Morgunblaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 Álfabakka 12, 109 Reykjavík • S. 557 2400 • Netverslun elbm.is Opið virka daga kl. 8-18 Sængurverasett, dúkar, servíettur, viskustykki, dýnuhlífar & lök, sloppar & inniskór, handklæði & þvottapokar. Vörurnar fást í Efnalauginni Björg í Mjódd LÍN fyrir hótel, veitingahús, gistiheimili, sjúkrastofnanir og heimili Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fimmtán sendiráð jafnmargra landa, sem eru í Evrópusamband- inu, ásamt sendinefnd sambands- ins hér á landi, buðu upp á mat og drykk í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær í tilefni af Evrópudeginum. Hann er ávallt haldinn hátíðlegur 9. maí, en þann dag árið 1950 lýsti franski utanríkisráðherrann Robert Schuman framtíðarsýn sinni sem stuðlaði að því að lönd í Evrópu mynduðu Evrópusam- bandið. Í ár er því einnig fagnað á Evr- ópudeginum að aldarfjórðungur er frá því að Ísland hóf fulla þátt- töku í innri markaði Evrópusam- bandsins í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, EES, sem er sameiginlegt mark- aðssvæði 30 Evrópuríkja. Fjölmargir þáðu boðið og gæddu sér á kræsingum frá ýms- um Evrópulöndum og nutu um leið tónlistar og fjölbreyttra skemmtiatriða. Evrópudagurinn var haldinn hátíðlegur í gær ESB-lönd buðu til veislu Morgunblaðið/Eggert Guðni Einarsson gudni@mbl.is Dr. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, kynnti utanríkismálanefnd álitsgerð sína varðandi þriðja orkupakkann í gær. Hann telur að það geti teflt aðild Ís- lands að EES-samningnum í tvísýnu verði þriðja orkupakkanum hafnað. Utanríkisráðuneytið birti frétt um álitsgerð Baudenbachers á heima- síðu sinni í gær. Þar kemur m.a. fram að þótt hægt sé að hafna upp- töku nýrrar löggjafar ESB í EES- samninginn á lokastigum máls- meðferðar sé þriðji orkupakkinn ekki mál af því tagi að réttlætanlegt sé að grípa til slíkra neyðarráðstaf- ana eins og að hafna upptökunni. Baudenbacher telur að Ísland beri ákveðna skyldu gagnvart hinum EFTA-ríkjunum, Noregi og Liecht- enstein, innan EES. Þau hafi aflétt stjórnskipulegum fyrirvörum sínum og vænti þess að Ísland geri það einnig ella öðlist þriðji orkupakkinn ekki gildi gagnvart neinu ríkjanna. Hann telur ólíklegt að sameiginlega EES-nefndin fallist á að taka málið upp að nýju. Í samantekt á álitsgerð Bauden- bachers sem ráðuneytið birtir er m.a. bent á það að í Noregi hafi alltaf verið uppi raddir sem vilji endur- túlka EES-samninginn sem tvíhliða samning Noregs við ESB. Ísland og Liechtenstein fái að fljóta þar með ef svo má segja. Ekki sé hægt að úti- loka að Noregur muni á endanum óska eftir því að gera tvíhliða samn- ing við ESB. Er algjört neyðarúrræði Utanríkisráðuneytið óskaði eftir því við Alþjóða- og Evrópuréttar- stofnun Háskólans í Reykjavík að hún veitti sérfræðilegt álit sitt á því hverjar yrðu lagalegar afleiðingar þess ef Alþingi synjaði afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara vegna þriðja orkupakkans. Í lokaorðum álitsins segir að það sé ljóst að „heimild íslenska ríkisins til að hafna afléttingu stjórnskipu- legs fyrirvara og upptöku gerðar í EES-samninginn felur í sér algjört neyðarúrræði. Synjun íslenska rík- isins um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara fæli í sér fordæmalausa stöðu sem hefði í för með sér mikla lagalega og pólitíska óvissu og setti framkvæmd EES-samningsins í uppnám. Þá kann synjunin að leiða til lagalegrar óvissu fyrir fyrirtæki og neytendur“. Gæti stefnt aðild að EES í tvísýnu Morgunblaðið/Hari Alþingi Carl Baudenbacher kom fyrir utanríkismálanefnd Alþingis í gær.  Dr. Carl Baudenbacher, fv. forseti EFTA-dómstólsins, segir þriðja orkupakk- ann ekki vera mál af því tagi sem réttlæti það að grípa til neyðarráðstafana Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktors- nemi í réttarfélagsfræði við Háskól- ann í Lundi, lagði fram tillögur um réttláta málsmeðferð með tilliti til þolenda kynferðisbrota í skýrslu sem hún kynnti á málþingi í gær um réttarstöðu þolenda kynferðis- ofbeldis. Að þinginu stóðu stýrihóp- ur um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi og Há- skólinn í Reykjavík. Hildur Fjóla sagði á málþinginu að til þess að bæta réttarstöðu þol- enda kynferðisofbeldis væri mikil- vægt að þeir fengju sama aðgang að gögnum málsins og hinn kærði. Að lögreglu væri skylt að upplýsa brota- þola um gang málsins, að brotaþoli bæri vitni fyrir dómi á undan ákærða og fengi að sitja í réttarsal í réttar- höldunum. Hún sagði að réttur brotaþola virtist takmarkaðri hér en hjá hinum norrænu þjóðunum og jafnræðisreglunni væri ranglega beitt í kynferðisbrotamálum. Hildur Fjóla tók viðtöl við 35 brotaþola og höfðu 15 þeirra nýlega farið í gegnum réttarkerfið. Á Ís- landi væru brotaþolar aðeins vitni í eigin máli og samkvæmt niðurstöð- um Hildar Fjólu þótti viðmælendum hennar almennt „súrrealískt“ og fullkomlega óeðlilegt að þeir væru ekki aðilar að eigin málum. Að sögn Hildar Fjólu er litið svo á í Finnlandi að brotaþoli sé aðili máls frá byrjun, í Svíþjóð frá því að ákæra er gefin út. Í Danmörku og Noregi séu brotaþolar vitni í eigin málum en miklar úrbætur hafi verið gerðar á réttarstöðu brotaþola í kynferðis- brotamálum í Noregi árið 2008. thorgerdur@mbl.is Bæta þarf réttarstöðu kyn- ferðisbrotaþola á Íslandi  Takmarkaðri réttur á Íslandi en hjá hinum norrænu þjóðunum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Málþing Hildur Fjóla ræddi stöðu kynferðisbrotaþola á Íslandi. ,,Það var gott að fá álit Carls Baudenbachers, fyrrverandi for- seta EFTA-dómstólsins, á því að það sé bæði of seint í ferlinu og málið ekki þannig vaxið að neita þurfi upptöku þriðja orkupakk- ans,“ segir Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir, formaður utanríkis- málanefndar Alþingis, og bætir við að Baudenbacher hafi verið skýr á því að þriðji orkupakkinn væri engan veginn sambærilegur Icesave né hefði áhrif á forræði okkar yfir auðlindinni eða bæri í sér nokkrar skyldur um lagningu sæstrengs. Áslaug segir ánægju- legt að EFTA-ríkin í sameiginlegu EES-nefndinni hafi áréttað sér- stöðu Íslands varðandi innri raf- orkumarkað á fundi í fyrradag. ge@mbl.is Sérstaða Ís- lands áréttuð SÉRFRÆÐIÁLIT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.