Fréttablaðið - 14.09.2019, Side 90

Fréttablaðið - 14.09.2019, Side 90
BORÐSPIL ERU SKEMMTILEG OG ÞESS VEGNA STARFA ÉG Í ÞESSUM BRANSA. MÉR ER ALVEG SAMA HVORT ÞAU SÉU TÍSKUBÓLA EÐA EKKI. Tom Vasel borðspilagagnrýnandi Tom Vasel með barðstóran hatt spilar við Íslendinga á Midgard í gær. Tom er einn þekktasti gagnrýnandi heims og stýrir Youtube rásinni Dice Tower. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Vinsældir Mid­ gard Reykjavik komu að­ standendunum sjálfum á óvart. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Sven van Heerden er einn af stofnendum Midgard Reykjavik, sem er ráð-stefna um nördamenn-ingu. Fyrsta ráðstefnan var haldin í Laugardals- höll í fyrra og gekk vonum framar. Um helgina er ráðstefnan haldin öðru sinni, í Fífunni í Kópavogi. „Undirbúningurinn hefur gengið vel en það er búið að vera töluvert álag á starfsfólkinu að klára að setja upp og skipuleggja ráðstefnuna,“ segir hann. Í fyrra seldist upp á ráðstefnuna og töluverður fjöldi erlendra ferðamanna lagði leið sína í Laugardalshöll. „Þetta var stærra en við sjálf bjuggumst við og því ákváðum við að finna stærra rými. Fjórum sinnum stærra til að vera nákvæmur.“ Að mati Sven er nördamenning á mikilli uppleið hér á Íslandi. „Við sjáum hvernig verslunin Nexus, sem kemur að þessari ráðstefnu, hefur stækkað á undanförnum árum. Þar eru sífellt haldnir við- burðir sem eru fjölsóttir. Í því starfi hefur fólk sýnt mikinn vilja til að halda ráðstefnu eins og þessa, sem eru algengar erlendis.“ Þekktust árlegra nördamenn- ingarráðstefna er Comic Con sem haldin er í San Diego í Bandaríkj- unum. Þangað sækja um 160 þús- und manns árlega. Á SPIEL Essen í Þýskalandi, sem er aðallega helguð borðspilum, mæta nú um 190 þús- und manns og hefur fjöldinn vaxið hratt á undanförnum árum. „Það er orðið svalt að vera lúði og meira að segja orðið nörd er ekki lengur neikvætt,“ segir Sven. „Eftir að tölvubyltingin varð stjórna lúðar stórum hluta samfélagsins. Fólk er að njóta áhugamála sinna og skemmta sér. Auðvitað er þetta svalt.“ Fjölbreytt dagskrá Á Midgard verður ýmislegt um að vera, svo sem opinn spilasalur, kynningar og sölubásar. Þá verða einnig margir erlendir gestir sem halda fyrirlestra og svara spurn- ingum. Einn þeirra er Manu Bennett sem lék orkann Azog í kvikmyndunum um Hobbitann og skylmingaþræl- inn Crixus í sjónvarpsþáttaröðinni Spartacus. Annar er Dan Abnett sem skrifaði teiknimyndasögurnar sem kvikmyndaserían Guardians of the Galaxy er byggð á. Þá kemur David Bateman, leikarinn sem talar fyrir Agent 47 í tölvuleikjaseríunni Hitman, og margir f leiri. Gestir ráðstefnunnar geta sjálfir tekið þátt í viðburðum því að margar keppnir verða haldnar. Má þar nefna mót í Warhammer 40k, Pókemon og öðrum spilum. Þá ætlar Quidditchlið Íslands að halda sýningar og leyfa fólki að keppa. En Quidditch er íþrótt sem á uppruna sinn í bókunum um Harry Potter, þar sem lið keppast um að koma knetti í gegnum hringi með kúst á milli lappanna. Á sunnudaginn verður Íslandsmeistaramótið í Cosplay haldið. Cosplay er eins konar búningakeppni með vísan í skáldaðar persónur og á rætur sínar í Japan. Smá en sterk borðspilasena Tveir af þekktustu fyrirlesurunum á Midgard verða Tom Vasel og Zee Garcia frá Youtube-rásinni The Dice Tower. Tom hefur gagnrýnt borð- spil frá árinu 2002 og er rás hans nú sú vinsælasta í heimi. Hann heldur einnig eigin ráðstefnur, verðlauna- afhendingar, útgáfur og ferðast um heiminn til að boða fagnaðarerindi nördismans. Tom og Zee komu á fyrstu Midgard-ráðstefnuna í fyrra og lásu upp einn af sínum víðfrægu topp 10 listum. Listarnir eru vin- sælasta efnið á rásinni og líkjast um margt uppistandi. „Við ætlum að sjálfsögðu að vera með topp-lista. Nú eru það topp 10 borðspil sem fá okkur til líða eins og við séum heimsk,“ segir Tom Vasel en listinn verður lesinn upp á laugardag klukkan 15 og tekur um klukkutíma. „Á sunnudaginn verðum við svo með spurningaþátt um spil.“ Tom og Zee vöktu mikla kátínu þegar þeir komu hingað í fyrra. Tom bjóst ekki við því að koma nokkurn tímann til Íslands en þegar hann frétti að ráðstefna yrði haldin varð hann æstur í að koma. „Landslagið á Íslandi er ótrúlegt, þetta er örugglega einn af fallegustu stöðum sem ég hef komið á,“ segir Tom. „Fólkið sem við hittum var einnig afar vinsamlegt. Hvert sem við fórum tók það vel á móti okkur.“ Spilasenan á Íslandi kom Tom nokkuð á óvart og að hér væru starf- ræktar tvær stórar spilaverslanir. „Senan er ekki stór miðað við önnur lönd en hún er mjög sterk,“ segir hann. Eitt sem einkenni senuna hér sé hversu uppteknir Íslendingar eru af þemum spilanna frekar en gang- verki. Á heimsvísu hafa borðspil verið á stöðugri uppleið síðan 1995, árið sem Catan kom út. Þetta er þvert á spádóma margra sem héldu að borðspil myndu deyja út með til- komu tölvuleikja. Aðspurður um hvort borðspil séu tískubóla segist Tom ekki velta því mikið fyrir sér. „Borðspil eru skemmtileg og þess vegna starfa ég í þessum bransa. Mér er alveg sama hvort þau séu tískubóla eða ekki.“ Árlega koma út ný spil sem breyta landslaginu og tískustraumum. Bæði hvað varðar gangverk og þema. Hápunktur ársins er gjarnan í kringum spilamessuna í Essen í Þýskalandi, sem fram fer í október. Þá koma margir nýir og spennandi titlar út. Af boðuðum útgáfum segist Tom vera spenntastur fyrir Tapestry frá Stonemaier Games. Enn sé alltaf eitthvað gefið út í kringum Essen sem komi honum á óvart. kristinnhaukur@frettabladid.is Loksins svalt að vera nörd Um helgina er í annað sinn haldin nörda- menningarráðstefnan Midgard Reykjavik. Þekktur borðspilagagnrýnandi, sem heldur tölu á Midgard, segir senuna hér á landi mjög sterka þó að hún sé ekki stór. 1 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 1 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 9 6 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 C 4 -A 3 1 C 2 3 C 4 -A 1 E 0 2 3 C 4 -A 0 A 4 2 3 C 4 -9 F 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.