Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2007, Qupperneq 12

Skessuhorn - 27.03.2007, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2007 sksssiííhoish Hvemig býr maður til skóla? Rætt við Arsæl Guðmundsson skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar Á hausti komanda hefur göngu sína menntaskóli í Borgarfirði, sá fyrsti á svæðinu og brúar með því bilið á milli grunnskóla og háskóla sem eru tveir í Borgarfirði eins og alþjóð veit. Fyrsta brautskráning stúdenta mtm fara fram árið 2010 ef allt fer sem áætlað er, því um þriggja ára nám til stúdentsprófs verður að ræða. En hvernig býr maður til skóla og er það hægt? Skóli er eitthvað meira en flott hús með fólki. Til að fá svör við þessu var drep- ið á (fyr á skrifstofu skólameistar- ans, Ársæls Guðmundssonar og í leiðinni reynt að kynnast ögn manninum á bak við starfið, sem segist ekki kunna að syngja, það sé ómögulegt að hafa hann í kór. Hinsvegar hafi þau hjón stundað dansnámskeið í mörg ár og það sé nokkuð sem hann ætli að setja inn í skólastarf menntaskólans. Tjáir blaðamanni að útivist sé mikið áhugamál, lærði á skíði fyrir níu árum þegar dætumar fóm að stíga á skíði, á mótorhjól sem þau hjónin ferðist stundum á og sé hættur að spila bridge. Reynir að lesa þegar tími gefst og hefur hljóðbækur í bílnum því hann er mikið á ferðinni þessa dagana. Semur ljóð, kíkir í veiði og hefur hlaupið maraþon í Amsterdam þar sem þrjóskan sigr- aði þreytuna. Þegar búið er að fá sér kaffisopa er hægt að byrja á form- legu upphafi, hvar ertu fæddur og uppalinn? Af húnvetnskum sauðaþjófum „Eg er borinn og barnfæddur Reykvíkingur með ættir vestur á Mýrar og í Húnaþing," svarar Ár- sæll spumingunni og heldur áfram glettinn í bragði. ,fylóðurættin er frá Tjaldbrekku í Hítardal en föð- urfólkið era ekta sauðaþjófar úr Húnavamssýsltmni. Kona mín er Gunnhildur Harðardóttir, kennari og við eigum þrjár dætur saman, ég á eina fyrir. Eg segi því stundum að ég sé sjálfskipaður feministi. Við klámðum bæði próf frá Kennara- háskólanum 1986 og héldum síðan til Svíþjóðar til framhaldsnáms, þar sem við bjuggum í sex ár. Á meðan ég dvaldi ytra var ég m.a. fréttarit- ari Bylgjunnar og Stöðvar 2 og prófaði að keyra strætó í peninga- skortd námsáranna. Einnig kenndi ég í sænskum skólum." Símtalið sem breytti öllu „Okkur leið vel í Svíþjóð og vor- um jafnvel að hugsa um að setjast þar að þegar símtal kom frá Islandi sem hreyfði við okkur,“ heldur Ár- sæll áffarn, „það var ffæðslustjórinn á Blönduósi, Guðmundur Ingi Leifsson sem hringdi og bauð okk- ur báðum starf. Eg hafði verið að vinna að ritgerð um áhrif prófa og einkunna og hann vissi af því. Akvörðun var tekin á skammri stundu, flutt heim og á Blönduós. Þar vomm við bæði að kenna jafn- framt því sem ég var fyrsti ffam- kvæmdastjóri fyrir Farskólann í Norðurlandi vestra eða Símennt- unarmiðstöðvarinnar. Kíkti aðeins á pólitíkina 1994 en það varaði stutt því tun haustið var ég ráðinn að- stoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra. Þá flutti fjöl- skyldan á Sauðárkrók. Sveitarstjóri á Sauðárkróki „Árið 2002 datt ég aftur í pólitík- ina. Eg var búinn að lofa að hætta þessu alveg og varðist fimlega lengi en fór í þetta aftur árið 2002, eins og ég sagði áðan, og gerðist í ffam- haldinu sveitarstjóri Skagfirðinga. Það var ffábær tími. Mikil reynsla, mikið af erfiðum pólitískum mál- um, mörg ögrandi og erfið verkefni sem gaman var að takast á við. Hinsvegar finnst mér hvimleitt að fólk er kosið af íbúunum til að sinna þessum mikilvægu störfum en er búin þau starfsskilyrði að kíta enda- laust um það sem ekki er hægt að gera, því það er ekki til fjármagn. Þetta er algilt fyrir meirihluta sveit- arfélaga úti á landi. Það er gífurlega slítandi og ömurlegar aðstæður fyr- ir sveitarstjórnarfólk. Árið 2006 ákvað ég að bjóða mig ekki fram affur, heldur halda á vit skólamál- anna á ný sem ég var jú búinn að mennta mig til og starfa við í nær tvo áratugi. Þá var ekkert í pípun- um að sækja um þetta starf sem ég gegni núna.