Fréttablaðið - 14.09.2019, Qupperneq 24
hallar á lífið þar. Til dæmis að það
sé alltaf rok í Vesturbænum, sem
er bara staðreynd!“ segir Nanna og
hlær. „Það þykir eftirsóknarvert að
búa þar. Tákn um velgengni og gott
líf. Að búa nálægt Melabúðinni,
Kaffi Vest og Vesturbæjarlauginni.
En svo er þetta bara hugmynd um
gott líf. Því það eru fínustu sund-
laugar í öllum hverfum! Og meira
að segja Vesturbæjarís!“
En svo skildir þú sjálf, er það ekki?
„Þegar ég byrjaði að skrifa Pabba-
helgar voru þeir gamanþættir. En á
meðan ég var að skrifa fyrir rúmlega
fimm árum síðan þá gekk ég sjálf í
gegnum skilnað. Og auðvitað lagði
ég verkefnið til hliðar á meðan. Ég
hafði ekki löngun eða nokkra burði
til þess að skrifa kómík um skilnað.
Það sem ég þurfti að einbeita mér
að voru börnin mín og skilnaður-
inn sjálfur. Að öllum þeim tilfinn-
ingalegu og praktísku málum sem
honum fylgja.
Þegar ég tók handritið upp aftur
hafði ég aðeins aðra sýn, ég hafði
hlaupið yfir allt dramað og því
langaði mig að skrifa skilnaðar-
ferli sögupersónanna inn í fram-
vinduna. Minn skilnaður og per-
sónulega reynsla f léttaðist ekki
inn í skrifin, heldur nýtti ég þá
innsýn sem ég fékk við að ganga í
gegnum þetta sjálf. Og ég fékk líka
aðra handritshöfunda með mér í
að skrifa til að víkka út söguna og
dýpka. Þau Huldar Breiðfjörð og
Sólveigu Jónsdóttur rithöfunda. Þá
fór sagan heldur betur á f lug þegar
ég átti díalóg við aðra um efnið. Það
er mitt uppáhalds tímabil, að brein-
storma saman og finna alla mögu-
lega f leti. Úr varð að fyrsta sería
fjallar ekki um fráskilda konu sem
fer á Tinder heldur baráttu hennar
um að vilja alls ekki vera sú kona.
Karen vill halda í kjarnafjölskyld-
una sína hvað sem það kostar. Þegar
við erum undir álagi eða stórar
breytingar eiga sér stað í lífi okkar
verður heimurinn þyngri. Þá er oft
erfitt að meta hvað er raunverulega
vandamál. Minnstu mál geta orðið
að stórmálum. Eins og bara hver
eigi að sækja í leikskólann,“ nefnir
Nanna Kristín sem dæmi.
Á erfitt með að treysta
Nanna Kristín segist eiga töluvert
erfitt með að deila opinberlega
persónulegri reynslu sinni. Hún sé
í grunninn feimin og innhverf. „Ég
forðast það. En ég geri það þegar ég
veit að það skiptir máli. Fyrir mig og
aðra. Ég sumsé get það alveg,“ segir
hún og brosir. „En mér finnst það
erfitt og ég verð óskaplega þreytt á
eftir. Góður kennari í Leiklistarskól-
anum sagði eitt sinn við mig að ég
gæfi allt of mikla orku og sköpun frá
mér til annarra fyrir þau að bruðla
með. Ég ætti að vernda sjálfið mitt
með því að setja á mig ímyndaðan
gullhjálm. Á þeim tíma skildi ég
ekkert hvað maðurinn var að meina
en það koma að því áratug seinna að
ég kveikti. Ég viðurkenni samt að
ég er ekki nógu dugleg að setja upp
gullhjálminn.
Ég er intróvert og frekar feimin
manneskja. Ég er haldin félagskvíða
og það er nokkuð sem ég er að tak-
ast á við mjög markvisst í meðferð
hjá sálfræðingi. En það þýðir hins
vegar ekki að ég geti ekki unnið
vinnuna mína. Alls ekki, ég þrífst
vel í vinnu. Þar er ég á heimavelli,
mér finnst gott að setja mér mark-
mið, vinna vel og klára verkefni. En
það eru þessi persónulegu tengsl
sem vefjast oft fyrir mér. Ég á erfitt
með að treysta. Það er meðal annars
vegna þessara eiginleika minna sem
ég drekk ekki.“
Af því það kveikir kvíða?
„Já, lengi vel hélt ég að ég væri að
hleypa út hinni einu sönnu villtu
Nönnu. En villta Nanna undir
áhrifum er ekki ég og það þurfti
bara aldeilis ekkert að hleypa henni
út. Ég er nógu flókin fyrir.
Ef ég væri enn að næra kvíðann
með því að drekka áfengi þá sætum
við tvær ekki hér í dag að ræða um
sjónvarpsþáttaröð sem ég hefði
framleitt. Ég hefði ekki komið því
í verk af því að ég hafði ekki næga
trú á sjálfri mér. Áður en ég skoraði Karen vill halda í kjarnafjölskylduna sína hvað sem það kostar.
„Villta Nanna undir áhrifum er ekki ég og það þurfti aldeilis ekkert að hleypa henni út.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
kvíðann og drykkjuna á hólm þorði
ég ekki að hafa rödd. Ég þorði ekki
að segja hug minn eða fylgja því
eftir sem mér fannst rétt. Óörygg-
ið rændi mig röddinni. Ég hafði
reyndar enga rödd bókstaf lega!“
rifjar Nanna Kristín upp. „Ef ég
reyndi að tjá mig um það sem mér
lá á hjarta fékk ég kökk í hálsinn og
röddin fór að titra. Þá fannst mér nú
betra að þegja.“
Ákveðið sorgarferli
Var þetta erfitt ferli? Að hætta að
drekka?
