Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2007, Page 15

Skessuhorn - 27.03.2007, Page 15
■■ilnin... 5 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2007 15 Svœðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vesturlandi Auglýsir eftir starfsfólki í búsetuþjónustu í Borgarnesi Leitað er eftir áhugasömum einstaklingum. Starfið felst í að veita fólki með fötlun stuðning og leiðsögn við athafnir daglegs lífs á heimilum þeirra og úti í samfélaginu. 1 Með haustinu eru fyrirhugaðar breytingar í búsetuþjónustu • í Borganesi. Heimilið að Kveldúlfsgötu 2 verður lagt niður j og í staðinn koma íbúðir í íbúðarkjama og íbúum fjölgar. : Framundan er því spennandi starf í uppbyggingu á þjónustunni í íbúðarkjamanum. Möguleiki er á fullu starfi eða hlutastarfi. Unnið er á vöktum. Um er að ræða sumarafleysingar með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum. Upplýsingar veitir: Hulda Birgisdóttir í síma: 893 9280 Skriflegar umsóknir berist til: Huldu Birgisdóttur Kveldúlfsgötu 2 310 Borgarnesi. Hópurinn sem útskrifaðist síðasta mánudag ásamt leiðbeinendum og Ingu Dóru Halldórsdóttur frá Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Skólaliðar útskrifaðir Síðastliðinn mánudag voru 20 skólaliðar útskrifaðir í Fjölbrauta- skóla Vesturlands eftir 70 kennslu- stunda nám sem stefnir að því að efla aðstoðarfólk í leik- og grunn- skólum. Námið nýtist bæði sem starfsnám og einnig sem góður grunnur að ffekara námi í faginu. Þessi námsskrá er afurð þarfa- greiningar sem gerð var árið 2005, en að henni stóðu fulltrúar frá Sí- menntunarmiðstöðinni og leik- og grunnskólum á Snæfellsnesi og í Búðardal. Starfsmenntaráð veitti styrk til þessarar þarfagreiningar og Tækja- og tölvubúðin kaupir Litabúðina Þröstur Kristófersson og fjöl- skylda hafa keypt Litabúðina í Olafsvík og tekið við rekstrinum. Starfsemin verður fyrst um sinn áffam á tveimur stöðum meðan tmnið er að breytingum, en áædan- ir gera ráð fyrir að sameina rekstur fyrirtækjanna í húsnæði Litabúðar- innar að Olafsbraut 55 í byrjun maí. ,Með sameiningu fyrirtækjanna er mögulegt að ná hagræðingu í rekstrinum, samnýta starfsfólk, skrifstofuhald og hafa reksturinn á einum stað,“ segir Þröstur Kristó- fersson í samtali við Skessuhorn. Tækja- og tölvubúðin er fjöl- skyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2001 og rekur verslun og þjón- ustu á sviði tölvubúnaðar, skrif- stofuvöru og er jafhframt umboðs- aðili Símans í Olafsvík. Með kaup- um á Litabúðinni, sem hefur verið starffækt í 30 ár, bætir fyrirtækið við sig þjónustu á sviði málingar- vöru. „Við stefnum að því að auka vöruúrval og þjónustu jafnframt munum við áffam bjóða samkeppn- ishæfa vöru og þjónustu eins og hún gerist á höfuðborgarsvæðinu," segir Þröstur ennff emur. Hjónin Sævar Þórjónsson og As- dís Kristjánsdóttir hafa rekið Lita- búðina á núverandi stað í 30 ár. „Málingarreksturi nn hófst í bíl- skúmum heima fyrir um 40 ámm síðan, þannig að þetta er orðinn góður tími,“ sagði Sævar Þórjóns- son í samtali við Skessuhorn. Nýir eigendur munu halda sér- stakan opnunardag sameinaðs fyr- irtækis í byrjun maí og verða vömr boðnar á góðum tilboðum. Þann dag munu þau Sæi og Asdís, eins og Snæfellingar þekkja þau, kveðja viðskiptavini sína sem notið hafa þjónustu þeirra samfellt í um í 40 ár. Verkalýðsfélag Snæfellsbæjar hefur keypt húsnæði Tækja- og tölvubúðarinnar að Olafsbraut 19 og mun félagið fá húsnæðið afhent fyrir 1. júní næstkomandi. Verka- lýðsfélagið hefur fram að þessu ver- ið með skrifstofur sínar að Olafs- braut 44. BT Skipulagsauglýsing Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundabyggðina Melabyggð í landi Birkihlíðar, Borgarbyggð. í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda deiliskipulagsbreytingu. Breyting felst í því að stærðarmörkum er breytt úr 80 m2 í 100m2 og 330 m2 í 415 m2 Einnig er feilt út ákvæði um að aðeins sé heimilt að byggja bjálkahús á svæðinu. DeiIískípulagsbreytingín verðurtil sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 28.03.2007 til 25.04.2007. Fresturtil athugasemda vegna deiliskipulags rennur út 10.05.2007. Athugasemdir við skipulagið skulu vera skriflegar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda, telst samþykkur tillögunni. Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. á síðasta ári var námsskráin gefin út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. I náminu er komið inn á ýmsa þætti eins og uppeldi og umönnun, slysavarnir og skyndihjálp, aga og reiðistjórnun, leik og skapandi vinnu, mat og næringu og ræstingu og umhverfi, svo eitthvað sé nefiit. Menntamálaráðuneytið hefur sam- þykkt að meta megi þetta nám til allt að 6 einingum til styttingar náms í ffamhaldsskóla. BGK Næga atvinnu að hafa í Reykhólahreppi „Það er næg atvinna í Reykhóla- hreppi og einnig bætast við afleys- ingarstörf í sumar,“ segir Oskar Steingrímsson sveitarstjóri Reyk- hólahrepps í samtafl við Skessu- hom. Nýverið auglýsti Reykhóla- hreppur eftir um tíu manns til starfa og má þar nefina slökkviliðsstjóra til afleysinga í eitt ár, skólastjóra gunn- skólans, leikstjórastjóra og leik- skólakennara ásamt fleiri störfum. En það vantar fólk á fleiri staði. „Starfsemi Þörungaverksmiðjunnar er einna mest að sumarlagi og mun- um við ráða átta til tíu manns til starfa. Hugsanlega þurfúm við að ráða til okkar erlenda starfsmenn, en einna best væri að fá hingað fjöl- skyldufólk," sagði Halldór Sigurðs- son framkvæmdastjóri Þömnga- verksmiðunnar í viðtali við blaðið. Nú líður að ferðamannatfmabil- inu og má reikna fastlega með að ráða þurfi fólk til starfa á þeim vett- vangi. I árslok vom 255 einstakling- ar búsettir í Reykhólahreppi og era því hlutfallslega mjög mörg störf í boði. Til samanburðar má geta þess að ef þetta hlutfall er borið saman við íbúafjölda Reykjavfloir væra rif- lega 11 þúsund störf ómönnuð. BT RYMINGARSALA í nokkra daga! 30°/« afsláttur af völdum vörum r4t£< KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI SÍMI431 1753 & 861 1599

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.