“ Forvitnin sendi hann í Borgarfjörð „Ég sá þetta starf auglýst,“ segir Ársæll þegar hann er ynntur eftir því hvemig það bar til að hann gerðist skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar, „fannst þetta for- vitnilegt og ákvað að kanna málið nánar og senda inn umsókn. Þetta er heillandi verkefni og skemmti- legt og virkilega gott fólk sem er að starfa að þessum málum hér, vel og faglega unnið og vandað mjög til allra verka. Einhugur allra er að málinu koma skiptir líka gríðarlegu máli og hann er til staðar hér. Og svo kemur fjölskyldan þegar hentar, en ég er búinn að sækja um lóð og svo sjáum við til hversu hratt það gengur." Ekki famar troðnar slóðir Skólahald á Islandi er gamalt og sumir segja að ef einstaklingur sem fæddur var á átjándu öld kæmi til baka myndi hann ekld kannast við neitt í samfélaginu nema skólana því þeir hafi lítrið breyst. En eitthvert ferli hlýtur að þurfa að ganga í gegn um þegar eitt stykki skófi er settur á laggimar. Það er ekki annað hægt en að spyrja skólameistara sem búið er að ráða en hefur engan skóla til að stýra enn sem komið er hvort helsta verkefni hans sé ekki að búa til skóla og hvemig maður geri það. ,Já, þetta er góð spuming og því er varla hægt að svara einn, tveir og þrír,“ segir Ársæll hlæjandi, „en hug- myndin að Menntaskóla Borgar- þarðar á sér að ég tel áralanga sögu og eðlilega hefur fólki langað til að hafa hér framhaldsskóla. En fyrst og fremst er þetta pólitísk ákvörðun og svo þurfa tími og aðstæður að vera réttar. Nú var kominn tími á að færa sig frá hugmynd til framkvæmdar. Það er ákveðið ferli sem þarf að fara í því sambandi. Fá leyfi hjá stjórn- völdum og annað slíkt. Forvinnan felst í því að hluta að hnýta marga lausa enda. Svo þarf að marka stefn- una kennslufræðilega, hanna náms- brautir, smíða skipurit og aðlaga að rekstrarlegum forsendum. Byggja skólahúsnæði sem okkar tilviki þjón- ar einnig samfélaginu í menningar- legu tilliti. Ædast er til þess af menntayfirvöldum að skólinn fari ótroðnar slóðir og kanni nýja stigu við nám og kennslu. Verði braut- ryðjandi því auðveldara er að koma breytingum við í ómótuðu umhverfi en þar sem hefðir em orðnar ríkar. Til dæmis mun skólinn bjóða upp á nám til stúdentsprófs á þremur ámm á eðlilegum námshraða. Til þess að svo megi verða þarf að gera ýmislegt öðmvísi en við erum vön, en þannig viljum við líka hafa það.“ Engin annapróf Blaðamaður veltir því fyrir sér hvernig eðlilegur námshraði til stúdentsprófs geti verið þrjú ár ef miðað er við að engu eigi að sleppa og ekki heldur að hafa sama form á og tíðkast t.d. í Mennaskólanum Hraðbraut. „Við verðum ekki með nein annapróf í desember og maí eins og er í framhaldsskólum hérlendis í dag,“ segir Ársæll þegar hann er spurður um hvernig eigi að ná öllu því námsefhi sem er í fjögurra ára skólum, á þremur árum. „Og fömm aðra leið en farin hefur verið ffarn að þessu. Við mtmum leggja niður formleg próf þótt skyndipróf og verkefnaskil verði á sínum stað. Einnig breytum við skólatímanum, fjölgum hefðbundnum kennsludög- um, verðum með leiðsagnarmat all- an tímann sem viðkomandi er í skólanum og mælum árangur nem- enda með vel skilgreindum verk- efnaskilum. Þessi skóli verður fyrst og fremst byggður upp á verkefna- vinnu nemenda undir leiðsögn og verkstjóm kennara. Þær verða í minnihluta hefðbundnu kennslu- stundirnar þar sem nemandi á til dæmis að mæta í stofu níu klukkan ellefu og vera þar í tvisvar sinnum fjömtíu mínútur. Heldur verða svo- kallaðir innlagnartímar og fundar- tímar og svo