Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.03.2012, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 08.03.2012, Blaðsíða 8
9 Fréttir / Fimmtudagur 8. mars 2012 Langar í leiklistar- og dansnám - Emma Bjarnadóttir, formaður NFFÍV ánægð með Skapandi daga Ég veit að mig langar að lcera leiklist og helst dans með. Ég er bara ekki viss hvar ég vil læra þetta. Helst myndi ég vilja fara út að læra, til Bandaríkj- anna en það er bara svo svakalega dýrt. í síðustu viku voru haldnir Skapandi dagar í Framhalds- skólanum í Vestmannaeyjum. Emma Bjarnadóttir er formaður nemendafélags skólans, sem bar hitann og þungann af dögunum og árshátíðinni sem kom í kjölfar- ið. Emmu og félögum hennar í nemendaráði hefur tekist vel upp varðandi félagslíf nemenda í vetur en hún settist niður með blaða- manni og sagði frá sinni aðkomu. Emma er dóttir Bjarna Ólafs Guð- mundssonar og Hafdísar Kristjáns- dóttur en hún á þrjú hálfsystkini, Gígju Sunnevu Bjamadóttur, Mel- korku Mary Bjamadóttur og Hákon Tristan Bjamason. Emma byrjaði í Framhaldsskólanum veturinn 2008- 2009 en hún hefur tekið stefnuna á að útskrifast í vor. Hún segir að það hafi aldrei annað komið til greina en að fara í Framhaldsskólann í Vest- mannaeyjum. „Mér stóð reyndar alitaf til boða að fara til Reykjavíkur til pabba, sem átti heima í bænum þá. En í mínum huga kom aldrei annað til greina en að vera í Eyjum. f raun velti ég skólanum ekkert mikið fyrir mér en ég vildi bara helst ekki fara frá Eyjum. Hér var skóli þannig að ég vildi bara vera í honum og klára stúdentinn. Eg var í raun og vera ekkert að spá í einhverju framtíðar- námi.“ En ertu eitthvað farin að spá í það í dag? „Já aðeins. Mig langar að læra leik- list og dans. Ég hef starfað svolítið með Leikfélagi Vestmannaeyja og kynntist dansinum þar líka. Ég hafði reyndar dansað í fimleikunum en það væri gaman að geta lært leik- iist og dans í framtíðinni. Það vom t.d. dansnámskeið hjá Leikfélaginu síðasta vetur sem heppnuðust mjög vel og var sérstaklega gaman hversu margir strákar mættu.“ Emma segir að skólinn hafi tekið vel á móti nýnemunum þegar hún byrjaði. „Mér fannst það ekki mjög stórt skref að fara upp í Framhalds- skóla. Þetta var aðallega spennandi, að fara í „stórukrakkaskólann". Mér leið aldrei eins og þetta væri einhver rosaleg breyting. Námið var meira að segja svipað fyrstu önnina en lík- lega var búið að undirbúa okkur vel fyrir þessa breytingu í 10. bekk.“ Meira álag sem formaður Emma hefur verið í nemendaráði síðustu tvö ár en nú er hún for- maður. Hún segir það mikla breytingu að vera óbreyttur í ráðinu og svo formaður. „Mér fannst spennandi á sínum tíma að fá að taka þátt í að móta félagslíf skólans og ákvað þess vegna að prófa að sitja í nemenda- ráði. En ég hefði aldrei trúað því hversu mikil breyting það væri að vera formaður og óbreyttur í ráðinu. Ég fann það sérstaklega núna fyrir árshátíðina þegar hlutirnir gengu ekki alveg upp, Magni og Hjalti veðurtepptir í Reykjavík svo ég var mjög stressuð fyrir árshátíðina. Svo þegar eitthvað fór úrskeiðis þá lang- aði mig bara til að gráta en ég er ekki viss um að aðrir hafi orðið varir við að eitthvað fór úrskeiðis. Annars heppnaðist árshátíðin mjög vel. Zindri Freyr var frábær sem kynnir og tók sig vel út einn á sviðinu en hann bjó sér til sinn eigin Hjalta, þar sem hann var í Herjólfi á leiðinni og skemmtiatriðin voru mjög góð. Sérstaklega óvænta skemmtiatriðið, Boyschool Drama en þeir tóku það atriði aftur á ballinu vegna fjölda áskorana. Svo var mjög gaman á ballinu eftir árshátíð- ina með Agent Fresco, Gumma Tóta og DJ Henok en á því vom um 200 manns sem við erum mjög ánægð með. Það voru 145 á árshátíðinni sem er mjög góð aðsókn." Fjölmargt í boði í FÍV Hvernig erfélagslíf nemenda í FIV? „Við í nemendaráði byrjuðum að skipuleggja busun nýnema áður en skólinn byrjaði. Við fengum svo fólk í lið með okkur í ráðinu en busavígslan var með svolítið öðru sniði í ár. Busunin er nú bara einn dagur og er það gert með það í huga að reyna að útiloka busun niðri í bæ. Við bjuggum til braut eins og hefur verið síðustu ár en nýnemar máttu ráða hvort þeir fóm í brautina eða ekki og ég held að allir hafi bara skemmt sér vel saman. Við bættum við pokahlaupi og reiptogi og krakkarnir blotnuðu vel, þar sem reiptogið var yfir klakabrautinni. Ég tók líka ekki eins mikið eftir busun niður í bæ, fannst minna um það núna og það er jákvætt. En auðvitað em alltaf einhverjir sem sækjast í það og oft em það busamir sjálfir." Emma segir að nemendaráðið hafi staðið