Fréttir - Eyjafréttir - 08.03.2012, Qupperneq 13
Fréttir / Fimmtudagur 8. mars 2012
13
Björgvin Halldórsson - í Höllinni í næstu viku - Mætir með úrvals tónlistarfólk:
Rotaður á fyrsta ballinu í Eyjum
-Á annars bara góðar minningar héðan - Vonast eftir sannri Eyjastemmningu
„í eitt skipti af þessum þremur þjóðhátíðum
gerði brjálað veður, rok og rigningu sem stóð
beint inn á sviðið. Eitthvað var lítið um
jarðtengingu á græjunum sem leiddu út þegar
þær blotnuðu. Það stóðu eldglæringar út úr
öllu og við urðum að hætta að spila.
Það var í upphafi ferils síns að
Björgvin Halldórsson, söngvari,
sagði í viðtali að hann gæti hugsað
sér að feta í fótspor Ragga Bjarna í
Súlnasalnum á Hótel Sögu. I dag
heitir Hótel Saga eitthvað allt
annað og Raggi hefur haldið út
flestum betur í skemmtanabrans-
anum en meira en verðugur arftaki
hans er Björgvin. Hann hefur bráð-
um í hálfa öld skemmt landsmönn-
um með söng og lögum sem lengi
munu lifa. Hefur Björgvin frá upp-
hafí ferilsins verið hluti af lífi ís-
lensku þjóðarinnar og hefur komið
ótrúlega víða við.
Radio Luxemburgh og
Radio Caroline
Þegar Björgvin óx úr grasi var
ekkert til sem hét Intemet, sjónvarp
var munaður útvalinna og aðeins
var ein íslensk útvarpsstöð, Ríkis-
útvarpið. Tengingin utan úr hinum
stóra tónlistarheimi lá í gegnum
útvarpsstöðvamar Radio Luxem-
burgh og Radio Caroline sem
unglingar þessara ára um allt land
soguðu í sig og Kanaútvarpið sem
þeir gátu náð sem bjuggu við
Faxaflóann. Að ógleymdu Kana-
sjónvarpinu þar sem stjömumar
birtust þeim þeim ljóslifandi sem
áttu sjónvarp á þessum tíma og
bjuggu í sjónlínu við Keflavíkur-
flugvöll. Það var margt að gerast í
tónlist á sjötta áratugnum þar sem
Elvis Presley flaug hæst á rokk-
bylgjunni. Þegar kom fram á þann
sjöunda tóku The Beatles frá Bret-
landi við kyndlinum sem enn logar.
Þetta fór ekki fram hjá drengnum
unga í Hafnarfirði sem fékk þetta
allt beint í æð á öldum ljósvakans
og eldri systkini áttu líka sinn þátt í
að fullkomna tónlistarlegt uppeldi
hans. Pabbinn, sem var öflugur tog-
araskipstjóri hafði fitlað við tónlist
sem hafði líka sitt að segja.
Björgvin fór nokkra túra með
föður sínum en sjórinn heillaði
ekki, það skyldi róið á önnur mið
sem hann sótti ekki síður fast en
pabbinn á togaranum.
Ætlaði ekki að verða
söngvari
Og Björgvin lét sér ekki nægja að
hlusta, hann reyndi að lfkja eftir
söngnum, hreyfmgunum og hann
var duglegur að pikka upp textana.
Það varð einmitt lykillinn að
poppinu fyrir Björgvin Halldórs-
son.
Bjöggi ætlaði ekki að verða
söngvari en eftir að hafa bent
strákunum í Bendix, hljómsveit í
Hafnarfirði sem var stofnuð 1966
á Bítlatímabilinu miðju, á að þeir
færu ekki rétt með textana var
skorað á hann að syngja eitt lag.
Lagið var sótt í smiðju Bítlanna
um rakarann góða við Penny Lane
sem átti mynd af hverjum haus sem
hann hafði klippt. Eftir þetta varð
ekki aftur snúið.