sjálfstæð vinnubrögð með aðstoð kennara og annarra nemenda. Við ætium að nota upp- lýsingatæknina eins mikið og mögulegt er. Horft hefur verið á það sem verið er að gera með Itu- nes. Við eram að hluta að fara sömu leið og gert hefur verið í Grundar- firði, í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, nema við útfæram þá hugmynda- fræði enn ffekar. Þar hefur verið unnið gríðarlega mikið brautryðj- endastarf. íslendingum hættir til að vega og meta nám í mínútum vegna þess að námið er komið í svo fastar skorður og því er enn ffekar við- haldið með því að mæla það inn í kjarasamninga. Þú verður að stunda námið í þetta margar vikur, mánuði til þess að það geti talist einhverjar námseiningar. Ég held að við höf- um fests í þessu, að ekki sé hægt að stunda nám nema grandað á ein- hverjum mínútum.“ Eins og að vera í vinnu „Allir vita að nám er ekkert ann- að en vinna. Hinsvegar er starf í skólum oft æði langt ffá því sem gerist á vinnumarkaðinum, því vilj- um við breyta. Breytum starfi kenn- arans og nemandans. Leggjum nið- ur þessi formlegu próf sem mér finnst allt of mikil áhersla lögð á í skólakerfinu og mælir sannarlega ekki allt það sem þeim er ætlað að mæla. Með - þessu móti fáum við mikið fleiri starfsdaga. Það þarf að virkja innri þörf nemenda fyrir því að afla sér menntunar og setja ábyrgðina á hann sjálfan mun meira en gert er.“ En fyrir þá nemendur sem hafa talið að þeir myndu ekki þrífast vel í hinu lausara kerfi fjölbrautaskól- anna og því farið í menntaskóla þar sem er bekkjakerfi, hvemig mtm þessi skóli henta þeim? „Tvímæla- laust afar vel,“svarar Áskell að bragði. „Hér verður mikið utanum- hald við hvern og einn nemanda. Hver umsjónarkennari hefur viku- legan fund með sínum tólf nem- endum. Þar verður farið yfir allt sem hefur verið í gangi þá viku. Því kemur strax í ljós ef einhver er að dragast aftur úr. Hér á ekki að láta málin bíða fram að prófum eins og margir hafa stundað, þ.e. að læra lítið fyrr en vikuna fyrir próf. Með þessu kerfi á vinnan að vera jafnari en væri kannski ella. Nemendur setja sér líka námsmarkmið undir handleiðslu umsjónarkennara og við þau þarf að standa, nema eitt- hvað komi upp á. Til að ná settum markmiðum þarf viðkomandi að standa sig, alveg eins og í vinnunni. Ef einhver stendur sig ekki í vinnu og bætir ekki ráð sitt, er honum sagt upp. Svipað á að gilda í námi nema þar dettur nemandinn út úr skóla ef hann hefur ekki áhuga á að stunda námið.“ Próf geta verið hindrun Það er umhugsunarvert að sá sem fær 5 í einhverri námsgrein nær jaffrt áfanganum og sá sem fær tíu þótt samkvæmt þessu sé greinilega mikill munur á getu þessara ein- staklinga. Mörgum hefur fundist sem jramla prófakerfið sé hindran og Ársæll er alveg sammála því. Hann sér fyrir sér að svo geti verið áfram því að margir skólar haldi fast í það að formleg próf séu algildur mælikvarði á kunnáttu. Segist jaffr- frarnt eiga von á því að það verði hindranir á vegi breytinganna og bætir við að nemendur Mennta- skóla Borgarfjarðar fái einkunnir eins og aðir, þær séu bara fundnar út á annan hátt. Nemendurnir muni komast inn í háskóla eins og þeir sem útskrifist frá öðram skól- um. Hinsvegar til að halda háum gæðastaðli innan skólans þurfa allir verkferlar að vera góðir og vel skil- greint hvað liggur í starfssviði hvers kennara. En með vandaðri vinnu sé slíkt vel mögulegt. Nú þegar er búið að auglýsa eftir kennuram og fyrirspurnir tóku að berast töluvert áður en sú auglýsing var send út. Borgarfj arðarbrúin í tengslum við starfið í kringum stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar Fjölskyldan á góðum degi í sumarhúsi í Kjai~naskógi en þar er hún alltafyfir áramótin í friði og ró. Arsæll á gamla mótorhjólinu.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.