Fréttablaðið - 14.09.2019, Page 39
hagvangur.is
Samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir
Að samstarfsvettvanginum standa ráðuneyti, samtök í atvinnulífinu og fyrirtæki.
Markmið vettvangsins eru að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttu framlagi landsins til
þeirra; að efla samstarf stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum; að styðja markaðs- og viðskiptaþróunarstarf
fyrirtækja tengt loftslagsmálum; og að reka markaðshús fyrir móttöku gesta og sendinefnda.
Starfsemi vettvangsins er hýst hjá Íslandsstofu.
Samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir auglýsir eftir verkefnastjóra greininga. Verkefnastjóri ber ábyrgð á
upplýsingaöflun og framsetningu á framlagi Íslands til loftslagsmála, þ.á m. forsögu, markmiðum og aðgerðum sem miða
að kolefnishlutleysi árið 2040. Í starfinu felst einnig kortlagning og framsetning á íslenskum grænum lausnum til útflutnings.
Um er að ræða spennandi starf með tækifæri til að hafa áhrif á mótun nýstofnaðs samstarfsvettvangs sem fæst við eitt
brýnasta verkefni samtímans.
Verkefnastjóri greininga
Ábyrgð og helstu verkefni
• Draga saman framlag Íslands til loftslagsmála
• Vinna með eftirlitsstofnunum að skilgreiningu
og samræmingu mælikvarða
• Vinna með stjórnvöldum að markmiðasetningu
og eftirfylgni í loftslagsmálum
• Taka saman framboð íslenskra fyrirtækja
á grænum lausnum
• Skrásetja framlag íslenskra fyrirtækja
og stofnana erlendis
• Setja fram framlag Íslands á skilmerkilegan hátt
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun í verkfræði eða öðrum greinum
sem nýtast í starfi
• Umfangsmikil reynsla í greiningu á umhverfis-
og loftslagsmálum
• Þekking á íslenskum grænum lausnum
• Mjög góð tölvukunnátta
• Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku
• Mikil færni í samskiptum
Upplýsingar veita:
Yrsa G. Þorvaldsdóttir
yrsa@hagvangur.is
Katrín S. Óladóttir
katrin@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2019.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá
og kynningarbréf.
Launafulltrúar,
gjaldkerar,
þjónustufulltrúar
hagvangur.is
1
4
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
C
4
-B
B
C
C
2
3
C
4
-B
A
9
0
2
3
C
4
-B
9
5
4
2
3
C
4
-B
8
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
9
6
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K