Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.09.2019, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 14.09.2019, Qupperneq 8
STJÓRNSÝSLA Flestir sem dæmdir eru til greiðslu sekta hjá dómstólum kjósa að afplána fangelsisdóm frek­ ar en að borga margar milljónir til ríkisins. Hæstu sektirnar eru vegna hvítf libbaglæpa, til dæmis vegna margs konar skattalagabrota. Hinir dæmdu fá þó fæstir að kynnast lífinu á bak við lás og slá. Fangelsiskerfið er svo gott sem sprungið og því engin pláss fyrir afplánun vegna sekta. Sektarrefs­ ingar eru oftast fullnustaðar með ólaunaðri samfélagsþjónustu ef þær eru fullnustaðar yfir höfuð. Það er ekki svo að einstaklingur sem er dæmdur til sektar upp á 100 milljónir króna þurfi að vinna launalaust til lengri tíma fyrir sam­ félagið. Hámark samfélagsþjónustu í dag er 480 klukkustundir og því er hinn stórskuldugi hvítf libba­ krimmi laus allra mála eftir rúma tvo mánuði miðað við hefðbundinn átta tíma vinnudag. Tímakaupið er því gott. Þá hefur andvirði rúmra tveggja milljarða af sektum verið afskrifað á undanförnum árum. Óhætt er því að draga þá ályktun að hvítflibba­ glæpamenn sleppi vel. Þetta er í einfölduðu máli sú sviðsmynd sem er dregin upp í skýrslu starfshóps um innheimtu­ hlutfall sekta og sakarkostnaðar. Hópurinn skilaði skýrslunni inn í sumar og bíður hún nú afgreiðslu í dómsmálaráðuneytinu. Þetta er þó ekki fyrsta skýrslan um slæmt ástand í málaflokknum. Slík skýrsla var líka unnin árið 2009 og tvær eftirfylgniskýrslur fylgdu í kjölfarið árið 2012 og 2015. Niður­ staðan var alltaf sú sama. Ástandið er óboðlegt en vilji til úrlausna virð­ ist afar lítill. Ef kafað er dýpra í skýrsluna Íslenskir hvítflibbakrimmar sleppa við þungar refsingar Aðeins níu prósent af sektum dómstóla innheimtast á Íslandi. Ástandið er verra eftir því sem sektin er hærri. Fangelsiskerfið er svo gott sem sprungið. Flestir fullnusta refsingar með samfélagsþjónustu sem getur að hámarki orðið 480 klukkustundir. Andvirði tveggja milljarða af sektum verið afskrifað. Innheimta sekta dómstóla hefur verið í miklum ólestri um árabil. Nú í sumar lagði starfshópur fram tillögur til úrbóta í nýrri skýrslu. Þær byggja á sambærilegum eldri tillögum sem aldrei hafa komist í framkvæmd. skýrist af hverju innheimta sekta gengur svo illa. Yfirvöld hafa engin tæki til innheimtu sem virka. Í stuttu máli geta yfirvöld aðeins gert fjárnám í eignum hins dæmda og skráð hann á vanskilaskrá ef slíkt fjárnám reynist árangurslaust. Vandamálið er hins vegar að meirihluti þeirra sem eru dæmdir til greiðslu sekta eru eignalausir og því hvatinn til þess að greiða háar sektir lítill sem enginn. Ef svo ólík­ lega vill til að viðkomandi eigi eign­ ir þá eru þær yfirleitt yfirveðsettar. Starfshópurinn leggur til margs konar lausnir. Það sem gefur þó ekki tilefni til bjartsýni er að þær eru f lestar ekki nýjar af nálinni. Lausnirnar felast í launaafdrátti, heimild til skuldajöfnunar við inneignir á opinberum gjöldum, heimild til kyrrsetningar eigna, að fyrningartími sekta verði lengdur og að ekki megi fullnusta sektir yfir 10 milljónir króna með samfélags­ þjónustu. Þá er lagt til að hámark klukkustunda í samfélagsþjónustu verði tvöfaldaður og verði 960 klukkustundir. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er skýrsla starfshópsins komin í farveg innan ráðuneytisins. Það mun koma í hlut nýskipaðs dómsmálaráðherra, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, að tryggja að hún dagi ekki uppi eins og þær fyrri. bjornth@frettabladid.is Hámark samfélagsþjón- ustu er 480 klukkustundir. Því er hinn stórskuldugi hvítflibbakrimmi laus allra mála eftir rúma tvo mánuði. Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi sem styrki stoðir mannlífs á Íslandi. Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2019. Verðlaunin eru þrjár milljónir króna. Tilnefningar geta komið frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða. Tilnefna má vísindafólk sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknastofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum, sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna, er heimilt að senda tilnefningar. Ferilskrá vísindamannsins skal fylgja tilnefningu ásamt rökstuðningi þess sem tilnefnir. Hvatningarverðlaunin verða afhent á Rannsóknaþingi í haust. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 11. október 2019. Tilnefningum ásamt rökstuðningi og ítarlegum upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað með tölvupósti til Rannís á netfangið rannis@rannis.is Nánar á www.rannis.is Tilnefnin gar óska st! FRAKKLAND Google hefur samþykkt að greiða franska ríkinu tæplega milljarð evra, eða 130 milljarða króna, vegna ógreiddra skatta. Tæplega helmingur af upphæðinni er sáttagreiðslur enda hefur málið staðið lengi yfir. Efnahagsbrotadeild frönsku lög­ reglunnar hóf að rannsaka undan­ skotin árið 2015. Ári síðar gerði hundrað manna sveit áhlaup á höfuðstöðvar netrisans í París og gerði húsleit. Frakkar hafa barist fyrir því innan G7 að stór alþjóðleg fyrirtæki greiði skatta í þeim löndum þar sem þjónustan er. Frakkar settu lög þess efnis að útibú alþjóðlegra tækni­ fyrirtækja greiddu skatta af starf­ semi móðurfélagsins. Höfuðstöðvar Google í Evrópu eru á Írlandi þar sem skattar eru lágir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist illa við þessum aðgerðum og hótar refsiaðgerðum. Á fundi G7­ríkjanna í ágúst virtust Trump og Macron hafa náð samkomulagi. – khg Frakkar tóku hart á Google KJARAMÁL Formannafundur BSRB samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem skorað er á stjórn­ völd að ganga fram með góðu for­ dæmi og samþykkja kröfur um styttingu vinnuvikunnar án launa­ skerðingar. Þá segir í ályktuninni að fullkom­ lega óásættanlegt sé hversu hægt viðræður hafi gengið en samningar 22 þúsund félagsmanna hafa verið lausir frá 1. apríl síðastliðnum. Er kallað eftir því að samið verði án tafar um styttingu vinnuvikunnar þar sem horft verði til tilraunaverk­ efna ríkis og Reykjavíkurborgar. Á fundinum var einnig samþykkt ályktun þar sem stjórnvöld eru hvött til að mæta því tekjutapi sem hlýst af skattalækkunum á tekju­ lægri hópa með auðlindagjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts. – sar Ítreka kröfur um styttingu Macron og Trump ræddu skatta tæknirisa. NORDICPHOTOS/GETTY DÓMSTÓLAR Sautján ára fangelsis­ dómur Dags Hoe Sigurjónssonar var staðfestur í Landsrétti í gær. Dagur var í júní 2018 fundinn sekur um að hafa banað Klevis Sula með hníf­ stungu á Austurvelli í desember 2017. Sula var frá Albaníu. Sömu nótt réðst Dagur á Elio Hassani, félaga Sula og samlanda, og stakk hann þrisvar. Auk fangelsisdómsins þarf Dagur að greiða foreldrum Sula 20 millj­ ónir í miskabætur og Hassani 1,5 milljónir. – khg Sautján ára fangelsi staðfest Dagur hlaut sautján ára fangelsis- dóm. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN 1 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 9 6 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 C 4 -A 8 0 C 2 3 C 4 -A 6 D 0 2 3 C 4 -A 5 9 4 2 3 C 4 -A 4 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.