Frá Bendix lá leiðin í Flowers og í
Ævintýri sem flutti lagið, Þó líði ár
og öld, sem enn lifir með þjóðinni.
Árið 1969 varÆvintýri kosin
popphljómsveitin og Björgvin
fyrsta Poppstjama Islands.
Björgvin kom líka við í Hljómum,
Brimkló, Change, Ðe lónlí blú bojs,
HLH flokknum, var með eigin
hljómsveit, var í Hljómsveit Gunn-
ars Þórðarsonar, Sléttuúlfunum,
BH kvartettinum og Hjartagosun-
um. Hann tók þátt í gerð Sumars á
Sýrlandi með Stuðmönnum, söng í
Eurovision og hefur unnið til
verðlauna í alþjóðlegum söngva-
keppnum, sungið kvikmyndalög,
farið í hljómleikaferð um Sovét-
ríkin, stjómað upptökum á popp-
músík, gospelsöngvum og sígildri
tónlist og stýrt vinnslu fjölmargra
þemaplatna.
Víða komið við
Hann hefur verið framleiðandi og
upptökustjóri hljómplatna sem
spanna allt frá poppi yfir í háklass-
ík. Björgvin stjórnaði upptökum á
þremur fyrstu plötum Kristjáns
Jóhannssonar sem og þremur plöt-
um Sigrúnar, Diddúar, Hjálmtýs-
dóttur. Björgvin hefur túlkað mörg
hundruð lög eftir aðra höfunda og
samið ógrynni vinsælla laga sjálfur
enda er hann óvenju farsæll laga-
smiður.
Hann var líka messagutti á Gull-
fossi gamla, stjómaði sjónvarps-
stöð, var skemmtanastjóri á
Broadway, stýrði útvarpsstöðvunum
Stjömunni og Bylgjunni, var fram-
kvæmdastjóri Stúdíós Sýrlands og
hefur unnið á auglýsingastofu svo
fátt eitt sé nefnt. Björgvin hefur
tekið þátt í margs konar starfsemi
og rekur um þessar mundir eigið
stúdíó, framleiðslu- og viðburða-
fyrirtækið Tónaljós.
Og svo er hann einn mesti safnari
landsins. Á ótrúlegustu hluti sem
tengjast tónlist og allt frá eigin ferli
að sjálfsögðu. Þá hefur Björgvin
verið rödd Stöðvar 2 í mörg ár. Þá
má ekki gleyma öllum stórtónleik-
unum sem Björgvin hefur staðið að
og fyrir hver jól flykkist fólk til að
heyra jólalögin í flutningi Björg-
vins og hóps listamanna sem hann
fær til liðs við sig.
Rotaður á sínu fyrsta
balli í Eyjum
Björgvin á góðar minningar frá
Vestmannaeyjum en það gat gengið
á ýmsu eins og hann fékk að kynn-
ast í fyrsta skiptið sem hann kom til
Vestmannaeyja til að skemmta.
„Það var með Flowers. Við spiluð-
um í húsinu uppi á hæðinni," segir
Björgvin og á við Alþýðuhúsið.
„Það gekk ágætlega nema að ein-
hver gaur var með stöðug leiðindi
og við reyndum að stugga við
honum þannig að hann ryddist ekki
upp á sviðið. Alþýðuhúsið var þá
eins og bíóin í gamla daga með
svölum og þangað fór gaurinn. Og
hann lét ekki staðar numið, henti í
mig óbrjótanlegu mjólkurglasi sem
lenti á hausnum á mér. Eg rotaðist
og var fluttur upp á sjúkrahús sem
var þama við hliðina," bætir
Björgvin við og er nú að tala um
Ráðhúsið sem þá gegndi hlutverki
sjúkrahúss í Vestmannaeyjum.