fyrir ýmsum uppákomum, m.a. blakmóti, borðtennismóti, fót- boltamóti og lasertagmóti. „Þeir í Skemmtigarðinum vildu endilega koma og halda mót. Við héldum það í Höllinni og settum upp flotta lasertagbraut þar. Við vomm svo með sex manna lið og efstu tvö liðin fara svo áfram í Framhaldsskóla- mótið í lasertag í Skemmti- garðinum. Þetta var mjög skemmti- legt og mikið lagt í mótið. Ég tók auðvitað þátt, keppti fyrsta leikinn, klessti á stól og fékk glóðarauga," sagði Emma. Hún bætir því við að áhuginn hafi líka verið mjög mikill fyrir blakmót- inu. „Svavar Vignisson, íþrótta- kennari er búinn að neyða blakið upp á okkur því það er varla leik- fimitími hjá honum öðruvísi en farið sé í blak. Það er reyndar mjög skemmtilegt og mótið tókst mjög vel.“ Hvernig er þátttaka í uppákomum nemendaráðs? „Hún er svona upp og niður,“ svaraði Emma. Hún segist ekki vita af hverju uppákomur gangi stundum vel og stundum ekki, hugsanlega samkeppni við önnur áhugamál. „Við vorum mjög ánægð með mætinguna á árshátíðina því hún sýnir okkur áhugann fyrir félags- lífinu í skólanum.“ Skemmtilegra á Skapandi dögum Skapandi dagar er nýtt fyrirbæri í Framhaldsskólanum en þessir dagar hétu áður Opnir dagar og þar áður Opin vika. Emma segir að með nafnabreytingunni hafi áherslum verið breytt og þannig hafi nemend- ur verið virkjaðir betur. „Nemendur fengu einingu fyrir 90% mætingu þessa daga og starfið þar er mun meira skapandi en í opnum dögum. Sem dæmi, í ljós- myndahópi þá var áður hægt að mæta um morguninn, taka nokkrar myndir og fara svo aftur heim að sofa. Nú var það ekki hægt því þegar búið var að mynda, þá þurfti að vinna myndimar. Svo unnu þeir með módelum og tóku þátt í ljós- myndakeppni. Matarhópurinn tók líka námskeið og hjálpaði Einsa kalda við að undirbúa árshátíðina. Syo vorum við með hóp fyrir stúd- enta sem sáu um mat í hádeginu og áttu að undirbúa sig fyrir dimmi- teringu. Þannig að nú er ekki lengur hægt að vera bara heima og sofa út. Nemendur taka þátt í þessu og fyrir vikið verður þetta miklu skemmti- legra.“ Ekki í leikhúsinu í vetur Emma er ekki í fullu námi, hún er í fjórum áföngum sem er kannski ágætt enda talsvert starf að vera for- maður. Auk þess vinnur hún með náminu þannig að henni leiðist ekki. „Eg þarf alveg að hafa fyrir því að læra en þetta gengur ágætlega. En ég þurfti að færa einhverjar fórnir og því miður gat ég ekki verið með í leikhúsinu í ár.“ Hvað er það við leikhúsið sem er svona skemmtilegt? „Það er fyrst og fremst félagsskap- urinn. Svo var ég hrikalega feimin og þorði varla að tala við nokkum mann fyrst þegar ég var í leikhúsinu. En í öðru leikritinu var ég farin að tala við alla og í því þriðja var ég komin upp á svið. Þannig að ég sigraðist á feimninni hjá Leikfélagi Vestmannaeyja." Emma segist vera algjörlega smituð af leikhúsbakteríunni og reyndar svo mikið að hún hefur áhuga á að læra leiklist og dans. „Eg veit að mig langar að læra leiklist og helst dans með. Ég er bara ekki viss hvar ég vil læra þetta. Helst myndi ég vilja fara út að læra, til Bandaríkjanna en það er bara svo svakalega dýrt. Ég sá að í Lista- háskólanum er boðið upp á leik- listar- og dansbraut. Mér leist mjög vel á það en ákvað að bíða með að sækja um því það getur verið að ég verði úti á Tenerife að vinna við leiklist og dans.“ Ertu komin með atvinnutilboð frá Spáni? „Já, það má segja það, svona óformlegt. Málið var að ég var þama í fríi síðasta sumar og fór í kareoki á hótelinu. Þar söng ég lag úr Mamma Mía og dansaði aðeins með. í kjölfarið kom skemmtana- stjóri til mín og spurði hvemig ég kynni lögin og dansinn. Ég sagði þeim að ég hefði tekið þátt í Mamma Mía á íslandi og í kjölfarið fékk ég að dansa með þeim í einni sýningu á hótelinu. Þau sögðust svo vilja fá mig aftur næsta sumar, og þótt þetta sé ekki ákveðið, þá væri mjög gaman að prófa þetta,“ sagði Emma og lagði áherslu á að þetta sé langt í frá ákveðið. „Þetta skýrist væntanlega á næstu vikum en ég ætla mér að fara þangað,“ sagði Emma ákveðin. Þannig að þú verður orðin atvinnu- leikari og dansari í sumar? „Nei ég segi það kannski ekki en þetta væri virkilega skemmtilegt ef þetta gengur upp,“ sagði Emma að lokum og vildi að lokum þakka nemendum og kennurum fyrir vel heppnaða árshátíð og Skapandi daga. Júlíus Ingason / julius@eyjafrettir.is Tónlistarhópurinn var töjfí tauinu. Frá vinstri Samúel, Árni, Þórir, Óli og Matti. Amy Beaulisch vann Ijósmyndakeppni Skapandi Daga. Hallgrímur Júlíusson afhenti henni verðlaunin.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.