Fréttablaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 22
FYRIR MÉR ÞÝÐIR „STERK“ PERSÓNA EKKI SÚ SEM DJÖFLAST ÁFRAM OG KEMST HRATT Á TOPP- INN MEÐ ÞVÍ AÐ BRENNA ALLAR BRÝR AÐ BAKI SÉR. HETJUR MEGA VERA BROT- HÆTTAR. Leikstjórinn, handritshöf-undurinn og leikkonan Nanna Kristín Magnús-dóttir bý r í Vestur-bænum í Reykjavík með sambýlismanni sínum. Þau eiga saman þriggja ára son og fimm börn frá fyrri samböndum. Þið eruð sumsé bara dæmigerð íslensk nútímafjölskylda? „Jahá!“ segir Nanna Kristín. „Ég held einmitt að við séum þrátt fyrir alls konar flækjur frekar dæmigerð. Stundum þegar ég er spurð út í fjöl- skylduna spyr ég hreinlega: Viltu löngu útgáfuna eða þá stuttu? Ég er sjálf skilnaðarbarn. Skilnaður er fyrir mér ekkert óvenjulegt fyrir- bæri. Foreldrar mínir voru aldrei gift og voru í stuttu sambandi eftir að ég fæddist. Ég eignaðist svo stjúp- föður en þau mamma skildu. Ég á engin alsystkini, bara hálfsystkini. Þrjú mömmu megin og enn f leiri pabba megin. Og þar bætast við enn meiri f lækjur,“ segir hún. Og þetta er stutta útgáfan, ekki satt? „Jú, svo sannarlega!“ Við eigum kannski öll mörg líf? Það er ekki lengur bara ein samfelld saga? „Já, og þó að fólk skilji, eða geri stórar breytingar á lífi sínu, þá þýðir það ekki að þú sért ekki heil- steyptur karakter. Kannski er það einmitt öfugt, miklar og erfiðar breytingar geta orðið til góðs,“ segir Nanna Kristín. Engin glansmynd Nanna Kristín framleiðir, skrifar, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í nýjum sjónvarpsþáttum sem verða sýndir á RÚV í byrjun október, Pabbahelgum. Þættirnir fjalla um skilnað með gamansömu ívafi þó. „Ekki í sketsa- eða brandaraformi heldur eru aðstæðurnar pínlegar en persónudramað er sterkt,“ útskýrir hún. Blaðamaður hefur fengið að horfa á fyrsta þáttinn og getur ljóstrað upp fyrir lesendum án þess að Þorði ekki að segja hug sinn Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona og leikstjóri, segir frá glímunni við félagskvíða og misnotkun á áfengi. „Áður en ég skoraði kvíðann og drykkjuna á hólm þorði ég ekki að hafa rödd.“ Hún leikstýrir nýjum þáttum um miðaldra konu sem tekst á við skilnað og fer ótroðnar slóðir í íslenskri sjónvarpsþáttagerð. „Þó að fólk skilji, eða geri stórar breyting- ar á lífi sínu, þá þýðir það ekki að þú sért ekki heilsteyptur karakter. Kannski er það einmitt öfugt, miklar og erf- iðar breytingar geta orðið til góðs,“ segir Nanna Kristín. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR skemma nokkuð fyrir þeim að þá strax verður ljóst að efnistök Nönnu Kristínar eru mjög hressandi til- breyting og langt í frá hefðbundin. Fyrstu senur þáttarins innihalda nekt og kynlíf í hárbeittum og nán- ast óþyrmilega hversdagslegum búningi. Hér er engin glansmynd höfð í hávegum á skjánum. Hvernig kviknaði hugmyndin að þessum þáttum? „Ég flutti til Vancouver til að læra handritaskrif með áherslu á sjón- varpsþáttagerð. Ég fór einbeitt í námið og setti mér markmið, ég nýtti hvert verkefni vel með það í huga að framleiða það. Á þessum tíma sem ég var við nám voru tvær mjög ólíkar sjónvarpsþáttaraðir mjög vinsælar, lögfræðidramað The Good Wife sem fjallar um konu sem stendur við hlið eiginmanns síns eftir að hann er staðinn að framhjá- haldi. Og svo þáttaröðin Girls sem Lena Dunham skrifaði sem fjallar um ungar konur en á annan hátt en við erum vön,“ segir Nanna Kristín og á við það að þættirnir þóttu ein- mitt lausir við að fylgja stöðlum og elta glansmyndir. „Kennarinn minn skildi ekkert hvað þessi unga kona, Lena, var að vilja upp á dekk. En ég varð stór- hrifin af frásagnaraðferð hennar. En ég tengdi sterkt við þessar tvær ólíku þáttaraðir af ýmsum ástæðum og þær urðu á endanum ákveðinn innblástur þegar ég skrifaði Pabba- helgar. Útkoman er svo ekkert lík þessum seríum enda ekki mark- miðið. Mig langaði fyrst og fremst til að skrifa kvensöguhetju sem væri sterk manneskja en án þess að vera karllæg eða einhvern veginn skrýtin og á skjön við samfélagið.“ Hetjur mega vera brothættar Já, það virðist vera ákveðið þema, að sterkar kvensöguhetjur eru oft karllægar, eða með stórfellda bresti. „Já, það er áberandi. Þær eru oft svo „sterkar“ að þær verða karllægar og hafa ekki burði til að sýna til- finningar. Eiga ekki fjölskyldur. Það er eins og það sé tilhneiging í þá átt Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is að það þurfi að útskýra velgengni þeirra. Fyrir mér þýðir „sterk“ per- sóna ekki sú sem djöflast áfram og kemst hratt á toppinn með því að brenna allar brýr að baki sér. Hetjur mega vera brothættar. Mig langaði til þess að skrifa hlut- verk kvenhetju sem er móðir, dóttir, stundar vinnu, er eigin- kona, elskhugi, vinkona. Er í öllum þessum mismunandi hlutverkum en er samt að takast á við erfiða en einnig hversdagslega hluti. Í sjón- varpi hefur þú meiri tíma og frelsi til þess að gefa söguhetjum dýpt, sýna margar hliðar. Það var það sem kveikti í mér. Karen, aðalper- sóna Pabbahelga, er marglaga ekki aðeins tilfinningalega innra með sér heldur líka út á við. Hún sýnir tilfinningar bæði of mikið og lítið. Við setjum öll upp alls konar and- lit eftir því sem hentar aðstæðum best.“ Og sögusviðið er Vesturbærinn, þar sem þú býrð. „Já, ég hef mikinn húmor fyrir Vesturbæjarsnobbinu. Er sjálf uppalin þar og mikill KR-ingur. Við Vesturbæingar verðum ofsalega sárir ef einhver segir eitthvað sem 1 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 C 4 -9 E 2 C 2 3 C 4 -9 C F 0 2 3 C 4 -9 B B 4 2 3 C 4 -9 A 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.