Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.03.2012, Page 7

Fréttir - Eyjafréttir - 08.03.2012, Page 7
Fréttir / Fimmtudagur 8. mars 2012 7 Ég var eiginlega að kalla á hjálp -Var algjörlega ráðalaus, segir Matthilda Eyvindsdóttir sem bloggaði um einelti sem barn hennar varð fyrir - Ánægð með viðbrögðin - Upplifði sjálf einelti Matthilda M. Eyvindsdóttir Tórs- hamar bloggaði um einelti í síðustu viku og hafa skrifin vakið mikla athygli. Matthilda fjallar þar um nru ára gamla dóttur sína sem hún segir hafa verið félagslega einangr- aða frá jafnöldrum sínum Eldri dóttir hennar og fóstursonur urðu einnig fyrir einelti og sjálf varð hún fyrir einelti þegar hún var bam. Dóttirin félagslega ein- angruð „Yngsta dóttir mín, níu ára, er orðin svo félagslega einangmð af jafnöldram sínum að ég get ekki þagað lengur. Hún á enga vinkonu í bekknum sínum, þessi eina sem hún átti í bekknum var flutt í annan bekk. Það era reyndar tveir strákar í bekknum sem hún telur til vina sinna, en vandamálið er ekki bekk- urinn, heldur það sem gerist eftir skólann,“ sagði í bloggfærslunni og lýsti því hvemig „vinkonumar“ fóra undan í flæmingi og komu með endalausar afsakanir þegar dóttir hennar sóttist eftir að vera með þeim eftir skóla. „Þetta er venjuleg helgi hjá henni, ein heima með mömmu. Enginn til að leika við nema mamma og kött- urinn. Hún er hætt að reyna að hringja í stelpumar um helgar, meira að segja frænkur sínar, alltaf sama svarið. Þegar við eram búin að fá höfnun nógu oft hættum við að reyna, það er bara eðli manns- ins,“ sagði hún og sá ekkert annað í stöðunni en að flytja frá Eyjum. Sjálfri fannst henni hún vera að upplifa eineltið sem hún varð fyrir sem bam en málið hafði tekið nýja og óvænta stefnu daginn eftir en þá hafði hún fengið jákvæð viðbrögð við skrifum sínum. „Ein móðir hringdi í mig í gær, alveg í sjokki. Hana hafði granað að eitthvað væri í gangi, en að það væri svona slæmt gat engan granað. Seinna um daginn kom dóttir hennar og önnur stelpa og báðust afsökunar á hegð- un sinni. Agústa mín ljómaði öll þegar hún fór að sofa í gærkvöldi og sagði við mig: „Mamma, nú á ég tvær vinkonur.“ Ég hafði sam- band við skólann í morgun, þá vora stjómendur þar búnir að lesa blog- gið og allt komið í gang að hjálpa stelpunni minni. Kærar þakkir fyrir það, sagði Matthilda á blogginu http://tildators.blog.is/blog/tilda- tors/ reynslu sinni,“ sagði Matthilda og vill meina að fólk sé nú tilbúnara til að deila reynslu sinni. Ég hélt þetta ætti að vera svona „Þetta hefur breyst mjög mikið. Mamma var 78 ára þegar hún lést og ég sagði henni aldrei frá þessu og hún vissi ekkert um að ég hafði verið lögð í einelti. Nú er ég orðin 47 ára gömul og ekki langt síðan ég fór að tala um þetta.“ Hvers vegna þegirfólk yfir þessu óréttlœti, erþað skömmin? „Ég hélt þetta ætti að vera svona, ég væri ekki nógu góð fyrir sam- félagið og svo var það líka skömm- in. Ég byrgði þetta inni þar til síðustu ár,“ sagði Matthilda en hún sagði frá því í bloggfærslunni að fóstursonur hennar og eldri dóttir hefðu einnig orðið fyrir einelti. „Drengurinn var sendur í sveit af því hann var svo erfiður og það hjálpaði. Stelpan kom grátandi heim úr skólanum og það endaði með því að ég lét hana tala grátandi við umsjónarkennarann. Eftir það var haldinn fundur með foreldram og gerendunum og það lagaðist eftir það. Hún er 21 árs í dag og er ennþá að glíma við afleiðingamar, hún er flutt í burtu og vill ekki búa í Eyjum, sagði Matthilda en sjálf flutti hún úr sinni heimabyggð strax eftir 10. bekk. í bloggfærsl- unni sem áður hefur verið vísað til kemur fram að hún hefur enga löngun til að flytja þangað aftur. Þú hlýtur að vera áncegð með að fá þessi góðu viðbrögð núna? „Já, og kannski sýnir það að sam- félagið er tilbúnara til að takast á við þetta vandamál. Strax sama dag kom stelpa og baðst afsökunar. Þannig að þetta virðist vera á réttri leið og við skulum vona að þetta haldi áfram. Einelti hefur svo mikil áhrif á líf þess sem fyrir því verður og það má ekki gleymast hvaða afleiðingar það hefur. Við verðum því að vera vakandi og grípa strax í taumana ef við verðum vör við slíkt,“ sagði Matthilda og er þakklát fyrir viðbrögðin sem hún fékk við ákallinu á blogginu. