Fréttablaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.09.2019, Blaðsíða 44
Húsvörður – Staðarhaldari Húsfélagið að Löngulínu 2 í Garðabæ vill ráða húsvörð - staðarhaldara í hlutastarf (30-35%) auk nokkurra aukaverka eftir samkomulagi. Fastur vinnutími er mánudaga - miðvikudaga og föstudaga, frá kl. 8-12. Í húsinu eru 48 íbúðir í þremur stigagöngum ásamt bílgeymslu. Verkefni staðarhaldara eru almenn þrif á sameign, umhirða um lóð, bílastæði og bílageymslu auk minniháttar viðhalds og endurbóta. Staðarhaldari þarf að vera sérstaklega þrifsækinn, laghentur og útsjónarsamur og hafa auga fyrir því sem betur má fara. Umsóknir berist: Eignaumsjón hf. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík eða thjonusta@eignaumsjon.is, skýring(subject): (V19-36716) Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2019 Bifvélavirki óskast á bílaverkstæði í Reykjavík Reynsla af bilanagreinum og sjálfstæð vinnubrögð kostur. Umsóknir óskast sendar á as.v@internet.is Staða leikskólastjóra við leikskólann Garðaborg Skóla- og frístundasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra í Garðaborg lausa til umsóknar. Garðaborg er tveggja deilda leikskóli við Bústaðaveg í Reykjavík. Unnið er eftir hugmyndafræði John Dewey og Caro line Pratt þar sem lögð er áhersla á frjálsan leik, opinn efnivið, einingakubba og holukubba sem ýta undir ímyndunarafl, sköpun, útsjónarsemi og rökhugsun. Markvisst er unnið með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að auknu lýðræði í öllu starfi leikskólans, m.a. með því að börnin tjái skoðanir sínar, geti haft áhrif á eigin þekkingaröflun og daglegt líf. Leikskólinn er í samstarfi við íþróttafélagið Víking, tekur þátt í Vináttuverkefni Barnaheilla og samstarfsverkefninu „Kynslóðir leika“ með eldri borgurum í hverfinu. Á næstu misserum er fyrirhuguð endurgerð leikskólalóðarinnar auk þess sem unnið verður að innleiðingu nýrrar menntastefnu Reykjavíkurborgar með áherslu á félagsfærni. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að leiða áfram gott og metnaðarfullt leikskólastarf í Garðaborg. Meginhlutverk leikskólastjóra er að: • Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðar stefnu hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnu Reykjavíkurborgar. • Bera ábyrgð á daglegu starfi í leikskólanum. • Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsmenn. • Hafa yfirumsjón með innra mati á starfi leikskólans og umbótaáætlunum. • Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi. • Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskóla kennara. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskólastigi. • Reynsla af stjórnun æskileg. • Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða. • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. • Sjálfstæði og frumkvæði. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari og greinargerð um framtíðarsýn umsæk- janda á starf í leikskólanum. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2020. Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2019. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Nánari upplýsingar veita Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, skrifstofustjóri fagskrifstofu leikskólamála eða Elísabet Helga Pálmadóttir, þróunarfulltrúi, sími 411 1111. Netföng: ingibjorg.m.gunnlaugsdottir@reykjavik.is/elisabet.helga.palmadottir@reykjavik.is Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur, „Látum draumana rætast“, þar sem leiðarljósin eru virkni og þátttaka barna, aukið samstarf og fagmennska. Staða leikskólastjóra við leikskólann Klettaborg Skóla- og frístundasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra í Klettaborg lausa til umsóknar. Klettaborg er fjögurra deilda leikskóli við Dyrhamra í Grafarvogi í næsta nágrenni við Voginn. Leiðarljós leikskólans eru gleði, virðing og öryggi. Klettaborg er heilsueflandi leikskóli og áhersla lögð á hreyfingu og útiveru. Unnið er eftir hugmyndafræði John Dewey um að læra í gegnum leikinn og með læsi í gegnum þjóðsögur, þulur og Lubbi finnur málbein. Markvisst er unnið að því að skapa frjótt málumhverfi þar sem áhersla er lögð á góð samskipti og að börnin njóti hlýju og umhyggju þannig að þeim líði vel í leikskólanum, læri og dafni. Börnin eru með ferilmöppur sem fylgir þeim alla leikskólagönguna og gott samstarf er á milli leikskólans og hverfisskólans. Klettaborg var metin af Menntamálastofnun 2018 og á heimasíðu leikskólans, www.klettaborg.is, má nálgast upplýsingar um það og um starfið í leikskólanum. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að leiða áfram gott og metnaðarfullt leikskólastarf í Klettaborg. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á starf í leikskólanum. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2020. Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2019. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Nánari upplýsingar veita Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, skrifstofustjóri fagskrifstofu leikskólamála eða Elísabet Helga Pálmadóttir, sími 411 1111. Netföng: ingibjorg.m.gunnlaugsdottir@reykjavik.is/elisabet.helga.palmadottir@reykjavik.is. Meginhlutverk leikskólastjóra er að: • Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnu Reykjavíkurborgar. • Bera ábyrgð á daglegu starfi í leikskólanum. • Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsmenn. • Hafa yfirumsjón með innra mati á starfi leikskólans og umbótaáætlunum. • Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi. • Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskóla- stigi. • Reynsla af stjórnun æskileg. • Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða. • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. • Sjálfstæði og frumkvæði. Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur, „Látum draumana rætast“, þar sem leiðarljósin eru virkni og þátttaka barna, aukið samstarf og fagmennska. 1 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 9 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 C 4 -D 9 6 C 2 3 C 4 -D 8 3 0 2 3 C 4 -D 6 F 4 2 3 C 4 -D 5 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.