Fréttablaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 27
„Að mínu mati er það að gera mistök eina leiðin til að læra en mikilvægt er að reyna að komast fjótt að mistökunum til að þau hafi eins lítil áhrif og hægt er,“ segir Sara Sturludóttir, skrifstofu- og verkefnastjóri. Hún opnaði fallega blóma- og gjafavöruverslun í miðju íbúða- hverfi í Kópavogi árið 2009 en ævintýrið endaði ekki líkt og Sara hafði óskað sér. Hún fór af stað með háleit markmið og drauma en áttaði sig á því nokkrum mán- uðum síðar að opnun verslunar- innar hefðu verið mistök og skellti í lás. Sara segir mikilvægt að viður- kenna mistök sín og læra af þeim. „Ég vann með skóla í dásam- legri blómabúð á Hagamelnum og það var svo ótrúlega nærandi og skemmtilegt að fá að vinna með blóm og búa til fallega vendi og skreytingar,“ segir Sara. „Blómabúðin var opnuð síðla hausts 2009, full af fallegri jóla- gjafavöru og blómum,“ segir Sara. „Fljótlega eftir jólin var ljóst að það hafði alls ekki selst nógu mikið af jólavörunni til að ég gæti fyllt búðina af nýrri vöru og einnig var lítil sala í blómunum sem gerði það að verkum að það var mikil rýrnun á þeim,“ segir hún. „Mistökin sem ég gerði voru kannski fyrst og fremst þau að halda að reynsla mín sem auka- starfsmaður í blómabúð nægði til að reka mína eigin,“ útskýrir Sara. „Ég leitaði í raun ekki ráða hjá neinum með meiri reynslu á þessu sviði og var svona svolítið í því að finna upp hjólið í hverju skrefi. Annað sem ég áttaði mig á var að ég hafði í minni nostalgíu ákveðið að allir hefðu yndi og gaman af blómum og myndu kaupa sér vönd við hvert tilefni sem gæfist. Þetta keyrði ég áfram blind á það að árið var 2009 og fólk langt frá því með hugann við að eyða peningum í blóm og gjafavöru,“ segir hún. „Það sem ég lærði af þessu er til dæmis hversu mikilvægt það er að leita ráða sem víðast og reyna að auka þekkingu sína á því sviði sem maður ætlar sér að fara í,“ segir Sara brosandi. „Það var mér mjög erfitt að ákveða að loka blómabúðinni, mér fannst niðurlægjandi að þurfa að segja fólki að ég hefði gert mistök en ég tókst á við það og enginn hló að mér. Þetta var bara alls ekki eins slæmt og ég hafði séð fyrir mér,“ segir Sara að lokum og hvetur fólk til að viðurkenna mistök sín. Lærði af mistökunum sem hún viðurkenndi Sara Sturludóttir. Opið virka daga frá kl. 8.30 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 14. Tæki færi Kæli- og frystiskápur, iQ300 Fullt verð: 164.900 kr. Tækifærisverð (stál): KG 39EVI4A 123.900 kr. Ein pressa, tvö kælikerfi. Tvær „hyperFresh“-skúffur. Önnur fyrir grænmeti og ávexti, hin fyrir kjöt og fisk. Tryggja ferskleika lengur. H x b x d: 201 x 60 x 65 sm. Uppþvottavél, 45 sm iQ300 Fullt verð: 99.900 kr. Tækifærisverð: SR 436W01MS 79.900 kr. 10 manna. Sex kerfi, þar á meðal hraðkerfi á 65° C. Þrjú sérkerfi, meðal annars tímastytting. Hljóð: 44 dB. Hnífaparaskúffa. „aquaStop“-flæðivörn. Orkuflokkur Skaftryksuga Flexxo, Serie 4 Fullt verð: 43.900 kr. Tækifærisverð: BBH 32101 33.900 kr. Mjög öflug, 21,6 V. Húsgagnabursti og langur stútur fylgja með. Hver hleðsla endist í allt að 50 mínútur. Þvottavél, Serie 6 Fullt verð: 159.900 kr. Tækifærisverð: WAT 2869BSN119.900 kr. Vindur upp í 1400 sn./mín. i-DOS: Sjálfvirk skömmtun fyrir fljótandi þvottaefni. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor með 10 ára ábyrgð. Sérkerfi: Sjálfvirkt kerfi, mjög stutt kerfi (15 mín.), ull o.fl. 9 kg A Spanhelluborð, iQ100 Fullt verð: 129.900 kr. Tækifærisverð: EH 651FEB1E 99.900 kr. Með slípuðum framkanti og hliðum. Fjórar spanhellur. Snertisleði. Tímastillir á öllum hellum. 60 sm á breidd. Bakstursofn, iQ700 Fullt verð: 199.900 kr. Tækifærisverð (svart stál): HB 874GCB1S149.900 kr. Stórt 71 lítra ofnrými. 13 hitunar- aðgerðir, þar á meðal 4D-heitur blástur. Kjöthitamælir. TFT-skjár með texta. Brennslusjálfhreinsun. Orkuflokkur Það eru Tækifærisdagar hjá okkur. Líttu inn og gerðu góð kaup. Sigurbjörn Rúnar Jónasson, verk- efnastjóri hjá Landsbankanum, og Áslaug S. Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri innleiðingar- þjónustu Meniga, komu fram á Kvöldi mistakanna og sögðu sögur af mistökum ásamt því að ræða hvernig læra megi af mistökum og hversu mikilvæg þau séu. „Mistök skipta klárlega miklu máli og þau geta vissulega haft áhrif á framgang verkefna,“ segir Sigurbjörn. „En það sem skiptir máli er hvernig maður tekur á þeim. Hvernig við vinnum úr Skiptir máli hvernig við bregðumst við mistökum ólíkum mistökum og lærum af því.“ Áslaug er sammála Sigurbirni og segir mistök mikilvæg í ferli verkefna. „Það er í lagi að mis- takast en það er ekki í lagi að mis- takast aftur og aftur og aftur í því sama, að gera sömu mistökin. Ef okkur mistekst þá verðum við að skoða hvað mistókst og hvernig við getum komið í veg fyrir að það gerist aftur,“ segir hún. Aðspurð að því hvað við getum lært af mistökum segir Áslaug að í þeim sé hægt að finna leið til að bæta vinnu sína. „Við getum bætt verk- lagið okkar með því að bregðast við mistökum. Bætt verkferla, sam- skipti eða hvað það nú er sem mistökin hafa áhrif á og þannig girt fyrir að við gerum sömu mistökin aftur,“ segir Áslaug. H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 27L A U G A R D A G U R 1 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 1 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 C 4 -9 E 2 C 2 3 C 4 -9 C F 0 2 3 C 4 -9 B B 4 2 3 C 4 -9 A 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.