Fréttablaðið - 14.09.2019, Side 16
Víkingur getur í kvöld unnið sinn fyrsta titil í knatt-spyrnu í karlaf lokki síðan
árið 1991 þegar liðið etur kappi við
FH í úrslitum Mjólkurbikarsins.
Bikarsaga Víkings er ekki rík en
liðið hefur tvisvar leikið til bik-
arúrslita og einu sinni unnið. Árið
1971 tryggði Jón Ólafsson Víkingi
fyrsta og eina bikarmeistaratitilinn
gegn Breiðabliki í leik sem fram fór
á Melavellinum.
Víkingur varð svo Íslands-
meistari 1991 en síðan þá hefur
ekki þurft að rýma til í bikarskáp
félagsins fyrir nýjum bikar vegna
árangurs liðsins. Varnartröllið
Sölvi Geir Ottesen hefur orðið
bikarmeistari fjórum sinnum í
þremur mismunandi löndum. „Það
er of boðslega spennandi að vera á
leið í bikarúrslitaleik með uppeldis-
félaginu. Þegar ég kom til baka í
Fossvoginn lét ég mig dreyma um
að berjast um titil. Nú er það orðið
að veruleika,“ segir Sölvi Geir um
komandi verkefni.
FH er að fara í sinn sjöunda bik-
arúrslitaleik í sögunni en liðið var
síðast í þessum leik árið 2017 þegar
það tapaði óvænt fyrir ÍBV. Þar á
undan lék FH til úrslita árið 2010
gegn KR. FH vann sannfærandi 4-0
sigur í þeim leik.
Þar var Davíð Þór Viðarsson,
núverandi fyrirliði FH, í lykil-
hlutverki inni á miðsvæðinu hjá
Hafnarfjarðarliðinu. „Þessi leikur
ræður úrslitum um hvort sumarið
hjá okkur sé gott eða slæmt,“ segir
fyrirliðinn.
Fjórir leikmenn í leikmannahópi
FH voru í hópnum sem varð bikar-
meistari árið 2010 en það eru þeir
Pétur Viðarsson, Hjörtur Logi Val-
garðsson, Björn Daníel Sverrisson
og Atli Guðnason. Atli og Hjörtur
urðu einnig bikarmeistarar 2007.
Breiðablik og Valur mætast í slag tveggja efstu liðanna í Pepsi Max-deild kvenna
í knattspyrnu á Kópavogsvelli á
morgun. Valur hefur einungis tapað
tveimur stigum í fyrstu 16 leikjum
deildarinnar. Það var í jafntef li
liðanna í fyrri umferð deildarinnar.
Valur er með 17 mörkum betri
markatölu og er þar í raun með
aukastig í baráttunni um Íslands-
meistaratitilinn. Breiðablik þarf því
að leika til sigurs ætli liðið að verja
titilinn og verða meistari í 18. skipti
í sögunni.
Í þessum leik mætast tvö áber-
andi bestu lið deildarinnar en 16
stig skilja að Breiðablik sem er í
öðru sæti og Selfoss sem er sæti
neðar. Valur hefur skorað langflest
mörkin í deildinni fyrir þennan
leik eða 61 talsins og Breiðablik,
sem hefur skorað 48 mörk, hefur
skorað 20 mörkum meira en næsta
lið á þeim lista, Þór/KA. Norðan-
konur eru eina liðið fyrir utan Val
sem hefur hirt stig af Breiðabliki í
sumar.
Þegar íslenska kvennalandsliðið
lagði Slóvakíu að velli í síðasta leik
liðsins í undankeppni EM 2021 voru
sjö leikmenn Vals í leikmannahópi
íslenska liðsins, þar af fjórir í byrj-
unarliðinu. Breiðablik átti jafn
marga fulltrúa en einn þeirra var í
byrjunarliðinu og sex voru á vara-
mannabekknum í upphafi leiks.
Tveir markahæstu leikmenn
deildarinnar eru leikmenn Vals
en þær Elín Metta Jensen og Hlín
Eiríksdóttir hafa skorað 16 mörk
hvor. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
hefur skorað mest fyrir Breiðablik
eða 13 mörk og Agla María Alberts-
dóttir nartar í hæla hennar með 12
mörk. Alexandra Jóhannesdóttir
hefur svo safnað 10 mörkum í sarp-
inn hjá Kópavogsliðinu.
Tveir titlar undir í leikjum helgarinnar
Úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki fer fram á morgun þegar tvö bestu lið landsins leiða saman hesta sína.
Víkingur og FH etja kappi í dag í bikarúrslitum, í leik þar sem bæði lið eru bikarþyrst eftir langa bið frá síðasta bikarmeistaratitli.
Valskonur eru
með tveggja
stiga forustu í
deildinni.
Víkingur varð
síðast bikar-
meistari árið
1971.
Breiðablik er
sigursælasta
kvennaliðið
með 18 titla.
Þetta verður í
sjöunda sinn
sem FH leikur
til úrslita.
1 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isHöldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðum
www.hekla.is/volkswagensalur
Volkswagen T-Roc
Ef þú vilt áberandi hönnun, möguleika á sérsniðnu útliti og gæði niður í minnstu smáatriði þá er T-Roc málið.
Með T-Roc gefst þér tækifæri til að prófa nýstárlegan sportjeppa sem vekur eftirtekt með öugu útliti.
Fæddur til að
skara framúr
Verð frá
4.290.000,-
1
4
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
C
4
-6
7
D
C
2
3
C
4
-6
6
A
0
2
3
C
4
-6
5
6
4
2
3
C
4
-6
4
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
9
6
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K