„Já og nei. Fyrir mig fylgdi því
ákveðið sorgarferli. Ég velti því
mikið fyrir mér af hverju ég gæti
ekki verið eins og allir hinir. Að fá
FYRIR MÉR ÞÝÐIR „STERK“
PERSÓNA EKKI SÚ SEM
DJÖFLAST ÁFRAM OG
KEMST HRATT Á TOPP-
INN MEÐ ÞVÍ AÐ BRENNA
ALLAR BRÝR AÐ BAKI SÉR.
sér eitt og eitt hvítvínsglas án þess
að vera ómöguleg daginn eftir. Og
af hverju fylgdi öll þessi vanlíðan og
kvíði? Þó að ég fengi mér bara einn
bjór og færi snemma í háttinn þá
vaknaði ég samt í vanlíðan og ótta.
En það var ekkert eitt atvik sem
fyllti mælinn. Ég tók bara ákvörðun
einn daginn og hringdi í góða vin-
konu sem ég vissi að ég gæti treyst
á og hún kynnti mig fyrir þeim
leiðum sem eru í boði. Það var samt
erfitt. Fundir hjá 12 spora samtök-
um og það að þiggja hjálp frá öðrum
var áskorun fyrir mig.
Mér fannst allir dæma mig. En sú
tilfinning varði ekki lengi, maður
lærir f ljótt með því að hlusta á aðra.
Þótt við séum ólík þá eigum við flest
svo margt sameiginlegt. Við eigum
það nefnilega öll sameiginlegt að
vilja fyrst og fremst eiga gott líf.
Ég var áður andsnúin því að fara í
gegnum 12 spora kerfi því ég var svo
hrædd um að verða heilaþvegin,“
segir Nanna og skellir upp úr. „Já,
já, fordómarnir leynast víða.
En reyndar trúi ég á Guð. Hef
alltaf haldið í mína barnatrú.
Maðurinn minn spyr mig stundum
í gríni hvort ég sé örugglega í réttum
bransa. Ég drekk ekki, ég er til hægri
í pólitík og ég trúi á guð! Og svo er
ég forfallinn Man. Utd stuðnings-
maður!“
Ég las grein um daginn í New
York er, fyrirsögnin var Girl, you are
a Middle aged Woman Now. Í grein-
inni var á spaugsaman hátt búið að
færa heiti á ýmsum kvikmyndum og
bókum til sanns vegar. Þannig séð.
Bókin Girl on a Train varð til dæmis;
Middle aged Woman on a Train og
kvikmyndin Gone Girl: Gone Middle
Aged Woman. Þetta var eiginlega
stórfyndið. Finnst þér stundum að
miðaldra konur fái ekki alveg sinn
sess í þessum bransa?
„Já, já, en ekki bara í þessum
bransa. Þetta er ótrúlega skemmti-
leg pæling. Miðaldra kona er kona
sem hefur misst eitthvað, misst
stelpuna í sér og æskuna. Það er
frekar ósanngjarnt því að á meðan
fá miðaldra karlar hinn svokallaða
gráa fiðring. Það er til spennandi
nafn yfir það fyrir þá. Stereótýpu-
útgáfan eru þeir sem viðhalda æsk-
unni með því að fá sér yngri konu
eða sportbíl eða eitthvað strákalegt.
Og það þykir bara krúttlegt og er
samfélagslega viðurkennt. En mið-
aldra kona sem flippar er bara búin
að missa vitið! Hún þykir sorgleg
og örvæntingarfull. Annars skil ég
ekki þessa áráttu með að vilja ekki
eldast. Aldur bætir bara við gleði og
þroska. Ég verð samt alltaf sjö ára
hrædda Nanna þegar ég sé köngu-
ló eða dansa sem 17 ára þegar ég
hlusta á Nýdönsk. Stelpan í mér er
ekkert horfin.“
Þannig að aldur inn er bara
afstæður? Og við ættum ekki að vera
að spá of mikið í þetta?
„Ég er lítið fyrir að f lokka hluti
og fólk. En það er kynslóðabil og ég
verð að segja að það hvernig ungar
konur nota sína rödd finnst mér
alveg magnað. Og þær kenna okkur
sem erum eldri svo margt sem er
ómetanlegt og mjög frelsandi. En
breytingar og breytt viðhorf taka
tíma. Ég verð að viðurkenna að
þegar Free The Nipple byltingin átti
sér stað þá var ég bara mjög efins.
Ég skildi þetta ekki, það voru ber-
brjósta stúlkur á forsíðum blaðanna
og ég hugsaði, æi, þetta verður erfitt
fyrir þær þegar þær eldast. Ég fékk
móðurlega verndartilf inningu.
Enginn samt að biðja um hjálp eða
vernd.
En ég átti sem betur fer eftir að
skipta um skoðun og er þakklát
öllum þeirra byltingum sem ég
reyni að meðtaka, skilja og tekst
vonandi að miðla til dóttur minnar.
Það tók mig tíma, kannski af því að
ég er korter í miðaldra og kannski
af því að ég er mamma eða kannski
varð ég hrædd því villta Nanna
kemur upp í hugann. Þessi sem var
aðeins að ruglast í lífinu. En ég er
svo þakklát fyrir yngri kynslóðir og
ég er ekki viss um að ungar konur
viti hvað það er okkur mikilvægt að
þær hafi sterka rödd. Þær eru mínar
fyrirmyndir.“
1 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
4
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
C
4
-B
1
E
C
2
3
C
4
-B
0
B
0
2
3
C
4
-A
F
7
4
2
3
C
4
-A
E
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
9
6
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K