sé eitt af þremur Ramsarsvæðum landsins og einnig hafi Grunnafjörður verið ffiðlýstur með samþykki viðkomandi hagsmunaaðila árið 1994. Samkvæmt ffiðlýsingunni sé „allt jarðrask óheimilt, óheimilt að raska sjávarföllum í friðlandinu og óheimilt [sé] að skerða sjávar- og strandgróður.“ Sérstaklega sé fjallað um undantekningar. Telja fiigla í hættu Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar óskaði sérstaklega eftir upplýsingum um þá fullyrðingu að Grunnafjörður væri eitt af mikilvægusm fæðusvæðum hafarnar á sunnanverðu Vesturlandi. I svari Umhverfisstofhunar kemm ffam að miðað við það hve stofninn sé fáliðaðm, einungis 65 varppör, sé ekki svigrúm fyrir ffamkvæmdir eða annað sem geti ógnað stofhinum. Náttúrufræðistofnun Islands fullyrðir að emir haldi til árið um kring í Grunnafirði og þar sé afar gott bú fyrir erni. Amarvarp hafi hafist að nýju í firðinum um 1990 og ungar hafi oftast komist þar upp síðar. Mæhngar á ferðum ama sýni að þeir haldi til í utanverðum Grunnafirði og aðkomuemir sæki þangað líka. Þá segir Umhverfisstofmm að „vegur um ósinn eða utanverðan Grunnafjörð muni liggja um mikilvægustu vetrarsvæði margra fuglategunda, þar á meðal tjalds og æðarfugls en þúsundir einstaklinga þessara tegunda halda til á umræddu svæði.“ Raskar sjávarföllum Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar spmði einnig hversvegna stofnunin gæfi sér að vatnaskiptd yrðu tmfluð með veginum. Engum framkvæmdaaðila mundi detta annað í hug en að leggja brú yfir svæði með það löngu hafi að full vatnsskipti yrðu tryggð. Umhverfisstofhun bendir á að allar þveranir fjarða hingað til hafi haft áhrif á vatnaskipti. Stundum séu þær þess eðlis að sama vamsmagn fari út og inn, en það þurfi hinsvegar ekki að þýða að það gerist með sama hætti og áður. Mannvirki, brýr og leiðigarðar hafi áhrif á strauma, sandburð og myndun leira. Við þverun Gilsfjarðar hafi t.d. um 4% af leirum landsins horfið. Þá segir: „Þveranir fjarða eiga sér stað við mjög mismunandi aðstæður. Á stað þar sem t.d. lítdll munur er á flóði og fjöru gemr þverun skipt litlu máh. Grunnafjörður hinsvegar tæmist að stórum hluta af sjó og myndast við það mikil flæmi af leirum á fjöm. Það þarf því ekki miklar breytingar til að raska sjávarföllum enda er sérstaklega tekið ffam í ffiðlýsingunni að það sé óheimilt. Vegagerð um fjörðinn sem hefði engin áhrif á sjávarföll eða vatnsskipti yrði að öllum hkindum, miðað við það sem hefur hingað til verið gert, miklu dýrari en ella. Munu ckki blessa framkvæmdina Náttúrufræðistofnun Islands bendir einnig á þá staðreynd að bæjarstjóri Akraness hafi sem þingmaður í tvígang flutt þinsálykmnartillögu um fram- kvæmdina. Þar hafi verið gert ráð fyrir heftum vamsskiptum, fiskeldi í firðinium o.fl. sem engan veginn geti samrýmst vemdun svæðisins að mati Náttúrffæðistofnunar. Á svörum stofnananna tveggja virðist ljóst að þær muni ekki leggja blesstm sína yfir vegagerð yfir Grunnafjörð. Skipti þá lidu máli hvort um óformlegt eða formlegt matsferli sé að ræða. KÓP Nýlega festi eignarhaldsfélagið BNT kaup á húsi Akranes- deildar Rauðakross Islands við Þjóðbraut 11 en fyrir átti félagið Essóstöðina Skúmna við Þjóðbraut 9 og Hjólbarðaviðgerðina sf við Dalbraut 14, sem er á samliggjandi lóð við hinar tvær. Þessar þtjár samliggjandi athafnalóðir mynda stórt svæði með góðri staðsemingu sem býður upp á ýmsa möguleika. Samkvæmt heimildum Skessuhorns em uppi hugmyndir um byggingu fjölþjónusmfyrirtækis fýrir bíleigendur. Bílanaust hefur á undanfarandi misseram markvisst verið að kaupa reksmr hjóbarðafyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu, samanber kaup á Bæjardekki, Dekki.is og Hjólbarðaverkstæðinu Dekkinu og virðist sem félagið stefni að aukinni starfsemi á landsbyggðinni. „Enn sem komið er liggja ekki fyrir neinar áædanir um breytta nýtingu á svæðinu á Akranesi milli Dal- Um miðnættið að kvöldi þriðjudags í liðinni viku varð starfsfólk Securitas vart við að eldur var laus í raslagámi sem stóð við vegg trésmiðjunnar Sólfells í Brákarey í Borgarnesi. Allt lið Slökkviliðs Borgarness var kallað út brautar og Þjóðbrautar og óvíst hvenær það verður endurskipulagt fyrir breyttan reksmr,“ segir Heimir Sigurðsson framkvæmdastjóri fasteignafélags BNT í samtali við Skessuhorn. Að öðra leyti vildi hann ekki tjá sig um ffamtíðaráform fyrirtækisins. Eignarhaldsfélagið BNT var stofiiað árið 2006 þegar hluthafar og stjórnendur Bílanaustar hf ásamt nokkram fjárfesmm keyptu allt hlutafé í Olíufélaginu ehf. og sameinuðu reksmr félaganna undir BNT hf. sem á allt hlutafé í báðtun félögunum. Eftir samranann störfuðu um 700 manns hjá þessum fyrirtækjum og var samanlögð áæduð velta yfir 30 milljarða króna árið 2006. ef vera kynni að eldur hefði komist í klæðningu hússins sem trésmiðjan Sólfell hefur aðstöðu sína í. Svo reyndist þó ekki vera og var gámurinn fjarlægður eftir að slökkt hafði verið í honum. HD BT Eldur í gámi í Brákarey

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.