Þetta var í kringum 1970 en leiðin
lá aftur til Eyja með annarri hljóm-
sveit og á nýjum vettvangi um tíu
árum síðar. „Ég var með Brimkló á
þjóðhátíðunum 1981, 1982 og 1983
þegar íþróttafélögin Þór og Týr
skiptust á um að halda þjóðhátíð,“
segir Björgvin og þar gat gengið á
ýmsu ekki síður en á böllum í
Eyjum.
Eldglæringar á sviðinu
„I eitt skipti af þessum þremur
þjóðhátíðum gerði brjálað veður,
rok og rigningu sem stóð beint inn
á sviðið. Eitthvað var lítið um
jarðtengingu á græjunum sem leid-
du út þegar þær blotnuðu. Það
stóðu eldglæringar út úr öllu og við
urðum að hætta að spila. En tón-
listin stoppaði ekki því við tók
Gísli Sveinn Loftsson með
Diskótekið Áslák sem fylgdi
Brimkló lengi. Gísli stóð í stafni á
sviðinu í Herjólfsdal á meðan guð-
imir grétu, með gúmmíhanska á
báðum lúkum til að verjast raf-
magninu," segir Björgvin og hlær
við tilhugsunina.
Björgvin hefur oftar komið á
þjóðhátíð, með HLH- þar sem hann
var í kompaníi með bræðmnum
Halla og Ladda og eitt árið kom
hann með Wolfman Jack sem varð
frægur um allan heim eftir að hann
kom fram í kvikmynd Georges
Lucas, American Graffiti. Wolfman
var þekktur útvarpsmaður í Banda-
ríkjunum og er einhver mesti
strigabassi sem heyrst hefur í.
Einhvem tímann kom hann með
„Elvis“ auk þess sem hann yljaði
gestum í Dalnum á þjóðhátíðinni
2010 með söng og frábæmm
lögum.
Og Björgvin hefur leikið á ófáum
böllum í Eyjum og allt gengið að
óskum eftir uppákomuna á fyrsta
ballinu í Alþýðuhúsinu.
Það eiga því margir Eyjamenn
minningar sem tengjast ferli
Björgvins Halldórssonar „Það er
mjög gaman að leika og syngja
fyrir Vestmannaeyinga. Þeir kunna
að skemmta sér, gefa ekkert eftir
þegar þeir em komnir af stað. Það
er alltaf sérstök stemmning sem
fylgir því að koma fram á þjóðhátíð
og það verður gaman að endumýja
kynnin þann 17 mars í Höllinni,“
sagði Björgvin og hann lofar góðri
skemmtun.
Úrvals tónlistarmenn
mæta
Það er valinn maður í hverju rúmi í
hljómsveitinni sem fylgir honum.
Þeir eru: Þórir Baldursson á orgel,
Þórir Ulfarsson píanó, Sigurgeir
Sigmundsson og Jón Elvar á gítar,
Jóhann Hjörleifsson trommur,
Friðrik Sturluson bassi, Eyjólfur
Kristjánsson gítar og söngur.
„Kmmmi, sonur minn, kemur líka
og Gústi verður rótari eins og hann
hefur svo oft verið áður. Hafþór
„tempo“ Karlsson sér um hljóðið
ásamt tækniliði Hallarinnar."
Af þessari upptalningu sést að
mikið er í lagt. „Við höfum æft vel.
Ég vonast svo til að sjá sem flesta
og að það verði sannkallað Eyjafjör
í Höllinni á föstudaginn,“ sagði
Björgvin sem ömgglega á eftir að
syngja Gullvagninn, Þó líði ár og
öld og svo gullkomið, Skýið.
Ómar Garðarsson I
omar@ eyjafrettir. is.
Byggt á samantekt Jónatans
Garðarssonar um Björgvin.
BRIMKLÓ var mjög vinsæl á árunum í kringum 1980 og þá komu
þeir þrjú ár í röð á þjóðhátíð.