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir I gudbjorg @ eyjafrettir. is )) Einelti hefur svo mikii áhrif á líf þess sem fyrir því verður og það má ekki gleymast hvaða afleiðingar það hefur. Við verðum því að vera vakandi og grípa strax í taumana ef við verðum vör við slíkt,“ sagði Matthilda og er þakklát fyrir viðbrögðin sem hún fékk. Foreldar barnanna brugð- ust við - Alveg frábærir „Jú, ég hef fengið feikilega góð viðbrögð. Ég kalla það þögult einelti, eineltið sem yngsta dóttir mín varð fyrir. Ég þekki þetta af eigin raun en ég varð sjálf fyrir andlegu og líkamlegu einelti. Þetta fylgir manni alla ævi. Vinir í bata, hafa hjálpað mikið en ég er ekki nærri búin að vinna úr þessu og ég efast um að ég nái mér nokkum tíma, ekki alveg,“ sagði Matthilda þegar hún var spurð út í málið. Þú þekkir einelti afeigin raun? „Já, að sjálfsögðu, ég veit hvemig bömum og þeim sem verða fyrir einelti líður. Komu viðbrögðin á óvart? „Ég skrifaði þetta með því hugar- fari að fá útrás. Ég átti ekki von á að svo margir læsu þetta. Ég var eiginlega að kalla á hjálp og var algjörlega ráðalaus. Skólayfirvöld og foreldar bamanna bragðust við og era alveg frábærir. Og það hafa margir sem hafa verið lagðir í einelti haft samband og sagt frá Þórir Jökull Þorsteinsson býður sig fram til biskups: Biskupsþjónustu nær fólkinu Það styttist í biskupskjör og til þessa hlutverks landshirðis Þjóð- kirkju íslands hafa 8 kirkjunnar þjónar gefið kost á sér. Sem einn þeirra er þann hóp fylla skrifa ég þessar línur öllum þeim sem kynnu að hafa hug á málefnum kirkjunnar í landinu. Skynsemi er huglæg viðleitni manna til að höndla tilvera sína og skilja samhengi þeirra fyrirbæra sem þeim mæta. Trúin er ekki skynsemdarlaus. Hún er þó um- fram allt annað lífssamband manna við Skaparann í nafni Jesú Krists. Þjóðkirkjan glímir nú í anda trúar og skynsemi við þá stöðu sína að fleiri og stærri spumingarmerki era sett við þátt hennar í samfélaginu og þjóðskipulaginu. I þeirri stöðu þarf hún ekki aðeins að leita vel orðaðra svara heldur umfram annað að gripa til viðbragða sem í senn sæma henni og birta svar hennar landsmönnum. Þannig er það með sérhvem þann veg sem mönnum er boðið að ganga, að ekki er nóg að tala um hann heldur þarf að benda á hann og helst að birta þeim hann. Öll höfum við sem gefið höfum kost á okkur í embætti Biskups Islands talað í einlægni um að hin breytta staða þjóðkirkjunnar brenni nokkuð á okkur og ekki síst tilefni hennar, hið dvínandi traust lands- manna á henni. Ég hef lagt á það áherzlu með þessum vinum mínum öllum að kirkjan þurfi að hyggja betur að lífserindi sínu við menn en að auki bent á það að embætti Biskups íslands sé danskur arfur sem við þurfum að gera upp við. Ég legg til þess bæði málefnaleg sjónarmið og svo hagnýt að þau hljóta að koma til skoðunar á allra næstu áram. Þau era að umsvif biskups- embættisins í Reykjavík séu orðin allt of mikil, dýr og þurftarfrek og gagnist í litlu efni starfi kirkjunnar í landinu öllu. Þá er það hvorki einum manni hollt að gegna þessu né heldur kirkjunni og starfi hennar. Það hafa dæmin sýnt okkur síðustu árin. Því þarf að færa biskupsþjónustu nær fólkinu í landshlutunum og búa þannig um hana að söfnuðir þjóðkirkjunnar hvarvetna njóti hennar í ríkara mæli. Aður voru vígslubiskupar þjóðkirkjunnar sóknarprestar sem höfðu það hlutverk að til þeirra mætti grípa er vígja þyrfti nýjan biskup í land- inu, í þeim aðstæðum að þeim sem úr biskupsstóli viki yrði ekki við komið. Þessu hefur nú verið breytt til hálfs, þannig að vígslubiskup- amir sitja á Hólum og í Skálholti með óljóst hlutverk svo ekki sé meira sagt. Okkur ber því að stíga skrefið til fulls hvað þetta varðar og vinna að því að gera embætti vígslubiskupa fullmyndug í sjálf- stæðum biskupsdæmum. Við þurfum ekki lengur að una þeirri skipan sem til varð 1801 er yfirvöld ákváðu að leggja niður þau tvö biskupsdæmi okkar og gerðu landið að einu kirkjustifti af 12 í kirkju Danakonungs. Hið fagra býr ekki ósjaldan í því sem smærra er og unnt er að sýna viðeigandi ræktarsemi. Hugum að þessu í alvöra. Þetta er ekki aðeins hægt heldur er það auðvelt og raunar nauðsynlegt. Þessi er tillaga mín ásamt þeirri endumýjun hugarfarsins sem okkur er nauð- synlegt að tileinka okkur í kirkju- legum efnum. Trúin á Krist er ekki háð kerfi sem á rætur í danska kanselíinu og dagaði hér uppi 1944 við lýðveldisstofnun og hefur orðið að miklu bákni. Evangelísk-lúthersk þjóðkirkja okkar er, hvort heldur er sam- kvæmt stjómarskrá ríkisins eða ekki, ein og hin sama þó biskupar hennar og umdæmi þeirra verði tvö eða þrjú. Eitt og annað verður í þessu efni að útfæra nánar og það segir sig sjálft að eigi þjóðkirkjusamfélagið að rétta úr kútnum verður það að gerast mjög úti á meðal fólks og birtast í orði og í verki. Þá er framtíðin ekki kvíðaefni, heldur tilefni fögnuðar þegar þjóðkirkjan ekki aðeins talar heldur starfar sem henni ber. Með blessunarósk, Þórir Jökull Þorsteinsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.