Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.03.2012, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 08.03.2012, Page 1
Bílaverkstæði - Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð -Simi 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 39. árg. I 10. tbl. I Vestmannaeyjum 8. mars 2012 I Verð kr. 350 I Sími 481-1300 I www.eyjafrettir.is L#\ L>1 K ' A Á ÁRSHÁTÍÐ FRAMHALDSSKÓLANS var haldin í kjölfarið á Skapandi dögum í skólanum. Þar leggja nemendur skólabækurnar til hliðar og huga að öðrum hugðarefnum, s.s. tónlist, myndlist og matargerð. Þessar ungu stúlkur stilltu sér upp fyrir Ijósmyndara Frétta á árshátíðinni, sem var glæsileg. Nánar er fjallað um Skapandi daga í miðopnu Frétta. Sami fjöldi ferða fallið niður Herjólfur hefur siglt til Þorláks- hafnar það sem af er árinu og að sögn Gunnlaugs Grettissonar, rekstarstjóra Herjólfs, hafa 11 ferðir verðið felldar niður á þessu ári. Margir hafa undrað sig á hve oft ferðir hafa verið felldar niður á þessu ári en Herjólfur sigldi ekki í gær, miðvikudag, enda vitlaust veður og haugasjór. Samkvæmt upplýsingum Gunnlaugs er staðan svipuð og á sama tíma og í fyrra. Á þessu ári var fyrri ferð 8. janúar felld niður og báðar ferðir 9. janúar. Báðar ferðir skipsins voru felldar niður 18. janúar og fyrri ferðir 23. janúar og 26. janúar. I febrúar voru felldar niður seinni ferðir þann 4. og 7. febrúar og fyrri ferð 24. febrúar. Fyrsta ferðin í marsmánuði var felld niður í gær, 7. mars. „Við höfum siglt 122 ferðir það sem af er árinu 2012 en þurft að fella niður 11 ferðir þ.e. 9%. Niðurfelldar ferðir eru nákvæmlega jafn margar og í fyrra 2011 þ.e. 11 ferðir. Árið 2010 voru felldar niður tvær ferðir á sama tímabili og aðeins ein ferð á sama tímabili 2009. Aftur á móti voru felldar niður 10 ferðir á sama tímabili árið 2008,“ sagði Gunnlaugur en ölduhæð hefur verið óvenjumikil síðustu daga. Heimaey afhent 12. apríl Áætlanir gera ráð fyrir að ísfélag Vestmannaeyja fái Heimaey VE I afhenta í apnlmánuði en skipið verður eitt fullkomnasta uppsjáv- arskip í íslenska skipaflotanum. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri ísfélagsins, sagði áætlað að taka við skipinu 12. apríl og gengur verkið mjög vel. „Við reiknum með 3 til 4 vikum í heimsiglingu, þannig að ef allt gengur vel ætti skipið að koma til Eyja um miðjan maí, “ sagði Eyþór þegar hann var spurður. Skipið var smíðað hjá ASMAR- skipasmíðastöðinni í Chile. Það er rúmlega 71 metri að lengd og 14,40 metra breitt. Burðargeta þess er um tvö þúsund tonn í tíu tönkum, sem eru með öflugri kælingu. Fram hefur komið að samkvæmt verð- mati er markaðsvirði skipsins talið hátt í fjórir milljarðar króna. Loðnuveiðar ganga vel þrátt fyrir brælur - Langt komnir með kvótann - Hrognavinnsla á vöktum f gær, miðvikudag, höfðu ísfélag og Vinnslustöð tekið á móti um 150 þúsund tonnum. Þar af hafði ísfélag- ið landað tæpum 80.000 tonnum á Þórshöfn. Huginn VE átti um 6000 tonna kvóta og hefur líka veitt fyrir Granda. Er hann langt kominn með kvótann. Vinnslustöðin átti í gær eftir um 9000 tonn af 60.000 tonna loðnu- kvóta. Hrogn hafa verið unnin frá því á miðvikudag í síðustu viku og er unnið á vöktum. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel hjá okkur miðað við veðrið á vertíð- inni,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðs- stjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslu- stöðinni, þegar rætt var við hann á miðvikudagsmorguninn. Þá var bræla á miðunum en tvö skip félagsins voru nýkomin í land með afla, Sighvatur Bjamason VE og ísleifur VE. „Stóra Kap er á leið- inni og sú minni er á miðunum,“ sagði Sindri en loðnan veiðist nú inni á Breiðafirði. „Loðnan er mjög góð, gott hrygnuhlutfall og hrognin vel þroskuð. Við frystum um 1800 tonn af loðnu fyrir Rússland og Japan og svo á eftir að koma í ljós hvað við vinnum mikið af hrognum. Öll frysta loðnan er seld og það sama má segja um hrognin en verðið á þeim fer eftir markaðnum," sagði Sindri. „Hrognavinnslan hjá ísfélaginu gengur mjög vel,“ sagði^ Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Isfélags- ins, þegar rætt var við hann á þriðjudag. „Það er gott ástand á loðnunni og gott hrygnuhlutfall gefur okkur betri nýtingu en síðustu ár . Við eigum eftir að veiða um það bil 18.000 tonn og eram bjartsýnir á að ná því á endanum,“ sagði Eyþór en Isfélagið var með um 120 þúsund tonna kvóta af loðnu á vertíðinni. SMURSTÖÐ 0G ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR @ ÞJÓNUSTUAÐiLI TOYOTA (EYJUM nelÉhamar \/ci nr. ríi A\/PRk'<;TÆF\i VÉLA-OG BÍLAVERKSTÆÐI FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616 VIÐ ERUM DAGLEGA A FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND J www.flytjandi.is j simi 525 7090 | Ejeimskip EM&gmxíS

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.